Morgunblaðið - 15.08.1962, Page 20
Fiéttasímar Mbl
— eftlr lokun —
Erlendar tréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
— íþróttir
Sjá bls. 18. ||
184. tbl. — Miðvikudagur 15. ágúst 1962
^3
Bílarnir merktu
flughrautina
Björn Pálsson sótti slasaðan mann
i Landmannalaugar
St. sunnudagsmorgun flaug
Björn Pálsson á stóru sjúkra-
flugvélinni inn að Landmanna-
laugum og sótti þangað banda-
rískan ferðamann, sem slasazt
hafði á höfði. Er betta í fyrsta
sinn, sem Bjöm lendir barna á
tveggja hreyfla vél sinni, en
íyrir mörgum árum lenti hann
á eyri við Landmannalaugar á
litilli flugvél.
Um helgina var margt manna
við Landmannalaugar, þar á
meðal nokkrir Bandaríkjamenn.
Voru þeir að baða sig í einni
lauginni, og einn þeirra, ungur
maður, stakk sér til sunds. Rak
hann höfuðið í grjót í botni laug-
arinnar og hlaut af svöðusár,
sem mikið blæddi úr.
Guðmundur Jónasson var einn
ig staddur í Landmannalaugum
með hóp af fólki. Tókst honum
að ná sambandi við Vestmanna-
eyjar með talstöð sinni, og
Vestmannaeyjaradíó hringdi til
Björns Pálssonar og bað hann
sækja manninn ef þess væri
nokkur kostur.
Innbrot
f FYRRINÓTT var gerð tilraun
tii innbrots í prentsmiðjuna
Prentverk í Ingólfsstræti 9. Ekki
varð séð að þjófurinn hefði kom-
izt inn í húsið, en rúða hafði ver
ið brotinn í hurð sennilega í því
augnamiði að seilast í smekklás-
inn og opna þannig. Ekki sáust
nein merki þess að stolið hefði
verið úr prcntsmðijunni.
Þessa sömu nótt var framið inn
brot í sælgætisturninn að Laugar
ásvegi 2. Var þaðan stolið nokkru
magni af tóbaki og sælgæti.
Björn hafði aðeins einu sinni
lent áður við Landmannalaugar,
!þá á áreyri skammt frá sælu-
húsinu, en sem kunnugt er breyta
slíkar eyrar stöðugt um mynd.
Kom þeim Guðmundi saman
um að athuga lendingarskilyrði
við svonnefndan Svartakrók við
Tungná, ekki langt frá slysstaðn-
um. Beið Bjöm á meðan Guð-
mundur fór og kannaði lending-
armöguleika á þessum stað.
Eftir að hafa athugað staðinn
taldi Guðmundur fært að lenda
þar, og lagði Björn þá af stað.
Höfðu bílarnir ekið eftir lend-
Frh. á bls. 19
Leitarflugvélin fanri síld
við Kolbeinsey
Allgóð veiði i fyrrinott
ALLGÓÐ síldveiði var fyrir
Norður og Austurlandi í fyrri-
nótt og í gærmorgun höfðu 71
skip fengið samtals 36.730 mál
og tunnur. 20 skip fengu rúm-
lega níu þúsund mál og tunnur
um 25 mílur út af Grímsey. Var
síldin feit og falleg og var mik-
ið saltað á Siglufirði í gær og
jafnvel búizt við að lokið yrði
við að salta upp í gerða samn-
inga. Um sjöleytið í gærkvöldi
770 útlendingar
með Gullfossi
ÞEGAR Gullfoss fór sl. laugardag
frá Reykjavík, áleiðis til Leith
og Kaupmannahafnar, vom með
skipinu 220 farþegar eða eins
margir og hægt er að taka. Þar
af voru 170 erlendir ferðamenn,
en aðeins 50 íslenzkir. Fer meiri
hluti útlendinganna til Skotlands,
en þar koma nýir farþegar.
Aflar Gullfoss þannig ekki svo
lítilla gjaldeyristekna í þessari
ferð, eða jafnvirði um 355 þús.
ísl. kr. frá þessum hópi, fyrir ut
an það sem inn kemur í Skot-
landi.
í júlí og ágúst er yfirleitt full
skipað í allar ferðir Gullfoss. Af
erlendum farþegum ber mest á
Þjóðverjum, en einnig ferðast
mikið af Bretum með skipinu.
fann Tryggvi Helgason flugmað-
ur síld á þremur svæðum 4 — 8
mílur suður og vestur af Kol-
beinsey og voru skipin á Gríms-
eyjarsundinu á leiðinni þangað
í gærkvöldi. Mun sum þeirra
hafa kastað á leiðinni en ekki
var vitað um árangur.
Síldartorfurnar, sem sáust vaða
við Kolbeinsey, voru skammt
hver frá annarri. Talið er að
síldin sé góð líkt og Grímseyjar-
síldin.
Reytingsafli var austan við
Hvalbak út af Reyðarfjarðar-
dýpi í gærdag og bátar að kasta.
Pétur Thorsteinsson var út af
Austfjörðum, Fanney á Kol'beins
eyjarsvæðinu en Ægir var á
Húnaflóa í gær og varð þar var
við hrafl af síld.
Fréttaritari Mbl. á Siglufirði
símaði 1 gær að 20 skip hefðu
fengið rúmlega 9,000 mál og
tunnur 20—26 mílur NA af
Grímsey í fyrrinótt. Síldin var
mjög feit og falleg og minnir
einna helzt á gömlu, góðu ágúst
síldina, sem veiddist fyrr á ár-
um. Má heita að öll skipin, sem
voru á Grímseyjarsvæðinu hafi
fengið þar afla. Á Siglufirði var
40% aflans með sárum
FRÁ ÞVÍ var skýrt hér i blað
inu fyrir nokkrum dögum, að
norskir fiskimenn hefðu orðið
varir sára á smásíld, er veidd
væri með dragnót. í gær barst
blaðinu skeyti frá fréttaritara
sínum í Noregi og segir þar, að
á svæðinu frá Molde til Krist
iansund, hafi 40% af smásíldar
afla fiskimanna, verið með
þessum sárum.
Ekki liggja enn fyrir niður
stöður af rannsóknum þessa
fyrirbæris. Er líklegt, að ann-
aðhvort sé um sjúkdóm í sild
arstofninum að ræða, eða að
síldin særist af nótinni. Ein-
kennin hafa ekki komið fram
á öðrum fisktegundum, og að
eins á smásíld, veiddri með
dragnót. Hinsvegar er næsta
vist, að sárin stafi ekki frá
geislun.
Hér fer á eftir skeyti frétta-
ritarans:
Síðustu vikuna hefur nálægt
40% smásí'darafla fiskimanna,
sem stunda dragnótaveiðar á
svæðinu frá Molde til Kristian
sund, borið greinileg sjúkdóms
einkennL
Talsmenn hafrannsóknar-
stofnunaiinnar í Bergen segja,
að ennþá sé ekki unnt að
segja, hvort um sjúkdóm sé
að ræða í síldarstofninum, eða
hvort sárin á síldinni séu til
komin af völdum nótarinnar
sjólfrar - - en öll hin grunsam
lega síld hefur veiðzt í drag-
nót og ekki er vitað til þess,
að sýkin hafi komið upp í
öðrum fisktegundum.
Verið er að rannsaka málið,
en árangur þeirra rannsókna
verður ekki kunnur fyrr en
eftir tvo sólarhringa, í fyrsta
lagi. Hins vegar telja sérfræð-
ingar sig þegar geta fullyrt, að
sjúkdómseinkennin stafi ekki
af vóldum geislunar vegna
kjarnorkusprenginga. Gamlir
fiskimenn segja, að áður hafi
komið upp síldarpest með svip
uðum einkennum, en hún hafi
fijótt horfið aftur.
saltað á möngum stöðum 1 gær
og var jafnvel búizt við að lok-
ið yrði við að salta upp í samn-
inga þar og Austurlandi í gær.
Veðurútlit var gott á miðun-
um í gær og útlit fyrir veiði í
nótt.
Engin síld barst til Raufar-
hafnar í gær. Nokkur skip komu
til Vopnafjarðar með síld, Guð-
björg með 550 miái, Jón Guð-
miundsson 180, Höfrungur 550,
Eldey 850 og Þorbjörn 800 mál.
Tvö síðastnefndu skipin komu
tvisvar með síld til Vopnafjarð-
£ir frá því í fyrrakvöld og fengiu
þau síðari veiðin rétt út af Vopna
firði. Á Bskifirði löndiuðu í gær
Hólmanes 500 tunnum, Vattarnes
000, Birkir 700, Ársæll Sigurðs-
son 500, Haraldur AK 200. Salt-
að var í 830 tunnur hjá Auð-
björgu h.f. í gæf.
Sjúkraflugvél Björns Pálsson i
ar í Svartakrók skammt frá)
I Landtnannalaugum al. sunnu-1
I dag. Bíll Guðmundar Jónas- ]
sonar til vinstri.
AÐALFtTNDUR Sjálfstæðisfélags
Vatnsleysustrandar verður hald-
inn í samkomuhúsinu „Glaðheim-
ar“, Vogum, sunnudaginn 19. þ.
m. og hefst bann kl. 4 e.h. —
Félagsmetm eru hvattir til að f jöl
menna.
Varð
undir vegg
NOKKRU eft*r klukkan hálf nítt
gíærkvöldi varð það slys við
Glerverksmiðjuna við Súðarvog
að veggur, sem verið var að rífa
hrundi á mann, og slasaði hann
svo að flytja varð hann í sjúkra-
hús. f -
Verið var að vinna við að rífa
niður ofan af vegg, sem hlaðinn
var úr múrateini. Sttcyndilega
hrundi vegigurinn og tókst
manni, sem við þetta var atí
vinna, ebki að forða sér. HrunxU
veggurinn á hann með þeim af-.
leiðingum að hann fótbrotnaði oig
mun hafa hlotið eihhiver fleiri
meiðsii. Maðurinn, sem heitir Jó-
hann Bessason, Ásgarði 21, var
fluttur á slysavarðstofuna og
þaðan í Landakotsspitala.
HÉRAÐ8IVIÖT
Sjálfstæðismanna
í Reykjanesi 19. ágúst
HÉRAÐMÓT Sjálfstæðismanna við innanvert ísafjarð-
ardjúp verður haldið í Reykjanesi sunnudaginn 19. ágúst
kl. 3 e. h.
Bjarni Benediktsson, dóms-
málaráðherra, og Sigurður
Ágústsson, alþingismaður,
flytja ræður.
Þá verður sýndur gaman-
leikurinn „Heimilisfriður“
eftir Georges Courteline, í
þýðingu Árna Guðnasonar,
magisters. Með hlutverk fara
leikararnir Rúrik Haraldsson
og Guðrún Ásmundsdóttir.
Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tvf-
söngur. Flytjendur eru óperusöngvararnir Guðmundur
Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested, og undirleik annast
Fritz Weisshappel, píanóleikari.
Dansleikur verður um kvöldið.
Bjarni
Sigur'ður