Morgunblaðið - 15.08.1962, Síða 8
8
r
MORGVNBLAÐ1L
Miðvikudagur 15. ágúst 1962
Vökumenn með innra liós
Á FYRSTU dögum júlímánaðar
nú í sumar fluttu búferlum frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur Jón
Þ. Björnsson, fyrrv. skólastjóri
og frú Rósa Stefánsdóttir, hús-
mæðraikennari, kona hans. Höfðu
Sauðáxikróksbúar og fleiri Skag-
firðingar áður haldið þeim hjón-
um veglegt kveðjusamsæti á
Sauðárkróki, til þess að votta
þeim virðingu og þakklæti fyrir
vel unnin störf í þágu skagfirzkr
ar menningar.
Jón Þ. Björnsson ólst upp í
grennd við hin fagra fjali Tinda-
stól í Skagafirði. Virðist hann á
margan hátt hafa erft hið and-
lega svipmót frá ættföður sínum,
skáldinu frá Heiði, er orti Vara-
. bálk.
Ungur stundaði Jón nóxn í
Möðruvallaskóla. Sneri sér síðan
að barnakennslu í heimalhögum.
Brátt lágu leiðir þessa unga og
giæsilega æskumanns til Dan-
mierkur í leit að fjölþættri og
hagnýtri kennaramenntun. Það
rættist á hinum unga og gáfaða
kennara, að „að röm er sú taug
er rekka dregur föðurtúna til.“
Hann gat valið á milli vel-
launaðra skólastjórastarfa bæði
hérlendis og í Danmörku, en
Skagafjörður dró hann til sín
aftur. Á Sauðárkróki við rætur
Tindastóls beið hans langt og
giftudrjúgt lífsstarf sem barna
kennara, skólastjóra, sóknar-
nefndarformanns, meðhjálpara
Sauðái’krókskirkju og sívakahdi
æskulýðsleiðtaga. Eiga bindindis
félögin á Sauðárikróki Jóni mikið
að þakka, þar var hann sem ann-
ars staðar hinn ötuli, óeigingjarni
starfsmaður, enda þótt ekki sé
alltaf létt starf að vera „hróp-
andi í' eyðimörkinni."
Vegna hinnar mi/klu starfs-
orku Jóns Þ. Björnssonar, skóla-
stjóra, og þess að hann var jafn
an boðinn og búinn til þess að
rétta hverju góðu málefni hjálp-
arhönd hlóðust á hann fjöldi op-
inberra starfa, m.a. oddvitastörf
Sauðárkróks um langt skeið, ein
mitt á þeim árum þegar fátækt-
in var fylgikona margra alþýðu-
manna.
Þótti Jón leysa hin vandasömu
oddvitastörf af hendi með ein-
beittni og skilningi hins hjarta-
hlýja manns. Kennarahæfileikar
Jóns skólastjóra telja kunnugir
og allir dómbærir nemendur
hans góða og óvenjulega fjöl-
þætta. Hefi ég sérstaklega heyrt
getið með mikiili aðdáun kennslu
hans í dráttlist og leikfimi og
kristnum fræðum. Jón Þ. Björns-
son er sá gæfumaður að hafa
öðlast hið þýðingarmikla innra
ljós hinnar glöðu og þróttmiklu
Guðstrúar, — þess vegna hefur
hann jafnan getað gefið öðrum
á því sviði .
Jón Þ. Björnsson er tvikvænt-
ur. Fyrri konu sína, frú Geir-
laugu Jóhannesdlóttur, hina á-
gætustu mannkostakonu, missti
hann frá stórum hópi af mann-
vænlegum börnum, sem enn voru
nokkur á æskuskeiði. Var þá
þungur harrnur kveðinn að nán-
ustu ættmennum hinnar gáfuðu
og glæsilegu konu. Varð því Jón
um tíma að taka að sér hið
vandasama hlutverk að vera
börnum sínum bæði faðir og
móðir. En eftir nókkurt árabil
kynntist Jón annarri góðri og
gáfaðri konu og gekk að eiga
hana. Þessi kona var Rósa Stef-
ánsdóttir, húsmæðrakennari. Hef
ur hún verið samhent manni sín-
um í veitulli gestrisni og verið
honum traustur og umhyggju-
samur lífsförunautur, og leyst
hið vandasama hlutverk stjúp-
móðurinnar af hendi með fórn-
fýsi og kærleiksríkum skilningi.
Má því með sanni segja að Jón
Þ. Björnsson hefur verið gæfu-
maður.
örlögin hafa hagað því svo til,
að gera mér þann greiða að fá
að kynnast frú Rósu Stefánsdótt-
ur og marga ánægjulega stund
hef ég átt í grennd við þá konu,
bæði á heimili þeirra hjóna á
Sauðárkróki og á Löngumýri.
Þótt stundum hafi mangþættar
annir umkringt okkur. Mörg góð
ráð hefi ég þegið af henni og
marga skemmtilega vísuna hef-
ur hún kennt mér.
Frú Rósa er margra manna
maki í vinnuafköstum og hag-
sýni hennar er viðbrugðið. Enda
hafa henni verið falin á hendur
mörg trúnaðarstörf við vikjandi
veizluhöldum og forstöðu stórra
mötuneyta, bæði hér í Skaga-
firði og annars staðar.
En þrátt fyrir það þótt mörg-
um séu kunnir góðir kennslu-
hæfileikar frú Rósu og framúr-
skarandi dugnaður hennar og
hagsýni í störfum, þá hygg ég
sámt að gáfur og djúphyggja
þessarar yfiriætislausu konu hafi
ekki öllu verið augljós samferða-
fólki hennar né hversu hún á
yfir skemmtilegri kímnigáfu að
ráða.
Jón Þ. Björnsson, maður þess-
arar ágætu vinkonu minnar,
verður áttræður í dag 15. ágúst.
'Áttræður \ dag:
Jón Þ. Björnsson
JÓN Þ. BJÖRNSSON, fyrrver-
andi skólastjóri á Sauðárkróki,
er áttræður í dag. Fátt er mér,
gömlum nemanda Jóns, ljúfara
eo að minnast hans nú með
nokkrum fátæklegum orðum,
þótt ég viti vel, að svo hug-
stæðum og atorkusömum manni
hæfir lengri og verðugri afmæl-
isgrein að þessu sinni. Að vísu
er það svo, að störf og áhrif
mikilhæfra kennara og uppal-
enda er örðugt að vega og meta
ttl fulls, því hið góða, sem af
þeim hefur leitt, verður aðeins
að litlu leyti höndum þreifað,
— það er ósýnilegt.
Jón er fæddur að Háagerði í
Húnavatnssýslu. Foreldrar hans
voru Björn Jónsson, síðar bóndi
og hreppstjóri á Veðramóti x
Gönguskörðum, og kona hans
Þorbjörg Stefánsdóttir frá Heiði.
Frá þeim hjónum er komin
mikil ætt og merk.
Jón ólst upp í föðurgarði, í
stórum systkinahópi, en var síð-
an settur til mennta og tók
próf úr Möðruvallaskóla árið
1899. Hann hóf kennslu í Sauð-
árhreppi sama ár og gegndi
henni til ársins 1905, að hann
sigldi til framhaldsnáms í kenn-
araskólanum í Jonstrup á Sjá-
landi og lauk þaðan prófi árið
1908. Jón gerðist skólastjóri
barnaskólans á Sauðárkróki
þegar eftir heimkomur.d (1908)
og hafði hana með höndum óslit-
ið til ársins 1952. Einnig var
Enn er hann léttur í sp>ori og
liðlegur í hreyfingum, sem göml
um íþróttakennara sæmir,
skemmtilegur í viðræðum og veit
ull fræðandi,.
Margur með fornmanna inn-
ræti mundi hyggja að hollvætt-
ir Tindastóls og annarra skag-
firskra fjalla muni senda þess-
um heiðurshjónum hlýjar vinar-
kveðjur, þakklæti og heillaóskir
í dag. Vil ég gjöra slíkt hið sama.
Löngumýri,
Skagafirði, 9. ágúst 1962.
Ingibjörg Jóhannsdóttir.
★
FEGURDARSAMKEPPNIN á
Langasandi hófst á fimmtu-
daginn var og lýkur nú um
helgina. íslenzki fulltrúinn,
María Guðmundsdóttir, flaug'
til-New York með Loftleiða-
vél sl. mánudagskvöld. í New
York var tekið vel á móti
henni og hún Ijösmynduð frá
öllum hliðum, en á leiðarenda
komst hún ekki fyrr en á
miðvikudagsmorgun.
Engar fréttir hafa borizt af
Maríu enn sem komið er, enda
stendur hin stranga keppni
sem hæst, og lítill tími gefst
til bréfaskrifta. Fegurðar-
drottningarnar eru önnum
kafnar frá morgni til kvölds,
þeim er boðið 1 ótal veizlur,
þær koma fram1 í sjónvarpi
o.s.frv. Eitt kvöldið heimsóttu
þær ýmsa íbúa í Kaliforníu,
Langasandskeppnin
stendur sem hæst
annað skiptið kynntust þær
ævintýraheimi Disney-lands-
ins og þannig mætti lengi
telja.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá hér í blaðinu hefur
María orðið landi sínu og
þjóð til sóma þann stutta
tíma sem hún dvaldizt í Par-
ísarborg í vetur og náði þar
miklum vinsældum sem sýn-
ingarstúlka og ljósmynda-
fyrirsæta. Myndir af henni
hafa þegar birzt á forsíðu
sjö þekktra, franskra blaða,
þeirra á meðal stórblaðanna
Paris Match, Elle, Jardin de
Mode o. fl.; einnig mun
stærsta tízkulblað Þýzkalands,
„Elegante Welt“, birta bráð-
lega forsíðumynd af Maríu.
Rétt áður en María hélt til
Langasands tók hún þátt í
keppni í París, sem efnt var
til í sambandi við haust-
tízkusýningarnar. Þar var
María kosin þriðja bezta sýn-
ingarstúlka Parísarborgar og
ein af tíu beztu í heimi.
Framtíðaráætlanir Maríu
næsta árið eru í stórum drátt-
um á þessa leið: Að aflokinni
keppni heldur hún aftur til
Parísar, búizt er við henni
hingað til lands um jóla-leyt-
ið, en héðan heldur hún til
New York, og hefur frá ára-
mótum ráðið sig sem ljós-
myndafyrirsæta hjá Irene
Ford í New York, sem er eitt
stærsta fyrirtæki sinnar teg-
undar þar í borg.
Víst er að margir bíða með
óþreyju eftir úrslitunum í
Langasandskeppninni nú um
helgina, og ef þau falla eins
og flestir vona er ómögulegt
að segja nema framtíðaráætl-
anir Maríu kunni að breytast.
Að því er Morgunblaðið hefur
frétt, gerir María sjálf sér
litlar sigurvonir í keppni
þeirri sem nú stendur yfir
— enda hlédræg að eðlisfari,
að því er kunnugir telja — og
var jafnvel dálítið kvíðin.
Meðfylgjandi mynd var tek-
in af Maríu, þegar hún heils-
aði upp á fulltrúa Brazilíu,
Julieta Strausz, á Langasandi.
hann skólastjóri unglingaskóla
þar frá 1908—46.
Jón var frumkvöðull í ýms-
um félagsmálum á Sauðárkróki,
stjórnaði bindindisfélögum á
staðnum og rauðakrossstarfsemi
og er nú bæði heiðursfélagi
Stórstúku íslands og Rauða
Kross íslands.
Árið 1912 kvæntist Jón fyrri
konu sinni, Geirlaugu Jóhannes-
dóttur, af eyfirzkum ættum, og
eignaðist með henni tíu börn,
sem öll eru á lífi. Meðal þeirra
má nefna Stefán, arkitekt, Björn,
lækni í Kanada og Jóhannes
Geir, listmálara. Geirlaugu
konu sína missti Jón árið 1932.
Hann kvæntist að nýju 1940,
Rósu Stefánsdóttur frá Króks-
stöðum í öngulstaðahreppi,
hinni ágætustu konu, og eru þau
hjón nýlega flutt frá Sauðár-
króki og búa nú á Reynimel 52
hér í bænum.
Jón Þ. Björnsson má óhikað
telja til merkustu skólamanna
landsins á þessari öld. Stuðlar
margt að því. Hann er ágætum
og fjölþættum gáfum gæddur,
búinn drenglund, skapfestu og
einurð og hlaut á uppvaxtarár-
um menntun, sem skaraði fram
úr því, sem þá var títt um verð-
andi kennara. Hann fékk í veg-
arnesti bjartsýna trú á landið
og þjóðina og sannan metnað að
vinna hvorutveggja allt það
gagn, sem hann framast kunni.
Þegar hann snýr heim í ætt-
byggðir sínar að loknu námi
beið hans mikið verksvið og
hann tók fljótt til óspilltra mál-
anna, hóf kennslu sína og önn-
ur skóla- og félagsstörf, sem
alla tíð hafa notið góðs af þeirrl
heppilegu menntun, sem hann
varð aðnjótandi. Hann kostaði
jafnan kapps um að siðmennta
nemendur sína, ekki síður en
bókfræða þá, og var þar sjálfur
hin lifandi fyrirmynd, því reglu-
samari, snyrtilegri og dagfars-
agaðri maður er ekki auðfund-
inn. Hann lagði sig og fram um
að hafa sem nánast samneyti
við nemendur utan skólatím-
ans, með því að taka sjálfur
virkan þátt í félagslífi þeirra og
skemmtunum. Hann var óþreyt-
andi að brýna fyrir þeim vönd-
un móðurmálsins og vakti, eftir
því sem honum var unnt, yfir
heill þeirra og farsælum fram-
gangi í hvívetna. Skólastörfin
voru Jóni hugsjónamál, urðu
Framh. i bls. 16. •