Morgunblaðið - 17.08.1962, Síða 16

Morgunblaðið - 17.08.1962, Síða 16
16 MOnCVI»BL'AÐIÐ Fosturlagur 17. ágúst 1062 HOWARD SPRING: 16 RAKEL ROSING Guð minn góður. Hvernig get ur þér dottið það í hug? Hvað ættirðu að vilja til Manohester? Jæja, ég veit nú, að ég vil fara þangað og ekki annað. Ertu viss um, að þú getir verið án mín? Já, ég verð að minnsta kosti að vera það. Eg hef það mikið þræl að þér út undanfarið. Farðu þá. Það var fyrst og fremst löngun in til að stíga á_borgarstræti aftur, sem rak Rakel áfram. Hún hafði verið reiðuibúin til að bíða og bíða, til þess að geta komið fyrirætlun sinni í framkvæmd, en þessi möguleiki til að sleppa og geta aftur gengið eftir göt- unum með öllum búðunum, sem hún þekkti svo vel, orkaði á hana eins og það orkar á útlaga að kóma í átthaga sína aftur. Veðurblíðan hafði engin áhrif á hana. Hún ranglaði innan um búðirnar, upp og niður í lyftum, út og inn inn dyr, þangað til hún var komin að niðurlotum af þreytu, en ánægð með tilveruna. Hún keypti eitthvert lítilræði sumstaðar og klukkan hálffimm fór hún inn í veitingahús til að fá sér te. Þarna var hlýtt og notalegt og hljómsveit lék, og henni fannst tilveran aftur vera orðin sæmi- lega örugg. í einum speglinum kom hún auga á sitt eigið andlit undir svörtum astrakanhatti, — sem var kringlóttur og féll að böfðinu. Já, hugsaði hún. Það er ekkert hægt að setja út á útlitið á stúlkunni þeirri arna. Að minnsta kosti er engin hérna inni, sem ber af henni. Og svo neytti hún veitinganna með ánægju. Það var orðið dimmt þegar hún kom út á Önnutorg aftur. Boglamparnir skinu yfir mann- þröngina, sem var nú að sleppa úr vinnunni. Markaðsgatan var ir glumdu og hringdu bjöllum og á þvergötunni fyrir framan Kauphöllina var stríður straum- ur af bílum, sporvögnum, reiðhjól um og gangandi fólki, og svó dag blaðavögnunum, sem þutu áfram með smáhestum fyrir. Rakel hugs aði til þess, hve oft hún hafði staðið þarna og beðið eftir spor- vagni út til Cheetham, þess and- styggilega staðar, sem var sá öm- urlegasti í allri borginni. Nei, þangað skyldi hún aldrei fara aftur. t Og þó. Hvers vegna ekki það? Hún mundi missa af lestinni, sem hún hafði ætlað að fara með, en hún gat náð í aðra. Líklega sé ég aldrei Cheetham aftur, ef ég læt ekki verða úr því í kvöld. En til hvers að vera að sjá hverf, ið? Hún vissi það ekki sjálf. — Kannske vegna þéss, að það tákn aði ömurlegustu andstyggð, sem hún hafði haft af að segja, og nú, er hún fann sig örugga vildi húnTirósa sigri yfir þessum hvim leiða stað. Hún klifraði upp á efri hæð í sporvagninum. Hann var yfir- fullur og allir gluggar lokaðir. Hvert sæti var setið og í næstum •hverjum munni þarna inni var pípa eða vindlingur. Andrúms- loftið var fúlt Og rúðurnar með móðu eftir andgufu farþeganna. Vörðurinn smeygði sér á rönd eftir þrönga ganginum, og tróð undir fótum sér ruslið eftir reyk- ingar dagsins. Allir virtust vera eintómir olnbogar og ekkert svig rúm til að hreyfa sig eða anda. Þó að Rakel hefði ekki verið lengi fjarvistum við allan þenna við- bjóð, var hann andstyggilegur í hennar augum og ruddalegur. Þessir sporvegnar voru ekki ann- að en galeiður, sem fluttu þræl- ana úr einum hlekkjunum í aðra. Hún sá ekkert út um gluggann. Ljósin, sem farið var fram hjá, voru daufrauð, er þau komu og krök af slíku fólki. Sporvagnarn hurfu á víxl. En þegar vagninn £336 .KX )PIB ,,n11, — Ég verð að setja þetta í öskutunnuna, svo að ég hafi rúm fyrir leikföngin, sem þú gafst mér í afmælisgjöf. beygði til vinstri að járnbraut- arbrúnni tók sessunautur Rakel- ar sitt til og strauk rúðuna með dagblaði og rótaði af henni fitu og sóti. Svo fleygði hann blað- inu og steig ofan á það. Rakel leit út yfir öxlina á honum, og meðan rúðan var að óhreinkast aftur náði hún að sjá djúpa dal- inn með öllum járnbrautarlínun- um, í þoku frá gufustrókum, en með rauðum dílum frá rauðum Og grænum ljósum og birtu frá eldunum í eimreiðunum. Nú voru þau komin yfir brúna og lögðu á löngu brekkuna upp til Cheet- ham. Vagninn ískraði á sporinu og vaggaði og slagaði af erfiðinu upp í móti. Rakel gat ekki þolað þetta lengur. Hún fetaði sig varlega niður óstöðugan stigann og fór út næst þegar staðnæmzt var. Hún var nú stödd á horninu á Derbystræti og andaði aðv sér röku og hráslagalegu loftinú. — Henni fannst eins og fötin henn- ar mundu þefja, það sem þau ættu eftir ólifað. Hún dustaði sig alla utan, rétt eins og hún teldi það nægilegt til að losna við óþefinn frá galeiðunni. Sporvagn inn var að hverfa, og leit ekki svo illa út svona í fjarlægð, en guð minn góður, sagði hún við sjálfa sig, hvernig gaztu þolað þetta dag eftir dag, svona lengi? Og öll Cheetham-hæðin, sem nú var allt í kring um hana, hvernig hafði hún getað sloppið þetta fræga gyðingahverfi, út úr því með nokkurh smekk fyrir hreinlæti? Hún hugsaði til orða Nicks Faunt, útilegu-lista- mannsins, sem hún hafði þekkt: „Við höfum eignazt nokkra fjand ans góða listamenn frá Manchest- er, og er það nokkur furða Eg skal bölva mér upp á, að mynd- irnar af himnaríki, sem eru málaðar í helvíti, eru miklu fal- legri en himnaríki sjálft“. Kannske var þetta satt. Hún hafði lært réttu aðferðina,við að sleppa burt frá þessu. Hún gekk hægt upp eftir brekkunni. Him- inninn var alsettur fögrum stjörn um, en jörðin, sem hún gekk á, lá flöt og vonlaus og óþrifaleg og virtist láta sér lynda örlög sín. Frá aðalgötunni með gull- vörunum, eða skreyttar leif- um af uppþornuðu kjöti, eða vesældarlegu grænmeti — með samkunduhúsunum gráum og grettnum og húsum, sem verk- smiðjusótið hafði verið að tæra, kynslóð eftir kynslóð — Og út frá þéssu lágu svo mjóar og óhreinar þvergötur, hrörlegar og að falli komnar, rétt eins og skemmd rif út frá skökkum hrygg. í öllum þessum litlu hús- um hnipraði fólk sig saman í þrengslunum, bogið í herðum með álút höfuð, augu, sem voru þokukennd og varla sá í, nema ofurlitla rifu. Hún gekk enn áfram og gamlir menn með strýkennd skegg stik- uðu fram hjá henni, horfandi til jarðar, Og börn með gljáandi augu komu kannske allt í einu í ljós við götuluktirnar, og ungar Rafsuðumaður óskast Blikksmiðjan GRETTIR Brautarholti 24. Tresmiður í Vantar nú þegar góðan trésmið eða mann vanan mótauppslætii. Mikil vinna. Uppl. gefur Böðvar Bjarnason sími 12, Ólafsvík. Kona óskast nú þegar í eldhús Kópavogshælis. Uppl.ýsingai í sma 38011 og á staðnum. Pilfur óskast strax. — Upplýsingar hjá verkstjóranum. Leðurgerðin hf. Skinholti 27. * X- >f GEISLI GEIMFARI OUR INTEK-PLAWETARY MISSILE /S FASTER THAN ANY SPACE SHIP MADE / ONCE FIRED, ITCAN TRACkT DOIVN ANO DESTROY ANY X- X- r — Ef yður hefur dottið í hug leið til að stöðva geirnfar Dracos, próf. Gengin......... — Eldflaugamar okkar eru hrað- fleygari en nokkur geimför. Þegar þeim hefur verið skotið, elta þær skotmarkið uppi og gjöreyða því. En Geisli er t m hprð í þessu geim- fari, Gengin. konur, skrautlegar en almúga- legar og svo gamlar konur, sem voru að sligast undir þunga ell- innar. ' ij Rakel þekk,ti þetta allt út í æs- ar, og vissi jafnframt, að jafnvel þótt nú væri dagsbirta, yrði þessi sjón ekki fallegri fyrir það. Þarna var ekkert tré, runnur eða blóm, engin lagleg bygging, ekk- ert til að gefa auganu minnstu tilbreytingu frá gráum steininum andstyggilega, sem teygði sig upp eftir allri brekkunni, mílum saman, og gat gert mann vit- skertan. ,M Hún sneri til vinstri og kom nú í götuna, þar sem hún hafði átt •heima svo lengi. Þarna teygði hún úr sér fram undan henni í allri sinni viðurstyggð og tóm- leika. Hún var koldimm nema rétt kring um götuljósin. Öðru hverju sá hún ljós í húsi, innan við ræfilsleat gluggatjald. Hún vissi vel ao fólkið þarna hafð- ist að mestu leyti við í eldhúsinu, bakatil. Henni varð hugsað til eldhússins, þar senu hún sjálf hafði verið að reyna að draga fram lífið. Hún gekk götuna á enda og hugsaði til hennar i hjarta sínu, rétt eins og illkynj- aðs og andstyggilegs sjúkdóms, sem hún hafði sloppið frá á ein hvern ótrúlegan hátt. Svo sneri hún við og staðnæmdist að lok- um við dyrnar, sem hún þekkti svö vel. Hún horfði á þær eins og töfruð og leyfði hatrinu að ná fullum tökum á sér. ,* i Hún hafði ekki heyrt eitt ein- asta fótatak, síðan hún kom inn. í götuna. Hún hefði eins vel get að verið kirkjugarður og hún SlJUtvarpiö Föstudagur 17. ágúst. 8.00 Morguriútvarp (Bæn. — Tón* leikar — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar), 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna': Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar. — 16.30 Veðurfr. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. Endurtekið tónlistarefni). 18.30 Ýmis þjóðlög. — 18.45 Tilkynm- ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20.30 Frægir hljóðfæraleikarar X Hornaleikarinn Dennis Brain. 21.05 Upplestur: Kristín Anna Þórar- insdóttir les ljóð eftir Kristján Árnason. 21.15 „Helgun hússins' forleikur op. 12'4 eftir Beethoven. — Hljómsveitin Philharmonia leikur. — Otto Klemperer stj. 21.30 Útvarpssagan: „Frá vöggu til grafar" eftir Guðmund G. Haga- lín; III. Höfundur les. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Jacobowsky og of- urstinn" eftir Franz Werfel; VI. (Gissur Ó. Erlingsson). 22.30 Tónaför um víða veröld: Kvöld við Miðjarðarhaf (Þorkell Helgason og Ólafur Ragnar Grímsson). 23.00 Dagskrárlok. t Lauffardagur 18. ágúst. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón- leikar — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Óskalög sjúklinga (Ragnheiður Ásta Pétursdóttir). 14.30 í umferðinni (Gestur I>orgríms- son). 14.40 Laugardagslögin. — (15.00 Frétt- ir). 16.30 Vfr. — Fjör I kringum fóninn: Úlfar Sveinbjömsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. y 17.00 Fréttir. — >etta vil ég heyra: Frú Ólöf Húnfjörð velur sér hljómplötur. 18.00 Lög fyrir ferðafólk. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregr- ir. 19.30 Fréttir. 20.00 Smásaga: „Systrabrúðkaup" eftir Guðmund Frímann. F'^mdur les. 20.20 Tónleikar: v. a) Forleikur að „Kátu konurnar frá Windsor* eftir Otto Nicolai. — Óperuhljómsveitin í París leikur. Stjórnandi: Pierre Der- vaux. b) ,_Sögur úr Vínarskógi" eftir Johann Strauss. — Konung- lega fílharmoníuhljómsveitin í Lundúnum leikur. Sir Malcolm Sargent stjómar. 20.40 Leikrit: „Morðinginn og verj- andi hans" eftir John Mortimer, Þýðandi: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.