Morgunblaðið - 15.08.1962, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.08.1962, Qupperneq 16
16 MORGUFBLAÐ1Ð Miðvik:idagur 15. ágúst 1962 HOWARD SPRING 14 RAKEL ROSING I>á er lítill krókur að fara til Blackipool. Lesið jþér nokkurn- tíma nútíma skáldsögur? Nei. Það var skynsamlegt. Þetta kann ég að meta. ... Haldið yður fast sem snöggvast, ég ætla að hræða þennan Bentley. Maurice Bannermann munar víst ekki mikið um þó að ég skemmi einn eða tvo Rolls, .... Hananú! Þetta munaði ekki nema einum! Rétt aðeins málningin gæti- ég trúað .... Jæja, ef þér lesið ekki nútíma-skáldsögur, þá hafið þér heldur ekki lesið „Súlur Hera- klesar“. Nei..ég er ekki að grobba, heldur bara að gera grein fyrir sjálfum mér. Ég lifi á fyrirframgreiddum ritlaunum. Vitið þér hvað það er? Enga hugmynd. Jæja, skítt með það. En svona lifi ég nú. Við Charlie höfum ver- ið að flandra um allt Skoland fyrir greiðslurnar, sem ég fæ einhverntíma út á „Súlur Hera- klesar". Svo tókum við það í okkur að beygja yfir í Vatna- héraðið á heimleiðinni, og þar af leiddi aftur, að við fórum að stanga ykkur. I kvöld komum við til Preston. Á mOrgun komum við til London. Hér er nafn- spjaldið mitt. Hann greip fimlega nafnspjald upp úr vestisvasanum og rétti henni. Ef þér komið einhvern- tlma til London og hafið þörf fyrir æfðan sendil, herbergis- þjón, skósvein eða verndara.... Æ, hvað í dauðanum er ég að bulla? Ég hef litla hugmynd um það. Það er fínt. Juian Heatih sveiflaði armin- um með miklum yndiaþokka og leit á úrið sitt. Charlie hefur jafnmikla möguleika móti okkur og skjaldbakan móti héranum. Ég finn þegar í nösunum ilminn af bjór og ostrum frá malbiks- ströndinni í Blackpool! Það er eins og þér séuð hrifinn af Blackpool. Öðru nær. Eruð þér það? Nei. Ég get ekki þolað kven- fólkið þar. Það hleypur um öskr- andi og svitnar Og þér víljið heldur ganga hægt og tala með eðlilegri rödd og vera svöl? Einmitt. Jæja, ef þér viljið ieyfa mér að segja það, ungfrú Rosing, þá er þefía rétt af yður. Það fer yður betur. Eg ætla líka að halda mér að því. Gætuð þér kannske hugsað yður lágróma samtal í svalanum yfir kvöldverði í kvöld? Eg get vel tafið sem því svarar og kom- izt til Preston seinna. Hún leit nú við, í fyrsta sinn, síðan þau hittust, og horfði á hann áhugalaust. Hann horfði foeint fram og á stýrið og Ofur- lítill róði hafði komið í kinnarn- ar. Til hvers? spurði hún. Þarna var komið svo beint að efninu, að Julian, sem var ann- ars alvanur að koma með svona boð, fór að stama á svarinu. — Jæja ...... imgfrú Rosing .... ég átti við, að við gætum skemmt okkur stundarkorn.......og svo framvegis. Nei, þakka yður fyrir. Það get- ur ekki orðið af því. Eg þarf að líta eftir hr. Bannermann. Þér særið mig í hjartað. Leyfið mér að brjóta á mér löppina, svo að ég geti átt fyrsta veðrétt í að- stoð yðar. Gott og vel, ef þér viljið vinna það til. En ef ekki, þá getur allt- af hent sig, að við hittumst í London. Það er þá loforð. Þér ætlið þá að heimsækja mig? Já. En hvenær komið þér til Lond- on. Kannske verður það helzt til fyrirstöðu........ Eg veit ekki, svaraði Rakel og horfði beint fram fyrir sig, hug,s andi. Bráðum vona ég. Já, ég held það verði mjög bráðlega. VIII. 1. Djöfulsins ákoma gat þetta ver ið, hugsaði Maurice, þegar lækn- irinn var farinn og hann lá í rúminu með fótinn allan vafinn likastan fæti á smurlingi. Það var nú ekki nema í eitt skipti af milljón, að löpp þyrfti að brotna við ekki meira áfall en þetta, en hann hafði nú verið svona hepp- inn, eða hitt þó heldur. Gistihússtjórinn kom ínn til þessa ríka gests síns, til að spyrja, hvort hann gæti nokkuð sérstakt gart, honum til þæginda. Þakka yður fyrir, sagði Maur- ice. Eitt þyrfti ég að biðja yður að sjá um strax. Það er ung kona að nafni ungfrú Rosing, niðri í forsalnum. Kannske vild- uð þér biðja hana að koma upp til mín núna. Hún kemur líka til að búa hér. Viljið þér sjá um, að hún fái allt sem hún þarfnast. Láta hana fá gott herbergi með baði. 2. Þetta er betra, hugsaði Rakel. Þetta er strax í áttina. Hún stanz aði snöggvast við gluggann í her- berginu sínu og horfði út á strandveginn. Síðdegisregninu var stytt upp. Ljósadýrðin var komin upp. Fólk svo hundruðum skipti þeyttist og ruddist- gegn um skæra rafljósabirtuna. í aug um Rakelar hefði þetta getað verið eirðarlausar sálir í helvíti, en sjálf gat hún verið að norfa á þær úr einhverju kyrrlátu himnaríki. Hún andvarpaði, og það meir af eigin vellíðan en vorkunn gagnvart fólkinu, dró síðan fyrir gluggann og sneri sér inn í hlýja og bjarta herbergið. Þá var barið að dyrum. Kom inn: kallaði Rakel og hjartað hoppaði í henni um leið og hún sagði orðin. Hún hafði herbergi sjálf og fólk stóð úti fyrir, sem gat ekki komið inn, fyrr en hún sagði til. Hún settist í hæginda- stól, og lítil þjónustustúlka kom inn með kol og spýtur. Herranum í númer 45 datt í hug, að þér vilduð kannske fá hitað upp hérna. Þetta var gott. Það var gott að láta hita upp, en betri var þó þessi nærgætni hjá Maurice. Þegar stúlkan var farin út, hengdi Rakel fátæklega fatnað- inn sinn inn í fataskápinn. Hún fór eins varlega og vandlega að þessu eins og hún væri aðstoð- arkona hjá heimtufrekri óperettu stjörnu. Dótið hennar hafði allt komið í leigubíl þaðan, sem hún var áður. Láttu fara eins vel um þig og þú getur. Mig munar ekki um einn shilling til eða frá. — Svona fyrirskipanir áttu nú við hana, enda hlýdd! hún þeim með mikilli ánægju. Hún hafði gengið til óþrifalega gistihússins í bak- COSPER — Við skulum stanza hér og horða. Ég er viss um að kartöfl- urnar eru soðnar. götunni, tekið saman allt dót sitt og troðið því niður í ferðakofort og síðan sagt húsmóðurinni, eins og ekkert væri um að vera, að hún kæmi ekki aftur. Eg hef víst borgað til vikuloka, eða hvað? Gott. Það kemur leigubíll og sækir dótið mitt. Og nú var dótið komið og þeg- ar Rakel hafði komið því fyrir, gaf hún sér tíma til að njóta um- faverfisins nýja. Aldrei-á ævinni hafði hún átt heima í svona fínu herbergi. Svefnherbergið hjá Sir GeOrge Faunt hafði að vísu ver ið skrautlegra, en þangað hafði hún því miður aldrei komið, nema snögga ferð, til að laga á sér hárið. En nú var hún þó að minnsta kosti húsmóðir í skraut- legu og vistlegu herbergi. Þhrna var gólfábreiða út í öll horn. Hún stikaði eftir henni, hægt og hljóðlega. Hún slökkti ljósin yfir snyrtiborðinu, en kveikti hin, sem vOru yfir rúm- inu. Hún var eins hrifin og Ijósa- meistari, sem er að gera tilraunir með sviðsljós. Hún lét öll ljósin loga og gekk inn í baðherbergið Og strauk mjúklega hendinni yfir postulínið og gljáandi kranana. Hún opnaði fyrir vatnið, sem átti að vera heitt. Og það var raun- verulega heitt. Gott! Hún naut ilmsins af sápunni og horfði með velþóknun á öll glösin sín með ýmiss konar fegrunarmeðölum í, sem stóðu á glerhillunni. Allt í lagi! Fyrirtak! Klukkan var Orðin næstum sjö. Maurice mundi ekki geta borðað með henni, en það var engin ástæða til þess, að hún yrði að vera matarlaus. Kannske ætti hún að hringja til Maurice og segja honum hvað sér þætti leitt, að hann gæti ekki komið í mat með henni. Honum mundi þykja vænt um það og það var ekki úr vegi að gera það, sern honum þætti vænt um. Hún tók innan- hússímann og hringdi í herbergið hans. Hvernig líður þér? Jæja, ekki svo bölvanlega. Það er verið að koma með mat til min. Þakka þér fyrir, Maurice, að þú útvegaðir mér svona indælt her- bergi. Þú átt skilið indælt herbergi. Hún þagnaði snöggvast og hugs aði sig vandlega um, en hvíslaði síðan: — Hvað þú getur verið sætur. Hvað áttu við? Jú, ég er víst heldur betur sætur með löppina eins og óbleiktan léreftsstranga. Það er verst, Maurice, að • þú skulir ekki geta borðað með mér og dansað við mig á eftir. Þú skalt ekki fást um það. — Reyndu að skemmta þér eins og þú bezt getur. Eg hef skipað þeim að láta þig hafa hvað sem þú óskar. Bless. Hún lagði frá sér símann. — Ágætt. Hún fann, að allt gekk HETJUSÖGUR íslenzkt myndablað fyrir börn 8 - 80 ára HRÓI HOTTUR og kappar hans í I hefti komið 1 blaðsölur og kostar aðeins 10 krónur. Xr X- * GEISLI GEIMFARI X- X- r — Viljið þér koma að sendistöð- inni, dr. Draco. Öryggisráð jarðar vill cala við yður. — Já, þetta er Dracco .... já, þér Og ég mun halda. honum áfram hafið á réttu að standa, Flemingsem gísl, til að tryggja undankomu ofursti. Geisli er fangi minn. okkar. samkvæmt áætlun. Hún hlustaði á þögnina í herberginu. öðru hperju var hún rofin af snarki í eldinum, það var huggunarríkt hljóð, sem táknaði þægindi og öryggi. Að hugsa sér, að svona skammt frá henni var fólk að þrælast áfram á skemmtistöðun- um, öskrandi, hrindandi, rólandi sér eins og vitleysingar í þessum asnalegu rólubátum, og takandi ’þátt í öðrum vitfirringslegum skemmtunum. Að hugsa sér, að rétt utan við glugann hennar var öll þessi glannalega ljósadýrð, rétt eins og aflstöð í spenni- treyju, öskrandi af öllum mætti. En hér inni var þögn og birta, sem aðeins nægði til að sýna henni þetta yndislega umfaverfi, skrautlegt og rólegt. Hún aflæsti dyrunum á her- berginu og gekk aftur inn í bað herbergið. Henni fannst jafnvel smellirnir í hælunum hennar á gólfflísunum vera hávaði. Hún sneri krönunum, fór aftur inn i hitt herbergið eftir baðskóm og slopp og fáum mínútum síðar var hún komin niður í volgt vatnið. Að vísu mundi hún borða ein síns liðs, en þar fyrir var engin ástæða til annars en að borða með viðeigandi viðhöfn. Þetta hafði Verið viðburðaríkur og spennandi dagur. Hún naut þess að hvíla sig. Eitthvert yndislegt máttleysi fór um hana alla og hún hallaði sór aftur á bak og lét skásettu augun reika um ilmandi gufuna, sem lá yfir öllu eins og þokan 31lltvarpiö Miðvikudag:ur 15. áffúst. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tóleikar). 18.30 Óperttulög. — 18.50 Tilkynning- ar> 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Hollywood Bowl sinfóníúhljóm- sveitin leikur suðræn lög. — Carmen Dragon stjómar. 20.20 Erindi: „Alsír til forna“ — fyrra erindi (Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur). 20.50 íslenzk tónlist: 1) G-ísli Magnússon leikur tvö píanólög eftir Sveinbjöm Svein bjömsson: Idyll og Vikivaki. 2) Svíta nr. 2 eftir Skúla Hall«» dórsson. — Hljómsveit Bíkisút- varpsins leikur. Bohdan Wodi- czko stjórnar. 3) Guðrúnarkviða eftir Jó<n Leifs. — Fílharmoníusveitin í Osló leikur. Einsöngvarar: Ramdi Brandt Gundersen, Bjarno Buntz og Egil Nordsjö. Stjóm- andi: Odd Grúner-Hegge. 21.20 Eyjar við ísland: II. Grímsey (Halldór Matthíasson). 21.50 Aksel Schiötz, Edith Oldrup, Ingeborg Steffensen og Einar Nörby syngja atriði úr óperun- um „Maskerade” eftir Carl Neil- sen og „Liden Kristen*4 eftir J. P. E. Hartmann. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Jacobowsky og of- urstinn* eftir Franz Werfel; IV, (Gissur Ó. Erlingsson). 22.30 Næturhljómleikar: Sinfónla nr. 1 eftir Shostakovitsch. — Hljóm- sveit Bolshoi leikhússins é leikur. Kyril Kondrashin stj. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 16. ágrúst. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón- leikar — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Á frívaktinni“ sjómaoinaþátt- ur (Kristín Anna Þórarinsdótt- ir). 18.30 Óperulög. — 18.45 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Vísað til vegar: Um Eyjafjöll (Jón A. Gissurarson skólastj.). 20.20 Atriði úr ^Útskúfun Fausts'* eftir Berlioz. — Nicolai Gedda* Rita Gorr og Gérard Souzay syngja með kór og hljómsveit Parísaróperunnar. — André Gliust ens stjórnar. 20.40 I>ýtt og endursagt: Maude Gonne; síðari hluti. (Sigurlaug Björnsdóttir kennari). 21.16 Aría og tíu tilbrigði í ítölsikum stíl eftir Bach. — Rosailyn Ture- ok leikur á píanó. 21.35 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.10 Fréttir og veðurfregmir. 22.10 Kvöldsagan: „Jacobowsky og ofurstinin" eftir Franz Werfel; V. (Gissur Ó. Erlingssom). 22.30 Harmonikuþáttur: Henry J, Eyland annast þáttkm. — Krist- inn S. Kristjánsson á Akureyri leikur. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.