Morgunblaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 20
Fréttasímar Mbl
— eftir lokun —
Erleutlar fréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
SUS-síða
Sjá blaðsíðu 13.
173. tbl. — Miðvikudagur 1. ágúst 1962
Strengur
inn til
Eyja
I GÆRMORGUN var Iokið
við að tengja neðansjávar-
rafstrenginn frá Krosssandi
í Landeyjum við land í Vest-
mannaeyjum, en búizt er við,
að raforkuflutningur tun
hann hefjist innan tveggja
mánaða.
Minni myndin sýnir vita-
skipið Arvak, þar sem það
er komið með sæstrenginn
inn í Klettsvík og liggur þar á
5 metra dýpi. Þar er land-
takan, en síðan verður lögð
loftlína upp á Heimaklett og
þaðan yfir á Skansinn, svo
að strengurinn hangir yfir
innsiglingunni. — A stærri
myndinni, sem tekin er niðri
í lest, sést, þegar verið er að
tengja landvírana við streng-
inn.
Ljósm. Mbl.: Sigurg. Jónass.
BERLÍN 31. júlí (NTB) —
Austur-þýzkir lögreglumenn,
sem tekizt hefur að flýja til
| V.-Berlínar, .skýrðu frá því
V.-Berlín í dag, að allt að 20
þús. a.-þýzkir lögreglumenn
yrðu á verði á mörkum A.-
og V.-Ber)ínar 13. ágúst n.
k., en þá er liðið ár frá því
að múrinn var reistur á
svæðamörkunum. Er sagt, að
öryggisríðstafanir séu gerðar
til að hindra nýjan flótta-
mannastraum.
Farþegaflugið á Kefla-
víkurvelli stöðvast
Flugumsjónarmenn o.fL leggja niður vinnu
KI. 12 á miðnætti í nótt lögðu
flugumsjónarmenn og verkstjór-
ar við flugafgreiðslu farþegaflugs
ins á Keflavíkurflugrvelii niður
vinnu.
Þegar Loftleiðir tóku við þess-
ari starfsemi á Keflavíkurflug-
velli úr höndu-m ríkisins 1. júní
sl., gengu fyrxverandi starfsmenn
ríkisins í þjónustu Loftleiða og
voru ráðnir til 2ja mánaða upp
á væntanlega samninga. Samn-
ingaumleitanir hófust nú fyrir
skömmu, en á miðnætti í nótt, iþeg
ar ráðningartíminn var útrunn-
inn, hafði samkomulag eikki tek-
izt. Lögðu flugumsjónarmenn og
flugafgreiðslumenn þá niður
vinnu. Getur afgreiðsla á far-
iþegaflugi iþví ekki farið fram,
nema Loftleiðir sendi menn úr
Reykjavík til starfsins. Flugum-
sjónarmenn í Keflavík og Reykja
vík eru í sama félagi, Pélagi ísl.
flugumsjónarmanna, svo að ekki
er víst, að af því geti orðið. Þeg-
ar Mbl. fór í prentun í nótt,
voru engir komnir til að taka við
störfum mannanna. Ekki var þá
von á neinni ----------él i
bili.
Sæmilegur síklarafli á
mörgum miðum
FRÁ því kl. 8 á mánudagsmorg-
un til kl. 8 í gærmorgun íengu
39 skip alls 24.990 mál og tunn-
nr, aðallega austan Bjarnareyjar
og norður af Þistilfjarðargrunni
og Haganesdjúpi.
I gærkvöldi var útlitið bvorki
vont né gott; sæmilegur reyt-
ingsafli var þá á mörgum stöð-
um.
1. Nokkur skip öfluðu sæmi-
lega á Sporðagrunni á Húnaflóa-
svæðinu í fyrrinótt en ekkert í
gærdag.
2. Á mánudagskvöld fann
Fanney töluverða síld rétt fram-
an við Kjölsensbanka á Þistil-
fjarðargrunni. Þar fengu nokkur
skip góða veiði um kvöldið og
aðfaranótt þriðjudags, t. d. Sól-
HeildarsöSfumn
240.340. tunnur
A MÁNUDAGSMORGUN var
heildarsöltun á landinu öllu orð-
in 240.340 tunnur. Mest hafði ver
ið saltað í Siglufirði (80.510),
Raufarhöfn (67.227) og Seyðis-
íirði (21.308).
Á Óskarsstöð á Raufarhöfn
hafði verið saltað mest, eða í
14.706 tunnur. í Sigluifirði voru
þessar stöðvar hæstar: Hafliði
(7.806), ísafold (6.821), Haraldur
Böðvarsson (6.552) og Nöf (5.942)
BRÆÐSLAN
Síldarverksmiðjur rí'kisins (SR)
höfðu þá alls brætt 486.336 mál,
eem skiptast þannig: Siglufjörð-
ur 305.249, Raufarhöfn 147.308,
Skagaströnd 29.988, Húsavík
3.701. í þessum tölum er úrgangs-
síld ekki talin.
Rauðka’á Siglufirði hafði alls
brætt 103.530 mál, þar af úrgangs
síld 21.320.
Samið við
k j ö tiðnaðar menn
FULLTRÚAR Félags kjötiðnaðar
manna og fulltrúar atvinnurek-
enda kjötiðnaðarmanna sátu á
samningafundi á mánudag og að-
faranótt þriðjudags. SamningEur
tókust um töluverðar kjarabæt-
ur, og var samið á svipuðum
grundvelli og gert hefur verið
við járnsmiði, rafvirkja o. fi.
rún 1400 mál, sem hún landaði
á Raufarhöfn í gærmorgun, og
Áskell 900 mál. Jón Finnsson
fékk 1300 og Haraldur frá Akra-
nesi 1400 mál, sem þeir fóru með
til Siglufjarðar.
3. Fremur léleg sild var á
mánudag við Bjamarey, svo að
sum skipin sigldu norður um
kvöldið, þegar Fanney hafði fund
ið síld á Kjölsensbanka. Lentu
iþau þá í síld á Langanesdýpi um
nóttina, og fékk Björgúlfur t.d.
1300 mál. Góð veiði var þar í
gærdag. Fengu m.a. Dofri 900,
Leifur Eiríksson 750 og Óiafur
bekkur 950 mál.
4. Mikil síld hefur mælzt á
Reyðarfjarðardýpi, en illa hefur
gengið að ná henni.
SIGLUFJÖRÐUR 31. júlí.
Skip voru að koma inn í morg
un og dag með síld, sem þau
fengu um nóttina á Húnaflóa-
dýpi. Lítill hluti aflans fór í
sérverkun, en hitt í bræðslu. Síld
þessi virðist að nokkru leyti
blönduð Faxaflóasíld, magrari
innan um. — Bv. Hallveig Fróða-
dóttir kom í morgun með 3.000
mál frá Austurfjörðum. - Stefán
RAUFARHÖFN
Þar hefur ekkert verið saltað
síðan fyrir helgi, en skipin halda
áfram að koma inn með síld,
sennilega tæp sex þúsund mál á
dag.
VOPNAFJÖRÐUR
Á þriðja þúsund mál bárust
þangað í fyrrinótt og gær. 850
lestir af sildarmjöli voru lestað-
ar í gær á enskan markað.
Beðið fyrir-
mæla frá
Hfoskvu
í GÆRMORGUN ræddi Sáldar-
útvegsnefnd við sovézka verzl-
unarfulltrúann hér um sildarsölu
til Sovétríkjanna. Ekki náðist
samkomulag á fundinum, og mun
sovézki verzlunarfulltrúinn nú
bíða fyrirmæla frá Moskvu.
Svars var ekki að vænta í gær,
en e.t.v. í dag.
Akureyrartog-
arar halda út
AKUREYRI, 31. júlí. — Axur-
'eyrartogararnir fimm að tölu
eru nú í þann mund að leggja
út til veiða, eftir hið langa verk-
fall togarasjómanna. Svalbakur
mun fara til veiða í kvöld og
Harðbakur á fimmtudag. Hinir
fara um eða eftir helgina. Vel
hefur gengið að manna skipin,
og virðist enginn hörgull á
togarasjómönnum. Togararnir
munu fyrst um sinn veiða fyr-
ir heimamarkað.
— St. E. Sig.
IJrskurði gerðar-
dóms mómælt
MBL. HEFUR borizt afirit af eft-
irfarandi brófi, sem skipverjar á
12 síldveiðibátum hafa sent Emil
Jónssyni, sjávarútvegsmálaráð-
herra.
„Skipshafnir á undirrituðum
bátum, sem eru staddir á Rauf-
arhöfn fiöstudaginn 27. júlí 1962,
vilja bera firam harðorð mótmæli
gegn úrskurði gerðardómsins í
sí ldarsamningum'
Nöfn bátanna eru þessi: Helga
RE, Leifur Eiríksson, Héðinn,
Bjöm Jónsson, Smári ÞH, Víðir
H., Valafell, Eldey, Hávarður,
Gjafar, Fagriklettur Steingrim-
ur trölli.
HERAÐSMOT
Sjálfstæðismanna
I V.Húnavatnsýslu 4 ágúst
H É R A Ð S M Ó T Sjálfstæðismanna í Vestur-Húnavatns-
sýslu verður haldið að Laugarbakka n.k. laugardag 4. ágúst
kl. 8,30 e. h.
aðarráðherra, og Einar Ingi-
■pfv S mundarson, alþingismaður,
a' ' í ■;.»&( flytja ræður.
Þá verður sýndur gaman-
flL. J vflfc leikurinn „Heimilisfriður“
JS .. M ^ eftir Georges Courteline, í
þýðingu Árna Guðnasonar,
magisters. Meö hlutverk fara
Einar
Ingólfur
og Guðrún Ásmundsdóttir.
Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tví-
söngur. Flytjendur eru óperusöngvararnir Guðmundur
Jónsson og Sigurveig Hjaltested, og undirleik annast Ólaf-
ur Vignir Albertsson. — Dansleikur verður lun kvöldið.