Morgunblaðið - 23.08.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.08.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. ágúst 1962. Hvað segja þeir í frétturm Sjálfvirkt samband aö fKÆjfjS •»<• ■••/•"« % V ••«7 % / VW"V 'V""-' ••""»• komast á við Akureyri ER við höfðum tal af Gunn- laugi Briem, póst- og síma- málastjóra í skrifstofu hans í Landsímahúsiniu og spurðum hann, hvað efst væri á baugi í símamálum, kvað hann Iagn- ingu sæsímans vestur um haf merkasta þeirra framkvæmda, sem Landsíminn stæði að eða ætti hlut að máli. — Hafizt verður handa við lagningu sæsímastrengsins í hún verði tekin í notkun ekki siðar en í apríl á næsta ári. Á næstunni verður byrjað að setja upp 1400 númera stöð í Vestmannaeyjum og 2000 núm era stöð í Kópavogi. Fram- kvæmdum við báðar þessar stöðvar mun lokið í apríl. Um svipað leyti verður svo tekin í notkun 200 númera stöð í Selási. — Hvenær kemst á sjálf- Guncnlaugur Briem, póst og símamálastj. í skrifstofu sinni. september. Gert er ráð fyrir, að lagningunni sjálfri verði lokið snemma í október, en uppsetningu endabúnaðar, — tengingum og prófunum um næstu áramót. Strengurinn er lagður frá Nýfundnalandi um Grænland til Vestmannaeyja og er þessi vegalengd um 1720 sjómílur. — Hvað verða margar tal- rásir í strengnum? — í strengnum, sem venju- lega er nefndur Icecan, verða 24 talrásir, eins og í strengn- um til Englands. Miklar framkvæmdir við sjálfvirku stöðvarnar — Er ekki stöðugt unnið við að koma upp sjálfvirku stöðvunum úti á landi? — Jú, og ef við nefnum þá, sem lengst er á veg komin, þá er það stöðiri í Hafnarfirði og mun hún verða fullgerð í marz á næsta ári. Nýja stöðin verður 2.000 númer, en vegna mikillar fjölgunar símnotenda, urðum við að taka í notkun 500 númer af stöðinni, snemma á þessu ári. Þau eru sjálfvirk innan Hafnarfjarðar og til Reykjavíkur, en ef hringt er í þau frá Reykjavík, eru þau handvirk. — Hvað verður svo gert við gömlu stöðina? — Hún verður flutt til Reykjavíkur, þegar sú nýja er komin í samband til stækk unar. — Unnið er að uppsetn ingu sjálfvirkrar stöðvar á Akranesi fyrir 1400 númer og að sjálfsögðu hefur hún einnig sjálfvirkt samband við Reykja vík. Ég geri ráð fyrir, að og rætt hefur verið um það að fá sérstakt númer, sem unnt verður að hringja í og fá úrdrátt úr almennum frétt- um. — Hverjar eru þær helztar af öðrum framkvæmdum, sem standa fyrir dyrum? — í undirbúningi er að fjölga radíófjölsímarásum til Vestmannaeyja í sambandi við sæsímann vestur um haf og sömuleiðis til Keflavíkur og nýjum er verið að koma upp milli Akureyrar og Siglufjarð ar og Reykjavíkur og Patreks fjarðar, en þaðan helaur áfram línufjölsími til ísafjarð ar. Framh. á bls. 19 Lárus Sigurbjömsson, forstöðumaður Árbæjnrsafnsins. í bak- sýn er skálinn, eins og hann lítur út í dag. virkt samband við Akureyri? — Framkvæmdir standa nú fyrir dyrum og gera má ráð fyrir, að sjálfvirkt samband komist á milli Akureyrar og hinna sjálfvirku stöðvanna í júní næsta árs. — Krefst fjölgun sjálfvirku stöðvanna úti á landi ekki töluverðra breytinga á stöð- inni í Reykjavík? — Jú, mjög mikilla og nú er unnið að breytingum á bún- aði stöðvarinnar, svo að unnt verði að afgreiða við hinar. — Þeim breytingum verður lok ið um áramót. Ný fröken klukka — Hvað er að frétta af frök en klukku? — Þeirri gömlu, sem hefur verið í notkun allt frá árinu 1932, er nú dálítið farið að förlast og oft vill það koma fyrir, að erfitt eða jafnvel ómögulegt er að heyra hvað hún segir. Allur vélakostur klukkunnar er orðinn slitinn og svarar ekki kostnaði að end urbæta hann. Við eigum nýja fröken klukku í pöntun og hún mun byrja að segja sím- notendum hvað tímanum líð- ur í haust eða vetur. Vélar eru allar þýzkar, en röddin er Sigríðar G. Hagalín, leik- konu. Fréttasími — Hvernig hefur veður- fréttaþjónusta Landsímans mælazt fyrir? — Afar vel. Almenningur virðist notfæra sér það mjög mikið að hringja í 17000 til að fá upplýsingar um veðrið SKATAFELag Reykjavíkur hefur nýlega gefið' Reykjavík- urbæ skála þann, sem félagið átti í Lækjarbotnum. Helur hann verið fluttur í Árbæjar- safnið og er fyrsta mannvirk- ið á svæði, sem rísa mun í framtiðinni og verða helgað ungu kynslóðinni eingöngu. Stendur skálinn enn á tunn- um, neðarlega á Árbæjartún- inu og verður honum komið fyrir á grunni einhvern næstu daga. Þegar hann verður full- gerður, munu skátar í Reykja vík annast eftirlit með skál- anum. — Við hittum Lárus Sigur- björnssorx, íörstöðumann safns ins að máli og báðum hann að segja okkur nánar frá skála þessum. — Hann er e. t. v. ein merk- asta viðbót við safnið, þótt ekki sé hann gamall. Árið 1918 kom Sr. Friðrik Friðriks son fram með þá hugmynd að byggja hús fyrir Væringja- sveit sína og ætlaðist hann til, að skálinn yrði byggður í forn um stíl, sönnum Væringjastíl. Upp að honum áttu að vera torfveggir og skálinn er byggð ur með vindskeiðum fyrir torf þak, sem þó aldrei komst á, því veggirnir voru hlaðnir af vaneínum og harla lítilli kunn áttu. Það o!li svo því, að vegg irnir gliðnuðu frá skálanum og hrundu að lokum og torf- þakið komst aldrei á. — Hvað mun svo gert til að skálinn fái þá mynd, sem Sr. Friðrik ætiaði honum upphaf- lega? — Stafnarnir munu súðar- klæddir, veggir hlaðnir upp með hliðunum og torfþak sett á og komið fyrir mænisút- skurði, svo skálinn líkist sem allra mest fornum Væringja- skála að ytra útliti. Hið innra verðut skálinn óbreyttur að mestu leyti, nema hvað allra Væringjaskálinn, eins og hann var byggður upphaflega. fegurstú skarsúðir hans verða látnar njóta sín með því að rifið verður þil, sem byggt hefur venð milli svefnskála og setustofu, en í staðinn sett upp hálfþil að fornum hætti. — Er við gengum um skál- ann ,sáum við, að ýmistlegt var með sniði, sem ekki er beint í stíl Væringja, og eru skarsúðir t. d. vendilega mál- aðar. — Þetta verður allt skrapað sagði Lárus. • ★ • Á borði í setustofunni lá koparklukka í tveim hlutum. Þetta hafði upphaflega verið fegursta klukka og hafði hún hangið úti fyrir dyrum og henni hringt, þegar kalla þurfti menn saman, en ein- hver undarlega innréttaður maður, sem leið hefur átt framhjá skálanum, hefur greinilega fundið hjá sér ómótstæðilega löngun til að mölbrjóta hana. Það er sorg- legt til þess að vita', að ekkert, án tillits til þess, hvort það er gamalt eða nýtt, má vera óvaktað fyrir augum almenn- ings, án þess að það sé eyði- lagt. • ★ • — Hér í eldhúsinu verður sett upp minjagripasala, bæði frá skátunum og frá Árbæjar- safninu sjálfu og þar munu einnig hafa aðsetur einkenn- isklæddir umsjónarmenn frá skátafélögunum. — Hvað vilduð þér segja um svæði það, sem ætlað mun ungu kynslóðinni? — Við Hafliði Jónsson, garð yrkjustjóri, höfum í samein- ingu unnið að skipulagningu þess. Verður þar komið fyrir ýmiss konar gróðri og á vorin verður ungviði, kálfar, lömb og folöld, haft í girðingu á svæð.mu. Ég ætla, að það muni Framh. á bls. 19 ai kálinn mun verða I í Væringjastíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.