Morgunblaðið - 01.08.1962, Qupperneq 1
siuur
49 árgangur
173. tbl. — Miðvikudagur 1. ágúst 1962
Prentsmiðja Morgunblaðslns
Aöild komin undir
samþykkt þingsins
segir Macmillan — Home, utanríkis-
ráðherra, leggur áherzlu á stjórn-
málalegt samstarf Evrópuríkjanna
London, Brussel, 31. júní.
— (NTB-AP) —
MACMILLAN, forsætisráð-
herra Breta, lýsti því yfir í
London í dag, að Bretar
myndu ekki ganga í Efna-
hagsbandalagið fyrr en haft
hefði verið samráð við sam-
veldislöndin.
I»á lýsti forsætisráðherr-
ann því enn fremur yfir, að
samþylíkis þingsins yrði leit-
að, áður en ákvörðun yrði
tekin um aðild. Sagði Mac-
SOUVANNA Phouma, forsæt-
isráffherra Laos, hélt heimleið
is frá Washington s.l. mánu-
dag, að aflokinmi fjögurra
daga dvöl í borginni. Sou-
vanna Phouma ræddi við
Kennedy Bandaríkjaforseta og
var mymdin hér að ofan tekin
við það tækifærL í dag var
1 birt sameiginleg yfirlýsing
þeirra Kennedys og Souvanna
Phouma um það, að stjórnir
landa þeirra væru staðráðnar
í því, að gera allt, sem í þeirra
valdi stæði til að tryggja að
samningurinn, sem gerður var
um Laos í Genf fyrir skömmu
yrði haldinm. Kennedy sagði
enn fremur í yfirlýsingunni,
að Bandaríkin væru reiðubú-
in til að styðja Laos á allan
hátt.
Helj-e Krog látinn
OSLO 31. júlí (NTB). — Norski
rithöfundurinn og blaðamaður-
inn Helge Krog, lézt í dag í
heimalandi sínu 73 ára að aldri.
OSLÓ 31. júlí. — Grunur ligg
ur á að þrjú böm í Noregi
hafi fæðzt vansköpuð af
völdum lyfsins Thalidomide.
I»ó er þetta ekki sannað og
læknar benda á að oft fæð-
ist böm vansköpuð af öðr-
um orsökum. Verður þetta
rannsakað nánar.
Samkomulag skammt
undan í Alsír?
millan, að ef nauðsyri krefði
myndi þingið verða kallað
saman til aukafundar, en
þingmenn fara í sumarleyfi á
föstudag. —
Talsverða athygli vakti yfir-
lýsing brezka utaxu'íkisráðherr-
ans, Home lávarður í' dag, þess
efnis, að það væri Bretum mik-
il nauðsyn að ganga i Efnahags-
bandalagið, því að öðrum kosti
myndi landið ekki sjá þá fram-
vindu i efnahagsmálum, sem
nauðsynleg væri. Þá sagði Home
lávarður, að hann hefði þá trú,
að aðild Breta að stjórnmála-
sambandi Evrópuríkjanna, í
framtíðinni, kynni að hafa enn
meiri þýðingu fyrir Breta. Taldi
hann þátttöku Breta í efnahags-
bandalaginu e.t.v. hafa úrslita-
þýðingu um það, hvernig tækist
til með þátttöku Breta í stjórn-
Framfaald á bls. 19.
Talið er að stjórnarnefnd Ben Bella taki
við voldum í landinu, en þó fari stjórn
Ben Khedda með utanríkismál
Boudiaf var látiáin laus í gær
'fc Fregnir frá Alsír í dag
hermdu, að bjartsýni ríkti nú
í landinu varðandi lausn á
deilu leiðtoga þjóðarinnar,
sem staðið hefur frá því að
landið fékk sjálfstæði 1. júlí
s.l.
Er talið að sætzt verði á
það, að stjórnarnefnd Ben
Bella taki við völdum í land
inu fyrir næstu helgi, en þó
fari stjórn Ben Khedda áfram
með stjórn utanríkismála og
þessi skipun verði höfð á þar
40-50 biðu bana
í jarðskjálftunum í Colnmbia
Bogota, 31. júlí. — (NTB-AP)
TILKYNNT hefur verið að
milli 40 og 50 menn hafi lát-
ið lífið af völdum jarðskjálft-
anna, sem urðu í Columbía
í Suður-Ameríku á mánu-
dagskvöld og mörg hundruð
manna særzt. Mikið tjón
varð á mannvirkjum og gróf-
ust margir í rústum hrundra
húsa. Hjálparsveitir hafa ver
ið kallaðar á vettvang til að
ná fólki úr rústunum og
flytja hina særðu í sjúkra-
hús. —
Fergnir frá Coumbía eru
enn mjög óljósar, því að
ýmsir hlutar landsins urðu
símasambandslausir í jarð-
skjálftunum.
Mestur varð jarðskjálftinn
um 250 km vestur af höfuð-
borg landsins, Bogota, en þar
urðu einnig jarðskjálftar í
desember sl. og létu þá 15
menn lífið.
til kosningar hafa farið fram
í landinu. Er gert ráð fyrir að
þær fari fram í byrjun sept
ember, ef ekkert óvænt kem
ur fyrir.
-fa Talið er að hvorki Ben
Bella né Ben Khedda óski eft
ir því að byltingarráðið verði
kallað saman eins og málin
standa nú.
-fc Einn af aðstoðarforsætis-
ráðherrum Ben Khedda, Ma-
hamed Boudiaf, sem handtek
inn var í gær hefur verið lát-
inn laus.
-fc Hálf millj. Evrópumanna
hefur farið frá Alsír til Frakk
Framhald á bls. 2.
Flugmaðurinn, sem flaug Boeing þotunni, James Magen-
is, skýrir fréttamönnum frá því hvernig honum tókst að af-
stýra slysi.
Flugslysi afstýrt
Fyrir skömmu varð farþega-
þota af gerðinni Boeing 707
frá bandaríska flugfélaginu
Pan American að lenda í Haag
í Hollandi eftir að hún hafði
rétt sloppið við að rekast á
flugvél frá hollenzka hemum.
Boeing þotan var á leið frá
Dússeldorf til New York um
Amsterdam með 79 farþega.
26 farþeganna særðust þegar
flugmaðurinn varð skyndilega
að hækka flugið til þess að
forða árekstri. Hentust farþeg
arnir úr sætum sínum og far-
angur dreifðist um vélina.
Flugmaðurinn, sem flaug
Boeing þotunni, James Magen
is, sagði að flugvélin hefði
verið í 4.500 feta hæð nálægt
Haag, þegar hann varð var við
hollenzku flugyélina. Til að
forða árekstri varð hann að
hækka flugið skyndilega og
sagði hann, að flugvél hans
hefði farið fram hjá hollenzku
flugvélinni 300 fetum fyrir of
an hana.
Farþegarnir í Boeing þot-
unni voru flestir bandarískir
hermenn og fjölskyldur þeirra,
sem voru á heimleið frá Þýzka
landi. Nokkur börn voru með
flugvélinni, en ekkert þeirra
sakaði. Allir þeir, sem særðust
voru fluttir í sjúkrahús, þar
sem gert var að sárum þeirra.
Átta farþeganna urðu eftir í
sjúkrahúsinu, þar af fjórir al-
varlega særðir.