Morgunblaðið - 23.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. ágúst 1962. fORGVNBLAÐ1Ð j___u_i"i-»_i-u_i'U-i~i.ii.fLiLni.rtor~iinrinr ir‘111------- — - * ■ * ■*—■ Óvenjuleg skurðaðgerð í London: Brezkur læknir gefur dauðvona 1 SÍÐUSTU viku gengust tveir brezkir Iæknar undir óvenju- legar skurðaðgerSir í Hamm- ersmith sjúkrahúsinu í Lon- don. Annar þeirra dr. Ian Clark, var haldinn nýrnasjúk- dómi, liafði aðeins annað nýr- að og það svo skemmt, að honum var dauðinn vís. Starfs bróðir hans dr. David Spencer brá við og lét honum eftir annað sitt nýra sem var grætt Dr. Ian Clark og sonur hans Timothy. Hann átti skammt eftir ólifað — en dr. Spencer hefur gert sitt til að lengja líf hans. Allt bendir til þess að árang- urinn hafi orðið eins og bezt varð á kosið og vegnar báð- um vel, Læknarnir tveir þekktust ekki, áður en þetta kom til, en nú taiast þeir daglega við í síma úr rúmum sínum og fylgjast með líðan hvors ann- ars. C'lark hefur lengi átt við nýrnasjúkdóm að stríða. Fyrir sex árum var annað nýrað tekið og hitt versnaði ár frá ári. Var svo komið, að fullvíst þótti að hann ætti skammt efir ólifað. Er Spencer frétti af þessu og heyrði jafnframt, að dr. Clark væri sérlega góð- ur læknir og mikils metinn af sjúklingum sínum í Reading, þar sem báðir störfuðu. Sagði dr. Sper.cer að Bretland mætti vart v?ð því að missa svo góð- an lækni, það þyrfti heldur ekki að koma til, því að sjálf ur hefði hann tvö heil nýru og gæti Clark fengið annað, ef hann vildi. Einn af ættingj um Clarks bauðst einnig til þess að láta honum eftir ann- að nýra, en blóðflokkar þeirra féllu ekki saman svo það varð starfsbróður annað nýra sitt i dr. Clark. Læknarnir voru skornir upp samtímis og tóku aðgerðirnar sex klnkkustundir samfleytt. Morris er með vökvafjöðrun Nýjung á bílamarkaðnum VöKVAFJöÐRUN er nýjung á bílum. Morris 1100 hefur þennan nýja útbúnað og var fréttamönn- um í Reykjavík gefinn kostur á að skoða og reyna gripinn í gær. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan þessi bíll kom á mankaðinn og hefur hann vakið mikla at- hygli í Evrópu. Auk þess sem þetta er rrijög rúmgóður oig þæigi legur 5 manna vagn, þá virðist fjaðraútbúnaður engu lakari en það bezta, sem hingað til hefur þekikzt: Engir gormar eða gam- aldags fjaðrir, heldur vökva- kerfi, samtengt — og á það að endast jafnlengi og allur bíllinn verði hann ekki fyrir hnjaski eða slysum. Bíllinn er með framihjóladrifi og eru drifin, gírkassi og vélin í einni pönnu ef svo mætti segja: Sameiginleg áfylling. Aðeins fjórir smurkoppar eru á bílnum og á að smyrja í þá eftir hverja fimm þús. km. Bíllinn er þýður í akstri, hallast hverfandi lítið í snöi-pum beygjum og fer mjúk- Frú Spencer (til vinstri) og frú Clark. Myndin var tckin í Hammersmith sjúkrahúsinu, er þær hittust fyrst. ónothæft. Frá því dr. Clark og dr. Spencer, sem eru báðir liðlega þrítugir, voru lagðir í sjúkra- húsið í London hafa konur þeirra kynnzt og orðið góðar vinkonur Clark hjónin eiga tvo drengi, fimm og tveggja ára gamla og hefur frú Spenc- er aðstoðað frú Clark við að gæta þeirra í stórborginni síð- ustu dagana. , STAKSTtlWIÍ Tíminn og „austurviðskiptin“ Tíminn er við sama heygarð#- hornið. Ekki er að marka eitt einasta ovð, sem í þvi blaði stend ur um stjórnmál. Að vísu er það engin ný bóla. en hinu ber ekki að leyna, að blaðinu hrakar með hverjum degi sem líður hvað sxiertir réttar frásagnir og upp- lýsingar. Það mundi æra óstöðug- an og ætla sér að leiðrétta allar þær firrur, sem blaðið ber á borð fyrir lesendur sína. Mbl. verður því að láta nægja að minn ast aðeins á örfá dæmi. Og nú blasa þessi ósannindi við í Tím- anum í gær: .,Skrif Mbl. og Þjóð- viljans um „austurviðskiptin“ hafa verið býsna skemmtileg á köflum, þótt af miklum öfgum og ofstæki ti? beggja handa sé þar f jallað um alvarlegt og mikils fjaílað imii afvíiiicgt og mikii* vrrt máf þjóðavin.nar. Þjó'ivilj- inn liclrt-ir jivi fv.im — Jivi cr maiiní skilsi, avönisk.'ijila- vcrzliinin við kumiminislarik- in sr hagkvaimnátu vjðskipti, scm lutgsart "Ctur. MM. JicWur j jivi hins vcgar fr.am, að viiV- skiptin síu svo óhagstii-fS, a'3l hcini beri aS liiMta þegar i staiV. i:tlTii, fís'-Vi rrnsíð svo langtj vert mál þjóðarinnar. Þjóðvilj- inn heldur því fram — að því er manni skilst, að vöruskiptaverzl- unin við kommúnistaríkin sé hag kvæmustu viðskipti, sem hugsast geta. Mbl. heldur því hins vegar fram að viðskiptin séu svo óhag- stæð, að þeim beri að hætta þeg- ar í stað“. En hvað er hið sanna í þessu máli? Morgunblaðið hefur sýnt fram á með rökum að við- skiptin við Austur-Evrópulöndin eru íslendingum mjög óhagstæð og hafa komið niður á neytenduru í landinu ckki sízt þeim, sem hafa reynt að byggja yfir sig íbúðir. Um það mál þarf ekki að deila. lega yfir ójöfnur enda hefur hann verið nefndur „teppið fljúgandi.“ Hann eyðir 6 lítrum á 100 km. Þ. Þorgrímsson og Co. hefur nú tekið við Morris-umiboðinu sem síðast var í höndum Gísla Jónssonar. Sagði framkvæmda- stjórinn, Þorgrímur Þorgrímsson, í gær, að fyrirtækið væri nú að flytja í nýtt húsnæði, stórhýsi, sem verið væri að reisa að Suður landisbraut 6. Þar verður á laug- ardag og sunnudag bílasýning: Morris 1100, sporbbíllinn Morris Midget og Morris Mini-Minor verða þar til sýnis. Morris er framleididur hjá British Motor Corporation, sem m.a. framleiðir einnig Austin bílana. Hefur Morris náð mikilli útbreiðslu í mörgum löndum, t.d. í Danmönku. Þ. Þorgrímsson hefur í hyggju að koma upp góðum varahluta- lager hið fyrsta og fyrst um sinn mun Spindill annast við- gerðir Morrisbíla fyrir umboðið. Loks má geta þess, að fjög- urra dyra Morris 1100 kostar hingað kominn með útvarpi, kr. 154,000. Tveggja dyra kostar hann kr. 143,000.00. Morris Mini-Minor De Luxe Tra veller kostar kr 128,00.00 De Luxe Saloon kr. 112,000,00 og Morris Mini-Minor sendiferðabíll kostar kr. 96,000,00. Hins vegar kostar það ekki nema fáein þúsund að breyta sendiferðabílnum í fólks bíl, setja í hann glugga o.fl. — og er slíkt algengt. Koma heim af síldinni Akranesi 21. ágúst. Ms. Hvassafell lestaði hér í gær 900 tonn af sementi er það flytur til Norðurlandshafna. Svanur landaði í gær 3 tonnum af humar og Ásmundur landaði einu tonni aftur nóttina. Þrjár línutrillur reru háðan í dag. — Bensi fékk á sex bjóð 680 kg. af vænni, spikfeitri ýsu. Vélbátarnir Keilir Og Reynir koma heim af síldinni á morgun. — Oddur. • • Olvaðir unglingar í árekstri AKUREYRI, 20. ágúst. — Sl. laugardag á 4 tímanum varð harð ur árekstur á Akureyri milli vörubifreiðai frá Akureyri og fólksbifreiðar frá Reykjavík. Báðar bifreiðarnar skemmdust mikið, en þó Reykjavíkurbifreið- in meira. Bifreiðarstjóri ásamt 6 ára telpu var í Reykjavíkur- bifreiðinni og hlaut telpan ein- hver meiðsli. Á Akureyrarvöru- bifreiðinni voru tveir 18 ára pilt ar frá Akureyri. Höfðu þeir rænt bifreiðinni og voru ölvaðir og próflausir. Málið er enn í rann- sókn. — it e. sig. Hvað sagði Morgunblaðið En hvei’ er sannlcikurinn í full yrðingum Tímans í gær? Mbl. hefur m. a. sagt: „Auðvitað eru það hagsmunir útgerðarinnar að geta selt sem mest og víðast, og þeir hagsmunir eru vissulega þungir á metunum, en takmörk eru þó fyrir því hvaða byrðar er hægt að lcggja á herðar neytenda til að gæta hags útgerðarmanna“. Það er óvefengjanleg staðreynd, að íslenzkir neytendur hafa stór- skaðazt á viðskiptunum við járn tjaldslöndin, þar sem þeir hafa verið nevddir til að kaupa verri og dýrari vömr til neyzlu en eUa. Mbl. hcfur ennfremur sagt: „Út af fyrir sig er það eðlilegt að út- vegsmenn vilji að við haldið sé þvinguðum viðskiptum við aust- ur Evrópu og vera má að það reynist nauðsynlcgt að einhverju leyti, en hitt er liklega affarasælast, bæði fyrir útveginn og þjóðarheildina, að viðskipti þessi væru frjáls, þannig að þangað mætti flytja hverja þá vörutegund, sem útflytjendur óskuðu og kaupa þar hvaða vöru sem innHytjendur vildu þar kaupa. Á þann hátt einan fengist líka rétt mat á hagkvæmni þess- ara viðskipta“. Morgunblaðið vill að viðskipt- in séu frjáls, enda hefur frjáls verzlun ætíð reynzt happasæUI en haftastefnurnar. En vegna þess að Morgunblaðið vill frjálsa verzlun við kommúnistaríkiu eins og önnur ríki fullyrðir Tím- inn að blaðið hafi haldið því fram, „að viðskiptin séu svo óhag stæð (við járntjaldslöndin) að þeim beri að hætta þegar í stað“. Þannig eru öll skrif Tímans einn endalaus blekkingarvefur. Þess verður ekki langt að bíða að aðalfréttirnar af Tímanum verði þær, að þar finnist sannorð setn- ing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.