Morgunblaðið - 15.08.1962, Síða 6
6
MORGVNRLAÐ1Ð
Miðvikudagur 15. ágúst 1962
Ýmsar framkvæmd-
ir á Siglufiröi
Flóðcgarður endurbyggður og
fjallskurður grafinn
SIGLUFIRÐI, 14. ágúst. Ýmsar
íramkvæmdir standa nú fyrir
dyrum Hjá Siglufjarðarkaupstað.
Hingað kemur á morgun sand-
dæla, sem Flugmálastjórnin á, og
dregur Drangur hana frá Akur-
<eyri. Verkefni sanddælunnar á að
,vera að dýpka við járnþilið í höfn
inni og dæla uppmokstrinum sem
fyllingu í innri höfnina.
í þessum mánuðj er fyrirhugað
að byggja uþp flóðvarnargarð
norðan Eyiarinnar. Er garðurinn
mjög illa farinn og brýn nauð-
syn að endurbyggja hann. Ef
þessi garður væri ekki væri flóða
hætta mikil hér í stórstreymi og
norðanátt
Landssjmi fslands er að byggja
radíóstöð í Hvanneyrarskál og er
hún ætluð til þess að bæta síma
samband Siglfirðinga við um-
heiminn, sem ekki var vanþörf
á. í því jambandi hefur verið
lagður jeppafær vegur upp í
Hvanneyrarskál. Verður þessi
vegur notaður til þess að koma
vélgröfu upp í hlíðina til þess
að grafa þar fjallskurð fyrir ofan
bæinn. Á skurðurinn að koma í
veg fyrir vatns- og aurrennsli úr
fjallinu i íbúðarhverfin efst í
bænum; — Stefán.
Sextugur:
Einar Olgeirsson
EINAR OLGEIRSSON alþingis-
anaður átti í gær sextugsafmæli.
Hann er fæddur á Akureyri 14.
tágúst árið 1902, sonur Olgeirs
Júlíussonar bakara og konu hans
Sólveigar Gísladóttur. Hann
lauk gagnfræðaprófi á Akureyri
1917 og Stúdentsprófi frá Menn/ta
skólanum í Reykjavlk árið 1921.
Síðan stundaði hann um skeið
tungumála- og bókmenntanám í
Ðerlín.
Hann var kennari við fram
haldsdeild Gagnfræðaskólans á
Aikureyri árin 1924 til 1928. For-
stjóri Síldareinkasölu íslands var
hann árin 1928 til 1931. Forstjóri
íslenzik-rússneska verzlunarfé-
lagsins var hann árin 1931 til
1935.
' Árin 1935 til 1936 var hann rit
stjóri Verkalýðsblaðsins, sem var
aðalmálgagn Kommúnistaflokiks
ins. Árin 1936 til 1941 var hann
ritstjóri Þjóðviljans.
Einar Olgeirsson hefur átt sæti
í ýmsum stjórnum og milliiþinga
nefndum fyrir flokk sinn. Hann
átti um skeið sæti í Útvarps-
ráði. Einnig átti hann sæti í
Nýbyggingarráði á árunum 1944
til 1947.
Einar Olgeirsson var kosinn á
r
Arekstur
ÁREKSTUR varð á mánudags-
ikvöld um kl. hálfsjö á veginum
nálægt Þórisstöðum í Hvalfjarð-
arstrandarhreppi. Lentu í hon-
um jeppabíll frá Snæfellsnesi og
varnarliðsbifreið. Skemmdist sú
síðarnefnda töluvert, og Englend
ingur, sem var í jeppanum,
skarst á enni, þó ekki alvarlega.
þing fyrir Reyfkjavík árið 1937
og hefur átt þar sæti síðan. For-
seti Neðri deildar Aliþjngis var
hann árin 1956 til 1959. Síðast-
liðin 30 ár hefur hann ver-ið á-
hrifamesti leiðtogi íslenzkra
kommúnista, m.a. gegnt for-
mennsku í Sameiningarflokki al-
þýðu Sósialistaflokknum, fró
því, að hann var stofnaður.
Milli Einars Olgeirssonar og
Morgunblaðsins hefur jafnan
ríkt djúptækur skoðanamismun-
ur. En það mun jafnt skoðun
andstæðinga hans sem fylgis-
manna, að hann sé mikillhæfur
baráttumaður og boðandi þeirr-
ar stefnu, sem hann hefur gert
að lífsstarfi sínu að berjast fyrir.
Góðir gestir frá Finnlandi:
Karlakór í heimsókn
„Muntra Musikanter”
í LOK þessa mánaðar er vænt-
anlegur hingað til lands karla-
kórinn „Muntra musikanter“ frá
Helsingfors, einn allra fremsti
og víðfrægasti kór á Norðurlönd-
um, Munu margir fagna því að
fá nú loks færi á að heyra hér
þennan nafnkunna hóp „glaðra
söngvasveina", sem í meira en
80 ár hefir varpað sérstökum
frægðarljóma á finnskt tónlistar-
líf og borið hróður finnskrar
sönglistar víða um lönd.
Kórinn fór fyrstu söngför sína
til útlanda árið 1882, fyrstur
finnskra kóra. Síðan hefir hann
farið fleiri slikar ferðir en nokk-
ur annar finnskur kór, einkum
um Norðurlönd. Má furðulegt
telja, að hann skuli ekki fyrr
hgfa lagt leið sína hingað til
lands, en sú hugmynd skaut fyrst
rótum, þegar karlakórinn „Fóst-
bræður“ kom til Finnlands í
söngför sinni á sl. hausti.
Stjórnandi „Muntra Musikant-
er“ er tónskáldið Erik Bergmann,
og hefir hann stýrt kórnum síð-
an 1951. Hann er meðal frægustu
núlifandi tónskálda Finna, mjög
vel menntaður tónlistarmaður og
aðhyllist í verkum sínum ný-
tízkulegan stíl, en þó áheyrileg-
an og persónulegan í senn. Hafa
verk hans hlotið óskorað lof
hinna ströngustu gagnrýnenda,
og margvíslega viðurkenningu
hefir hann hlotið fyrir þau
heima og erlendis.
' Söngskrá „Muntra Musikanter"
í íslandsferðinni ber því vitni,
að um hana hefir fjallað mennt-
aður og smekkvís tónlistarmaður,
og er hún næsta ólík þvi, sem
algengast er um verkefnaval
karlakóra. Hún hefst á nokkrum
lögum eftir 17. aldar tónskáld og
endar á lögum eftir söngstjór-
ann, sem mjög gaman verður að
fá að heyra. önnur verkefni eru
m. a. eftir Schumann, Straw-
insky, Sibelius Og Palmgren. —
Eitt íslenzkt lag er á efnis-
skránni, „Gimbillinn mælti“,
þjóðlag í útsetningu Ragnars
Björnssonar.
Söngmenn 1 „Muntra Musik-
anter“ eru háskólamenn ein-
göngu, sem flestir hafa áður
fengið kórþjálfun í finnska
háskólakórnum, „Akademiska
Sángföreningen“, sem að því
leyti má telja einskonar „for-
skóla“ þessa kórs. Söngmennirn-
ir, sem hingað koma, eru 67 að
tölu, og eru í þeim hópi ýmsir
atkvæðamenn í menningar-,
stjórnmála- og atvinnulífi Finn-
lands.
Einsöngvari með kórnum er
tenórinn Kurt Klockars, sem um
árabil hefir verið einsöngvari
með „Muntra Musikanter" og
finnska útvarpskórnum.
„Muntra Musikanter" koma
hingað á vegum karlakórsins
„Fóstbræðra". Þeir dveljast hér
á landi aðeins fáa dága, og verð-
ur því ekki unnt að endurtaka
samsöng kórsins, sem haldinn
verður í samkomuhúsi Háskól-
an þriðjudaginn 28. ágúst. Að
loknum þeim samsöng fer kór-
inn til Akureyrar í boði bæjar-
stjórnarinnar þar, í tilefni af
aldarafmæli bæjarins. Á Akur-
eyri syngur kórinn fimmtudag-
inn 30. ágúst.
Leiðrétting
SÚ VILLA varð í frásögn af sjó-
stangaveiðimóti í Keflavík í blað
inu í gær að nafn Birgis J. Jó-
hannssonar misritaðist og leið-
réttist það hér með.
★ Jahve hyggt út
„Það höfum við nú fengið að
vita, að hafizt skuli handa um
nýja þýðingu Gamla testamet-
isins. Nýtt skip á að smíða, og
smíðin er hafin á neglunni; því
það fylgir fregninni, að Jahve
skyldi ekki hafa þarna húsa-
skjól lengur.
Hann kom inn í íslenzku
þýðinguna sem gerð var úr
frummálinu, hebresku. Og þeg
ar presti einum þótti óviðfelld
ið að heyra Aron segja: Jahve
blessi þig (4. Mós. 6), spurði
Þórhallur biskup: „Var eigi rétt
og skylt, að blessunarformáli
Gyðinga sæist í biblíunni með
því guðsheiti, er honum ber?“
Jæja, fari hann í friði; ekkert
tjón hefir hann unnið landslýðn
um, svo vitað sé.
Jahve er bara í Gamla tesia-
mentinu. En hvernig fer nú um
Nýja testamentið? Jahve er
hebreska, Kristur er gríska. Er
hún þolanlegri? Og hvað eigum
við nú að gera við halelúja?
En ekki meigum við brosa
að þessum málum.
„Gráskeggur“
Eldur af himni
Maður einn leit inn til Vel-
vakanda í gær og sagði sínar
farir ekki sléttar:
Hann var á gangi fyrir fram-
an eina helztu skrifstofubygg-
ingu hér í 'bænum þá um morg-
uninn. Veit hann þá ekki fyrri
til en eitthvað létt fýkur um
axlir hans og lendir á götunni
íyrir framan fætur honum.
Þetta vsir þá logandi sígarettu-
stubbur, sem skildi eftir ösku
á fötum hans, og einhver hafði
kastað út um glugga fyrir ofan
hann. Sagði maðurinn, að hann
hefði eins getað lent í hári eða
höfuðbúnaði einihvers og vald-
ið þar með tjóni á klæðnaði og
mönnum. Verra hefði þó verið,
ef bíll hefði verið nærstaddur,
sem smábenzínlögg hefði lekið
ór. Þá hefði e.t.v. getað orðið
sprenging á almannafæri.
Tillitsleysi í um-
gengnisvenjum
Þetta þykir ýmsum nú kannske
lítilfjörlegt atvik, en þó sýniir
það, hve íslendingar eru ótrú-
lega kærulausir stundum í um-
gengni. Skrifstofumaðurinn,
sem sat við gluggann uppi á
efri hæðum, hefur sennilega
ekki nennt að teygja sig eftir
ösku'bakka og ekki látið sig
muna um að fleygja logandi
sígarettunni út á götuna, án
þess að hugsa til þess, að það
gæti ihaft hættulegar afleiðing-
ar. Sama kæruleysið birtist f
þvi, hve fólk er ófeimið við að
kasta alls konar hlutum út um
bílglugga, án þess að hugsa
nokkuð um þann, sem á eftir
kemur. Sums staðar erlendia
liggja háar sektir við því að
fleygja hlutum út á vegi, hvort
sem það eru nú naglar eða ís-
form, og jafnvel er hægt að
sekta þá, sem sjá þvílíkar að-
farir en láta undir höfnð loggj-
ast að kæra þær.