Morgunblaðið - 30.06.1962, Side 23
MORG.UNBLAÐIÐ
3r í *;'» *v I i'I W\ ví 1« V--3. H
Laugardagur 30. júní 1962
23
K\ ikmy ndatakan
hefst 10. júlí
DANSKI leikstjórinn Erik Ball-
ing og fjórir aðstoðarmenn hans ,
Itoma til Rvíkur með Loftleiða-
flugvél nk. mánudagdagskvöld
vegna fyrirhugaðrar töku kvik-
myndar 'eftir skáldsögu Indriða
G. Þorsteinssonar, „79 af stöð-
inni.“ Næstkomandi laugardag
kemur það, sem á vantar af leik
flokknum, en alls verða hér tíu
Danir við kvikmyndatökuna.
Ráðgert er að taka myndarinn-
ar hefjist þriðjudaginn 10 júní.
Ég er sjúkur, gamali maður,
sagði Soblen, sem nú er í fangelsi í Israel
KYNDILL H.F.
smíðaði bátinn
ÞAÐ voru ekki réttar upplýs-
ingar, sem Mbl. höfðu verið látn-
ar í té, að vélsmiðjan Jám hf.
Ihefði smíðað 20 smálesta olíubát-
inn Andrés, sem Olíuverzlun ís-
lands hf. á og staðsettur er á
Siglufirði. Báturinn er smíðaður
af vélsmiðjunni Kyndili hf. Hins
vegar hefur Járn hf. samskonar
bát í smíðum. — Olíubátarnir
eru teiknaðir af Ágúsiti Sigurðs-
syni, skipafraeðingi.
Síðustu sýningar á
My Fair Lady
SÍÐUSTU sýningar á „My Fair
Lady“ eru í dag kl. 16 og kl. 20
og á sunnudag kl. 15 og kl. 20
Verða þá sýningar á þessum vin
saela söngleik 68 og munu þá rúm
lega 40 þús. manns hafa séð hann.
Fullt hús hefur verið á öllum
Býningum nema þrem. Uppselt
er þegar á kvöldsýningarnar
bæði á laugardag og sunnudag
en ennþá er hsegt að komast að
á báðar síðdegissýningarnar.
Það er þvi eini möguleikinn fyrir
þá, sem ennþá eiga eftir að sjá
„My Fair Lady“ að tryggja sér
aðgöngumiða að þeim sýningum,
því sýningar verða ekki fleiri.
Á mánudag verður byrjað að
pakka niður leiktjöldunum og
búningunum, sem sent verður til
Kaupmannahafnar.
Tel Aviv og New York,
29. júní — (AP) —
Bandaríski njósnarinn dr. Ro
bert Soblen, sem dæmdur var
í ævilangt fangelsi í Banda-
ríkjunum og hvarf eftir að
Hæsíiréttur hafnaði beiðni
hans um, að mál hans yrði tek
ið upp að nýju, var handtek-
inn í Tel Aviv í ísrael í gær.
— xxx —
Soblen var sl. haust dæmd-
ur í ævilangt fangélsi fyrir
njósnir í þágu Sovétríkjanna,
en honum var sleppt gegn 100
þús. dollara tryggingu á með
an athugað var hvort orðið
yrði við beiðni hans um að
málið yrði tekið upp að nýju.
Þegar ákveðið var að synja
beiðninni, hvarf Soblen frá
heimili sínu. Hann átti að
byrja að afplána dóminn í
gær.
• Kærður fyrir að nota
falskt vegabréf.
Lögreglan í ísrael hand-
tók Soblen í gistihúsi við Mið
jarðarhafið í gær og var hann
ákærður fyrir notkun falskra
skjala, þar sem hann hafði
notað falskt vegabréf til að
komast inn í landið.
Soblen, sem þjáist af hvít-
blæði var fluttur í sjúkrahús
Ra-mleh fangelsisins, én það
er sama fangelsið og Adolf
Eichmann sat í þar til hann
var hengdur 31. maí sl.
Þegar Soblen var fluttur
þangað, sagði hann: „Látið
mig í friði, ég er þreyttur,
sjúkur gamall maður“. Soblen
er 62 ára. Þegar átti að færa
hann til yfir-heyrslu, sagði
hann: „Mér líður ekki vel“.
Hann er nú undir lækniseftir
liti.
• Verður hann framseldur?
Áður en Soblen vár hand
tekinn hafði hann átt tal við
þekktan ísraelskan lögfræð-
ing, því að hann ætlaði að
sækja um hæli sem pólitískur
Churchill skoriuai
upp aftur
Flikttur til Englands i gær
an lávarður á móti honum. Var
\ 'honum síðan ekið til Middler
j sjúkrahússins, þar sem líflæknir
London 29. júní (NTB-AP)
Sir Winston Churihill var flutt-
ur til London í dag frá Monte
Carlo, þar sem hann datt í gær
og lærbrotnaði. Var hann lagð-
ur inn í Middlesex-sjúkrahúsið,
og frnmkvæmd var á honum j gekk undir uppskurð í Monte
skurðaðgerð. Aðgerðin heppn
aðist vel.
hans skoðaði hann ásamt sér -
j fræðingum. Ákváðu þeir að skera
sir Winston upp aftur, en hann
Herflugvél sótti Churtíhill til
Nissa, en þangað var hann flutt-
ur frá Monte Carlo í sjúkrabif-
reið. Mikill mannfjöldi var bæði
fyrir utan sjúkrahúsð og á flug
vellinum. Veifaði Churchill til
fólksins og virtist hinn hressasti.
Einn af beim, sem viðstaddir
voru sagði: — Ef hann hefur
fundið til í fætinum, þá sýndi
ihann það alls ekki.
Á flugvellinum í London tóku
kona Ohurdhills, sonur hans
Randolph og líflæknir hans Mor
Carlo í gær. Aðgerðin stóð yfir
í bvær klukkustundir og heppn-
aðist vel. Kona Ohurohills, ætlar
að dveljast í sjúkrahúsinu
nokkra daga hjá manni sínum.
Churöhiil líður eftir atvikum
vel og álíta læknar að hann
muni ná sér eftir slysið.
I Frá því að Churtíhill kom" í
! sjúkrahúsið, þar til aðgerðinni
I var lokið, var mikill mann-
fjöldi saman kominn fyrir utan
til að fylgjast með líðan hans.
Margir þjóðhöfðingjar og aðr-
ir hvaðanæva í heiminum sendu
hinum fyrrv. forsætisráðherra
I óskir um góðan bata.
Sigríður Sigurðardóttir
1 DAG verður borin til hinztu
hvíldar frá Borgarneskirkju,
frú Sigríður Sigurðardóttir, en
Tiún lézt að • Landakotsspítalan-
um í Reykjavík 23. þ. m.
Sigríður var fædd 27. septem
ber árið ‘1912 að Æsustöðum í
Austur-Húnavatnssýslu og hefði
því orðið fimmtug á þessu ári,
ef aldur hefði leyft.
Foreldrar Sigríðar voru þau
hjónin Steinvör Benónýsdóttir
og Sigurður Pálmason, kaup-
maður á Hvammstanga.
Þriggja ára gömul fluttist
Sigríður með foreldrum . sínum
til Hvammstanga og ólst þar
upp ásamt fjórum eftirlifandi
börnum þeirra hjóna.
Strax í æsku kynntumst við
Sigríður vel og mér til óblend-
innar ánægju hefur vináttan
alla tíð haldizt.
Sigríður var vel gefin kona,
sönghneigð, enda átti hún ætt
til þess, hún var jöfn í skapi,
glöð og skemmtileg, og var hún
því jafnan eftirsótt í kunn-
ingjahópL Mér fannst hún
inild og aanngjörn í dómum
sínum til annarra og alltaf til-
búia að taka annarra málstað,
og átti það ekki síður við þá
sem halloka höfðu farið í líf-
inu. Hún var því svo lánsöm,
að það var ævinlega hún sem
veitti,
Til ársins 1934 bjó Sigríður
í foreldrahúsum, en það ár
giftist hún Halldóri Sigurðs-
syni, fulltrúa hjá Kaupfélagi
Vestur-Húnvetninga. Það sama
ár réðist Halldór til Kaupfé-
lags Borgfirðinga, og fluttust
þau þá til Borgarness.
Þar eignuðust þau hús, og
komu sér upp fallegu heimili.
Hjónaband þeirra var eitt-
hvert það bezta sem ég hef
kynnzt.
Þau eignuðust þrjú böm, sem
öll eru á lífi og hin mannvæn-
legustu, en þau eru: Björg,
húsfrú í Borgarnesi; Sigurður,
16 ára, Borgarnesi, og Hreinn,
verzlunarstjóri í Reykjavík.
En þótt gæfan hafi oftar
verið hliðholl, átti hún einnig
sína skugga. f fyrrasumar dró
ský fyrir sólu, því í júlí missti
hún mann sinn eftir þunga og
erfiða legu. Var það mikið á-
fall, ekki sízt þar sem Sigríð-
Ur hafði lengi verið lasin, svo
ekki sé meira sagt. En hún bar
harm sinn vel.
Og nú er hún sjálf flutt á
eftir manni sínum yfir í ókunn
an heim.
Foreldrum, börnum, systkin
um og öðrum vinum, votta ég
mína innilegustu samúð.
Sjálf þakka ég henni nú
trygga vináttu og fagna yfir
því að eiga vissuna um endur
fundi.
Margrét Ingimarsdóttir.
flóttamaður, en innflytjenda- ,
iöggjöf ísraéls gefur njósnur
um og öðrum afbrotamönnum
engan kost á landvist á þeirri
forséndu.
Haft er eftir áreiðanlegum
heiimildum í Tel Aviv, að
Bandaríkjastjórn hafi óskað
éftir því að Soblen vérði fram
seldur og talið er víst, að það
verði gert, þótt enn séu engir
samningar gildandi um gagn
kvæmt framsal afbrotamanna
milli Bandaríkjanna og ísrael.
• Vildi lifa í friði.
Lögfræðingur Soblens,
kveðst munu spyrna gegn
framsali hans til Bandarikj-
anna með öllum löglegum ráð
ur,
Lögfræðingurinn sagði, að
Soblen hefði komið til ísrael,
vegna þess að hann hefði von
azt til að geta eytt síðustu
æviárum sínum frjáls, í ró og
friði.
— /jb róttir
Framh. af bls. 22.
fara myndi. Eitt tækifæri, mjög
hættulegt átti KR þó snemma í
hálfleiknum, en þar voru að
verki Gunnar Guðmannsson og
Þórólfur. Samvinna þeirra leiddi
til fyrirgjafar, sem Gunnar Fel
ixson fékk ekki nýtt í góðu færi
en knötturinn hafnaði í stöng.
Eftir þetta voru Danirnir nær
alls ráðandi á vellinum og annað
markið kom á 27. mín. Það var
reyndar sannkölluð gjöf, því
Garðar sendi knöttinn fyrir fætur
innherjans, Ole Jörgensen, sem
ekíki var seinn á sér að grípa
tækifærið, geystist inn í teiginn
og skoraði auðveldlega. Stuttu
seinna kom fast skot á mark KR
utan af hægri kanti, Gísli hélt
ekki knettinum, sem féll fyrir
fætur Andersens vinstri innherja
á markteig. Hafði hann ekki mik
ið fyrir að ýta knettinum í netið.
Fjórða markið kom einnig mjög
fyrirháfnarlítið fyrir Danina. og
verður ekki annað sagt en, að
þeir hafi mátt þakka fyrir heppni
og hagstæðar tilviljanir í mark
tækifærum sínum. Olesen skaut
að marki af löngu færi; knöttur
inn fór í þverslá og fyrir fætur
Olesen, sem kominn var fyrir
markið. Og þannig endaði þessi
leikur 4:0, sem eftir.gangi hans
er full mikið, eins og áður er
sagt.
í liði KR er vart hægt að nefna
nema einn mann fyrir góða
frammistöðu, en það er Sveinn
Jónsson. Hann var áberandi já-
kvæðasti maður liðsins, mjög
virkur og vel vakandi í leik sín
um. Aðrir voru langt frá því, sem
þeir eiga bezt og sumir, svo
sem Ellert Sohram og örn Stein
sen, hreint og beint neikvæðir.
I liði Dana bar einna mest á
vinstri innherjanum, Andersen,
sem átti góðan leik og var hættu
legasti maður sóknarinnar. Mið-
vörðurinn, Bendsen, stóð vel í
stöðu sinni og var á'berandi bezti
maður varnarinar. Á markvörð
inn reyndi lítið utan einu sinni,
en þá bjargaði hann meistara-
lega. Væri gaman að sjá hann
hafa eitthvað að gera, en von-
andi á hann það eftir, áður en
gestirnir fara.
Dómari var Haukur Óskarsson
og er ég honum ekki samimála í
því, sem hann dæmdi eða
sleppti.
— Kormákr.
Hvað varð um
bréfið?
ÞEGAR áætlunarbifreiðin úr
Keflavík lagði af stað til Réykja
víkur kl. 21:30 á föstudagskvöld,
var bílstjórinn beðinn um bréf á
leiðis, er myndi verða sótt. Þeg
ar hann nam staðar við biðsýlið
Björk í Hafnarfirði, kom þar að
kona, sem kvaðst eiga að vitja
um bréf. Fékk bilstjórinn henni
þá bréfið úr Keflavík, en í
Reykjavík var enn vitjað um
bréfið, og þá af réttum aðilja.
Þar sem hér hafa einhver mistök
orðið, og bréfið áríðandi fyrir
réttan viðtakanda, er konan beð
in að hafa samband við lögregl
una í Hafnarfirði eða skrifstofu
BSÍ.
Krúsjeff
Framh. af bls. I
um fulla aðild að Efnahags-
bandalaginu, en hann sagði að
landið yrði að vera í einhverju
sambandi við bandalagslöndin,
þar sem þau keyptu 54% af
útflutningsafurðum þess.
Gorbach sagði, að hann væri
ekki þeirrar skoðunar, að aðild
Austurríkis að Efnahagsbanda-
laginu fæli í sér skerðingu á
hlutleysi landsins.
Císli Einarsson
hæstarréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Laugavegi 20B. — Simi 19631
Herbergi til leigu
Kjallaraherbergi er til leigu.
Sérinngangur og aðgangur að
baði með öðrum. Aðeins reglu
’samur kvenmaður kemur til
greina. Upplýsingar í síma
11796.
Kuup - Sulu
Mikið úrval af notuðum
einkabílum frá VW — Opel
Ford — Mercedes verksmiðj-
unum. Argerðir frá 1956—’61,
allar í fyrsta flokks ástandi
og á hagstæðu verði. Öllum
formsatriðum varðandi út-
flutning lokið.
Fritz Weng Automobile
Hamburg-Altona, Allee 333,
Simi 43 24 44/45.