Morgunblaðið - 17.08.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.08.1962, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstucíagur 17. ágúst 1962 Hannes Halldórsson fyrrv. framkv.stjdri - Minning >• HANNES HALLDÓHSSON fyrr- um framkvæmdastjóri á ísafirði lézt að heimili sínu sL föstudag hinn 10. ágúst. Hannes var fædd- ur hinn 20. nóvember 1892 að Melum í Árneshreppi á Strönd- um og voru foreldrar hans þau Halldór bóndi Jónsson, sem bjó að Melum yfir 40 ár, og síðari kona hans Guðbjörg óladóttir frá Reykjarfirði. Barnahópur- inn á Melum .var stór, því að alls voru börnin 17, alsystkin og hálfsystkin. Má því nærri geta, hvílíkt áfall það hefur ver- ið, þegar Hannes einungis á öðru ári missti móður sína. Hann var og ekki nema á ellefta ári, þegar hann flutti úr föðurgarði með Guðrúnu Jensínu systur sinni til ísafjarðar og andaðist faðir þeirra ári síðar. 1 æsku átti Hannes ekki kost á að njóta mikillar skólamennt- unar, heldur gerðist 14 ára gam- all starfsmaður við Ásgeirsverzl- un á ísafirði, fyrst sem skrif- stofumaður og síðar búðarmað- ur. Ásgeirsverzlun var þá, undir forystu Árna faktors Jónssonar, eitt umsvifamesta atvinnufyrir- tæki á landinu. Þarna vann Hannes í tíu ár og kom starf hans honum í skóla stað. Þar lærði hann ekki einungis marg- háttuð verzlunarstörf, heldur kynntist náið högum viðskipta- mannanna og fékk sýn yfir af- komu almennings og atvinnu- vega. Hannes hóf ungur sjálfstæðan atvinnurekstur, fyrst verzlun og síðan útgerð. Á árinu 1925 varð h'ánn framkvæmdastjóri Vélbáta ábyrgðarfélags ísfirðinga, sem raunar náði um alla Vestfirði og gegndi þeirri stöðu þangað til hann sagði henni lausri á árinu 1960 sökum heilsubrests. Sam- vizkusemi og nákvæmni Hann- esar í þessu starfi var viðbrugð- ið, enda naut hann þar trausts ekki aðeins samherja sinna, heldur og margra þeirra, sem hann greindi mjög á við í sín- ísafirði og næstu héruðum en nokkur annar. Kunnugleiki hans náði raunar um alla Vestfirði og furðulega víða um landið. Hannes kunni skil á ótrúlega mörgum mönnum, hafði nána mannþekkingu en einnig mik- inn málefnalegan áhuga. Hánn var kappsamur og fylginn sér, hafði lært ■ að taka orð ým- issa með hæfilegri varúð, en erfði ekki skoðanaágreining, sagði kost og íöst á andstæðing- um sínum og kunni vel að meta það, að þeir létu ekki mismun- andi skoðanir trufla eðlileg sam- skipti eða umgengni í daglegu lífi. * Þó að Hannes væri kappsam- ur í fylgi sínu við aðra hirti hann lítt um vegtillur sjálfum sér til handa. Hann sat samt í niðurjöfnunarnefnd ísafjarðar heilan mannsaldur eða þrjátíu og fimm ár og var nokkru leng- ur endurskoðandi bæjarreikn- inga en því starfi gegndi hann til dauðadags. Hannes naut sín vel í harðri baráttu en hann undi sér ekki síður á sínu góða heimili. Hinn 17. október 1920 kvæntist hann Guðrúnu Kristjánsdóttur, frá- bærri myndarkonu, sem bjó honum friðsælt heimili í einu elzta en vistlegasta húsi ísafjarðar. Þau hjón eign- uðust einn son, Hafstein banka- bókara, forystumann í æskulýðs- málum þar vestra. Þau Haf- steinn og Kristín kona hans voru ásamt börnunum þremur einkar hugljúf afanum og ömmunni á Smiðjugötu 2. En því nefni ég þetta, að ég minnist ekki ann- ars ánægjulegra heimilis, sem ég hefi komið á. Ég kynntist því fyrst fyrir tuttugu og fimm ár- um og hefi síðan oft dvalið þar, stundum einn en einnig ásamt konu minni eða einhverju barna minna. Þar hafa dyr ætíð staðið opnar, hvort heldur barið. var á að degi eða nóttu. Þeir eru áreið- anlega fleiri en tölu verður á komið sem þar hafa notið gest- risni, enda vildi Hannes greiða götu sem flestra, einkum ungra manna, sem honum var hugaðum að hjálpa til meiri menntunar en hann hafði sjálfur notið í æsku. Heimilis Hannesar munu því margir minnast, ekki sízt þeir, sem áttu þess kost að sitja með honum yfir kaffibolla og rabba við hann um sameiginleg hugðarefni. Oft var þess þá ekki gætt, þótt tíminn liði. Eldlegur áhugi húsbóndans ásamt góðvild húsmóðurinnar, gerðu þá nætur- vöku að augnabliki. Ég mun oft hugsa til Hannesar, þegar hann stóð upp í sinni gömlu stofu, gekk um gólf ýmist segjandi frá löngu liðnum atburðum eða hvetjandi til baráttu fyrir betri tímum. Bjarni Benediktsson. f dag er til grafar borinn á ísa firði Hannes Halldórsson, fyrrv. kaupm. og framkv.stj. Vélbáta- ábyrgðarfélags ísfirðinga. Mörg undanfarin ár hafði hann átt við alvarleg veikindi að stríða en þó kom andlát hans okkur vinum hans nokkuð á óvart. Fyrir 16 árum fluttist ég til fsafjarðar. Einn af fyrstu mönn- um sem ég kynntist í bænum var Hannes Halldórsson. Tókst með okkur mikill og góðúr kunn ingsskapur og siðar vinátta er eigi bar skugga á. Tel ég Hann- es fyrir margra hluta sakir einn merkasta mann er ég hefi kynnst á lífsleiðinni. Hannes var maður sjálfmennt aður. A unga aldri gekk hann í þjónustu hinnar merku Asgeirs- verzlunar á ísafirði, sem gaf hon um heilladrjúgt veganesti er ent ist til æviloka. Þar mun hann hafa lært vandvirkni og reglu- semi, sém svo mjög einkenndi störf hans smá og stór, en snyrti mennskan mun honum hafa ver ið í blóð borin. Hannes var glæsi legur fulltrúi „Árnabúðartím- ans“, sem hann minntist oft á með miklu stolti, formfastur í klæðaburði og framgöngu, dans- maður mikill og kavaler. Hann hélt í heiðri fornar dyggðir en stóð þó föstum fótum í samtíð sinni og var alltaf síungur í anda og frjálslyndur í skoðun- um. Alla tíð umgekkst hann jafn an mikið unga menn og fylgdist með þroska þeirra og framför- um. Leituðu ungir rnenn mjög til hans með vandamál sín og var hann manna ráðhollastur og raunbeztur. Munu þeir ófáir sem ■hann rétti hjálparhönd' vegna menntunar eða skólagöngu. Á yngri árum var Hannes framámaður í samtökum ungs fólks og samtökum verzlunar- manna. Hannes Halldórsson var alla tíð mikill Sjálfstæðismaður og helgaði Sjálfstæðisflokknum 7511 um frítíma sínum um áratuga- skeið. Þó átti hann aldrei sæti í bæjarstjórn. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum sér til handa heldur var starf hans fómar- og hugsjónastarf. Hann tók að sér þau störf inn- an fiokksins, sem erfið voru og óvinsæl. Hann átti sæti í blað- riefnd og húsnefnd og stjórnaði fjáröflunarstarfi flokksins. Þá var hann í 85 ár í niðurjöfnun- arnefnd en menn sóttust ekki eftir því starfi, sem var frekar illa þokkað. Slíkt lét Hannes ekki á sig fá, enda hafði hann þar góða samvisku. Er mér per- sónulega kunnugt um að hann vann niðurjöfnunarstörfin af mikilli réttsýni og samvizku- semi. Þeir fátæku og smáu áttu gjarnan góðan málsvara þar sem um mestu hugðarefnum, sem voru stjórnmálin. Áhugi Hannesar fyrir félags- málum vaknaði snemma. Á sín- um tíma átti hann sæti í stjórn Ungmennafél. á ísafirði og fót- boltafélaga, sem þar störfuðu. Hann vann og mikið í Verzlun- armannafélagi Isafjarðar og Styrktarsjóði verzlunarmanna á ísafirði og var heiðursfélagi þeirra samtaka. Mestur'var þó áhugi Hannes- ar á stjórnmálum. Sjálfur ólst ég upp með og hefi ætíð haft samneyti við fólk, sem hefur látið sig stjómmál miklu skipta. Engum hefi ég þó kynnzt sem hafi verið áhugameiri í þeim efnum en Hannes Halldórsson. Um marga áratugi veitti hann forstöðu kosningaskrifstofu flokks síns á ísafirði. Hann hljóp ekki til þess starfs á síð- ustu stundu, heldur hafði það stöðugt í huga. Hann hafði því betra yfirlit um flokksfylgi á I 'fc „Vér viljum „þjóðlegri nöfn!“ Cx skrifar bæði I gamni og alvöru: „Nýlega las ég í maí-hefti „Eimreiðarinnar" þá tillögu rit stjórans, að tekið sé upp í heiti gistihúsa hið þjóðlega orð „bær“ í stað hins alþjóðlega heitis „hótel“. Er ritið þar á ferð með strangþjóðlega hug- mynd, sem auk þess er einkax smekkleg eins og sést á þeím sýnishornum, sem þar eru sýnd og gætu farið miklu betur í munni fólksins, auk bess að þau geta, ef vel er valið, falið í sér symboliska merkingu um eig- endur eða annað, sem einkenn andi er fyrir þá staði, þar sem „bæirnir" eru staðsettir. Ekki get ég þó verið sammála um nafnið, sem Eimreiðin gefur City Hótel: Hafnarbæ. Einhver sagði mér einhvern tíma, að city þýddi borg eða bæ á vora tungu; færi því miklu betur á því að City Hótel heiti Bæjar- bær. fflns er ég alveg samþykk ur því, að hótelið í Bændahöll- inni, (sem sumum þykir gæta nolfkurs yfirlætis í að kalla höll), eigi ekki að heita Hótel Saga. Eins og allir geta séð kem ur slíkt ekki til mála um hús, sem er nýbyggt og á sér enga sögu, (Sögunafnið hefði betur átt við Hótel Heklu, meðan það var og hét). Mikið er nær að minnast auranna, sem kúgað ir eru af sveitaköllunum til byggingar hússins og kalla það Aurabæ. Hótel H. B. Vestmanna- eyjum gæti heitið Gróða- bær. Svo mætti nefna Hótel Reynihlíð Hreykibæ, sem er I samræmi við eðli Mývetn- inga. Svo gæti Hótel í Kópavögi heitið Ástarbær, til Hannes var, enda mátti hann ekkert aumt sjá. Hanner var tilfinningamaður, ör í skapi og manna hreinskiln- astur. Sagði hann hverjum, sem var meiningu sína afdráttalaust, hvort sem viðkomandi Hkaði betur eða verr. í einkalífi sínu var Hannes mikill hamingjumaður. Eftirlif- andi kona hans Guðrún J. Krist- jánsdóttir var slíkur lífsförunaut ur, að fágætt mun vera. Hver minnsta ósk eða hugrenning eiginmannsins var uppfyllt á samri stundu og í þungbærum veikindum undanfarin ár lagði hún nótt við dag til að hlynna að honum og hjúkra. Heimili þeirra einkenndist af ástúð og hlýju. Var gestrisni hús bænda þar mikil og gott þar að koma og á ég þaðan margar á- nægjulegar og óglexmanlegar minningar. Mér er minnisstætt, hið ástúðlega samband þeirra hjóna við einkason sinn, Haf- stein Ó. Hannesson bankaftr. og fjölskyldu hans. Hannes, sem var afar barngóður, sá ekki sólina fyrij barnabörnunum þremur og voru þau mjög hænd að afa sin- um. Sjálfstæðisflokkurinn á Isa- firði stendur í mikilli þakkar- skuld við Hannes Halldórsson og verður sæti hans vandfyllt. Marg ir einstakiingar áttu honum gotfc upp að unna og margir munu safcna 'hans. við vinir hans þökk um honum órjúfandi tryggð og vináttu og sendum ástvinum hans innilegustu samúðarkvéði ur. Asberg Sigurðsson Fimm ferðir F.í. um helgina FERÐAFÉLAG íslands efnir til fjögurra helgarferða n.k. laugar- dag og einnig er fyrirhuguð S daga ferð i Veiðivötn, Hrau.i- vötn og Tungnárbotna, ef þátt- taka fæst. Helgarferðirnar eru 1 Hrafntinnusker, að Hagavatni, á Hveravelli og I Þórsmörk. 1 5 daga ferðinni í Veiðivötn er á- formað að Gúðni hreppstjóri á Skarði á Landi verði með, en hann er þar inn frá. minningar um ást og eindrægnl flokkanna í Kópavogi, eins gæti hótel á Akranesi beitið Vina- foær, til að minnast vináttu Hélfdáns og Daníels, og svo mætti lengi telja upp. En þetta er allt of viðamikið efni til að komast fyrir í stuttri blaðagrein eins og 'höfundarnir eru vaniir að segja, þegar þeir eru komnir í vandræði með sínar ritsmíð- ar. Eins og sjá má er hér um að ræða hið mesta verkefni fyrir málfræðinga vora og aðra orð krynga menn að finna nöfn á öll þau lúxusgistihús, sem hér munu rísa í framtíðinni. 'fc Tillaga um bæjar- skreytingu „X“ sgrifar: Leyfi mér hér með að >1’ upp á eftirfarandi: <* Væri ekki fallegt og prýðl af fyrir bæinn, að hringurinn fyrir framan Hótel Sögu, og nálægt Háskóla'bíói, yrði næsta ár þakinn folómum með íslenzku litunum (fána) t.d. með ísL fánanum (í blómum) í miðju, og svo fánalitirnir út frá á alla vegu, eða eins og fagmönnum í þessari grein finnst smekk- legast. Góðfúslega leyfið umræðu um þetta í dálkum yðar. X

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.