Morgunblaðið - 01.08.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 01.08.1962, Síða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. ágúst 1962 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. GÓÐÆRIÐ ER AF- LEIÐING VIÐREISN- ARINNAR Lemnitzer fylgir varnar- málastefnu Bandaríkjanna CJvo er nú komið, að jafnvel Tíminn talar um það í forystugreinum sínum, aðnú ríki góðæri á íslandi. Sl. tvö ár hefur þetta sama blað og leiðtogar Framsóknarflokks- ins þrástagazt á því, að stjóm landsins væri að skapa hér „móðuharðindi af manna völdum"! Aldrei hefur nokkur spá sprungið rækilegar en sú spá Framsóknarmanna, að við- reisnarstefnan hlyti að leiða kyrrstöðu og hallæri yfir ís- lenzku þjóðina. Það er nú öllum landslýð ljóst, einnig þeim sem rita forystugreinar Tímans, að viðreisnarstefna núverandi ríkisstjómar hef- ur leitt góðæri yfir Islend- inga. Hinar raxmhæfu upp- byggingarráðstafanir og að- gerðir stjórnarinnar í efna- hagsmálum hafa í fyrsta lagi bægt frá dyrum þjóðarinnar því hruni og þeirri niðurlæg- ingu, sem við blasti þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum. Hún hefur í öðru lagi skapað jafnvægi í efna- hagsmálum landsmanna, end urreist lánstraust þjóðarimi- ar út á við og inn á við og lagt grundvöll að framförum og umbótum í landinu. Um leið og þetta hefur ver- ið að gerast, hefur hinn ís- lenzki gjaldmiðill verið end- urreistur úr þeirri niðurlæg- ingu, sem verðbólgustefna vinstri stjórnarinnar hafði leitt yfir harni. íslenzka krón an er nú þess virði sem hún er sögð vera. Hún er skráð í erlendum bönkum og íslend- ingar geta fengið erlendan gjaldeyri eftir þörfum til hvers konar nauðsynja sinna. Allt svartamarkaðsbrask með erlendan gjaldeyri er úr sögunni. Atvinnuvegir þjóðarinnar standa með blóma. Fram- leiðslan eykst, gjaldeyrisað- staðan út á við batnar, spari- fjárinnlög aukast í bönkum, ahnenn velmegun ríkir í landinu. Það er þetta sem vekur nú ógn og skelfingu í herbúð- um Framsóknarmanna. Þess vegná grípur blað þeirra um leið og það viðurkennir að góðæri ríkir í landinu til hinna fáránlegustu fullyrð- inga um það, að ríkisstjórn- in sé í stríði við góðærið. — Hafa íslendingar nokkurn tíma heyrt heimskulegri stað hæfingu? , Það er stefna ríkisstjómar innar, viðreisnarstefnan, sem hefur snúið því hruni sem við blasti, þegar vinstri stjórnin gafst upp, upp í al- menna velmegun, batnandi lífskjör, stórvaxandi fram- farir og umbætur, góðæri. HRÆDDIR MENN að er saimarlega engin furða, þó forystuflokkur vinstri stjómarinnar, sem gafst upp á miðju kjörtíma- bili sé nú lafhræddur, þegar núverandi ríkisstjóm hefur farið með völd í landinu nær heilt kjörtímabil, með þeim árangri, sem að ofan greinir, og kosningar em á næsta leiti. Það hafa aldrei sézt hræddari menn á vettvangi íslenzkra stjórnmála en leið- togar Framsóknarflokksins nú. Ber þar margt til. En fyrst og fremst eru þessir menn hræddir við hinn glæsi lega árangur þeirrar jafn- vægisstefnu, sem núverandi ríkisstjóm markaði. En þeir em líka hræddir við sín eig- in spor. Þeir vita að stór hluti fylgismanna þeirra áfellist þá fyrir stuðninginn við kommúnista innan verka- lýðsfélaganna og í verkföllun um, sem ætlað hefur verið að eyðileggja viðreisnarstarf ið. Þeir vita líka að tvískinn- ungur í utanríkis- og öryggis- málum hefur rýrt traust þeirra og skapað ugg í brjósti ýmissa lýðræðissinnaðra manna, sem fylgt hafa Fram- sóknarflokknum að málum. Leiðtogar Framsóknar- flokksins óttast einnig þann tvíkost sem núverandi stjórn arsamstarf hefur skapað í ís- lenzkum stjórnmálum. Þeir gera sér ljóst, að í næstu kosningum velur hinn ís- lenzki kjósandi fyrst og fremst um tvennt: Annars vegar hina jákvæðu uppbygg ingarstefnu þeirra tveggja lýðræðisflokka, sem standa að núverandi ríkisstjórn, hins vegar um verðbólgu- stefnu og Rússaþjónkun þjóð fylkingarmanna. FINNSK ÆSKA MÓTMÆLIR FjMnnsk æska veit hvaða öfl *■ það eru, sem standa að hinu svokallaða heimsmóti æskunnar, sem nú er haldið FULLVÍST er nú, að Lyman Lemnitzer tekur við af Laur- is Norstad sem yfirmaður alls herafla Atlantshafsbandalags ins í Evrópu. Ný skipun í þetta embætti á varla eftir að valda miklum breytingum á stefnu NATO í vamarmál- um, þótt hinu sé ekki að leyna, að skoðanamunur Norstads og Bandaríkja- stjórnár mun hafa verið þungur á metunum, er þar kom, að Norstad baðst lausn- ar. Sá ágreiningur var um kjarnorkumálin, þ.e., að hve miklu leyti Evrópuríkin ættu að hafa yfirráð yfir þeim vopnum, sem úrslitaþýðingu myndu hafa í heimsstyrjöld. Fylgdi Norstad að málum ýmsum ráðamönnum ev- rópskum, en ekki bandarísku stjórninni, sem hefur mjög ákveðnar skoðanir í því máli. Stefna Norstads Franskir ráðamenn voru sagð- ir harma það mjög, er fréttist, að Norstad hefði óskað eftir því að verða leystur frá störfum. Var það ekki með ólíkindum, því að vitað var, að Norstad var mjög hlynntur því, að Evrópu- ríkin í NATO fengju greiðari aðgang að kjarnorkuvopnum, þannig, að eldflaugar, er borið geta kjarnorkusprengjur heims- álfa á milli, yrðu fengnar ev- rópskum ráðamönnum í hendur. Þá mun Norstad hafa talið, að nokkrar breytingar yrði að gera á yfirstjórn kjanrorkumálanna, innan NATO. Stefna Frakka hefur verið sem kunnugt er, að koma sér upp eigin kjarnorkuher, en þessi skoðun hefur ætíð mætt mót- spyrnu bandarískra ráðamanna, sem telja stríðshættuna fara vax andi eftir því, sem fleiri hafa aðgang að og aðstöðu til að beita slíkum gereyðingarvopnum. Kennedy styður Lemnitzer Fyrst, eftir að heyrðist um lausnarbeiðni Norstads, var álit- ið, að Maxwell Taylor, sérfræð- ingur Kennedys, Bandaríkjafor- seta, í hermálum, yrði eftirmað- ur Norstads. Vart liðu þó nema í Helsingfors. Dag eftir dag hafa finnsk æskulýðssamtök haldið fundi og mótmælt hin- um kommúníska áróðri, sem rekinn er í sambandi við mót þetta. Svo magnaðar hafa þessar mótmælaaðgerðir Finna verið gegn kommún- istamótinu, að lögregla hefur orðið að beita táragasi til þess að stilla til friðar. Það sætir vissulega engri furðu, þótt finsk æska sjái tveir dagar, þar til ljóst varð, að Lemnitzer var sá, sem Kenn- edy vildi að tæki við embætt- inu. — De Gaulle var sagður hafa tal- ið Kennedy nokkuð fljótan á sér í tilnefningunni, þar sem samþykki annarra aðildarríkja NATO þarf til þess að skipað verði í embættið. f fimm daga hafðl franska stjórnin málið til athugunar, en svo samþykkti hún tilnefning- una fyrir sitt leyti, og skömmu Hafi hins vegar önnur ríki slík vopn undir höndum, þá kunni að verða erfiðara að samræma afstöðu og aðgerðir NATO-ríkj- anna, er mál hafi komizt á svo hættulegt stig, að einhverjir telji ekki aðra leið færa en grípa til kjarnorkuvopna. r Frá hernaðarlegu sjónarmiði Segja má, eins og áður hefur verið bent á, að þessi stefna Bandaríkjamanna sé að mörgu leyti skynsamleg frá hernaðar- MacNamara, landvarnaráðherra Bandaríkjanna (t. v.) og Lyman Lemnitzer (t. h.), er tekur við af Norstad 1. nóv. n.kv eru skoðanabræður í varnarmálum NATO. síðar kom til samþykki fasta- ráðs Atlantshafsbandalagsins. Lemnitzer gegn evrópskum kjarnorkuher Segja má, að um nokkurn sig- ur Bandaríkjamanna sé að ræða, er þessi málalok nást. Lemnitz- er einn þeirra ,er algerlega styð- ur hugmyndir bandaríska land- varnaráðuneytisins í kjarnorku- málum, þ. e. að Bandaríkin, ein NATO-ríkja, eigi að hafa yfir- ráð yfir þeim vopnum. Bandaríkjamenn leggja mikla áherzlu á, að venjuleg vopn séu enn í fullu gildi, og komi til þeirra átaka, sem leitt gætu af sér heimsstyrjöld, þá eigi ekki að grípa til kjarnorkuvopna fyrr en ljóst er, að annars er ekki úrkosta. Bandáríkjamenn halda því fram, að bezt sé að einn aðili taki lokaákvörðun í slíku máli. legu sjónarmiði, og hún feii 1 sér meiri vonir til þess, að þjóð- ■ir heims forðist kjarnorkustyrj- öld. Auk þess benda Bandaríkja- menn á, að komi til kjarnorku- styrjaldar, þá komi það í hlut þeirra að Ijúka henni, og þvi sé skynsamlegast, að þeir einir ákveði, hvenær gripið skuli til slíkra vopna. Skoðanir evrópskra stjórnmálamanna Margir evróps'cir ráðaioenn, ekki sízt franskir, telja, að þar sem þeir eigi sífellt í vök að verjast fyrir ágengni og ásælni kommúnista, þá geti þeir ekki, búnir annars flokks vopnum, eins o ' þeir nefna gjarna venju- leg vopn, látið nóg til sín taka á stjórnmálasviðinu. Með þeirri skipan, sem Bandaríkjamenn Framhald á bls. 19. öðrum betur í gegnum þann hræsnishjúp, sem kommún- istar sveipa um sig á slíkum mótum. Finnar hafa fengið að kenna á „friðarstefnu“ Sovétríkjanna. Hvað eftir annað hafa rússneskir herir ráðizt á Finnland. Finnar hafa orðið að láta af hendi stór svæði af landi sínu til Rússa og sæta öðrum afar- kostum. Jafnframt hafa Rúss ar, eftir að styrjöldinni lauk, hvað eftir annað seilzt til áhrifa á finnsk innanland^ mál. Þetta er baksvið þeirra mótmælaaðgerða, sem finnsk æska stendur nú að gegn heimsmóti kommúnista í Helsingfors. Finnar þekkja hinn aiþjóðlega kommún- isma betur en nokkur önnur þjóð Norðurlanda. Þeir hafa beizka reynslu af ofbeldi hans og yfirgangi. Þess vegna mótmælir finnsk æska í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.