Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1962, Blaðsíða 3
3 Laugardagur 21. júlí 1962 MORGVNBLAÐ1Ð I Borðað undir lögregluvernd.. SEX menn, þeirra á meðal þrír blaðamenn Morgun- blaðsins, lentu í gær í óvenju- legum atburðum. I»eir, og mat urinn sem þeir ætluðu að borða, og voru boðnir til, urðu þrætuepli ýmissa þekktra þjóna hér í bæ, lögreglu- manna og gestgjafans og eig- anda Nausts, Hallðórs Grön- dal. Máltíðin varð allsöguleg og óvenjuleg. Diskar voru ýmist rifnir af borðum eða settir þar aftur, veitingaþjónar annarra veitingahúsa, sem tjáðu sig verkfallsverði, þrifu og hrintu Halldóri veitingamanni þrifu til diskanna, ölflaskna og ann- ars er þeir náðu til. Leikinn skakkaði síðan varðstjóri lög- reglunnar og fór máltíðin Þorsteimn Pétursson „þjónn þjónanna" ræðst að Halldóri Gröndal með líkamlegu ofbeldi. Að baki Þorsteins standa Borgarþjónar og Röðulsmenn. » Borðað undir Iðgregluvernd Þorsteinn hangir í baki Halldórs. fram f frlðl eftlr að lögreglan skarst í leikinn. Þrír blaðamenn Mbl. brugðu «ér í góða veðrinu vestur að Nausti um hádegisbilið, því fréttir höfðu boriat um verk- fallsverði þar. Tilgangurinn var að sjá hvað gerast miundi. IWeðan raett var við verðina kom gestgjafinn Halldór Grön dal út á stétt og bauð blaða- mönminum inn. Þáðu þeir boð iö, og rædidiu um stund við Halldór og fleiri starfsmenn um hörkuna í þessu verkfalli þjónanna. Fleiri bætust f hópinn m.a. blaðamaður Þjóðviljans. Talið barst að mat og allir virtust svangir og þáðu þvá boð Hall- dórs um að matur skyldi fram borinn. Halldór lagði á börð og tófcu nú verkfallsmenn að gerast okyrrir. Náðu þeir í liðsauka, sem kom að vörmu spari, og í fylkingarbrjósti var Þorsteinn Pétursson, sem þjónarnir á verkfallsverðinum héldu að væri löglærður maður, en því naun víðs fjarrL Þorsteinn byxjaði ofbeldis- •ðgerðir í biúsinu. Hann vatt aér að HaUdóri, sem kxxm með •úpudiska úr eldlhúsinu og bugðist rífa þá af honum, og rayndi að standa í vegi fyrir honum, svo efciki kaemlst hann að borði gesta sinna. En Hall- dór var ákveðinn, sleit sig laus an oig lagði diskana á borðið og gekk til eldihúss til að sækja súpu. Á meðan þrifu verkfallsverðir — virðuleg- ustu þjónar úr öðrum veit- ingahúsunum, sem sumir hverjir komu akandi í lúxus- bifreiðum á staðinn — suma diskana af borðum. Æstust þeir sýnilega vegna æsings Þorsteins, sem mun einíhvers konar aðstoðarmaður hj'á full- trúaráði verkálýðsfélaganna í Rvik. Halldór kiom með súpuna og bom henni sjóðheitri klakk- laust á borðið, en eftir það rud'dist einn af veitingaþjón- um Hó'tel Borgar að Halldóri og 'hófust átöik, sem laiuk með því að Halldór gat snúið sig lausan. Var nú loft orðið lævi bland ið og ekki sýnt tovað verk- falisverðir mundu næst gera. Þeir nöppiuðu einni og einni ölflösku og diski aÆ borðinu að hætti Þorsteins Pétursson- ar, en höfðust ekki frekar að, því um sama leyti kom lög- reglan á vettvang að beiðni Halldórs. Hún flór toægt í hlut- ina, en fékk lægt skap Þorsteins Og þá lægðist ofs- inn í verkfallsvörðunum. En enga úrlausn gaf lögreglan, en við, gestir Halldórs, gátum í friði borðað súpuna. Varð- stjóri var nú til kallaður til að fá botn í málið, en einnig toann vildi ekki taka afstöðu, sagði að „æðstu yfirmenn lög- reglunnar yrðu að Skera úr“. En það fékkst framgegnt að Þorsteinn „gervilögfræðing- ur“ veitingaþjónanna fór með varðstj'óranum að leita full- trúa lög reglustj óra. Einn ljós punktur var í verk fallsvörzlunni. Theodor í Glaumbæ kom með diálitið létt ari blæ í salinn er hann kom og sagði brosandi „Verði ykk- ur að góðu“. Honum varð sannarlega að ósk sinni, og þetta fékk meira að segja fleiri til að taka undir óskina. Það gerði Daniíel í Lido. Eftir þessar óskir gekk ágætis gúllas með gulrótum og grænum baunum ljúflega í ofckiur gesti Halldórs. Og Ikaffi kom á borðið. En nú tók að fjölga utan dyra aftur og það svio ískyggi- lega að Halldór taldi ráðlegast að loka ihúsum. Hann var um stuind í miðjum toópi utan diyra, en taldi hyiggilegast að ganga tvo hringi um húsið og inn bakdyramegin, því verk- fallsrverðir gerðu sig líklega til að ráðast til inngöngu í hús ið. Ráðlagast var talið að við þökkuðum Halldóri fyrir mat- inn bakdyramegin til þass að efcki þyrfti að opna framdyr. ★ Við borðið var um stund rætt uim það, af hvílíku offorsi Þorsteinn „gervilögfræðing- ur“ hefði blandað sér í þetta mál, að reyna að stöðva mann, sem er skráður eigandi Nausts, stjórnar þar störfum alla daga, hefur fullt eldhús af starfsfólki við matargerð og ræður húsum að öllu leyti, þ.á.m. í þvd að bera á borð mat fyrir 6 gesti sína. En svona eru verkföll rekin — jafnvel af lærðum mönnum sem eru kurteisustu veitinga- þjónar flesta daga ársins. Halldér ver vígi sitt fyrir siðara áhlaupinu. STAKSIEIMR Furðuleg þvcela Þvæla þjóðfylkingarmanna, kommúnista og Framsóknar- manna um fréttafalsanir and- stæðinga þeirra, er hin furðuleg asta. AUir íslendingar vita, að Moskvumálgagnið hefur í nær 30 ár ekki gert annað en að lepja upp hrós unr. á.standið í Rúss- landi og öðrum ríkjum, er komm únistar hafa stjórnað. Þetta mál gagn Moskvumanna á íslandi hef ur varið hvaða glæp, hvaða •- dæði sem herramir í Kreml hafa framið. Það hefur aldrei skeytt hið minnsta um það, hvað var satt og hvað Iogið. Það kallaði Jósef Stalin mannkynsfrelsara og mesta göfugmenni sögunnar meðan því var sagt að gera það. það sagði að rússneska þjóðin lifði í velmegun og vellysting- um meðan hún svalt heilu humgri. Moskvumálgagnið svívlrti Morgunblaðið fyrir að segja sana leikann um þessa atburði. Það þreyttist aldrei á að tala um Morgunblaðslygi og fréttafalsan ir Morgunblaðsins. Allt satt, sagði Krúsjeff Nokkrum árum seinna kemur svo sjálfur Nikita Krúsjeff og segir, að allt það sem Morgun- blaðið sagði um Jósef Stalin og ógnarstjórn hans hafi verið satt og rétt.! Enn girðir Moskvumálgagnið sig í brók og byrjar að japla á fréttafölsuniftn. Og nú fær það málgagn Framsóknarnr.anna í lið með sér. Tíminn og Þjóðvilj- inn hamra á bví dag eftir dag að Morgunblaðið hafi ýmist falsa* ummæli Halvards Lange eða stungið undir stól ummælum Konrads Adenauers. Allt er þetta ein ósanninda- þvæla, sem enginn heiðarlegur íslenzkur blaðlesandi getur tek- ið minnsta mark á, enda hefur Þetta stagl verið rækilega rekið ofan í þjóðfylkingarblöðin. Afleiðing járnsmiðaverkfallsins Járnsmiðaverkfallið, sewv kommúnistar og Framsóknar- menn beittu sér fyrir á sl. vori, hefur m. a. haft þau áhrif aS tefja stórlega framkvæmdir við nokkrar síldarverksmiðjur á Austurlandi. Af því Ieiðir aftur að þessar verksmiðjur eru miklu síðbúnari en ella til þess að taka á móti síld á þessu sumri. Kommúnistar höfðu forystu um þessi verkföll, en Framsókn- anrenn studdu þá auðvitað ein* og þeira er vandi. Þjóðfylkingar menn bera því alla ábyrgð á töf nm framkvæmda við síldarverk smiðjurnar á Austurlandi. Það er fáránlegt þegar Moskyu málgagnið og Tíminn reyna að kenna rikisstjóminmi járnsmiða- verkfallið. Var það ef til vill ríkisstjórnin, sem hafði forýstu um það að járnsmiðir sögðu upp samningum og hófu verkfali? Hagur togaranna Alþýðublaðið ræðir í gær lausn togaraverkfallsins og hag ís- Ienzkrar togaraútgerðar. Kemst það m. a. að orði á þessa leið: „Vonandi verður lausn þessa Ianga verkfalls byrjun á nýju tímabili fyrir íslenzka togaraút gerð. Ef það reynist óhjákvæmi legt, verða íslendingar eins og allar nágrannaþjóðir þeirra, að Ieggja eitthvað á sig til að hæta hag togaranna, svo að þeir geti verið áfram sá veigamikli þátt ur útgerðar, sem þeir hafa verið. Það geta fundizt ir.ikil karfamið á ný. Það getur aukist aflinn hér við land. Og enginn veit hve nær togaraflotinn reynist á nýj an leik ómetanlegt tæki i lífsbar áftunni, eins og hann var áður 1 fyrr„.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.