Morgunblaðið - 01.08.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagtfr 1. ágúst 1962
MORGVNBLAÐIÐ
11
Verður framtíð efnahagsbandalags-
ins ráðin í þessari viku?
EINS OG fram hefur kom
ið í fréttum, kom þar á
föstudag, að talið var, að
umræður um aðild Breta
að efnahagsbandalaginu
hefðu farið út um þúfur.
Tvö atriði voru það eink
um. sem vitað var, að hart
yrði deilt um, er-umræður
hófust á nýjan leik í síð-
ustu viku. Annað var, á
hvern hátt skyldi farið með
landbúnaðarframleiðslu
Breta sjálfra, en hitt, hvað
gert skyldi til að forða
þeim Samveldislandanna
brezku, sem hvað mest
hafa átt undir útflutningi
landbúnaðarvara til Bret-
lands frá skaða, kæmi til
aðildar Breta.
Fram kom af fréttum í
síðustu viku, er umræður
nar voru nýhafnar, að ríki
efnanh.bandalagsins vildu
koma til móts við Breta og
Samveldislöndin með sér-
stöku verðkerfi á landbún
aðarvörum.
Á föstudag varð heyrin
kunnugt . í hverju þetta
verðkerfi var fólgið, og þá
kom í ljós, að þótt það, í
orði kveðnu, miðaði að því
að tryggja tekjur þessara
tveggja aðila, þá fól það í
sér slíka vankanta, að full-
úar töldu sig tilneydda að
íta umræðunum þangað
I á morgun. miðvikudag.
Það eru Frakkar, sem
standa að baki hugmynd-
inni um þetta verðkerfi,
og munu tillögur frönsku
fulltrúanna hafa komið illa
við marga af fulltrúum
hinna bandalagsríkjanna.
Hefur fregnin um þetta
víða vakið furðu, því að
almennt var talið, að af-
staða Frakka til inngöngu
Breta hefði breytzt til hins
betra eftir heimsókn Mac-
millans til DeGaulle í vor.
„Kjarni má.lsins"
Er viðræður hófust í fyrri
viku var álitið að þeim yrði
'haldið sleitulaust áfram, þar
til Ijóst yrði, hvort Bretar
sæju sér fært að ganga i efna
hagsibandalagið, eða ekki.
Hefðu þær viðræður, sem
fram fóru um afstöðu til Sam-
veldislandanna, orðið árang-
ursríkar, hefði flestum hindr
unum fyrir aðild Breta
verið rutt úr vegi. í>að má
því segja, að þarna hafi verið
til umræðu „kjami málsins“
Er umræður fulltrúa banda
lagsríkjanna hófust, á föstu-
dagsmorgun, varð vart við
stefnubreytingu hjá frönsku
fulltrúunum. Þeir tóku þá að
leggja áherzlu á, að Frakkar
hefðu þegar fallizt á öll þau
fríðindi til handa Bretum, er
eðlilegt væri samkvæmt Róm
arsamningnum. Ef Bretar
vildu ganga í bandalagið, yrðu
þeir að sýna fórnfýsi og þann
amda, sem ríkti meðal með-
limaríkjanna.
Pisani-áætlunin
Nánar tiltekið komu frönsku
fulltrúarnir nú aftur fram
með tillögu um lausn á vanda
málum Breta og Samveldis-
landanna, tillögu, er flestir
héldu að Frakkar hefðu lagt
á hilluna.
Áætlun þessi hefur gengið
undir nafninu Pisani-áætlun-
in, og er kennd við landbúnað
arráðherra Frakka. Hún geng
ur út á það, að kröfum Sam-
veldislandanna verði mætt
með sérstöku verðkerfi. Það
að tryggja bæði þeim lönd-
um og brezkum land-
'búnaði sömu tekjur, eftir að
gengið hefði verið frá aðild
Breta, og áður var, þó þannig.
að dregið verði stórkostlega
að magni til, úr innflutningi
Iandbúnaðarvara frá Sam-
veldislöndunum — það, sem
hins vegar á að tryggja, að
ekki verði um tekjumissi að
ræða, er hærra verð, sem
Frakkar vilja taka upp al-
mennt á landbúnaðarvörum
innan bandalagsins.
Frakkar myndu græða mest.
Þessi krafa Frakka hef-
ur hingað til verið talin
óaðgengileg af fulltrúum
hinna aðildarríkja banda-
lagsins. Kemur þar einlk-
um til, að önnur ríki telja
þessa kröfu — dulbúna sem
samningstil'boð við Breta og
Samveldislöndin — draga svo
mjög hlut Frakka í viðskipt-
um með landbúnaðarvörur við
önnur bandal.ríki, að stappi
nærri ósvífni.
Frakkar framl, eins og kunn
ugt er, mun meira af landbún
aðarvörum, en þeir hafa þörf
fyrir. Þeir hafa því mesta
þörf, allra bandalagsiþjóðanna
Þróun mála undanfarin ár
Rómarsamningurinn, sem
er grundvöliurinn að efna
hagsbandalaginu, og sam-
starfi ríkjanna sex á því
sviði, var undirritaður í
marz 1957, en hlaut stað-
festingu í júlí sama ár.
Skömmu eftir undirritun
ina kom fram hjá brezku
sfcjórninni sú hugmynd, að
stofna verzlunarbandalag,
er öll ríki V-Evrópu ættu
aðild að. Fól stjórnin Reg-
inald Maudling, er nú hef
ur nýlega verið skipaður
fjármálaráðherra, að ann-
ast frumundirbúning þess
máls, í samráði við OEEC.
Á þeim tima beindist á-
hugi sex-ríkjanna, er lagt
höfðu drögin að efnahags-
bandal., aðallega að því að
fá komið fótum undir þá
hugmynd sina, en áhugi fyr
ir viðræðum við önnur
lönd um viðfeðmara efna-
hagssamstarf, var mun
minni.
Atburðir þeir, sem áttu
sér stað í -Alsír 1958, og sið
ar leiddu til þess að fjórða
franska lýðveldið leið und
ir lok höfðu sín áhrif á
skoðanir ráðamanna sex-
landanna. Aftur fór að bera
á hugmyndum um að gera
Frakkland að stórveldi inn
an Evrópusamveldis.
Skömmu síðar komst De
Gaulle til valda í Frakk-
landi.
f nóvemiber 1958 féllu
niður allar frekari umræð
ur um verzlunarsamband.
V- Evrópuríkjanna.
Á því ári fór fyrst að
heyrast um „ytri löndin
sjö“. Ári síðar, eða um það
leyti, er löndin í efnahags-
bandalaginu framkvæmdu
fyrstu tollalækkun sína,
10%, hófust umræður um
stofnun verzlunarsambands
með aðild Stóra-Bretlands
Sviss, Austurríkis, Portú-
gals og Norðurlandanna
þriggja, Noregs, Svíþjóðar
og Danmerkur.
f nóvember það ár var
undirritaður samningur
þessara sjö landa, og þar
með var komið á fót EFTA
(Europeau Free Trade
Association).
Finnland hafði fyrr lát-
ið upp ósk um að gerast
meðlimur EFTA, en við-
skiptasamningar þeir, sem
Finnar höfðu gert við Rúss
voru þó Þrándur í Götu.
Þá fyrst, er farið var að
gera sérsamninga, varð
það mögulegt fyrir Finna
að taka þátt í samstarfi
EFTA-lanöanna á sviði toll
mála. Það var 1961.
í júní í fyrra var fyrst
farið að ræða það, á fundi
fulltrúa EFTA-landanna,
sem haldinn var í London,
að ganga ætti til samninga
við Efnahagsbandalagið.
Höfuðmarkmiðið var að
reyna að gera öllum með-
limum EFTA kleift að
ganga til samstarfs við önn
ur Evrópulönd, með það
fyrir augum að mynda
heildarmarkað Evrópuland
anna.
Mikil áherzla var á það
lögð, í því sambandi, að
gera engu einu eða fleiri
EFTA-löndum erfitt fyrir,
heldur miða að því að öll
löndin sjö gætu í einu lagi
gengið til slíks samstarfs.
Ekki leið þó á löngu,
fyrr en raddir fóru að heyr
ast um að Bretar ætluðu,
einir að leita samninga við
efnahagsbandalagið. Stað-
festing á þeim orðrómi kom
í júlí í fyrra, er tilkynning
var gefin út um satnkomu
lagsumleitanir.
Danir fóru að ráðurn
Breta og óskuðu viðræðna
um aðild.
Svíar hafa aðeins beðið
um viðræður um aukaað-
ild, þar eð stjórn landsins
telur sig ekki geta ger/íð
til nánara samstarfs, hlut-
leysisstefnu sinni vegna.
Umsóknir um slíka aðild
hafa einnig borizt frá Sviss
og Austurríki.
I apríl sl. ákvað norska
stórþingið, að óskað skyldi
eftir viðræðum um fulla að
ild Noregs að efnahags-
bandalaginu.
fyrir að flytja úi þær vörur.
Kostnaðurinn félli á Breta
Næði þessi áætlun Frakka
fram að ganga. myndi kostn-
aðurinn af henni fyrst og
fremst falla á Breta, annað
hvort brezkan almenning
beint, eða þá óbeint, þ.e. að
brezka ríkið yrði að greiða
niður þær vörur, sem það
myndi kaupa frá Samveldis-
löndunum og bandalagsríkj un
um, eftir að það hefði gengið
í bandalagið.
Bretar þurfa að flytja mikið
inn af landbúnaðarvörum.
Væru þeir meðlimir í efna-
hagsbandalaginu, myndi inn-
flutningur landbúnaðarvara,
hvort sem væri frá Samveldis
löndunum eða einhverju
bandaríkjanna, verða stór-
aukin kostnaðarliður. Þeir
fengju, skv Pisani-áætluninni
mun minna vörumagn en áður
fyrir sömu greiðslu — en það
myndi þýða stóraukin útgjöld
til að mæta landbúnaðarvöru-
þörfinni.
Þetta myndi ekki bitna eins
illa á Þjóðverjum eða Ítölum
sem eru sjálfum sér nógir á
þessu sviði.
Hvað vilja Bretar greiða fyrir
aðild?
Það sem raunverulega ligg
ur því í þessari áætluh er, hve
háu verði Bretar vilja greiða
aðgang sinn að bandlaginu.
Þessi skoðun Frakka, að hægt
sé að fá Breta til að greiða
aðild sína svo háu verði
kann að standa í nokkru sam
bandi við þá hugmynd, sem
nokkuð virðist hafa gætt með
al einstakra ráðamanna efna
hagsbandalagsins, að Bretar
„þurfi“ að gerast meðlimur.
Kannske hefur þessu bezt ver
ið lýst með orðum Gaitskellsr
er hann sagði, að mesti mis-
skilningur Breta hefði verið
að koma biðjandi að dyrum
efnahagsbandalagsins.
Er leið fram á föstudag, varð
Ijóst, að ekki var neinnar
lausnar að vænta þann dag
og loks var það ráð tekið, að
Framhald á bls. 19.
Ríkin i E.E.C.
!
í
BELGÍA
með um 9 millj. íbúa. |
I engu bandalagsríkjcmna!
hafa þjóðartekjurnar vaxið {
eins hægt að undanfömu, |
aukningin nemur aðeins |
16% á árunum 1953—1960.!
Um helmingur utanríkis-1
viðsklpta Belga er við hin j
banoalagsríkin 5.
FRAKKLAND í
með um 45.5 millj íbúaj
Þjóðartekjurnar hafa vaxí
ið um 28% á árunum 1953 i
—1960. Mun meiri aukning!
ar hefur gætt sl. áratug en!
nokkru sinni áður. Iðnvæðj
ing landsins hefur gengiði
mun betur en nokkru sinnij
áður, og fjármál rikisins!
eru góð. Aðeins fjórðungur j
utanríkisviðskipta Frakkaj
önnur bandalags-j
V-ÞÝZKALAND
ír.eð um 53,5 millj íbúa!
er fólksflesta meðlimaríki!
efnahagsbandalagsins. Þarj
hefur aukning þjóðartekn j
er við
ríki.
anna orðið mest á árunum
1953—1960, eða um 48%.j
Um þriðji hluti!
utanríkisviðskipta V-Þjóðj
verja er við hin bandalagsj
ríkin.
ÍTALÍA j
með 50 millj. íbúa ogj
þar hafa þjðartekjurnar-
vaxið næstum eins ört ogj
í V-Þýzkalandi. Þrátt fyrj
ir það eru lífskjör á Ítalíui
langt frá því að vera eins. -
Eitt aðalvandamálið er, hvej
N-ftalía stendur mikluj
framar í iðnvæðingu en S-j
Ítalía. Þriðji hluti utanrík;
isviðskipta er við önnur!
bandalagsríkin.
HOLLAND
með 11.5 millj. íbúa.j
Þjóðartekjurnar hafa aukj
ist um 30% 1953—1960. Iðnj
aðarframleiðsla hefur aukj
izt mjög hratt í Hollandi.!
Um helmingur utanríkis-j
viðskipta er við bandalagsj
ríkin.
LUXEMBOURG
með 300 þús íbúa, eni
er þó jafnrétthátt innanj
bandalagsins og önnur ríki!
og ræður jafn miklu umj
framtíðarstefnu bandalagsj
ins og þau.
Kortið hér að ofan sýnir þau ríki (í svörtu), sem eru með-
limir í Efnahagsbandalaginu, þau ríki (dökkrákótt), sem
sótt hafa um fulla aðild og loks þau ríki (ljósrákótt), sem
óskað hafa víðræðna um lausara samband.