Morgunblaðið - 21.07.1962, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 21. júlí 19«2
18
SPÁNSKA knattspymusamband-
ið hefur reiknað það út, að tap
á þátttöku Spánverja í heims-
meistarakeppninni 5 Chile nemi
2,7 milljónum ísl. króna.
Æfing liðsins og ferðalagið til
Chile kostaði samtals 5,8 milljón-
ir ísl. króna. En á móti kemur
að liðið fékk tekjur af leikjum
sínum í keppninni í Chile og lék
nokkra „æfingaleiki“ I Evrópu
fyrir ferðina. Þær tekjur náimu
3,1 milljón króna.
KR sækir Akurnes-
inga heim á sunnudag
Á SUNNUDAGINN er stórleikur
íslandsmóti 1. deildar. Þá leika
Akumesingar og KK á Akranesi.
Þessi leikur er þýðingarmikill
fyrir bæði liðin og það liðið sem
tapar hefur misst af öllum góð-
um möguleikum til sigurs í mót-
inu.
Eins og er hefur Fram forystu
metí 1 stig og á þrjá lei'ki eftir,
og heldiur léttara prógramm en
hitt. KR getiur í leiknum á sunnu
dag tekið forystu I mótinu með
1 stigi í jafnmörguim leikjum og
Fram, eða náð Fram verði jafn-
tefli á sunnudaginn. Tapi KR
fara möguleikarnir að minnka
til sigurs.
Sama má segja um Akumes-
inga, tapi þeir öðrum leik 1 röð
fara möguleikar þeirra að
minnka einnig. I»að verður því
án efa hörð barátta og ekikert
gefið fyrr en í fulla hnefana.
Sænskt met í
ánægja
Þýzkt úrvaislið
heimsækir FH
kr nglukasti
Lars Haglund settl sl. þrlðju-
dag nýtt sænskt met í kringlu-
kasti. Kastaði hann 55.12 metra
á Olympíuleikvanginum í Stokk.
hólmi.
Erik Uddebom áttl gamla met«
ið og það var 54.65 sett 1960.
Hinir landsfrægu islands-
meistarar FH í handknattleik,
sem nær undantekningarlaust
hafa verið fremstir hand-
knattleiksmanna um langt
árabil bæði í inni- og útihand-
knattleik, fá í næstu viku
góða gesti í heimsókn. Er það
þýzka liðið Turnerbund Ess-
lingen.
Esslingen er eitt bezta félag
Þjóðverja í handknattleik en
þar eru mörg góð lið og hand-
knattleikur í miklum háVeg-
um hafður jafnt inni að vetrar
lagi sem úti að sumarlagi.
Esslingen var í 10 ár bezta lið
ið í Wurtemberg. Félagið varð
Þýzkalandsmeistari 1958 og
hefur 4 sinnum hafnað í 2.
sæti. Tvívegis hefur liðið hlot
ið annað sæti 1 meistara-
keppni S-Þýzkalands og í ár
FH og K.R
unnu sína
leiki
ISLANDSMÓTINU í útlhand-
knattleik karla var haldið áfram
í fyrrakvöld. Fóru þá fram 4
leikir, 2 í meistaraflokki og 2 í
3. flokki.
í meistaraflokksleikjum varð
ekki um harða keppni að ræða
FH og KR unnu sína leiki örugg-
lega og með niokkruim yfirburð-
um. FH vann ÍR með 28—12. t
hiáifleik stóð 13—6. KR mæitti
Ármanni og vann 25—18. í hólf-
leik stóð 11—6. *
í 3. flokki unnu Njarðvíkingar
lið FH með 7 gegn 3 og KR vana
ÍR í sama flok'ki með 11—3,
urðu þeir nr. 3 í þeirri keppni.
Esslingen hefur víða farið
og hlotið frægð og góða dóma
1959 fór liðið til Júgóslavíu
við góðan orðstír, árið 1961
til Algier og vann alla sína
leiki. Þeir unnu sænskt úr-
valslið 1960 með 11-7, unnu
Spartak í Prag með 11-8 árið
1959.
Það er því án efa fengur að
þessari heimsókn og gaman
að íslandsmeistarar FH skuli
vera gestgjafar. Liðið leikur
hér fjóra leiki. Það kemur
25. júií og munum við nánar
skýra frá leikjunum síðar.
Myndirnar sem hér fylgja
ari) en hin sýnir einn leik-
ari) en hin sýnir einn Ieki-
manna þess, Roland Byer í
skotstöðu.
★
K
KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR *
O
£
i
K
HH
* KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR *
AUSTURBÆ J ARBÍÓ:
ROSEMARIE.
Fyrir nokkrum árum gerðist sá
atburður í Frankfurt í Þýzkalandi
að gleðikona ein Rosemarie Nitri
bitt fannst myrt í íbúð sinni. —
Stúlka þessi var mjög þekkt í
borginni og vakti morðið geysi
athygli. Rannsókn málsins stóð
yfir í mörg ár, en ekki tókst að
hafa upp á morðingjanum og er
hann ófundinn enn. — Mynd um
æviferil þessarar stúlku var sýnd
að mig minnir í Bæjarbíói í Hafn
arfirði, fyrir nokkrum árum, —
heldur léleg mynd, — en nú hef
ur verið gerð ný þýzk mynd um
þetta efni og betri miklu en sú
fyrri. Er myndin byggð á dóm-
skjölum og rannsóknum morðs-
málsins og reynt að gefa sem
sannasta lýsingu á ævi þessarar
stúlku frá því er hún hóf „starfs
feril“ sinn í fátækrahverfinu í
Frankfurt og þar til hún fanst
myrt í glæsiiegum hýbýlum sín
um í ríkmannlegu hverfi sömu
borgar. — Aðalhlutverkið, Rose-
marie, leikur enska leikkonan Be
linda Lee, og íer prýðilega með
hlutverkið, er glæsileg og vel
vaxin, og tekst afbragðsvel að
túlka vændiskonuna, látbragð
hennar og framkomu alla. Efni
myndarinnar verður ekki rakið
hér en þess skal getið að myndin
er mjög vel gerð og gefur vafa-
laust rétta hugmynd um líf og
háttu þeirra vændiskvenna, sem
eru í sarna ,;flokki“ og Rosemarie.
TÓNABÍÓ:
Baskerville-hundurinn.
Eg veit ekki hvort ungt fólk nú
á dögum les leynilögreglusögur
Conan Doyle’s með hinum fræga
leynilögreglumanni Sherlock
Hoknes sem hinni óskeikulu aðal
hetju. Þegar ég var ungur gleypti
maður i sig hverja Sherlock
Holmes sögu sem maður komst yf
ir og víst er það að þegar Conan
Doyle loksins lét Sherlock Holm-
es farast í viðureign sinni við
bófa, þá reis upp mótmæla alda
um gjörvalt England, og höfund
urinn varð að vekja hetjuna til
lífsins aftur til þess að fá frið.
Baskerville-hundurinn er með
beztu leynilögreglusögum Doyl-
e’s. Hún gerist í Baskerville-höll
inni og á eyðilegri heiði þar í
nágrenninu. Sagan segir að á 17.
öld hafi eigandi Baskervilleseturs
ins, Sir Hugo Baskerville fundist
myrtur á heiðinni, og talið að
hræðileg ófreskja hafi orðið hon
um að bana, — Baskerville-hund-
urinn, eins og hann var nefndur.
Þjóðsaga þéssi hefur geymst með
al fólksins í héraðinu og fær nú
nýtt líf, því að Sir Charles Basker
ville finnst nú á heiðinni myrtur
með svipaðum hætti og forfaðir
hans. Frændi Sir Charles, Henry
Baskerville, tekur nú við eign-
inni og er þegar Ijóst að setið
er um líf hans. Þá er leitað til
Sherlock Holmes til þess að ráða
gátuna. Er ekki að orðlengja það
að hinum snjalla leynilögreglu-
manni tekst að upplýsa málið og
ráða niðurlögum hinna seku, en
margt dularfullt og óhugnanlegt
Framhald á bls. 19.
Einar Sigurðsson FH fær hér heldur óblíða meðferð hjá
IR-ingum í leiknum í fyrrakvöld. Gunnlaugur Hjálmars-
eon horfir dularfullur á.