Morgunblaðið - 23.08.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1962, Blaðsíða 1
20 síður 49 árgangur 191. tbl. — Fimmtudagur 23. ágúst 1962 Prentsmiðja Mr rgunblaðsins Stöbusviptingar og fangelsanir i Ungverjalandi: ildu fella Háttsettir embættis- eg stjórnmálainefin sakaðir um að hafa undirbúið samsæri gegn kommunistastjárninni VÍNARBOKG, 22. ág. (NTB) -— Fjölda ungverskra stjórn- málaleiðtoga og háttsettra Enn sprengjn Sovétríkin UPPSÖLUM, 22. ágúst (NTB) — Laust fyrir hádegi í ilag mældust í Uppsölum hrær- ingar frá kjarnorkusprengju í gufuhvolfinu yfir Novaja Semlja. Var sprengjan nálægt 10 megalestir. Mun hér vera I um aS ræSa enn eina kjarn- orkusprengingu Sovétríkjanna ' í tilraunum þeim, sem staöið 1 hafa yfir um skeið í Norður- íshafinu. embættismanna hefur verið vikið úr stöðum sínum og margir þeira handteknir — fyrir að hafa tekið þátt í að undirbúa samsæri gegn Janos Kadar, forsætisráðherra, en hann er einnig aðalritari kommúnistaflokksins í land- inu. Eru fregnir af atfburði þessum hafðar eftir áreiðanlegum heim- ildum meðal stjórnmálamanna í Vínarborg. Alls eru 30—50 manns, þ. á m. margir æðstu embættis- menn og starfsmenn i innan- ríkis- og landvarnaráðuneyt- unum, sagðir vera viðriðnir málið. Leiðtogi samsæris- manna er talinn hafa verið varainnanríkisráðherrann An- tal Bartos. Meðal annarra háttsettra manna, sem hlutdeild áttu í samsærinu, er nefndur Imre Dögei, fyrrum landbúnaðar- ráðherra, sem var rekinn úr miðstjórn kommúnistaflokks- ins og sagði af sér þing- mennsku fyrr á þessu ári. Er hann sagður hafa leitað eft- ir stuðningi kínverskra- kommún ista við stjórnbyltingartilraun. — Hann var útnefndur sendiherra Ungverja í Peking árið 1960, en Framh. á bls. 19 —<S> Douglas DG-3, þ. e. Dakota-flugvél frá Flugfélagi fslands, af sömu gerð og áformað er að nota til Færeyjaflugsins, sést hér lent á flugvellinum í Færeyjum, þar sem henni var tekið með kostum og kynjum af landsbúum. Myndina tók einn af frétta- mönnum Mbl., sem fór með vélinni til Færeyja í sl. mánuði. Mænuveikisýkli e. t. v. útrýmt — segir dr. Jonas Salk MONTREAL, 22. ágúst — NTB — Dr. Jonas Salk, lýsti því yfir á ráðstefnu í Montreal í dag, að sá dagur kynni að renna upp, að sýkli þeim, er veldur mænu- veiki, verði algjörlega rutt úr yegi og hann líði undir lok. Salk sagði, að samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, bendi margt til þess, að bólusetning gegn mænuveiki verndi ekki einungis þá, sem bólusettir eru, heldur fækki sýklinum almennt. Mæunveikitilfellum hafi farið áberandi fækkandi bæða meðal bólusettra og þeirra, sem ekki hafa verið bólusettir. — Ef bóluefnið hefði í raun- inni þessi almennu áhrif, gæti það leitt til þess að sýkillinn liði algjörlega undir lok og bólu- setning yrði óþörf, sagði Salk. Arangurinn af viðræöum FÍ og Færeyinga: Regiubundnar flugferðir til Færeyja eftir 1. apríl n.k.? Ráðgert að nota Dakota-flugvélar og fljúga áfram til Skotlands Þórshöfn, Færeyjum, 22. ágúst. — Einkaskeyti til Mbl. — HUGO Fjörðoy, annar þeirra Færeyinga, sem í gær kom heim að loknum viðræðum við Flugfélag Islands í Reykjavík um reglubundnar flugferðir til Færeyja, skýrði frá því, að áformað væri að hefja ferðir næsta ár. hinn 1. apríl MEÐ DAKOTA-FLUGVÉLUM Fjörðoy sagði, að í athug- uit væri að nota flugvélar af gerðinni Douglas DC-3, þ. e. Dakota til ferðanna, þannig- að flogið yrði frá Reykjavik til Færeyja og þaðan áfram til Glasgow. A þann hátt gæfist’ferðafólki kostur á að ná áætlunarferðum Flugfé- lagsins alla leið til Kaup- mannahafnar. VELTUR A OTBÚNAÐI FLUGVALLARINS öll eru þessi áform að sjálf- sögðu undir því komin, að góður árangur náist af viðræðum við landsstjórnina í Færeyjum um tæknilegan búnað flugvallarins hér. Þær viðræður munu hefj- ast bráðlega. Telur Fjörðoy ekki tímabært að greina nánar frá áformunum, fyrr en málið hefur verið lagt fyrir landsstjórnina. — Arge. Savannah — fyrsta kjarnorkukaupfar heims FYRSTA kjarnorkukaupfar heims, bandaríska 22,000 smá lesta skipið „Savannah", létti akikerum og lagði upp í jóm- frúarferð sína frá Yorktown í Virginia-ríki s.l. mánudag, hinn 20. þ.m. Var förinni heit ið til samnefndrar borgar, Sa-v annah í Georgia-ríki í Banda- ríkjunum. Þangað átti skipið að koma í gær og mun verða þar fra-m til 26. þ.m. „Savannah“ hefur fram til þessa kostað bandarísku stjórn ina rúmlega 50 milljónir dala; þar af kostaði smíði skips- skrokksins og kjarnonkuofn þess um 40 milljónir, fyrsta eldsneytishleðslan, sem end- ast mun í 3 ár, 1, 4 milljónir og undirbúningur reynslu- ferðar og ferðarinnar sjálfar um 6 milljónir dollara. — Áð- urnefndur heildarkostnaður mundi nægja til kaupa á 5 venjulegum flutningasikipum. Vegna hins gífurlega kostn aðar við smíði kjarnorkuknú- inna kaupfara og ennfremur af því að rekstur þeirra mun, einkum sakir fjölmennis á" Fram'hald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.