Morgunblaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 3
^ ' Miðvikudagur 15. ágúst 1962 MORGVNBLAÐIÐ Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. brugðu sér í gær um borð i spænska skemmtiferðaskipið Monte Umbe, sem hér hefur staðið við undanfarna tvo daga og fór í gærkvöldi. Farþegarnir komu í land og fóru í ferðir út fyrir bæinn og einnig lögðu þeir Ieið sína um götur Reykjavíkur og störðu margir, þegar hópar af svarthærðum senjórítum áttu leið hjá. Eitt farrými. Við lögðum leið okkar upp í 'brú og 'hittum þar annan stýri- mann, Carlos Landeta, sem var á vakt. Kvað hann skip þetta vera um 14 þús. rúmlestir að stærð, og er það nálega þriggja ára. Á vetrum er það í föstum áætlunarferðum milli Spánar og Suður-Ameriku, en á sumrin flytur það skemmtiferðalanga og fer þá aðallega norður á bóginn. Er þetta önnur ferð Monte Umbe til Norðurlanda í sumar og að henni lokinni, verður lagt upp í enn eina. Þá liggur leiðin til suðurs og verður farið til Portú gal, Kanarýeyja og Marokko. Landeta greindi okkur frá því að á skipinu væri aðeins 'tt farrými, og matast allir á sama stað, nota sömu setustofur o.s. frv., en verð er þó dálítið mis- munandi, eftir því hvar búið r í skipinu. Verðið er þó ekki hátt á okkar mælikvarða, því 20 daga ferð kostar frá 60-80 pund. Flestir farþeganna, sem alls Maria Benitez Bari elona maður eigi konu og böm, en ég á hvorugt og því hef ég einung- is haft dvalarleyfi í Frakklandi og þarf að endurnýja það á 10 ára fresti. — Og hvernig finnst þér að eiga ekkert föðurland? — Það venst eins og alit ann- að. Þegar maður er einn og þarf ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig, hættir maður fljót- lega að hafa áhyggjur af þeim málum. Búðarstúlkur kurteisar, — lögregluþjónar hreinir. Við skildum við gamla hvit- liðann, þar sem hann var í þann veginn að stíga um borð í Akra bong, sem hélt uppi farþega- flutningum til lands og gengum inn í eina setustofuna. Þar hitt- um við fyrir fimm manna fjöl- skyldu, Juan José Voz Coscullar og fjögur böm hans. >að sem fjöl skyldunni fannst aðdáunarverð- ast, var það, hve íslenzk börn væru falleg og hrein og einnig luku þau upp einum munni um að framkoma verzlunarfólks væri með eindæmum góð. Það er^þó sannarlega annað en oft heyrist af munni Íslendinga sjál' a og sannarlega gott til þess að vita, að einhver kann Þetta var í fyrsta sinn sem blaða maðurinn heyrði því hrósað af mikilli mælgi. Yfir íslenzka lög- regluþjóna náðu engin orð. Þeir vom svo yfiirtakanlega hjálp- samir, hreinir og myndarlegir í fallegu búningunum sínum, að h spánska fjölskyldan stóð á önd- inni. Þeir. taki það til sin sem eiga, með beztu hamingjuó&kum með aðdáun Spánverjanna. 1 Fjölskyldan Voz Coscullar frá Bilbao. ykkar eru hreinir. — Lögregluþjónarnir eru um 480, eru að sjálfsögðu Spánverjar, en einnig er nokk- uð af Frökkum og Portúgölum. Um helmingur farþeganna var í landi, er við komum um borð og flestir þeirra, sem eftir voru, voru í óðaönn að búa sig undir að fara í land. Við gáfum okkur á tal við mann einn, sem okkur virtist ekki Spánverjalegur að sjá, og kom það upp úr kafinú, að hann býr í París, en er rúss- neskur flóttamaður síðan í bylt- ingimni og hefur ekki séð heima land sitt síðan 1920. Hann heitir Anatole Lebedeff og var i Hvíta Hernum, undir forystu Vrang- els, til ársins 1920. — Við hörfuðum fyrir Rauða Hernum alla leið til Sevastopol og urðum að flýja land eftir æð- isgengna bardaga. Engrar misk- unnar var að vænta af hálfu rauðliðanna, sem drápu alla, sem þeir náðu í og var skiljanlega mikill hugur í mönum að kom- ast á brott. Fólkið hrúgaðist um borð í skipin og var það flutt til Istanbul i Tyrklandi, en samt náðu rauðliðarnir að myrða um 70 þús. roanns, bæði hermenn og óbreytta borgara. Engan far- angur var unnt að flytja með sér og til Tyrklands kom ég alls laus. Þaðan flæktist ég til Grikk- lands og árið 1923 komst ég svo til Frakklands, þegar íranska stjómin veitti allmörgum flótta- mönnum hæli. — Áttu ekkert af ættingjum í Frakklandi eða Rússlandi? — Enga sem ég veit um í Frakk landi og það er ekki auðvelt fyrir fyrrverandi hermann úr Hvíta Hernum að afla sér upp- lýsinga í Sovétríkjunum. Faðir minn féll í fyrri heimsstyrjöld- inni og móðir mín dó skömmu síðar. Það sem eftir var af fjöl- skyldunni sundraðist svo í bylt- ingunni og ég hef ekki haft fregnir af neinum, hvorki fyrr né síðar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. — Hvað hefurðu svo aðhafzt í Frakklandi? .— Ég var þar í eitt ár, en fór ’þá til Mið-Afríku og vann nokk- urn tíma í þjónustu fransks fyr- irtækis þar, nánar tiltekið í Kam erún, en fór svo á flæking. Ég var lengi í Suður-Ameriku og leitaði að demöntum í Brasilíu. Hugðist ég verða ríkur á skömm- um tíma, en það fór þó á annasn veg og til Frakklands kom ég 'blásnauður árið 1930. — Hvað gerðirðu í Frakk landi meðan á hernámi Þjóðverja stóð? — Þegar ég kom frá dem antleitinni, hóf ég kennslu £ rússnesku og stundaði hana á meðan á hernáminu stóð, en eftir stríðið fór ég dálítið að fást við leiklist, sem ég hef alltaf haft gam- an af. Sl. sex ár hef ég stundað leiklistina ein- göngu og hef fasta samn- inga við franska sjónvarpið sem aukaleikari. — Ertu þá franskur ríkis borgari’ — Nej, ég er það sem kalla inætti landleysingi. Það er miklum erfiðleik- um bundið að fá ríkistborg ararétt í Frakklandi, nema Carlos Landeta, 2. stýri- maður á Monte Umbe. Um borð í Monte Umbe Anatole Lebedeff: „Maður venst því að eiga ekkert föðurland“. Adios. Blaðamaðurinn var • genginn af stað og var kominn töluverð- an spöl, þegar hann sá, að ljós- myndarinn vax horfinn. Alltaf sömu vandræðin með þessa ljós myndara. Hann fannst loksins, þar sem hann starði dáleiddur á eina yndislega, litla senjórítu, spænska fram í fingurgóma, svarthnrða og brúneyga. Blaða- maðurinn gat þó loks hnippt í ljósmyndarann og sagt honum að taka myndir. Síðan settist blaðamaðurin við hlið senjórítunnar og sagði ljósmynd aranum að fara og skoða skip- ið. — Hvað heitið þér, náðuga fröken? Framihald á bls. 19. ^STAKSTEIMAR sitt hlutverk. að vera stór, sem jr í „Þjóðviljinn“ og nánustu vanda- •’i menn hans væru ekki reiðubúnir til að kingja, ef hann kæmi frá tRússlandi. Þeir munu þannig jhiklaust ganga á skóhiífum aS sumarlagi og strigaskóm á vet- urna, ef slíkt þjónar vilja leið- 1 togaranna í austri. — Og engin „birta“ er í þeirra augum skærari eða fegurri en sú, sem „ljómar“ frá sprunginni ijósaperu — ef hún er rússnesk! „Þjóðviljanum" verður því sjaldnast skotaskuld að taka upp hanzkann fyrir lærifeðurna. t gær hélt blaðið því enn uppi vörn fyrii austantjaldslöndin, vegna þeirrar réttmætu gagnrýni, sem fram hefur komið undan- farna daga, á gallaðar vörusend- ingar þaðan og ýmiskonar van- efndir aðrar. — „Þjóðviljinn- lætur sér hvergi bregða og segir m. a.: „Mistök í framleiðslu og gallar á einstökum vörusendingum koma fyrir í innflutningi frá öU- um löndum. án þess að blöð heilla stjórnmálaflokka geri það árum saman að áróðursefni gegn viðskiptum islendinga við hlut- aðeigandi lönd. Tryggja |iau sjálfstæði? Vöm sína kryddar svo „Þjóð- viljinn“ með staðhæfingum á borð við þá. að austurviðskiptin hafi hvorki meira né minna en tryggt efnahagslegt sjálfstæði ís- lands. Ekki er ófróðiegt í sam- handi við þá fullyrðingu að rifja upp ummæli kommúnistastú- dentanna sex um viðskipti Sovét ríkjanna við leppríki sitt Austur- Þýzkaland í leyniskýrslunni frægu til Einars Olgeirssonar. Þar sögðu þeir m. a.: „Utanríkisverzlun A-Þjóðverja er þeim líka óhagstæð. Til hinna Skapitalísku landa selja þeir vör- ur langt undir framleiðsluvcrði til að viima markaði. Við höfura ástæðu til að ætla, að viðskiptin við Sovétríkin séu engu hagstæð- ari, enda þótt ekki sé unnt að nefna neinar töln í því sambandi, þar sem þær eru ekki birtar“. Og enn segja stúdentarnir: „Ef við lítum á efnhagsstefn- una í heild, finnst okkur ekki sér lega erfitt að skilja þau rök, sem að henni liggja, þ. e. sigur Sovétríkjanna yfir þessu landi í styrjöldinni. Okkur finnst heldur ekki ýkja torskilið, að Sovétrík- in tryggi sér mjög hagstæð við- skipti við landið á þeim gmnd- velli. En okkur finnst erfiðara að skilja nauðsyn þess að kalla þessi viðskipti stórmannlega hjálp Sovétríkjitima við þýzka alþýðu- lýðveldið“. I Austur-Þýzkalandi heita við skiptabrellur Sovétrikjanna „stór mannleg hjálp“ — en á íslandi eru þær sagðar tryggja efnahags legt sjáifstæði tslands. Fáfræði „Tímans“ Forkólfum Framsóknarflokks- ins reyndist á sínum tíma of- vaxið að koma efnahagslífi lands- ins á réttan kjöl til frambúðar. Það sýndi hinn ömurlegi viðskiln aður vinstri stjórnarinnar, sem Hermann Jónasson var í forsæti fyrir. En ekki hefur skilningur Framsóknarleiðtoganna á efna- hagsmálum aukist, síðan þeir lentu í stjórnarandstöðu. Það sanna skrif ;,Tímans“ flesta daga. — í gær birtist í „Tímanum“ þetta athyglisverða sambland af fáfræði og afsökunum á fáfræði blaðsins: „Það er ekki nema von, að menn séu hættir að geta fylgzt með þessari hringavitieysu, sem köU- uð er „viðreisn“. Eftir þessa síð- ustu fræðslu um eðli „viðreisn- arinnar“ verður ekki annað skil- ið, en viðreisnin" fái því aðeins staðizt, að sem minnst veiðist, og sem mest verði um stöðvanir í framleiðsluimi — fyrst góðærið •r) er allt að drepa“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.