Morgunblaðið - 01.08.1962, Side 2
2 M0HCUNBLAÐ1Ð
Bifreið þessi brann til kaldra kola á Súðavíkurhlið miðja vegu milli Súðavíkur og Hamarsins. '■
Fimm manns voru í bifreiðinni en gátu ekki neitt við eldinn ráðið. Hringt var í lögreglu og
brunalið frá ísafirði. Þetta gerðist um kl. 5 sunnudaginn 29. júli.
(Ljósm. ísak E. Jónsson).
Rússar greiða minna en
aðrir fyrir síldina
Tilkynning frd Síldarutvegsnefnd
Miðvikudagur 1. ágúst 1962
Fanfani svarar
Morgunblaðinu barst í gær
svofelld tilkynning frá Síld-
arútvegsnefnd:
Á FUNDI sínum hinn 27. þ. m.
ákvað Síldarútvegsnefnd að
stöðva alla síldarsöltun frá mið
nætti' þann sama dag, að und-
anskildum eftirstöðvum af sér-
verkaðri síld.
Gripið var til þessa úrræðis,
vegna þess að þeSar höfðu ver-
ið saltaðar um 55 þús._ tunnur
cu'tsíldar umfram sölusa/mninga,
Þriðja Fær-
eyjaferðin
FLUGFÉLAG íslands h.f. efnir
til hópferðar til Færeyja 17.—
21. ágúst, ef næg þátttaka fæst.
Farið verður frá Reykjavík
föstud. 17. ágúst kl. 10 og lent
á Sörvágsflugvelli um kl. 14.30
— Farþegum er séð fyrir báts-
ferð til Tórshavn samdægurs og
gistingu á góðu hóteli í Tórs-
havn. Þar geta menn dvalizt eða
farið í ýmsar ferðir eftir vild
um eyjarnar þar til kl. 12 á há-
degi á þriðjudag, 21. ágúst, en
þá fer áætlunarbáturinn „Vest-
urleið“ frá Tórshavn til Miðvágs
og þaðan er stutt ferð með áætl-
unarbifreið til Sörvága. Síðan
verður flogið frá Sörvágsflug-
felli þriðjud. 21. ágúst kl. 16.00
og lent í Reykjavík um kl. 19.20.
Þetta verður þriðja flugferð-
in til Færeyja á þessu sumri,
enda hafa hinar fyrri tekizt með
afbrigðum vel.
Það var hinn 6. júlí sl. að
Flugfél. íslands gekkst fyrir
fyrstu flugferðinni frá íslandi
til Færeyja með ferðamenn og
varð hún til þess að glæða mjög
vonir Færeyinga um að reglu-
bundnar flugferðir komist nú
loks á milli Færeyja og um-
heimsins.
Washington 31. júlí (NTB:AP)
BANDARÍSKA kjamorkumála-
nefndin tilkynnti í dag, að um-
ferðabanninu, sem verið hefur á
svæðinu umhverfis Johnsioneyju
á Kyrrahafi, vegna tilrauna
Bandaríkjamanna með kjarnorku
sprengjur í hálaftunum, væri af-
létt.
Tilkynnti nefndin, að kjarnorku
þar af tvo síðustu dagana um 23
þús. tunnur, þrátt fyrir það að
Síldarútvegsnefnd hafði þá
sent út tilkynningu til saltenda
um að fullsaltað væri upp í
fyrirfram samniraga og áfram-
haldandi söltun væri á ábyrgð
og áhættu síldarsaltenda.
Síldarútvegsnefnd hafði boðið
til Sovétríkjanna 100 þús. tunnur
af cutsíld og samningaumleitanir
farið fram milli fulltrúa aðila um
fjögurra vikna skeið án þess að
nokkur árangur næðist, þar sem
fulltrúar kaupenda léðu ekki
máls á að kaupa meira magn en
78 þús. tunnur og aðeins fyrir
sama verð og í fyrra.
Hinsvegar hafði verð á cutsíld
til annarra helztu kaupenda ver-
ið hækkað verulega frá fyrra
árs verði, þótt verðið, sem þeir
sreiddu í fyrra, væri hagstæðara
fyrir islenzka framleiðendur en
Rússlandsverðið, miðað við til-
kostnað.
Áframihaldandi söltun þýddi,
að allar horfur væru á, að eftir
tvo daga yrði búið að salta að
fullu upp í þá samninga, sem
Sovétríkin höfðu léð máls á að
gera. Horfur á viðbótarsamning-
um við aðra aðila eru óvissar og
ekki um að ræða nerraa takmark-
að magn.
Nefndin taldi, að ekki væri
fært að salta meira magn af ó-
seldri eutsíld að svo stöddu, en
umræddar ca. 55 þús. tunnur.
Á undanförnum árum hefir
Athugasemcl
AÐ GEFNU tilefni hafúr Morg-
urablaðið verið beðið að geta
iþess, til að koma í veg fyrir mis-
skilning, að Sigurbjörn Árnason,
er skýrt var frá fyrir nokkrum
dögum, að hefði verið dæmdur
fyrir skírlífishrot, hefur verið
sjómaður að undanförnu og er
fæddur 1920.
tilraununum yrði nú hætt um
ihríð, sökum þess, að teeki á jörðu
niðri 'hefði laskast, er tilraun til
að sprengja kjarnorkusprengju
í háloftunum mistókst á dögun-
um.
Mun taka nokkurn tíma að
gera við það, sem skemmdist, en
að því loknu verður tilraunum
haldið áfram.
aldrei verið um eins mikið magn
af óseldri cutsíld að ræða sem
nú. Af biturri reynslu hafa Ís-
lendingar forðast að framleiða
mikið magn af óseldri saltsíld.
Má segja að teflt hafi verið á
tæpasta vað með því að salta svo
mikið magn af óseldri síld, þar
sem markaðsmöguleikar eru jafn
takmarkaðir og nú, ekki sízt þeg-
ar veiðihorfur eru mjög góðar og
allar líkur til að auðvelt verði að
salta á skömmum tíma það við-
bótarmagn, sem takast kann að
selja umfram þá síld, sem þesar
hefir verið söltuð upp í væntan-
lega samninga.
Stokkhólmi 31. júlí (NTB).
EISENHOWER, fyrrv. Banda-
ríkjaforseti, flutti í dag ræðu á
aliþjóðaþingi kennara, sem haldið
er í Stokkhólmi um þessar mund
ir.
í ræðu sinni bar Eisenthower
fram tillögu um, að komið verði
á fót alþjóðlegri menntastofnun
í þeim tilgangi að auka skilning
SUNNANLANDS var enn þá
kyrrt veður og bjart. Við
Faxaflóa var úrkomulaust og
léttskýjað, en skúrir austan-
fjalls, og enn voru þrumur
á Kirkjubæjarklaustri. Um
norðanvert landið var NA
gola, skýjað og sums staðar
súld. K1 15 var hlýjast 16 st.
á Eyrarbakka, en kaldast 6
st. á Galtarvita.
Veðurspá kl. 10 í gærkv.:
SV-larad og Faxaflói: Hæg-
viðri, víða skúrir síðd. SV-
mið og Faxaflóamið: N-gola,
bjartviðri. Breiðafj. og Breiða-
FORSÆTISRÁÐHERRA ftalíu,
Fanfani, hefur sent de Gaulle,
Frakklandsforseta og Adenauer,
kanzlara V-Þýzkalands svar við
uppástungu þeirra um, að fundur
æðstu manna aðildarríkja Efna-
hagsbandalagsins verði haldinn í
Róm í lok september nk.
★
Þetta var haft eftir heimildum
í Róm í dag og sögðu þær, að
Fanfani hefði lagt mikla áherzlu
á það í svari sínu, að slíkur fund-
ur þyrfti að vera vel undirbúinn.
ÞeSar Adenauer kanzlari heim-
sótti de Gaulle Frakklandisfor-
seta fyrir skömimu, komu þeir
sér sarraan um að fundur æðstu
Nýtt líhi stolnað
í Asíu
London, 31. júlí. — (NTB) —
FORSÆTISRÁÐHERRA Malaja,
Abdel Rahman, tilkynnti í Lond
on í kvöld, að samkomulag hefði
náðst milli Bretlands og Malaja
um stofnun nýs ríkis í SA-Asíu,
og mun það hljóta nafnið Mal-
ajsía. —
Rahman skýrði fréttamönnum
frá þessu að afloknum fundi
með Macmillan, forsætisráð-
herra Breta í London, en nú er
lokið viðræðum, sem staðið hafa
þar í borg sl. fimm vikur um
sameiningu landssvæðanna Mal-
aja, Singapore, Brunei, Sara-
wak og Norðtir-Borneo í eitt
ríki. —
Ræða S.-Tyrol
FENEYJUM, 31. júlí. — (NTB)
— Utanríkisráðherrar Austur-
ríkis og ítalíu komu saman til
fundar í Feneyjum í dag til að
ræða um deilur landanna út af
Suður-Tyrol og reyna að jafna
ágreininginn, sem stendur um
landssvæðið.
þjóða á milli. Sagði Eisenhower,
að aðal hlutverk stofnunarinnar
ætti að vera að kenna ungu
fólki sögu heimsins, stjórnmál
o. fl. Nemeradur yrðu milli 2900
og 3000 og á tímahili, sem næði
t.d. yfir tvö ár gætu þeir lært
mikið um það, sem aðskilur þjóð
irnar og hindrar þær í að lifa í
friði og öryggi.
fjarðarmið: NA-gola, skýjað
með köflum. Vestf. og Vest-
fjarðamið: NA-kaldi eða gola,
dálítil rigning norðan til.
N-land og N-mið: NA-gola og
síðar kaldi, rigning með köfl-
um. NA-land, Austfirðir og
NA-mið til SA-miða: Hæg-
viðri. eða NA-gola, víða dálít-
il rigning. Þokuloft.
Horfur á fimmtudag: Norð-
læg átt, víða rignig norðan-
larads, en þurrt á Vesturlaradi.
Skúrir síðdegis á Suðurlandi,
annars létskýjað.
manna aðildarríkja Efnahagig-
bandalagsins til viðræðna urra
undirbúning stjórramálalegrar
sameiniragar bandálagsríkjanna
væri nauðsynlegur. ftalíustjóra
tók dræmt undir þessa uppá*
sutngu, en talið er að hún muni
breyta afstöðu sinni eftir að kom
ið hefur í Ijós, að utanríkisráð-
herra Beligíu Paul-Henri Spaak
og fulltrúar Hollands og Luxem-
burg eru því fylgjandi að slílkur
fundur verði haldinn.
— Als'ir
Framhald af bls. 1.
lands það, sem af er þessu ári
' en talið er að meiri hlúti
I þeirra muni snúa aftur til
Alsír, ef ástandið í landinu
leyfir.
BEN BELLA
TIL ALGEIRSBORGAR
í dag lét Ben Khedda, forsæt-
isráðherra serknesku útlaga-
stjórnarinnar svo ummælt, að
hann teldi góðar horfur á því,
að lausn deildunnár, sem staðið
hefur milli ráðherra stjórnarinn-
ar væri skammt undan. Sagði
hann, að til þess að takast mætti
að leysa deiluna væri nauðsym-
legt að aðstoðarforsætisráðherr-
ann Mohamed Boudiaf, sem hand
tekinn var í gær af stuðnings-
mönnum Ben Bella, en nú hefur
verið látinn laus, kæmi til Al-
geirsborgar. Og í kvöld var til*
kynnt að Boudiaf væri lagður af
stað til borSarinnar.
Talsmaður Ben Bella sagði 1
Oran í dag, að Ben Bella myndi
halda til Algeirsborgar nik.
fimmtudag, ef ekkert óvænt
kæmi fyrir og síðar í vikunni
myndi deila leiðtoganna verða
leyst á þann h-átt, að stjórnar-
nefnd Ben Bella tæki við völd-
um í landinu, en stjórn Ben
Khedda færi með utanríikismál
landsiras.
MÓTFALLNIR FUNDI
BYLTINGARRÁÐSINS
Mohammed Khider, einn af
stuðningismiönnum Ben Bella er
nú kominn til Algeirsborgar og
átti í dag viðræður við
einn helzta stuðningsmann Ben
Khedda, Belkaeem Krim og yfir-
mann þriðju deildar þjóðfrelsis-
hersins. Sagði Khider að þessum
fundi loknum, að nú mætti segja
að deilan innan stjórnarinnar
væri leyst. Khider sagði ennfrem
ur, að hann myndi ræða við
Boudiaf, sem er einn af svörn-
ustu andstæðingum Ben Bella,
þegar hann kæmi til Algeirs-
borgar.
Talið er að bæði Ben Khedda
og Ben Bella séu því nú mót-
fallnir, að byitingarráðið — í því
eiga sæti 72 menn — verði kallað
saman. Er sagt að fundur ráðsins
geti haft slærnar afleiðingar fyrir
báða leiðtoga, því að margir með
limir þess líti deiluna milli
þeirra illu auga.
HÁLF MILLJÓN MANNA
IIEFUR FLÚIÐ ALSÍR
FRÁ 1. JANÚAR
Evrópumenn halda áfram að
streyma frá Oran os raágrenni
borgarinnar. I gær og dag fóru
þrjú þúsund Evrópumenn með
Skipum frá borginni. Upplýsiraga
málaráðherra Frakka, Alain
Peyrefitte, tilkynnti í dag, að frá
sl. áramótum hefði hálf milljón
Evrópumanna komið til Frakk-
lands frá Alsír, en aðeins 20 þús.
þeirra hefðu gert tilraunir til að
fá framtíðaratvinnu í Fratok-
landi. Sagði ráðherrann, að flest-
ir flóttamannanna ætluðu sýni-
lega að bíða átefcta og sjá hvern-
ig horfur yrðu í Alsír í haust.
Fregnir frá Rabat hermdu i
dag, að 60 þús. alsírskir flótta-
menn, sem flýðu til Marokko á
meðan á uppreisninni í Alsír
stóð, hefðu haldið aftur til heima
lands síns á tímabilinu frá 10.
miai tiil 2. júlL
Hlé á kjarnorkutilraunum
(Tilkynning
frá Síldarútvegsnefnd).
Eisenhower vill alþjóð-
lega menntastofnun