Morgunblaðið - 15.08.1962, Qupperneq 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagiir 15. ágúst 1962
i
L
tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
■ Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónssor
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FRÁ FÁTÆKT
TIL BJARGÁLNA
íslendingar nota nú sumarið
í ríkari mæli en nokkru
sinni fyrr tii þess að ferðast
um land sitt. Nýir vegir og
flugvellir í öllum landsihlut-
um bæta í senn aðstöðuna tii
ferðalaga, gefa þjóðinni tæki
færi til þess að kynnast landi
sínu og verða jafnframt fram
leiðslunni til lands og sjávar
til ómetanlegs hagræðis.
Hin stórauknu ferðalög
veita íslendingum mjög
bætt útsýni um hag lands og
þjóðar. Byggðarlögin eru
ekki lengur einangruð og
innilokuð eins og áður var
meðan um sjósamgöngur ein
ar var að ræða. Af því leiðir
miklu - nánari gagnkvæm
kyxmi og þekking á högum
fólksins í hinum ýmsu lands-
Mutum. Og það sem fyrir
augun ber nú á þessu sumri,
þegar íslendingar ferðast um
land sitt, er stórfelld upp-
bygging og framför, hvar
sem komið er í sveit eða við
sjó. Alls staðar standa yfir
fjölþættar framkvæmdir,
sumpart á sviði atvinnumála
og opinberrar mannvirkja-
gerðar, sumpart á sviði í-
búðabygginga á vegum ein-
stafclinganna. í svo að segja
hverju sjávarþorpi og kaup-
stað um land allt eru tugir
eða hundruð íbúðarhúsa í
byggingu.
Þetta er fyrst og fremst á-
vöxtur og tákn almennrar
velmegunar, sem ríkir í land-
inu, vegna viðreisnarstefnu
núverandi ríkisstjómar. Ef
ekki hefði tekizt að koma í
veg fyrir það hnm efna-
hagslífsins, sem við blasti,
þegar vinstri stjórnin gafst
upp fyrir tæpum fjórum ár-
um, þá ríkti í dag kyrrstaða
og hrörnun á Islandi. Við-
reisnarstjórnin kom í vegfyr
ir að svo yrði. Hún lagði
grundvöll að þeirri þróun og
framför, sem nú blasir hvar-
vetna við augum um allt ís-
land í sveit og við sjó.
Það er Sjálfstæðismönnum
mikið gleðiefni, að þeir hafa
tvo síðustu áratugina haft
forystu í hinu mikla upp-
byggingarstarfi, sem mótað
hefur þjóðlífið á þessu tíma-
bili. Fimmti og sjötti ára-
tugur 20. aldarinnar hafa ver
ið mesta framfaraskeiðið í
sögu þjóðarinnar. Nær allan
þann tíma hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn haft pólitíska for-
ystu í landinu.
Á fjórða áratugnum var
Framsóknarflokkurinn nær
óslitið við stýrið. Það tíma-
bil einkenndist af atvinnu-
leysi, fátækt og um skeið
hreinum bágindum alls al-
mennings. í lok þessa áratugs
gafst Framsóknarflokkurinn
UPP og leitaði á náðir Sjálf-
stæðismanna. Þá, eins og
þegar vinstri stjómin gafst
upp haustið 1958, blasti við
hrun og alger upplausn.
Þannig leikur forysta Fram
sóknarflokksins íslenzku þjóð
ina. —
Þegar. Sjálfstæðisflokkur-
inn var stofnaður fyrir rúm-
um 30 árum var það megin-
takmark hans að leiða íslend
inga frá fátækt til bjargálna,
og tryggja íslandi fullkomið
sjálfstæði. Þessu takmarki
hefur verið náð. En Sjálf-
stæðisflokkurinn mun halda
áfram að berjast fyrir al-
hliða uppbyggingu í landinu.
Hann hefur markað stefnu
sína á 7. áratugnum og mun
berjast fyrir henni af raun-
sæi og þjóðhollustu. Allt
bendir til þess að sívaxandi
hluti íslendinga vilji styðja
þá baráttu.
ÚR ÞRÆLA-
KISTUNNI
k rið áður en kommúnistar
byggðu Berlínarmúrinn
flúðu 250 þúsund manns frá
Austur-Þýzkalandi til Vest-
ur-Þýzkalands. Flest þetta
fólk slapp úr þrælakistunni í
gegnum Berlín.
Þrátt fyrir það að komm-
únistar hafa reynt að loka
þrælakistu sinni með hinum
fræga múr hefur 11 þúsund
manns tekizt að flýja úr
henni, síðan veggurinn var
reistur. Allt þetta fólk hefur
orðið að hætta lífi sínu. Það
hefur flúið með gapandi
byssukjafta að baki sér.
Hvers vegna er þetta fólk
að flýja heimili og heima-
byggðir?
Það er að flýja kúgunina,
atvinnuleysi, matvælaskort
og vaxandi upplausn og öng-
þveiti undir kommúnískri
stjóm.
Á þessu hafa íslendingar
fengið einkar góða lýsingu í
leyniskýrslum íslenzkra ung-
kommúnista, sem dvalizt hafa
við nám í Austur-Þýzka-
landi. Þeir hafa staðfest allt
það versta, sem sagt hefur
verið um ástandið austur þar.
Þetta vita leiðtogar komm-
únistaflokksins á íslandi. En
þeir halda samt áfram að
Jakubovskij hershöfðingi helisar Freemann hershöföingja í Heidelberg.
Kurteisisheimsókn
eingöngu?
SVO sem skýrt hefur verið frá
í fréttum, kom Ivan Jakubov-
skij, hershöfðingi og yfirmað-
ur Rússa í A-Þýzkalandi í
nokkurra daga heimsókn í sl.
viku til Paul E. Freeman,
hershöfðingja og yfirmanns
bandariska herliðsins, en haun
hefur bækistöð í Heidelberg.
Af opinberri hálfu var því
lýst yfir. að eingöngu væri
um kurteisisheimsókn að
ræða, Jakubovskij væri að-
eins að endurgjalda heimsókn
Freemans frá júní sl., en þá
fór hann yfir til Austur-Þýzka
lands.
Segja talsmenn hersins, að
hershöfðingjarnir hafi hvorki
rætt Berlínarmálið né mögu-
lega friðarsamninga Rússa og
Austur-Þjóðverja. Hinsvegar
hafa margir freistast til þess
að álykta, að eitthvað annað
og meira búi undir heimsókn
rússneska hershöfðingjans en
kurteisin ein, því að hann hef
ur ekki komið í slíka heim-
sókn í fjögur ár.
0 „Má ekki dragast lengur“
Vestur-þýzka blaðið Frank-
furter Rundschau segir t. d.
að Jakubovskij hafi eflaust
fullan hug á því að halda sam
bandi við aðalstöðvar banda-
ríska hersins, því að þau
tengal kunni að verða hin einu
milli Bandaríkjamanna og
Rússa, láti Sovétstjórin verða
af hótun sinni um að undirrita
sérstaka friðarsamninga við
austuv-þýzku stjórnina.
í afmælisgrein, sem Willy
Stoph, fyrsti aðstoðarforsætis
ráðherra Austur-Þýzkalands
skrifaði fyrir skömmu í rúss-
neska blaðið Izvestija — en
greinin var birt í tilefni þess,
að ár er liðið frá því byrjað
var að reisa múrinn 1 Berlfn
---- krefst Stoph þess að frið
arsamningur verði gerður við
Austur- Þýzkaland og Vestur-
Berlín gerð að sérstöku frí-
ríki. ADN-fréttastofan austur-
þýzka hermir, að Stoph sé nú
á ferðalagi um Rússland,
áisamt kommúnistaleiðtogan-
um Walter Ulbricht. í grein-
inni í Izvestija tekur Stoph
þannig til orða að „ekki megi
lengur dragast1*, að friðar-
samningur sé undirritaður
milli Austur-Þýzkalands og
Rússlands Er orðaval Stops
í þessu smbandi ákveðnara en
orðaval sovézkra stjórnmála-
manna eða blaða hafa til þess
verið. Hafa Sovétblöðin venju
legast sagt, að ekki sé unnt
að „draga til eilífðar" að und-
irrita friðarsamninga við
Aiustur-Þýzkaland. Þykir
Izvestija taka undir stefnu
Ulbrichts. með því að leyfa
birtingu greinar Stoph með
þessum hætti — og er hún tal
in merki þess, að Rússar séu
nú óðum að undirbúa jarðveg-
inn, áður en þeir taki til hönd
um í Berlínarmálinu — og það-
kunni að vera skammt undan.
vegsama og lofa stjóm fcomm
únista í Austur-Þýzkalandi.
Þeir halda einnig áfram bar-
áttunni fyrir því að skapa
sama ástand hér á landi. Það
er þeirra stóri glæpur.
KJÖRDÆMIS-
RÁÐIN
C j álfstæðisflokkurinn
^ r»ii viS að
hefur
nú lokið við
upp hið nýja skipulag sitt í
öllum hinum nýju kjördæm-
um landsins. Stofnuð hafa
verið sjö kjördæmisráð, eitt í
hverju kjördæmi, en þau em
byggð upp af flokksfélögum
og fulltrúaráðum, sem ná til
svo að segja allra byggðar-
laga landsins. Síðasta kjör-
dæmisráðið var stofnað á
ísafirði fyrir Vestfjarðakjör-
dæmi sl. sunnudag.
Uppbygging hins nýja
flokksskipulags hefur kostað
míkla vinnu f jölda manns um
land allt. En forystan um
hana hefur hvílt á starfs-
mönnum miðstjómar flokks-
ins, framkvæmdastjóra og
fulltrúa hans, sem unnið
hafa mikið og gott starf. —
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, Bjami Benediktsson, hef
ur mætt á stofnfundum allra
kjördæmisráðanna nema ein-
um og flutt þar yfirgripsmikl
ar ræður um stjómmálavið-
horfið.
Þessi nýju samtök Sjálf-
stæðismanna em byggð upp
á traustum lýðræðisgmnd-
velli. Þau tryggja náin tengsl
milli fólfcsins og samtaka
þeirra og forystu. Þau munu
gera Sj álfstæðisflokkinn að
öflugra tæki en nokkm sinni
fyrr í baráttunni fyrir lýð-
ræðisskipulagi í landinu, á-
framhaldandi þróun og fram-
förum.