Morgunblaðið - 30.06.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. jún! 1062 MORGVNBLAÐIÐ 13 N#W >4V d ^sSSS&^v. I MmmA [Vwj&r I Vv\mvý Serki um að vinna að upp- ið því fram, að „þriðja veld- ið“, þ e. Frakkland sem kjarnorkuveldi, sé ekki í samræmi við hagsmuni NATO og kunni að auka á stríðshættuna. byggingu landsins. Berlin og afstaða Frakka Berlínardeilan er vanda- mál, sem erfitt hefur reynzt viðfangs. Það er skoðun stjórnmálafréttaritara erlend is, að Krúséff kunni að kjósa um sinn, að skipta sér lítið af því máli, meðan verið er Kosningar í Alsír fara fram á morg- un — Berlinardeilan kjarnorku- málin — Enn á ný ófriðarblika í SA-Asiu Alsir fær sjálf- stæði Á MORGUN, sunnudag, ganga Alsírbúar að kjörborð- inu. Þar sem 85 % þeirra 9 milljón Serkja, sem landið byggja eru ólæsir og óskrif- andi verður tilhögun kosn- inganna með nokkuð öðrum hætti en við eigum að venj- ast. Kjósendur velja milli tveggja kjörseðla. Á öðrum stendur „já“, á hinuim „nei“. Þeir sem vilja rauða kjör- seðilinn, „já“ — seðilinn, samþykkja þar með, að framtíð Alsír verði á þann veg, sem um var samið í Ev- ian samningunum, er gerð- ir voru í marz sl. Lítill vafi leikur á að allir Serkir, sem kosningarétt hafa, muni „segja“ já. Af einni milljón Evrópu- nianna, sem búið hafa í Als- ír, hafa 280 þúsund flúið land ^l. 3 mánuði. Hinir, sem eftir eru, og kosningarétt hafa, muni vafalaust hafa skiptar skoðanir, en hitt er víst, að þeir kjósendur, sem taka hvíta „nei“-seðilinn, verða í minnihluta. Eftir helgina verður því bundinn endir á 8 ára styrj- öld í Alsír, styrjöld, sem hef ur orðið Alsírbúum þungur baggi í viðleitninni til að byggja upp þjóðfélag sitt. Frakkar missa um leið stærstu nýlendu sína, sem verið hefur undir þeirra stjórn 132 ár. Franski fáninn mun því ekki blakta oftar við hún í Alsír, en í stað hans kemur græn-hvítur _ fáni landsins. Frá því, að samkomulag náðist milli fulltrua bráða- birgðastjórnarinnar og full- trúa OAS, 17. júní sl., gegn því að OAS-mönnum yrðu veitt grið í framtíðinni, hef- ur verið ljóst, að dagar hermdarverkahreyfingarinn ar voru taldir. Dauðateygjurnar — þótt kröftugar væru — komu fyrr í vikunni, er OAS-menn kveiktu í 8 stórum olíugeym um í Oran. Nokkur minni spellvirki fylgdu í kjölfarið. Ura miðja vikuna kom í ljós, að Paul Gardy, yfirmað- ur OAS í Oran, en þar hef- ur miðstöð hreyfingarinnar verið, hafði flúið land ásamt nokkrum helztu samstarfs- mönnum sínum. Þar með var kjarni samtakanna klofinn. Uppgjöf OAS var þar með orðin að veruleika, og eftir helgina flytur útlagastjórn Serkja, sem gerði samkomu- lagið við Frakka heim til Alsír og tekur þar til starfa. Sarhkomulagið, sem veitti OAS-mönnum grið, mætti víða mótspyrnu. Æðstu menn OAS í Oran, sem nú eru á brott úr landinu, mót- mæltu kröftuglega. Sama er að segja um nokkra ráða- menn Serkja, einkum í út- lagastjórninni og í frelsis hernum, og þótti þeim sem grið til handa hermdarverka mönnunum stöppuðu nærri landráðum. Það, sem mestu mun hafa ráðið um, að fulltrúar bráða að glíma við innanlands vandamál Rússlands. Umræður þær, sem Banda ríkjamenn hafa átt við sendi herra Rússa í Washington, hafa í senn verið taldar gagn legar og hættulegar. Dr. Adenauer hefur lýst því yfir í viðtali, fyrr í þess- ari viku að samtöl þau, sem farið hafa fram milli Dean Rusk, utanríkisráðherra, og Dobrynin, sendiherra, kunni að leiða til einhverrar lausn- ar. Það sé a.m.k. ekki rétt að hætta viðræðum um mál- ið, úr því að þær séu einu Sé sá skilningur, sem frétta ritarar hafa lagt í þetta mál réttur, þá virðist Berlínar- deilan vera flækt inn í varn- armálin, þ.e. að nokkru leyti standa í vegi fyrir því, að s'amkomulag náist um kjarn- orkumálin innan* NATO. Það kom skýrt fram .í við- tali því sem Dr. Adenauer átti, og vikið hefur verið að, að Þjóðverjar styðja nú full- komna aðild Breta að Mark- aðabandalaginu. Frakkar virðast einnig hafa skipt um stefnu í málinu, en þeir voru áður mótfallnir. Viðræður þær, sem hófust á nýjan leik í Brússel síðari hluta vikunn ar, um aðild Breta, virðast styðja þessa skoðun. Líkur fyrir samkðmulagi voru þá sagðar betri en áður. Sú skoðun hefur komið fram erlendis, að breytt af- staða Frakka stafi m.a. af því, að Bretar kunni að hafa meiri áhuga á að sameinast Evrópu á stjórnmálasviðinu en efnahagslega. Frakkar hafa að undanförnu sýnt mestan áhuga á því að skapa sterkt pólitískt samband birgðastjórnarinnar gengu til samkomulags, er efnahags- ástandið í Alsír. Fyrir þeim mun hafa vakað, fyrst og fremst, að tryggja efnahag landsins í framtíðinni með samkomulagi við Evrópu- menn. Evrópumenn eiga 93% af því fé, sem varið hefur verið tií fjárfestingar í Alsír. Tólf af hverjum þrettán forstjór- um alsírskra iðnfyrirtækja eru Evrópumenn, sömuleiðis 9 af hverjiim 10 læknum og 99 af hverjum hundrað verk- fræðingum. Án Evrópumanna eigna þeirra og þekkingar, er Alsír snautt land. Þótt franska stjórnin hafi ákveðið að veita Aisír fjárhagsaðstoð, sem nemur um 500 millj. dala, ár hvert, þá verður það fé ekki hagnýtt nema með þekkingu. Því hafa friðsamari menn bæði meðal Serkja og Evr- ópumanna gert sér grein fyr ir því, að einungis með því að draga úr eyðileggingu og flótta Evrópumanna frá Al- sír, verður lagður grundvöll- ur að framtíð landsins. Síðustu daga hafa báðir að ilar hvatt fólk tii að hverfa ekki úr landi, en taka þess í stað höndum saman við sinni hafnar. Þá hefur Adenauer sagt, að misskilningur sá, er reis út af þessum viðræðum, milli Bandaríkjamanna og V-Þjóðverja, sé úr sögunni. Hins vegar segja frétta- ritarar, að franskir ráða- menn líti samskipti Banda- ríkjamanna og Rússa, vegna Berlínardeilunnar, illum aug um. Þeir séu sannfærðir um að stórþjóðirnar tvær hafi gert með sér leynilegt sam- komulag. þess efnis, að Rúss ar hafi lofað að stöðva ekki samgöngur til Berlínar, gegn því að Bandaríkjamenn lofi því að styðja ekki aðrar þjóð •ir þ.á.m. þjóðir í NATO, til þess að gerast kjarnorku- veldi. Rússar hafi einnig sam þykkt að halda sér við slíka stefnu gagnvart samherjum sínum. Þó V Þjóðverjar séu sann- færðir um það nú, að Banda- ríkjamerm séu aðeins að leita fyrir sér um lausn á Berlín- armálinu, þá trúa franskir ráðamenn því, að Frak'kar séu raunverulega að greiða fyrir frjálsar samgöngur við Berlín, þannig að þeir fái ekki þá aðstoð á sviði her- mála frá Bándaríkjamönn- um, sem þeir hefðu annars fengið. Bandaríkjamenn hafa hald nokkurra Evrópuríkja, þótt undirtektir V-Þjóðverja og ítala, sem sérstaklega voru nefndir í þessu sambandi, hafi ekki verið sem beztar. Sú skoðun virðist vera að ryðja sér til rúms, eins og kom fram af ummælum Ad- enauers, að pólitísk eining Evrópu og efnahagsleg þurfi ekki að haldast í hendur, og muni sennilega ekki gera það. Grundvöllur efnahags- samstarfs sé tiltölulega fast- ur og þróun mála á því sviði muni ganga hratt fyrir sig. Hins vegar muni pólitískur samruni Evrópuríkjanna taka langán tíma, og þess muni enn mjög langt að bíða, þar til hægt verði að stjórna Evrópu frá einu þingi. Afstaða Krúséffs, eins og hún kom fram nú, eftir heim komuna frá Rúmeníu fer hins vegar sú, að vesturveldin ættu að flytja heri sína frá Berlín. Þetta er ekki ný hug- mynd, og hvort hún er sett fram í meiri alvöru nú en áður, skal ekki sagt. Nú eru hins vegar líkur á að. viðræður kunni að fara fram á þremur stöðum um Berlín. Viðræðum verður haldið áfram í Washington, nokkrar líkur eru fyrir því, að utanríkisráðherrar helztu stórveldanna komi saman innan tíðar í Genf, til að ræða Laos, og þá verði Berl- ínarmálið einnig tekið fyrir. I hafa Bandaríkin, Bret- la. og Frakkland sent ráða- mönnum í Moskvu orðsend- ingu, þar sem farið er fram á viðræður fulltrúa hernáms veldanna í Berlín, vegna at- burða þeirra sem gerzt hafa við Berlínarmúrinn undan- farið. Frakkar eru eina þjóðin á meginlandi Evrópu, sem halda fast við það að koma sér upp kjarnorkuher. Ekki virðist sem viðræður þeirra Dean Rusk og De Gaulle forseta, hafi leitt til sam- komulags um varnarmálin, þe. að Bandaríkin beri ein • NATO fyrir kjarnorkuvopn- veg og vanda af því að sjá um. 1 þessu sjá Rússar þá von að um klofning kunni að verða milli Frákka og Banda ríkjamanna. Kemur sú skoð- un Rússa fram í Izvestia fyr- ir skömmu, er talað- var þar um, að vinna ætti sem mest að bættum samskiptum Rússa og Frakka. Þetta telja margir sönnun þess, að „þriðja veldið“ í Evrópu sé allt að því jafn hættulegt samstöðu Vestur- landa og samkomulag ein- hvers Evrópuríkis við Rússa, á bak við tjöldin. Einhvern tíma var SA- Asíu lýst þannig, að um leið og sett væri undir einn lek- ann, kæmi annar í ljós. — Þessi umsögn virðist enn eiga fullan rétt á sér. Eftir þóf, sem staðið hafði nokkuð á aðra viku, kom stjórnin í Laos loks saman sl. laugardag. Eru ráðherrarnir 19 talsins (4 hægri- menn, 4 vinstrimenn og 11 „hlutlausir“ — almennt álit- in vinstrisinnaðasta stjórn, sem verið hefur við völd í Laos), höfðu gengið fyrir konung, Savang Vatthana, tók stjórnin opinberlega til starfa. Innrás þjóáernis- sinna 'Forsætisráðherrann, Sou- vanna Phouma, foringi „hlut lausra“, lýsti því yfir að Laos myndi ekki lengur líta á SA-Asíubandalagið sem verndara. Laos hefur ekki verið meðlimur í bandalag- inu, en það hefur reynt að fylgjast með gangi mála þar, síðan ?það var stofnað 1954, til að tryggja, að friður héldist í landinu. Þá lýsti Souvanna Phouma því enn fremur yfir, að landið myndi verða hlut- laust, auk þess, sem unnið yrði markvisst að því að sameina landsmenn í bar- áttu fyrir betri hag. — Þá myndi Laos leggja stund á friðsamlega sambúð við öll ríki. Tveimur dögum eftir að stjórnin kom saman í fyrsta Framh. á 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.