Morgunblaðið - 30.06.1962, Blaðsíða 22
22
MORGVISBLAÐIÐ
Laugardagur 30. júní 1962
Beztn fimleikaflokkar
Svia sýna í Háskólabídi
Einstæb íþróttaheimsókn til íslands
i næstu viku
SÉRSTÆÐ heimsókn erlendra
.íþróttamanna verður í næstu
viku. Þá koma hingað 43
íþróttamenn og konur, fim-
leikaflokkar karla og kvenna
og þjóðdansaflokkur. Það er
sérstætt við þessa heimsókn, að
flokkarnir greiða allan sinn
ferðakostnað og uppihald sjálf-
ir. Koma þeir hingað af áhuga
einum saman og kynna hér
íþrótt sína. Þetta er allt sænskt
fólk og í fimleikaflokkunum
piltar og stúlkur úr fremstu
röð fimleikafólks í Svíþjóð. —
Flokkarnir koma hingað 4. júlí
(nk. miðvikudag) og sýna á
fimmtudags- og föstudagskvöld
í Háskólabiói, kl. 11.15 bæði
k,völdin. Er ekki að efa að þar
verður fjölmenni. Þar verða
sýndir fimleikar af beztu teg-
und og íþróttaunnendur ættu
að sýna þessum flokkum það í
verki að þeir kunna að meta
slíka heimsókn, sem þessir
flokkar gera hingað.
Flokkarnir, sem koma eru,
13 manna fimleikaflokkur frá
KFUM í Stokkhólmi, flokkur
12 kvenna frá Viking og loks
18 manna þjóðdansaflokkur.
Hugsanlegt er að flokkarnir
sýni úti á landi, en húsnæði er
ekki tryggt ennþá. Vilja flokk-
arnir gjarna kynnast landinu
umfram Reykjavík.
Fimleikaflokkur karla
frá KFUM
Flokkur þessi er mjög víð-
förull — hefur sýnt í Banda-
ríkjunum og flestum löndum
Evrópu — samtals um 800
sýningar, þar af 150 á erlendri
grund. Hann hefur farið 34 ut-
anlandsferðir og komið tvisvar
áður til íslands, þ.e.s. 1936 og
1956. Hann var lengi mjög þjóð
legur í sinni leikfimi, en er nú
orðinn alþjóðlegur og í tölu
þeirra beztu í Svíþjóð.
Flokkurinn sýnir æfingar á
svifrá, tvíslá, í hringjum og á
hesti og að sjálfsögðu æfingar
á gólfi.
tækifæri að ræða, sem áhuga-
menn um fimleika mega ekki
láta sér úr greypum ganga.
Fimleikaflokkur kvenna
frá „Viking“
Flokkurinn samanstendur af
12 kornungum blómarósum. —
Þær sýna fjölbreytilega leik-
fimi og stökk og hafa fengið
hina beztu dóma blaðamanna. í
Svíþjóð.
Það fer bráðum að teljast til
Nokkrar af stúlkunum í Viking.
Reykvíkingar fá sjaldan
Þjóðdansar af beztu tegund í Svíþjóð.
xveyK.viR.ingar ici öjctiucui
tækifæri til að sjá úrvalsmenn
sýna á þessum áhöldum — því
miður. Hér er því um sérstakt
Kinn al piltunum í KFUM.
stærri viðburða að sjá úrvals-
flokk kvenna sýna fimleika hér
í borginni.
Vonandi vaknar áhuginn á ný
á fimleikum og eru ungar
stúlkur hvattar til að koma og
sjá Víkings-stúlkurnar í Há-
skólabíói. Þær sýna á hvern
hátt þær túlka fönguð sinn og
starfsþrá í fögrum fimleikum.
Þjóðdansaflokkur frá SFV
í Stokkhólmi
SFV er elzta og þekktasta
þjóðdansafélag Svía. Félagið
hefur ferðazt mjög víða, bæði
um Bandaríkin ög Evrópu, til
að kynna sænska þjóðdansa. —
Hér er um að ræða kærkomið
tækifæri fyrir alla þjóðdansa-
unnendur að kynnast sænskum
þjóðdönsum.
Einu sinni þótti það gott að
slá þrjár flugur í einu höggi.
Hér gefst tækifæri til að sjá
þrjá úrvalsflokka, sem hver
fyrir sig væri þó raunar nægj-
anlegur til sjálfstæðrar sýning-
I ar. —
Framkvæmdanefndin, en for-
maður hennar er Benedikt Jak-
obsson, hefur verið svo heppipn
að fá Háskólabíó fyrir 2—3
sýningar fyrrnefndra flokka. —•
Fer hér saman glæsilegt hús og
glæsileg dagskrá.
Flokkarnir koma frá Bergen,
en þar sýndu þeir á landsmóti
Norðmanna í „Turn“.
Það er ómetanlegt að fá góða
flokka til að sýna og kynna
hinar listrænu íþróttir — fim-
leika og þjóðdansa.
‘Engin íþrótt hefur meira Tist-
rænt gildi en fimleikar.
Þjóðdansarnir eru á órjúfan-
legan hátt tengdir sögu, lagi og
ljóði. Þeir, sem kunna að meta
þjóðleg fræði og listrænar
íþróttir og • þeir sem unna í-
þróttum í einni eða annarri
mynd — já og ekki sízt þeir,
sem telja íþpóttir hafa lítið
gildi í nútímaþjóðfélagi, ættu
að nota þetta einstæða tækifæri
til að koma, sjá og njóta hollr-
ar skemmtunar í Háskólabíói.
Danir sigruðu KR. 4:0
HÁTT Á SJÖUNDA þúsund á-
horfenda fóru vonsviknir heim
af Laugardalsvellinum I gær-
kvöldi eftir að hafa horft á KR
fá slæma útreið hjá Sjálenzka úr
valinu. Danir unnu yfirburðasig
ur 4:0, sem að vísu er nokkuð
stórt, en KR var langt frá því að
vera jafnoki gestanna, og sigur
þeirra þess vegna sanngjarn.
Eftir fyrsta leikinn, gegn
Fram, voru menn aknennt þeirr
ar skoðunnar, að KR mundi
ganga með sigur af hólmi og ekki
sízt vegna þess, að nú lék Þórólf
ur Beck aftur með sínum gömlu
félögum. Þetta fór á annan veg:
við, sem fylgzt höfum með Þór-
ólfi gegnum árin sáum lítið til
hans alkunnu snilli og ekki er
hægt að segja að hann hafi feng
ið mikla aðstoð félaga sinna.
Framlína KR var ebki fremur
hvöss í þessum leik en í fyrri
leikjum sínum á sumrinu og hinn
leikandi létti samleikur, sem í
fyrra og hitteðfyrra færðu svo
marga sigra, sézt nú ebki lengur,
en í þess stað er allur sóknarleik
ur hikandi og fálmkenndur.
Fólk kom á völlinn, fyrst og
fremst til að sjá snillinginn Þór-
ólf Beck. Það sá hann ebki. Það
er ekki vegna þess, að hann sé
ebki eins góður og af er látið.
Hér kemur annað til. Fyrst og
fremst hygg ég, að gjörsamlega
útilokað sé fyrir einn mann eins
og Þórólf að sýna sitt bezta hér
heima undir þeim kringumstæð-
um, sem fyrir hendi eru. Dæmi
sem þessi eru svo algeng, bæði
hér heima og annars staðar, að
ebki þarf að fjölyrða um það.
Auk þess er Þórólfur í algeru fríi
frá knattspyrnu frá því í maí og
þar til í haust og hefur eikki heim
ild félags síns til að æfa, en sér
stakt leyfi þarf hann til að fá að
keppa hér heima. Með allt þetta
í huga er ekki að undra þótt
Þóiólfur hafi verið kvíðinn að
koma fram fyrir augu obkar hér,
sem ætlumst til að sjá áberandi
stjörnu.
Leikurinn í gær var, þrátt fyr
ir vonbrigði mun betri en fyrsti
leikur SBU og nú voru þeir sem
allt annað lið: mun liflegri og
hreyfanlegri í leik sínum, enda
er sagt að þeir hafi lagt mest upp
úr að vinna þennan leik. Fyrri
hálfleik máttu þeir hafa sig alla
við og voru heldur meira í vörn
en sókn, og skiluðu varnarhlut-
verki sínu með prýði. KR-ingum
tókst nokkrum sinnum að skapa
allverulega hættu við mark
þeirra, en voru ýmist of svifa-
seinir, eða Danir voru vel við-
búnir og fengu bjargað. Sókn KR
var langt frá því að vera nógu
afgerandi og hröð til að ná þeim
árangri, sem sótzt er eftir; að
skora mark.
Hættulegasta tækifæri hálf-
leiksins-kom á 37. mínútu, þegar
Þórólfur fébk knöttinn á víta-
teig, vatt sér fimlega framhjá
miðverðinum og inn í teiginn og
virtist markið þarna blasa við.
En markvörðurinn, Mogens Jo-
hansen, var mjög vel staðsettur
og renndi sér fyrir fætur Þór-
ólfs á réttu augnabliki.
Fyrsta mark Dananna kom
nobkrum mínútum síðar og upp
úr rólegu upphlaupi, sem eng
an grunaði, að leiða myndi til
marks. Alesen miðherji fébk send
ingu skammt utan vítateigs og
skaut fremur lausu skoti að
marki, en Gísli markvörður var
lagður af stað út í gagnstætt
horn, skrikaði fótur á hálum vell
inum og knötturinn rann fram
hjá honuSn í markið. — Sann-
kallað óheppnismark og ekkl
verðskuldað eftir gangi leiksins,
Þannig var staðan í leibhléi 1:0
fyrir SBU, en hefði alveg eins
getað verið öfugt.
í upphafi síðari hálfleiks voru
KR-ingar kappsamir, en náðu
ekki saman og brátt fór að
draga af þeim. Danirnir sóttu sig
hins vegar og nú var sýnt hvernig
Framhald á bls. 23.