Morgunblaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 16
16 MORGVyBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. ágúst 1962 __HOWARD SPRING:___2 _ RAKEL ROSiNG ~ & m m m m m m m ^ » með mér og láttu mig um allt hitt, sagði hann. 3. Og áður en hún vissi almenni- lega aí því, var hún komin á harða sprett út á sjóinn. Vélin var í kassa í miðjum bátnum og á þóftunni, rétt hjá vélinni, sat Mike Hartigan og mélt um stýris- sveifina. Sjálf sat hún aftur í, íklsedd brakandi olíuikápu, og gat rétt almennilega greint skuggamynd hans, því að nú var tekið fast að dimma. Hann leit við og beit um munn stykkið í pípu með málmloki yfir hausnum, en reykurinn úr henni barst til hennar þar sem hún sat. Er þér heitt? æpti hann til hennar. Já, þakka þér fyrir. Hún kom sér betur fyrir í sessunum, sem hann hafði útvegað henni og sér til mestu furðu, fann hún, að hún hafði bara gaman af þessu. Nú er þáu voru komin vel frá landi var ekki mikill sjór. Hartigan stýrði bátnum beint á öldurnar, og brátt hafði Rakel vanizt hreyf ingunni, svo að hún losaði takið á borðstokknum og hugsaði sér að dauðinn gaeti hirt hana hvenær sem væri. Vindurinn lamdi and- litið á henni og öldurnar klofn- uðu, svo að sjórinn slettist eins og hagl á olíukápuna. Hana hit- aði í andlitið Og einihver fiðring- ur fór um allan líkamann, og henni fannst sér líða betur en nokkru sinni síðan hún fór frá Manchester, fyrir nokkrum vik- um. Því að þá hafði henni fund- izt hún vera við dauðans dyr. Báturinn þaut áfram og ekkert sást nema svartur sjórinn, og ein eða tvær stjörnur, sem voru eins og að vakna. Enginn annar bátur var sýnilegur. Það var rétt eins og þau ættu allan heiminn fyrir sig. En þá varð sjórinn kring um þau að einu ljóshafi, og Mike Hartigan æpti upp: Þeir eru búnir að kveikja. Haltu þér fast! Svo snarbeygði bóturinn til hægri og um leið og alda skall á hliðinni á honum, beit Rakel í vörina á sép og hefði getað æpt upp af sársauka. Það lá við að borðstokkurinn færi í kaf, en þá voru þau komin í áttina til lands og aldan lyfti nú undir bát inn að aftan og rak þau áfram að iþví, sem Rakel fannst vesa borg í ljósum logum. Komdu hingað, æpti Mike. — Hvernig lízt iþér á þetta? Rakel steig varlega yfir þóft- una, því að oliukápan hefti för hennar nokkuð. Hún settist við hliðina á Hartigan, sem Ijómaði allur í birtunni, sem kom fpá upplýstri borginni. Er þetta ekki stórkostlegt? æpti hann enn. Dásamlegt, samþykkti Rakel. Hún hafði aldrei séð annað eins. Allt neðan frá sjávarmáli og alla leið upp í töpp á Turn- inum, voru ljós í löngum röðum og þetta ljóshaf var næstum enn meira á breidd en hæð. Alla leið írá Skemmtigarðinum og til Suð- urfjörunnar og margra mílna langt ijóshaf — rautt, gult grænt cg blatt. Lýsandi flugvélar flögr- uðu um himininn, festar og blóm vendir af eintómu ljósi blossuðu og dönsuðu og jafnvel strætis- vagnamir sniðgluðust áfram eins og uppljómuð skriðdýf. Þarna 'hefði tæpast verið hægt að koma fyrir einu Ijósi í viðbót og svo téll öll þessi ljósadýrð út á sjó- inn og uppljómaði öldujmar. Mike stöðvaði vélina og hélt hendinni um stýrissveifina og lét bátinn horfa beint til lands. öld- urnar iyftu honum upp og niður og skiluðu honum hægt Og bit- andi til lands. Rakel hélt niðri í sér andanum af hrifningu af þess ari dýrðapsjón. Þetta skildi hún og elskaði og girntist. Það hreif hana á sama hátt og dýr bíll hefði gert, eða þá loðkápur og skrautblém, eða fína fólkið, sem hún hafði stundum séð köma út | úr leikhúsunum, þegar hún var í London. Þetta var eins glæsi- legt, skrautlegt og girnilegt og það var tilgangslaust. Hún varð gripin kvíða fyrir :þvi, sem hennar kynni að bíða. Meir en nokkru sinni þráði hún að geta notað Mike Hartigan sem meðal til að losna frá þessu ölliu. Gráðug, eigingjörn og laus við 'hugmyndaflug var hún, en þó nægilega rómantisk í sér til þess að finnast þessi sjóferð þeixra táknræn. Ó guð minn, kveinaði hún í huga sínum, losaðu mig úr þessari eymd. Gefðu mér tæki færi til að rétta við. Þau voru komin næstum móts við miðbryggjuna, þegar Mike setti vélina aftur í gang. Farðu í sætið þitt og láttu fara vel um þig sagði hann. Nú sláum við almennilega í. Hún brölti aftur í sæti sitt í skutnum og lét fara vel um sig í sessunum. Hartigan tók stóran ullartrefil upp úr vasa sínum Og fleygði til henar. Settu hann á þig, öskraði hann til hennar upp yfir skröltið í vélinni. Hún gerði svo og kom honum fyrir á hálsin um, svo að egghvöss olíukápan meiddi hana ekki lengur, og ihenni leið betur aftur. Þá lét Mike vélina ganga af fullum krafti. og þau beygðu í stóran hring og út til hafs aftur. Vindur inn þaut um eyrun á Rakel og löðrið gusaðist yfir bátinn. Hún kreppti hnén og teygði olíukáp- una niðuj- á tær. Hartigan söng ein/hverja gamanvísu meðan bát- urinn dansaði á öldunum, og nú vap himinninn orðinn alsettur stjörnom, sem höfðu opnað aug- un til fulls. Aftur varð Rakel hrædd. Henni var það ljóst, að í fyrra skiptið hafði Hartigan alls ekki látið vél ina gera það, sem hútn gat. En þar sem hún sat nú á þóftunni, var henni innanbrjósts eins Og knapa í veðreiðum, sem er búinn að missa vitið og reynir að pína hestinn til að fremja ótrúlegustu afrek. Rakel hugsaði sér að sjór- inn væri fullur af torfærum og blindskerjum og hvers konar hættum. Borgarbarn, eins og hún vap, vissi hún ekki hverju við mætti búast og vænti því alls hins versta. Loks kom þay, að hún þoldi tkki við lengur heldur skreið fram eftir bátnum og náði taki á stýrissveifinni. Hún snerti hand- iegginn á Hartigan og hann hætti sð syngja og snarsneri sér við rétt eins og hann hefði verið bú- inn að gleyma nærveru hennar. Snúðu við og farðu ekki svona hart, æpti hún. Ertu hrædd, öskraði hann á móti. Já. Bara betra, sagði hann. Þú ert Iþá að minnsta kosti hreinskilin Hún varð kyrr við hlið hans og hann dró úr ferðinni og snej-i bátnum við. Borgin ummyndaða var nú horfin. Ekkert sást nema einhver kvikandi birta, líkust norðurljósum í mílpa fjarlægð til austurs. Og hátt uppi yfir henni glotti máninn með fyrir- litningarsvip. Þetta er skrítið, sagði Mike. Máninn svona steindauður eins og hann er, að hann skuli geta tíeyft tíu milljón kerta rafmagns ljós. Rakel svaraði engu. Hefurðu ekki unun af að hugsa heimspekilega? spurði Hartigan. Nei svaraði hún. Þú ert að minnsta kosti hrein- skilin, sagði ha-nn aftur, en svo sögðu þau ekki meira alla leið- ina til Blackpool, sem brátt kom aftur í ljós eins og upp úr sjón- um. 4. Þau höfðu skilað bátnum þang að sem þau höfðu tekið hann á ieigu, og stöppuðu nú niður fót- unum á malbikinu á gangstétt- inni, til þess að ná dofanum úr Iþeim. Ertu búin að borða? spurði Hartigan og sneri sér að því hag- ræma. Eg bý í ódýrasta gistihúsinu í borginni, sagði Rakel. Þar borð- um við miðdegismat klukkan eitt. Þér er þá orðið mál á að fá eitíhvað ofan í þig. Komdu. Þau sátu hvort andspænis öðru við lítið borð í Metropole, með lítinn, skyggðan lampa á milli sín. Þar sem þau komu beint inn úr allri ljósadýrðinni, var þetta eins cg að koma í viðkunnanlegan helli utan úr sólskini. Rakel tók af sér hanzkana og hallaði sér værðarlega aftur á bak á stóln- um. Hún hafði haft ánægju af sjóferðinni, sem hafði hrist af henni þetta máttleysismók, sem vax tekið að ásækja hana. Að láta fara vel um sig innan dyra var í hennar augum miklu meiri nautn en það sem bezt gat verið hugsanlegt úti undir beru lofti. Hún lét Hartigan um að velja matinn, en á meðan vó hún hann og mældi og reiknaði út, hvaða árangur gæti nú orðið af þessu móti þeirra, sem varð svona fyr- ir hreina tilviljun, og vonaði, að hann færi bráðum að verða opin- skár um sjálfan sig. Flestir menn urðu það tiltölulega fljótt. Matur inn og drykkurinn mundu flýta því. Hún var fegin, að hann skyldi panta kampavín. Ekki af því að hana langaði neitt sér- lega í það sjálfa, en það bar vott um örlæti hans og gaf góð- ar vonir um, að tunguihaftið mundi bráðlega losna af honum. Jæja þá, sagði Hartigam, þegax þjónninn var farinn. Eg er hissa á þessu, sem þú varst að segja um ódýra gistilhúsið. Þú lítur ekki þannig út. Rakel yppti öxlum og bandaði hendi eins og í afsökunar skyni. Hjálpi mér, sagði Hartigan. Þú hefur þegar sagt allt sem segja þarf án þess að opna munninn. Hefur enginn sagt þér, að þú værir mikil leikkona ? Mér þykir sennilegt, svaraði hún með ögrandi brosi, að mér hafi þegar verið sagt flest það, sem karlmenn geta komið orð- um að. Ertu hissa á því? sagði Harti- gan. Þú ert einmitt þannig kona. Líttu á mig. Eg gæti ekki frem- ur stillt mig um að tala við þig — Hvað finnst yður að ég ætti að kaupa í dag? X- >f Við höfum venð gabbaðir, dr. Draco. Öryggisráðið er á hælum akkar. Við skulum forða okkur! Bíddu! Okkur vantar ekkert nema þriðja og lokr teyndarmálið um eldflaugina Það ætti ekki að vera erfitt að finna þennan falda vísindamann. Við spyrjum hann.......Hann mun “*uía okkur það!! -----^ en api gæti stillt sig um að elta flugur. Þykir þér fyrir þvi,. Ef mér þætti fyrir því, hefði ég látið þess getið. Ég var bara að geta mér til um, hversvegna :þú fórst að tala við mig. Æ, hvers vegna talar karlmað- ur við fagra konu? Erum við kannski ekki allir vitlausir bjart* sýnismenn? Við stingum okkur bara og vonum það bezta. Hann leit á hana, vingjarnlega og ósvífnislega í senn, en ekki gat hann lokkað fram neitt bj-os sem svar. Andlitssvipur hennar var dularfullur. Hún gerði ekkert til að hjálpa hönum. í heilt ár hafði Mfið leikið hana grátt og hún ætlaði ekki að láta leika sig þannig aftur. Hún tók dökkleitt blóm úr vasanum á lx>rðinu, braut það af leggnum og síðan táðu naglrauðir fingur hennar Iþað niður á borðið. Þessi at- höfn hafði mikil áhrif á Harti- gan. Honum fannst hún táknræn og hann lagði í hana merkingu, sem honum sjálfum fannst heimskuleg, en hann gat samt ekki losað sig við. Lampinn varp aði kringlóttum ljósbletti á borð- ið og í þessum bletti sá hann hvít ar, grannar hendur hennar. Hann sá ekkert nema hendurnar, sem tættu blómið sundur, hægt og SHtltvarpiö Miðvikudagur 1. ágúst. 8.00 Morgun.útvarp (Bæn. — Tónleik- ar. — 8.30 Fréttþ:. — 8.35. Tón- leikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. Tónleikar. — 16.30 Veðurfregnir. — — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — tónleikar) . 18.30 Óperettulög. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Hugleiðing í Hallormsstaðaskógl (Sigurður Bjarnason ritstjóri frá Vigur). 20.15 Mantovani-hljómsveitin leikur létt lög. 20.30 Öm Arnarson; síðara erindi (Stef án Júlíusson rithöfundur). 21.00 Atriði úr óperunni „Don Carlos** eftir Verdi. — Tito Gobbi, Mar- io Filippeshi og Boris Christotff syngja með hljómsveit óper- unnar í Rómaborg. — Gabri- iele Santini stjórnar. 21.20 Smásaga: „Leiguherbergi með húsgögnum" eftir O. Henry. Málfríð- ur Einarsdóttir þýðir. (Indriði Waage leikari). 21.40 íslenzk tónlist: a) Rómansa eftir Árna Björns- son, Josef Felzman, leikur á fiðlu og Fr. Weisshappel á pí- anó. b) Konsert í einum þætti fyrir píanó og hljómsveit, eftir Jón Nordal. Höfundur leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands. Wil- helm Schleuning stjórnar, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson'* eftir Þorstein í>. Þorsteinsson; XIII. (Séra Sveinn Víkingur). 22.30 Næturhljómleikar: Dr. Hallgrím- ur Helgason kynnir hollenzka nútímatónlist: 4. kvöld. Sinfónía nr. 4 eftir Guillaume Landré. (Concertgebouw-hljómsveitin í Amsterdam leikur. Stjórnandi: Bernhard Haitink). Fimmtudagur 2. ágúst 8.00 Morgftnútvarp (Bæn. — Tón- Jeikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,.Á frívaktinni" sjómannaþtáurt. (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilfe. — Tónleikar. — 16.30 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 18.30 Óperulög. — 1845 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Henryk Sztompka leikur á pf- anó marzúrka eftir Chopin. 20J20 Vísað til vegar: Um sveifluháls og Trölladyngju. (Óttar Kjart- ansson). 20.40 Emila Della Rocca syngur lög eftir rússnesk tónskáld. 20.55 Erindi: Jóhannes páfi XXIII, (Sigurveig Guðmundsdóttir). 21.20 Tveir óperuforleikir eftir Joseph Haydn: a) „List und Liebe*' — Sinfóníu- hljómsveit útvarpsins í Leip- zig leikur. Heinz Rögner stjómar. b) „Die Welt auf dem Monde** — Sinfóníuhljómsveit Berlín- arútvarpsins leikur. AdoW Fritz Guhl stjórnar. 21.35 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson'* eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson; XIV. — Sögulok. (Séra Sveinn Víkingur). 22.30 Harmonikulög: Twunxy Gumina leikur. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.