Morgunblaðið - 17.08.1962, Side 11
^ Föstu'dagur 17. ágúst 1962
MORGVNBIAÐIÐ
11
Almenningur talar að vonum
r ið um krabbamein. Svo al-
gengur er þessi vágestur, og voða
legur, að aðeins æðaskemmdir í
mannlegum Hkama valda fleiri
dauðsföllum. Má geta þess að um
aldamótin síðustu dóu, eftir því
sem laeknar bá 'bezt vissu, aðeins
um 250 manns í Bretlandi af
lungnakralbba, en nú sennilega
ium 30,000 árlega. >á vita flestir
um það, að krabbamein orsak-
ast af því að ein eða fleiri frum
ur í einu líffseri breyta gjörsam
ilega eðli sínu, ef svo mætti segja
Verða miklu stærri en áður,
mynda hnúta og mein, hvar sem
er, og berast til annara líffæra
með sogæðum eða blóði, og valda
þar samskonar meinum. En hing
að til hafa menn lítið lun það
vitað hvað það væri er orsakaði
jþessi ósköp. Nú á síðustu tímum
hefur sú kenning vakið athygli
mikla, að hér væri að verki vir-
usar af einhverri tegund og í
mörgum tilfellum unnt að sanna
það. Á þessu sviði starfa nú vís
indamenn víðsvegar um heim,
svo þúsundum skiftir, og ekki
horft í kostnaðinn. JafnveJ hér
Frá opnun alþjóða krabbameinsþingsins í Moskvu í sumar. —
Frá alþjóðakrabbameisisþinginu í IVIoskvu
Læknar greindu frá nýjungum
í krabbameinsrannsdknum
á Islandi, munu bráðlega hefjast,
vísindalegar rannsóknir með
(hjálp Ameríkumanna.
Saga krabbameina-rannsókna
er ekki ýkja löng. Fyrir mörgum
árum komst læknir að raun um
að unnt væri að framkalla húð-
krabba á rottum, með þvi að
nudda af kappi tjöru inn í húð
dýranna. Þóttist þá veröldin
,hafa himininn höndum tekið en
það kom í ljós að með því var
aðeins lítill vandi leystur. Nú
teljá visindamenn að þekkist um
fjögur hu-.druð efni, er fram-
kalla geti eða á einhvern hátt
orsakað krabbamein þar á meðál
sígarettur, haframjöl, hangikjöt,
o.fl. X>rátt fyrir allar þessar upp-
götvanir, beinast nú allra augu
að virusnum sem aðalorsök, og
þá sérstaklega ef eitthvað hendi
er veiki frumur eða einstök líf-
færi líkamans. Og eftir að hin
nýja smásjá (elektro) var smíðuð
hefur það reynst kleift að rann-
aaka þessar smæstu jarðnesku
verur ýtarlega. Veira eða virus
hefur utanum sig eggjahvítu-
himnu, en þar fyrir innan
kjarna, eiginlega glóandi atom-
bombu, hlaðna aýkingarmætti.
)
★ Lífverur fullar af eyðilegg-
i ingarefni.
Enda iþótt þessar virusrannsókn
ir hafi framkvæmdar verið i
ýmsura löndum, má segja að rann
eóknir 'þaer er fram hafa farið í
Sviss undanfarin ár hafi vakið
hina mestu athygli. Og sá er hef
ur framkvæmt þær er 'hinn heims
kunni prófessor Mooser í Zúrich
ósamt félaga sínum, próf. Linde-
mann. Hann sagði nýveriS á
læknafundi: Vírusar, eru minnstu
líverur er þekkjast, en valda þó
skæðum sjúkdómum .Stundum
eru þær að bví er virðist aðeins
dautt eggjahvítuefni, en í annan
tíma lífverur fullar af eyðilegg
ingarefni. En sé virus í essinu
sínu, þá er hann uppbyggður af
eggjahvítuhimnu eða hismi, en
þar fyrir innan kjarni, er geisl-
ar eiturefini í allar attir. Frá
fcjairnanum kemur sýkingin, en
himnan heldur þessu voðaá'hrif-
tím í nokkrum skefjum, með moi
verkunum gegn kjarnanum, sem
á læknamáli nefnist: Nukleus.
Tvennt væri reynandi sagði
hann: Að gera tiiraun til þess að
auka mótverkanir himnu þeirrar
er hylur kjarnann, síðan að nota
lyif til þess að eyða varnarhimn
unni, og Uggur þá kjarninn ber-
skjaldaður fyrir, og að bví búnu
að finna lyf er eyðileggur kjarn
ann algjörlega og varð það að
ráði að loknum margvíslegum
tilraunum. Hann taldi sig hafa
fundið ráð til þess að eyða eggja
'hvítuhimnu virusanna, og taldi
ennfremur að hið nýja lyf „Int-
erferon", sem ein af kunnustu
lyfjaverksmiðjum í Sviss er þeg-
ar byrjað að framleiða eyði svo
kjarnanuim. Þetta er stutt saga,
en hver veit nema að með fram
leiðslu „Interferon", sé stigin á-
fangi er jafnast á við hinar kunnu
geimfarir stórveldanna.
★ Efni til að örva eða draga úr
krabbamyndun
ASrir ágætismenn hafa farið
aðrar leiðir'. Hinn heimskunni vís
indamaður von Euler Ohelpin, í
Stokkhólmi 'hefur unnið mikið
starf hvað það snertir að fram-
kalla ónæmi hjá dýrum gegn
krabbameinum. Hélt hann um
þetta erindi í bænum Lindau, við
Bodenvatn. Hann sagði: F.g hefi
þegar gert þúsundir tilrauna
með það að gera kanínur ónæm«r
fyrir krabbameini og nú upp á
síðkastið með góðum árangri.
Inn. í kanínur er dælt graut úr
krabbameini. En í slíkum graut
er vitanlega efni, sem bæði geta
örfað krabbamyndun, og svo
efni, er orsaka eiga ónæmi. Til
þess að minnka áhrif þeirra efna
er örfað gæti krabbamyndun, hef
ur von Euler notað sérstakar að
ferðir meðal annars það að hita
þetta inndælingarefni að ráði áð
ur en inn er dælt. Dr. Björklund
í Stokkihólmi 'hefur nú sem kunn
ugt er hafizt handa með slíkar
tilraunir á mönnum, en enn sem
komið er, er þeim tilraunum og
árangri haldið leyndum. Þessir
kunnu læknar sem hér eru nefnd
ir hafa al'lir þá trú, að bað séu
virusar, sem oftast valdi hinum
skæða krabbameinssjúkdómi.
★ Hvað gerðist í Moskvu?
Nýverið var haldið í Moskvu
áttunda alþjóðakrabbameinsþing-
ið og þangað komu 5000 læknar
hvaðanæfa að lir veröldinni.
Margt hafði gerzt á þessu sviði, |
eins og fyrr er nefnt, og nú komu
allir þessir góðu læknar til
Moskvu til þess að greina
frá nýjunum síðustu ára,
bæði hvað snertir o/sakir
og meðferð krabbameins yfir
leitt. Þessu þingi mun sanit
hafa lokið þannig að til fullnustu
voru þessar tvær spurningar ekki
leystar. A fyrsta aegi þingsins
gátu rússneskir vísindamenn þess
að þar í landi hefði krabbamein
tilfellum fjölgað óhugnanlega.
Þrátt fyrir það að í því landi
lifa menn ekki við ofát, né taum
lausar reykingar. 1958 töldust
hafa dáið í Sovétlýðveldimum
116,000 manna. En 1960 129,000,
eða fjölgun um 13000 dauðatil-
fella. Að sjálfsögðu voru þarna
fluttir hundruð fyrirlestrar og
voru flestir sammála um sterkan
grun ef ekki vissu um að vírus-
ar væru valdandi.
★ C.I. virus einangraður
Hver þjóð lagði eitnnvað af
mörkum, og má alveg sérstakiega
geta erindis er tveir amerískir
rannsóknarmenn héldu um þetta
atriði. Og voru kunnir rússneskir
læknar sammála um þetta stór-
kostlega atriði. Þeir héldu þvi
sem sagt fram, að algengt myndi
vera að vírusar gætu ’egið lengi
í frumunni, án þess að gera mein
í sjálfu sér. En kæmi eitthvað
fyrir t.d. viss kemisk efni kæm-
ust inn í líkamann, kennske lika
of miklar reykingar, bryettu vir
usar þessir eðli sínu, yrðu að nýj
um, sem gætu vaidið krabba-
meinsbreytingum. Og gátu þeir
isolerað eða einangrað virus
þennan og gefið nýtt nafn: C. I.
Virus. Vakti þetta að vonum
mikinn áhuga hinna mörgu
lækna er þarna voru.
★ Virus hverfi brott úr frunt.-
utuii
Þá vakti mikla athygli erindi
er hinn heimsKunni russneski
vísindamaður prófessor L. A. Cil
'ber hélt. Hann gat þess fyrst, að
engum vafa væri bundið að vir-
usar framkölluðu vissar tegundir
krabbameina, sem sannað vært
fyrir löngu. Hinsvegar væri sann
leikurinn sá, að í mýmörgum
krabbameinum fyndust ekki vxr
usar hversu vel sem leitað v&xri.
Hann gat þess að tilraunir er
hann og hans rrxenn hefðu gert
undanfarin ár bentu eindregið
til lausnar á þessari gátu sem sé
að virusar dveldu aðeins skamma
stund í ein'hverri frumu mannlegs
líkama, og hyrfu svo á brott. En
við þessa skömmu dvöl, hefði
fruman breytzt, og beinlínis
breytzt í krabbameinsfrumu, og
þetta væri ástæðan til þess tð
ekki fyndust nema stundum vír
usar í krabbameinum. Frá þessu
hefur skýrt hinn kunni danski
læknir dr. Hans Klenow, sem
vinnur við Fibigerrannsóknar-
stöðina í Kxupmannah. og telur
til merkra fregna. Yfirleitt voru
flestir þátttakendur sem þarna
töluðu sammála um, að unnt
væri á dýrum að framkalla
krabbamein með vírusum, og að
stefna bæri að því, að rannsaka
'það mál til hlítar. Nú er talið
að læknar þekki um 4 hundr-
uð efni, sérstaklega viss kemikal
ía, tóbak, Röntgengeisla, sem
geti framkallað krabbamein, en
hitt, ef eitt eða fleiri kemisk
efni er komast inn í blóðið, geti
framkallað sérstaka hættulega
vírustegund, mun vera alveg nytt
Manni getur því dottið í hug,
hvort t.d. geðshræringar, áhyggj
ur og sorgir, geti ekki gert það
sama. Stundum hefur krabba-
mein verið talið „á'hyggjusjúk-
dómur“, og þykjast læknar fita
með vissu að undir þeim kringum
stæðum geti þessi hættulegi sjúk
dómur myndast.
★ Hvaða ný ráð hafa fundizt
gegn krabbameini?
Það er kunnara en frá þuríi að
segja, að læknum tekst oft að
lækna krabbamein, og þá alveg
sérstaklega komi sjúklingurinn
nógu snemma. Og þá helzt með
skurðaðgarðum eða sérstökum
geislum. Hitt er svo annað mál,
að í mýmörgum tilfellum standa
allir ráðalausir, og þarf ekki
mikið útaf að bera til þess að öll
von sé úti. Á Moskvufundinum
voru þessi mál til umræðu, og ef
satt skal segja var þarna ekki
um nýjar lausnir að ræða er úr
slitum valda. Þó má gefa þess,
að amerískir læknar ^afa um
skeið gefið krabbasýktum rott-
um „þungt“ vatn í stað venjulegs
vatns, og með mjög góðum ár-
angri. Hinsvegar gátu þeir eng-
ar útskýringar gefið um það
hvers vegna.
Rússar gátu um nýtt lyf er þeir
nef: ..Curzin", og töldu sig hafa
náð eftirtektarverðum árangri
með því, en öhætt mun að segja
að það sem sagt var um lyf þetta
hafi ekki raunverulega verið
sai'nfærandi.
Fleira komu Rússarnir með:
m.a. alveg nýtt lyf, sem unnið
er úr jurtinni Vinca Rosea. Töldu
þeir að árangur þeirra mcð ) xsu
nýja lyfi væri mjög eftirtektar-
verður. Á fundi lækna í Kaup-
mannahöfn er haldinn vax eftir
Moskvumótið, var hinsvegar tal
ið rétt að bíða um skeið hvað
snerti tilraunir með þetta nýja
lyf.
★ Gúmmíbelgur með filmu sett
ur í magann
Ameriskir læknar létu þarna
mjög á sér bera T.d. dr. Rieh-
ard Brasfiel, og dr. Ulrich Hen-
sche er vinrxa við Sloan Ketterin
sjúkrahúsið í New Ycrk. Þeir
hafa um árabil reynt rneð mjög
góðum árangri gegn brjóst-
krabba, að dæla inn i brjóstæð-
ar „iheitum" radíoaktívu efni, og
aðrir meistarar spjölluðu saman
um nýjor aðferðir með geisla-
virk efni. Má í því sambandi
nefna þýzku læknana dr. Fried
helm Oderheuser, og dr. Gerhard
Schubert er ræddu um elektron
ur í sambandi við Betatronvél-
ina. Dr. Norman Ackerman frá
Minnesotaháskólanum gat um
nýja aðferð til þess að fá greint
magakrabba á byrjunarstigi, og
vakti fyrirlestur hans hina mestu
athygli, þrátt fyrir það að Rúss-
ar segðust hafa notað þessa að-
ferð um skeið. Aðferð dr. Aok-
ermans var þessi: Radíoaktivu-
fosfori er dælt inn í líkamann.
Því næst er örþunnur gúmmi-
belgur settur niður í magann,
í sambandi við filmu, þaninn
eins og hægt er, þannig að hann
fyllir algjörlega magann út. Þar
sem krabhamein era afarnæm
fyrir fosfór, kemur bletturinn
glögglega fram á fiimunni ná-
kvæmlega á þeim stað er krabba
meinið liggur. Þetta er þýðingar
mikil rannsóknaraðferð, sem á
næstunni verður tekin i notkun
í Danmörku. Það er almennt vit
að að oft er ákaflega erfitt fyrir
lækna að vita hvenær um krabba
mein er að ræða í maga, t. d. í
sambandi við magasár. Þarna
er kominn ný örugg aðferð, jafn
vel þegar um byrju. arstig er að
ræða.
Margt fleira var þarna sagt en
unnt er að greina frá í stuttri
blaðagrein. En hvað meðferð
þessara sjúkdóma snertrr, er nú
um að ræða aðallega: skurðað-
gerðir sem koma að góðu gagni,
séu þær framkvæmdar tímanlega
Þá geislalækningar e/ oft lækna
jafnvel þótt í óefni sé komið.
Hinsvegar trúa margir á þann
möguleika að unnt verði að fram
kalla ónæmi gegn krabbaveiki,
sbr. tilraunir þeirra snillinganna
von Euler Ohelpins og dr. Björk
lund. Eða hinn möguleikann að
finna upp lyf, sem læknað geti
krabbamein, álíka og t.d. penicill
in lungnabólgu. Og er trú
margra að tilraumr Svisslend-
inga með lyfið „Interferon*, sem
byrjað er að framleiða, en er
enn sem komið er ákaflega dýrt
í framleiðslu muni reynast hrein
asta hjálpræði.
Qg skaut þeirri hugsun upp á
Moskvufundinum, að ákaflega
þýðingarmikið væri það, ef unnt
reyndist að leysa upp eggjahvíi.u
himnu virusa, og því næst eða
að því loknu að ráðast á irjarn-
ann með öflugum lyfum.
Margir danskir læknar msettu
iþarna austurfrá, og var lækna-
fundur haldinn í Kaupmanna-
'höfn, er sendimenn komu heim,
og góður gaumur gefinn frásögn
þeirra. Kom meðal annars í ljós
að þegar í stað voru Danir stað
ráðnir í því að hefja samvinnu
við merkar erlendar stofnanir
á þessu sviði í ýmsum löndum.
Minnir þann er þetta ritar, að
Danir hafi fundið að minnsta
kosti níu tegundir virusa, aðeins
hvað snertir blóðkrabba, og lof-
að að senda sínar uppeldismýs-
er voru með þessá vírusa í blóð-
inu út um allar jarðir.