Morgunblaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 3
f. Míðvikudagur 1. águst 1962 MORGVNBLAÐ1Ð íóbyggðum Forustumenn Ferðafélags Húsavíkur hafa haft mikinn á- huga á brúarsmíði yfir Jökuls á á Fjöllum, uppi á öræfum, til þess að komast á bílum í Hvannalindir og til Kverk- fjalla, en á þeirri leið er Jök- ulsá óyfirstíganlegur farar- tálmi, nema með brúargerð. Um síðustu helgi fór svo áhugamannaflokkur frá Húsa- vík og Akureyri með efni og verkfræðilega útreikninga og fyrirmæli og hófu þarna brúar gerð og luku henni, og komust suður yfir. En þar sem þeim þótti ekki nægilega tryggilega gengið frá undirstöðum öðrum megin, tóku þeir brúna af í bráðina, en ætla að fullgera brúarsmíðina við fyrsta tæki- færi. Brúarsmiðirnir fóru upp eftir seinnihluta föstudags og komu aftur aðfaranótt þriðju- dags. Ferðafélag Húsavíkur hefur veitt styrk til þessa verks, en að öðru leyti hafa áhugamenn- irnir kostað þetta sjálfir. Efri myndin sýnir brúarstæð- ið, en sú neðri bíl á brúnni eftir að hún var smíðuð. (Ljósm.: Haukur Logason Húsavík). I Ágætt héraðsmót sjálfstæðis- manna í Króksfjarðarnesi 6ÍÐASTLIÐINN sunnudag efndu Sjálfstæðismenn í Austur-Barða- etrandarsýslu til héraðsmóts, er Ibialdið var að Króksfjarðarnesi. Var mótið 'hið ánægjulegasta, íórvel fram og var mjög fjölsótt. Mótið setti Sveinn Guðmunds- eon, Miðlhúsum, og stjórnaði því. Dagski'áin hófst með því, að Kristinn Hallsson, óperusöngv- •ri, söng einsöng, en undirleik ennaðist Skúli Halldórsson, |)íanóleikari. Þá flutti Gunnar Thoroddsen, Áburður á af réttar lönd Kjalar- nesþings BÚNAÐARSAMBAND Kjalar- þings ihefur safnað fé til áburð- urdreifingar á afréttarlönd í Kjal arnesþingi til að freista að verja Iþau uppblæstri og græða þau upp. 1 í gærmorgun var unnið að því nð dreifa áburði í Helgafell sunn «n við Hafnarfjörð, og gekk það mjög vel. Seinni hluta dags flutti flugvélin sig svo á Sandskeið og var farið að dreifa áburði á af- réttarlönd þar í kring. TEZPRH, 28 júlí — NTB — Reuter — í þorpinu Missamari í norðaustur Indlandi létu í gær cjö manns lífið af völdum flug- elyss. í flugvélinni, sem fórst, var aðeins einn maður, flugmaður- inn, en hinir sex urðu fyrir vél- inni er hún hrapaði til jarðar. fjármálaráðherra, ræðu. Síðan söng Þórunn Ólafsdóttir, söng- kona, einsöng. Þessu næst flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson, foamkvstj. Sjálfstæðisflokikssins, ræðu. Fluttur var gamanleikurinn , Mótlætið göfgar“ ecftir Leonard White og fóru með hlutverk leik ararnir Valur Gílason og Helga Valtýsdóttht Að leiksý'mngu lokinni sungu iþau Kristinn Hallsson og Þórúnn lafsdóttir tvisöng við undirleik Skúla Halldórssonar. Var ræðumönnum og listafólk- inu ágætlega tekið. Samkomunni lauk síðan með því, að stiginn var dans fram eftir nóttu. Stofnað Sjálfstæðisfélag A-Barðarstrandasýslu HINN 29. -júlí sl. var haldinn stofnfundur Sjálfstæðisféilags fyr ir Austur-Barðastrandarsýslu. — Fundurinn var haldinn að Króks fjarðarnesi. Fundarstjóri var Sveinn Guðmundsson, Miðhús- um, Reykhólahreppi, og fundar- ritari Jóhann Jónsson, Mýrar- tuneu, Reykhólahreppi. Stofn- endur voru 70. Axel Jónsson, fulltr. framkvæmdarstjóra Sjálf- stæðisflokfcsins flutti erindi um skipulagsmál flokksins og lagði fram frumvarp að lögum fyrir félagið, sem síðan var samþykkt, og hlaut félagið nafnið „Sjálf- stæðisfélag Austur-Barðastrand- arsýslu“ og félagssvæði þess á- kveðið allir hreppar Austur- Barðastrandarsýslu. í stjórn félagsins voru kjörin: Sveinn Guðmundsson, Miðhús- um, formaður, Aðalsteinn Aðal- steinsson,^ Hvallátrum, Flateyjar- hreppi, Óskar Þórðarson, Firði, Múlasveit, Karl Guðmundsson, Valshamri Geiradalshreppi, og Unnur Stefánsdóttir, Reykhól- um, Reykhólahreppi. Varastjórn skipa: Nikulós Jens son, Svefneyjum, Flateyjar- ritari Jóhann Jónsson, Mýrar- tungu, Alma Friðriksdóttir, Hafrafelli, Reykhólahreppi, Ein- ar Guðmundsson, Kvígindisfirði, Múlasveit, og Ingimar Eyjólfs- son, Gillastöðum, Reykhóla- hreppi. Endurskoðendur voru kjörnir Guðmundur Jónsson, Mýrar- tungu, og Ineibjörg Árnadóttir, Miðhúsum. Á fundinum fór fram kosning fulltrúa í fulltrúaráð og kjördæm isróð Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðarkjördæmi. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, ávarpaði fundinn og ræddi um verkefnin, sem fram- undan væru í flokksstarfinu og árnaði hinu nýstofnaða félagi heilla í störfum. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, framkvæmdarstjóri Sjálf- stæðisflokksins, ræddi um gildi hins nýja skipulags flokksins og flutti félaginu árnaðaróskir. STAKSTEIIVAR Lúðrasveit Akraness Akranesi, 25. júlí 1962 HÉR Á Akranesi hefur verið starfandi lúðrasveit síðast liðin 2 ár. Hefur hún átt við ýmsa byrjunarörðugleika að stríða og ber þar hæst vöntun á föstum stjórnanda og fjárhagsörðugleik- Fyrir skömmu var gripið til þess ráðs„ sem ef til vill er hvað hvimleiðast til fjáröflunar, að senda söfnunarlista um bæinn og freista þess að bæjarbúar tækju þessu vinsamlega, enda varð raun in sú, að undirtektir bæjarbúa voru yfirleitt góðar og gekk söfn- unin vonum framar. Eins og þeim er kunnugt, sem gáfu til þessarar söfnunar, verð- ur peningunum varið til kaupa á hljóðfærum. Er í ráði að fá nokk- urt fé að láni, til viðbótar því, er safnaðist og búa lúðrasvetina þeim hljóðfærum, er nauðsynleg geta talizt. En það er undirstaða þess að sem mestui og beztur árangur náist, ásamt því að fastráðinn stjórnandi fáist fyrir næsta starfs ár lúðrasveitarinnar, sem mun hefjast í byrjun september, og vonumst við til að ráðandi menn á Akranesi leysi þetta mál fyrir þann tíma. Að lokum viljum við þafeka Akurnesingum, er af velvilja og skilningi létu fé af hendi rakna til lúðrasveitarinnar, fyrir þeirra skerf til menningarmála í bæn- um. Fjáröflunarnedn Lúðrasveitar Akraness. Knútur Gunnarsson Guðjón Ólafsson Gísli Guðjónsson. „Landráðahugsunar- háttur“ Morgunblaðið hefur bent á að kommúnistamálgagnið „ís- Ienzka“ opinberaði þjónkun sina við heimskommúnismann, þegar það hóf árásir á íslenzk stjórnarvöld fyrir það að þau reyna að gæta viðskiptahags- muna Islendinga í samningum við Rússa. Alþýðublaðið ræðir þetta mál einnig og segir þar m. a.: Hitt er athyglisvert að í hvert skipti sem viðskipti við Sovétríkin eða önnur Austur- Evrópuríki eru efst á baugi, er Þjóðviljinn alltaf þeirra megin í deilunni. íslenzkir kommúnist- ar taka undantekningarlaust af- stöðu með kommúnistaríkinn gegn sínu eigin landi. 1 slíkum málum skrifar Þjóðviljinn alltaf þannig, að íslenzk yfirvöld hafi rangt fyrir sér, séu að vinna skemmdarverk eða hvað eina. Rússar hafa hins vegar alltaf rétt fyrir sér. Af þessu er aug- ljóst, að kommúnistar taka Sovétríkin fram yfir sitt eigið land og er þetta að sjálfsögðu ekkert annað en landráðahugs- unarháttur.“ Utanríkismálin og Framsókn f Efnahagsbandalagsmálinu er tilraun gerð til þess að ná lýð- ræðislegri samstöðu, þegar að því kemur að fslendingar verða að gera upp sinn hug. Þess vegna hefur leiðtogum Fram- sóknarflokksins verið skýrt frá gangi mála og samráð haft við þá. í meðferð utanríkismála gilda allt aðrar reglur en um innanlandsmájf Smáþjóð eins og við fslendmgar á mikið und- ir því að þannig sé haldið á málum í samskiptum við aðrar þjóðir, að það auki virðingu okkar, og ljóst sé að þrátt fyr- ir smæðina erum við færir um að halda skynsamlega á utan- ríkismálum. Hins vegar gerir minna íil þótt hastarlega sé deilt um innanlandsmál. En þótt tilraun sé gerð til samstarfs við Framsóknarflokk- inn um afstöðuna til Efnahags- bandalagsins er hinu ekki að neita, að sá flokkur hefur oft hlaupið út undan sér í utanríkis- málum og þess vegna er ekki sýnt, hvort lýðræðisleg sam- staða muni takast. Ekki er vafi á því, að ráð- stefna sú, sem félagið Frjáls menning hélt um þetta mál, þar sem það var rætt öfgalaust, greiddi mjög fyrir skilningi á mismunandi sjónarmiðum, og á hún rikan þátt í því, ef sam- staða tekst um málið. Afstaða kommúnista skiptir ekki máli Kommúnistar berjast hatram- lega gegn öllum tilraunum til að tryggja viðskiptahagsmuni fs- lendinga á hinum nýja Evrópu- markaði. Er það í samræml við þá skoðun þeirra að fyrst og fremst beri að reyna að stíta okkur úr tengslum við ná- granna- og vinaþjóðir. En fs- lendingar þekkja það mikið til starfa kommúnista, að and- ' staða þeirra er venjulega álitin e beztu meðmælin með málum þeim og sjónarmiðum, sem þetr ráðast á, og auðvitað kemur ekki til mála að leita neins samstarfs við þá, þegar ráða þarf mikilvægum og viðkvæm- um málum til lykta. Þess vegna láta menn gauragang „Þjóðvilj- ans“ sem vind um eyrun þjóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.