Morgunblaðið - 01.08.1962, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.08.1962, Qupperneq 19
MORCZJISBLAÐIÐ 19 Miðvikudagur 1. ágúst 1962 Akranesfréttir AKRANIBSI, 31. júlí. — Drag- nótabáturinn Björg landaði í dag 1300 kg með kola og öllu saman- töldu. Trillan Bensi reri í morg- un oB fislkaði 500 kg á sex bjóð. Vb Sæfaxi missti annan troll- Ihlerann í síðasta humartogi sínu í gærikvöldi ásamt 100 föðmum af togvír, 4,5 sjóm. SA af Eldey. Þeir hröðuðu sér þegar heim. Ekki gátu þeir fengið nýjan hlera, hentu því sem eftir var af humartroliinu í land, og ruddiu fiskitrolli um borð í staðinn. — Sigldu þeir síðan með 10 hnúta hraða á haf út kl. 3 í dag. —Oddur. - Aðild Framh. af bls 1 málasamstarfi við Evrópuríkin framvegis. # Einn stjórnarandstöðumanna, William Warbey, úr Verka- mannaflokknum, lagði þá spurn Ingu fyrir Macmillan á fundi neðri deildarinnar í dag, hvort það væri e.t.v. ætlun stjórnar- innar að knýja fram samþykki þingsins varðandi aðild Breta, á stuttum aukafundi, sem lialdinn yrði í sumarleyfinu. • Krafðist hann þess, að for- sætisráðherrann léti efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, en að öðrum kosti yrði að gefa þing- mönnum kost á að hlýða á radd- ir félksins. Forsætisráðherrann vildi ekki gefa nein loforð um þetta mál, en endurtók aðeins fyrri full- yrðingar sínar, um að samráð yrði haft við samveldislöndin. 1 kvöld var ætlunin, að Ed- ward Heath, varautanríkisráð- herra héldi til Briissel, en þar munu umræður um aðild Breta hefjast á nýjan leik á morgun. Stjómmálafréttaritarar í London eru þeirrar skoðunar, að brezka stjórnin muni innan fjögurra daga fá úr því skorið, hvort kröfum hennar vegna sam yeldislanndanna verði mætt. Fari svo, að samþykki náist, telja fréttamenn, að mesta vanda mál Macmillans og ráðuneytis hans verði barátta við tíma, því að órói sá, sem staðið hafi að undanförnu, hafi ekki aukið fylgi almennings í landinu við hugmyndina um aðild Breta. Fréttir frá Briissel herma, að þar séú menn ekki eins svart- sýnir og í London, og sé það al- mennt álit þeirra, sem til þekkja, að brezk blöð hafi gert of mikið úr ágreiningi þeim, er varð í fyrri viku. Fréttir frá París taka nokkuð i sama streng, en er blaðamenn lögðu í dag þá spurningu fyrir talsmenn frönsku stjórnarinnar, hverra úrslita væri að vænta um verðlagstillögur Frakka, sem mestum vandkvæðum ullu á föstudaginn sl., þá hafi tals- mennirnir leitt það mál hjá sér. — Esslingen Framh. af bls. 18. Reykjavíkurliðið til að hörfa, unz Reykvíkingunum skildist að sækja þurfti. Þá brutust þeir fram og skoruðu þrjú síðustu mörkin, Karl Ben. úr vítakasti en Karl Jóhanns tvö falleg mörk eftir snögg upphlaup og snögg skot. | LEÐIN Þjóðverjarnir sýndu sína beztu leikkafla í ferðinni í þessum lek, en gleymdu handknattleiknum þess í milli. Þeir féllu því mest é eigin bragði. Knecht, Simmend- inger og Fink eru beztu menn liðsins ásamt markverði sem eldrei lætur æðrast og reynir heldur að stilla landa sína en hitt. Rósmundur vakti hvað mesta éthygli í Reykjavíkurliðinu, en annars átti liðið ótrúlega sam- StiUtan leik svo æfingalitlir sem handknattleiksmenn eru um þess- ar mundir. A. St. •• ,: •:: ■ • •• :•»»***$ K.F.U.K. konnr í heímsókn EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær, kom hingað til lands í fyrrakvöld hópur kvenna frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð í boði KFUK og finnskar KFUK konur munu koma hingað síðar í vikunni. Tilefni komu þeirra er norrænt KFUK mót sem hald ið verður í Vindáshlíð í Kjós dag ana 3. til 6. ágúst. Verða þar rædd sameiginleg vandamál, haldnir fyrirlestrar og bæna- stundir og á sunnudaginn flytur séra Bjarni Jónsson vígslubisk- up, formaður KFUM hátíðar- guðsþjónustu. í Reykjavík búa konurnar á einkaheimilum víðs vegar um bæinn. í dag er þeim boðið í ferðalag til Þingvalla, Laugar- vatns, Gullfoss og Hveragerðis. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í húsi KFUK í fyrra- kvöld, sjást fjórar norrænar for- ystukonur þeirra, þær Britt Bergquist frá Svíþjóð, Maja Dalby frá Danmörku, Lita Hjert holm frá Noregi og frú Áslaug Ágústsdóttir. — Minningarord Framhald af bls. 6. lá, og vann þá ekki eftir stimp- ilklukku. Skyldurækni hans og alhugi um að „salta“ ekki verk- efni, ætla ég, að hafi verið til fyrirmyndar. Ég hefi orð sjálfra þeirra, sem við Gunnlaug skiptu af hálfu almannatrygginga í héraðinu, hreppstjóra og odd- vita, fyrir því, að hann var sér- lega fljótur, nákvæmur og fyr- irgreiðslusamur í starfi. Þó er ekki minna vert um hitt, hve óskoraðra vinsælda Gunnlaugur naut hjá almenn- ingi hér vestra, en svo sem kunnugt er, þurfa margir að leita til þeirrar stofnunar, sem Gunnlaugur starfaði fyrir, og skiptir miklu, hverjar viðtökur eru. Tveim dögum eftir lát Gunnlaugs, gekk ég hjá, þar sem tveir aldraðir menn hittust af hendingu. Um leið og ég fór fram hjá mönnunum, sem mér voru ókunnir, heyri ég, að ann- ar segir: „Og fljótt varð um Gunnlaug okkar.“ „Já, satt er það, og þar fór ágætnr maður“, var svarið. Ég þykist ekki geta látið þessa atviks ógetið, því að ég er viss um, að það er tákn- rænt um viðhorf mikils fjölda manna til Gunnlaugs heitins Halldórssonar hér um slóðir. Það er ef til vill ekki hægt að segja, að það hafi orðið hér héraðs- brestur við fráfall Gunnlaugs Halldórssonar, en ég veit, að hann heyrðist víða um þær byggðir, sem Gunnlaug þekktu. Gunnlaugur var ekki af þeirri manngerð, sem olnbogar sig á- fram með hávaða og bægsla- gangi, en hann var í þeim hópi þjóðfélagsþegna, sem kalla má „salt jarðar“, yfirlætislaus, en ómissandi ,og að þessum mönn- um er meiri eftirsjá en menn gera sér oft ljóst í fljótu bragði. Ég votta aðstandendum og frændum Gunnlaugs Halldórs- sonar samúð og hluttekningu við fráfall hans. Maður að betri ætti ég að vera fyrir kynni mín af Gunnlaugi, og fyrir þá við- kynningu þakka ég af alhug, og veit, að ég mæli þar ekki að- eins fyrir mig, heldur og fyrir þorra sveitunga minna og sýslu- félaga. Isafirði, 27. júlí 1962 Bárður Jakobsson. Verkfall Argentínu Buenos Aires 31. júlí (NTB) KOMMÚNISK verkcimanna- félög og verkamannafélög, sem hlynnt eru Peron fyrrv. forseta Argentínu hafa boðað 48 klukkustunda verkfall 1. og 2. ágúst n.k. og hefur stjórn landsins gert ýmsar varúðarráðstafanir vegna verk fallsins. Haglabyssu oíL stolið AÐFARANÓTT sunnudags var hroizt inn í vélbátinn Fjalar, þar sem hann lá við Grandagarð. Var lótað þar í öllu, en óvíst hvort nokkru var stolið. Þá var brotizt inn í verzlunina Goðaborg á Vatnsstíg 3. Var stolið hagla- byssu cal. 410, Meopta sjónauka aif stærðinni 20x50, riffilsjón- auka, veiðihjóli og transistor vasaútvarpstæki. — Úr ýmsum áttum Framhald áf bls. 10 vilja hafa, sé dregið úr hlut- verki Evrópuþjóðanna á alþjóða vettvangi. Eins og menn rekur minni til, þá var það eitt aðal verkefni Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hann heim- sótti helztu ráðamenn, evrópska, nú á dögunum, að samræma stefnu ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins í varnarmálum. - s. u. s. Framh. af bls. 13. snæðings í Viðeyjarstofu, en að máltíð lokinni, gengu menn um eyna og skoðuðu sig um. Tíminn hafði þá lið- ið óðfluga og áður en varði var Nói lagstur að litlu bryggjuimi til að flytja menn til síns heima. Dálítið hafði fjarað og komust allir þurr- ■w fótnm um borð. G. G. — Siglufjörbur Frh. af bis. 8. ’Á ufsaveiðum Á bryggjunni framan við togarann rekst ég á lítinn snáða. Hann er með dorg og dregur ufsa af miklum móð. — Ertu að veiða í matinn? — Nei, mest að gamni mánu, en ef ég fæ mikið af vænum ufsa þá sel éB hann í bræðslu, í dag er hann smár en stundum eru þeir rosastór- ir. — Vinnur þú ekkert í síld? — Nei. ég er bara 12 ára. En sumisstaðar vinna 12 ára strákar á plönum. — Ætlar þú á plan þegar þú stækkar? — Nei, ég ætla að verða sjómaður, og um leið bítur stærðar ufsi á hjá Pétri Matt- hiassyni 12 ára. Eizts og r gamla daga Við eina þró síldarverk- smiðjanna hitti ég Jón Krist- insson verkstjóra. — Nei, ég er ekki Siglfirð- ingur, en hef átt hér heima síðan 1912, og mest unnið við síld. Var t. d. 25 ár á plani en síðan í verksmiðjunum. — í gamla daga var oft fjör f síldinni, enda veiddist hún þá mikið nær landi oft hérna rétt vestur á Haganesvíkinni. En í sumar hefur veiðin verið mik- il og þetta sumar líkist einna mest því sem þá var. Ég held að Siglufjörður sé að verða aftur sá gamli og góði síldar- bær, sem hann var. Áður en ég kveð SiBlufjörð bregð ég mér inn á Hótel Höfn og fæ mér kaffisopa. Þar hitti ég næturvörðinn Harald Hjálmarsson frá Kambi, Skag firðing og landskunnan hag- yrðing. Haraldur hefur feng- izt við margt um dagana, m.a. verið ritstjóri hér á Siglufirði. — Hvernig líkar þér að vera næturvörður? Það er ekki sem verst, stundum að vísu nokkuð mik- ið ónæði því fólkið fer og kemur á öllum tímum, en þetta er yfirleitt bezta fólk. — Hættur að yrkja? — Nei, helzt ekki, en mað- ur hefur bara svo lítinn tíma núna. — Fæ ég eina vísu í nestið? — Ég veit ekki, ja kannske eina. Ég gerði þessa í nótt. Það var fólk að fara héðan, sem mér fannst vera meiri mannsbragur I en þegar það kom í sumar. SHdin á Siglufirði Sögð er mikils virði hún lyftir landi og þjóð. Gjörir menn að mönnuin í miklum sumarönnum og ríkan ríkissjóð. St.E.Sig. - Etnahagsbanda- lagið Framlhald af bls. 11. fresta öllum frekari viðræðum fram á miðvikudag, þ. e. á morgun. UppörvunarorJ Mansholt Þann dag boðaði samt Sicco Mansiholt, landbúnaðarmála- ráðherra, og sérfræðingur ráð gjafanefndar efnahagsbanda- lagsins í landbúnaðarmálum til blaðamannafundar í Brúss el, þar sem hann tilkynnti, að á mánudag yrði stigið fyrsta skrefið til sameigin- legs markaðs landbúnaðar- vara (s.s. skýrt var frá í frétt um í gær, þriðjudag). Mansholt er „faðir“ þeirrar stefnu, sem bandalagið hefur ákveðið að framfylgja á leið sinni til sameiginlegs mark- aðar, en landbúnaðarmál hafa einmitt verið helzta viðfangs efni sjálfra bandalagsríkj- anna. Abhyglisverð voru þau um mæli ráðherrans, að fólk skyldi ekki búast við neinum gífurlegum hækkunum á land búnaðarvörum. Ef eittíhvert á kveðið land ætlaði sér að hækka verð framleiðslu sinn ar óeðlilega yrði þegar gripið til sérstakra ráðstafana. Hver verður framtið efnahags bandalagsins? Ljóst er, að þau málalók, er samningaumleitanir Breta fá, kunna að verða afdrifarík fyrir framtíð efnahagstoanda lagsins. Þegar, er Bretar tilkynntu í fyrra, að þeir vildu hefja máls á brezkri aðild, fylgdi Danmörk á eftir. Danir eiga, sem kunnugt er, mjög mikið undir því komið, að vera „undir sama hatti“ og Bretar hvað landbúnaðarvörur shert ir, en mikill hluti land’búnað arframleiðslu þeirra fer til Bretlands. Noregur hefur einnig sam- þykkt, að æskja umræðna um fulla aðild. Komið hefur fram að ef af aðild Noregs verður, þá breytist aðstaða okkar ís- lendinga mikið til þessa máls, þ.e. Norðmenn geta þá, eftir nokkur ár, selt sinn fisk toll- frjálsan til bandalagsríkjanna en við verðum að greiða inn flutningstoll. Ekkert er enn ákveðið um aðild íslands, og reyndar ekki Noregs, þar éð Norðmenn hafa lýst því yfir, að þeir muni að miklu leyti haga sér eftir því, hvort Bret ar ganga í bandalagið. Þá hafa írar sótt um fulla aðild, þótt ekki hafi kom- ið fram, hvort hún er eins háð aðild Breta. — Valbjörn Framh. af bls. 18. ur hans sýndi svo miklar fram- farir, að hann komst í 5. sæti beztu 10 km hlaupara íslands frá upphafi. Helztu úrslit urðu annars þessi: TUGÞRAUT: 1. Valbjörn Þorláksson, ÍR 6775 stig. (Einstök afrek: 100 m 10,9, langst. 6,79; kúla ll,00m; hást. 1,80; 400 m 51,8; 110 m grind 15,9; kringla 39,63; stöng 4,35; spjót 56,58; 1500 m 4:57,0). 2. Kjartan Guðjnósson, KR 4961 stig. (Einstök afrek í sömu röð: 11,5 — 5,75 ______ 13,49 — 1,60 — 57,3 — 16,8 — -»1,77 — 3,00 — 52,76 — 5:41,8). 3. Páll Eiríksson, FH 4693; 4. Sig. Sveinsson, HSK 3706 st. (9 greinar). 10 KM HLAUP: 1. Agnar Levy, KR 33:52,4 mín. Kristleifur hætti áður en hlaupi lauk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.