Morgunblaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.08.1962, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 15. ágúst 1962 MORCllTSBL AÐIÐ 13 Orðsending til veiðimálastjóra FYRIR nokkrum dögum birtist á fox-síðu Tímans viðtal við Veiði- málastjóra. Segir hann þar, að á föstudaginn 20. júlí, hafi hann ásamt eftirlitsmanni Veiðifélags Árnesinga farið í flugvél um yatnasvæði Hvítár og Þjósár. Var ferðin auðvitað farin í þeim tilgangi að sjá hvort veiðibænd- ur hefðu tekið upp net sín á til- settum tíma kl. 9 um kvöldið. Hér var ekki farin erindaleysa, því að í ljós kom að 8 lagnir voru niði'i í Ölfusá — Hvítá og 1 í Þjórsá. Síðan eru svo bænd- ur þeir, sem hér eiga hlut að máli lýstir visvitandi lögbrjótar og veiðiþjófar, og kærur á þessa menn verða svo innan skamms lagðar fram hjá sýslumanni Ár- nesinga. Vegna þess að ég mun vera einn þeirrit, sem á slíka kæru í vændum, vil ég taka fram eftir farandi: Það er í sjálfu sér eðli- legt að Veiðimálastjóri, geti ekki embættis síns vegna, látið það afskiptalaust að fihna net í vatni á ólöglegum tíma. Það er skylda hans að gera sitt til þess að lög- um sé hlítt En ég mótmæli þeim málflutningi að bændur séu opin berlega stimpTaðir sem niófar að órannsökuðu máli. - að minni hyggju hægt að færa full- gilda afsökun fyrir því, að net hafi ekki verið dregin upp úr ánni á alveg réttrí mínútu. Það má segja, að stund sú, sem Veiði- málastjóri valdi til eftirlitsins hafi að sumu leyti -verið kæn- lega valin en þó ekki hyggilega. Veiðimálastjóri veit víst ofur vel, að nú er sláttur og tíð hefur verið afar stirð, þurrkar nær engir fram að þessu. En það vildi nú svo til að einmitt þetta umrædda kvöld 20. júlí var bezti þurrkur sem komið hafði á sumr inu. Getur nú nokkur láð bænd- um það, í slíkri tíð þótt þeir meti hey. sitt meira, en að fara kannske langa leið til þess að draga netið sitt upp á réttri mín útu, þar sem lítið eða ekkert veið ist hvort sem er. Úr því að ég er hér farinn að skrifa um veiðimál, get ég ekki á mér setið að minnast á eitt í því sambandi, en það er veiði- þurrðin í Hvítá. Það er mjög alvarlegt mál Vil ég þá skýra frá reynslu xninni í því efni. Hún er auðvitað ekki algildur mæli- kvarði að fara eftir, en talar þó skýrt sínu rnáli. Þegar ég kom hingað að Hvítárholti fyrir rétt- um 20 árum var hér í ánni mikill stór-silungur, sjóbirtingur. Hann var ekki veiddur, þar eð það var ekki leyfilegt þá, en hann sást oft vaða í grunnum kvíslum í stórum torfum, tugum og jafnvel hundruðum saman. Nú er þessi fiskur gjörsamlega horfinn úr ánni, það er hending ef að hann slæðist í laxanet. Hvað veldur þeirri eyðingu? Einhver hefur ef til vill svar við því. Síðastliðin tvö sumur 1960 og 61 hefi ég haft lagnet hér í Hvítá. Fyrra sumar- ið veiddi ég 50 laxa og 4 silunga í eina lögn. Laxinn var fremur vænn 3% — 4 kg. að þyngd að meðaltali. Árið eftir veiddi ég þriðjungi minna í þessa sömu lögn, en kom mér þá upp ann- arri vestar og neðar, þar sem ég veiddi það, að veiðin í báðar varð jöfn og i eina árið áður að tölunni til en meðalþunginn hafði verulega minnkað. Og nú á þessu sumri hefi ég enn þessar sömu lagnir. En veiðin er svo lítil og laxinn svo smár (1%, 2 og 3 kg.) að alls ekki svarar kostnaði að eyða tíma í siíka vinnu. Hér hlýt- ur að vera meira en lítið að, eitt hvað stærra en það þótt einn og bóndi fari ekki á alveg réttri mínútu til að draga upp net sem hann veiðir ekkert L Það er ekkert launungarmál, að veiðilöggjöf sú, sem víð nú búum við, er þannig úr garði gerð, að hægt er að framkvæma skipulagða, lögverndaða eyðingar starfsemi á fiskstofninum í ánum, án þess að nokkuð verði við ráð- ið. Eru slík lög hæfandi í landi, sem heimila, að leggja megi þær gildrur fyrir fiskinn við ár- mynnið að hcnum sé engrar und ankomu auðið? Allir vita að þetta hefur átt sér stað og á sér enn stað við Ölfusárós. Hver er nú afstaða Veiðimálastjóra til þessarar lög- helguðu rányrkju sem þarna á sér stað? Vill hann stuðla að því, að hér fljóti allir vitandi vits að feigðarósi? Um það skal ekkert fullyrt hér, en hann ætti þó öðrum fremur að hafa aðstöðu til þess að fá því fram- gengt að Alþingi breytti veiði- löggjöfinni, áður en það er um seinan. Ég vil svo að lokum beina þeirri áskorun til allra aðila sem hér eiga hlut að máli — ekki sízt Veiðimálastjóra, stjórn Veiði félags Árnesinga og þingmanna kjördæmisins, að beita sér fyrir þeirri nauðsynlegu lagabreyt- ingu, sem hér hefur verið um rætt, þannig að komið verði í veg fyrir óumflýjanlega gereyð- ingu laxastofnsins í ánni. SigurSur Sigurmundsson, Hvítárholti Hrunamannahreppi. Afgreiðslustarf Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í síma 24968 milli kl. 1 og 5 og eftir kl. 8 í kvöld. Húseign á fö'grum stað Húseignin „Segulhæðir“ í Ártúnsbrekku við Raf- stöð er tii ísölu, ef viðunandi tilboð fæst. Húsið stendur á 0,4 ha. erfðafestulandi, sem er á óvenju fögrum stað, grónum trjágróðri. Upplýsingar veittar í símum 33723 og eitir kl. 18 i 36169. GEDIB BETRI KAUP Ef Dlll GETIfl 520 560 590 590 640 640 640 640 670 670 670 13/4 13/4 13/4 13/ 4 hvít 13/4 13/4 hvít 13/6 13/6 hvít 13/4 13/6 13/6 hvít Einkaumboð: 0 • 583,00 652,00 718,00 849,00 821,00 973,00 937,00 1135,00 844,00 966,00 1146,00 520 x 560 x 590 x 750 x 750 x 800 x 560 x 560 x 590 x 590 x 640 x 14/4 14/4 14/4 14/6 14/6 hvít 14/6 hvít 15/4 15/4 hvít 15/4 15/4 hvít 15/6 656,00 713,00 767,00 1048,00 1235,00 1372,00 746,00 884,00 803,00 950,00 1001.00 670 670 15/6 15/6 hvít kr. 710/x 15/6 15/6 hvít 15/6 15/6 16/4 16/4 16/6 600 x 16/6 gróf 670 x 16/6 710 760 820 x 525 x 550 x 600 x 1041,00 1231,00 1155,00 1364,00 1378,00 1576,00 722,00 850,00 1032,00 1078,00 1172,00 700 900 750 825 900 900 1000 1100 600 gróf kr. Brautarholti 20 — Sími 15159 Söluumboð í Reykjavík Umboðið KR KRIST ÁNSSON H.F. Suðurlandsbraut 2 — Sími 35300 16/6 16/8 20/10 special — 20/12 — — 20/14 — — 20/14 M. K. — 20/14 special — 20/16 — — 19/6 tractor — _______ Geymið auglýsinguna og gerið samanburð á verð- um. 1492,00 3191,00 3274,00 3797,00 4834,00 5071,00 5747,00 7279,00 1364,50 Söluumboð á Akureyri BÍIASALAN HF. Laufásgötu 5 l0* VREDESTEIN HOLLENZKU HJÓLBARÐARNIR FYRIRLÍGGJANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.