Morgunblaðið - 12.09.1962, Blaðsíða 2
2
MORGVNRLAÐIÐ
Miðvikudfagm' 12. sept. 1961
%Ma
Danski leikarinn
Mogens Wieth latinn
niniTR f RPFTf.ATSim
Var af íslenzkum ættum og
heimsútti Ísland tvívegis
I
HINN kunni danski leik-
ari, Mogens Wieth, fannst
á mánudag látinn í hótel-
herbergi sínu í Lundún-
um. Hann var 42 ára gam-
all. Wieth, sem var einn
af fremstu leikurum Dana,
átti til íslendinga að telja
í móðurætt — og kom tví-
vegis hingað til lands. —
Lék hann þá m. a. í Iðnó.
Wieth hafði nýlega ráðist
tfl „Old Vic“ leikhússins víð-
fræga í Lundúnum og var
tekinn til við æfingar á
hlutverki Antonios í leikriti
Shakespeares, „Kaupmaður-
inn í Feneyjum". Þegar hann
kom ekki til æfingar, var
hans saknað af félögum sín-
um. Þeir tóku að grennslast
eftir honum og fundu hann
laust eftir hádegið látinn í
herhergi sínu í gistihúsinu.
Kunnugt er, að Wieth
hefur verið haldinn alvarleg-
um sjúkleika um árabil —
og hefur hann gengist undir
margar læknisaðgerðir. Sam-
kvæmt upplýsingum lög-
reglu, átti andlátið sér stað
með eðlilegum hætti.
VIÐURKENNDTJR
UISTAMAÐUR
Mogens Wieth var sonur
leikarans Carlo Wieth, sem
starfaði við Konunglega leik-
húsið. Hann lauk stúdents-
prófi árið 1937 og var sama
ár veitt innganga í leikskóla
Konunglega leikhússins. —
Tveim árum síðar fór hann
MaMMMMkMMMlWkMi
þar með fyrsta hlutverk sitt
og starfaði við leikhúsið
fram til ársins 1959. Arið
1956 hylltu danskir stúdent-
ar hann sem „heiðurslista-
mann“ sinn og á þessu ári
var hann enn heiðraður, þá
af verðlaunasjóði Poul Reu-
merts.
Eins og fleiri Danir neydd-
ist Wieth til að flýja land á
styrjaldarárunum. — Komst
hann með fiskibát yfir til
Svíþjóðar og hélt þaðan til
Englands og gekk í herinn.
Var hann m. a. í fallhlifalið-
inu.
DAÐUR 1 BRETLANDI
Hinn danski leikari hafði
áður leikið í Lundúnum og
hlotið mikið lof brezkra
gagnrýnenda fyrir leik sinn
í ,3rúðuheimili“ Ibsens árið
1953. Var hann að þessu sinni
ráðinn til að fara með þrjú
hlutverk hjá „Old Vic“, þ. e.
auk hins áðurnefnda, titil-
hlutverkið í „OtheIlo“ eftir
Shakespeare og einnig hlut-
verk í leikriti eftir Ben John-
son.
LÉK 1 IÐNÓ
Hann var þekktur langt út
fyrir endimörk Danmerkur
og hafði m. a. leikið sem gest-
ur á flestum Norðurland-
anna. Arið 1948 lék hann í
Iðnó, hlutverk Kurts
sóttvarnastjóra í leikriti
Strindbergs, „Dauðadansin-
um“, en í leikritinu léku
einnig þau hjónin Anna Borg
og Poul Reumert, sem var
leikstjóri. Þótti það mikill
leikviðburður.
Mogens Wieth hafði mik-
inn áhuga á islandi og mun
þar hafa ráðið mestu að
hann var af íslenzkum ætt-
um. Var langafi hans Bergur
Thorberg, landshöfðingi. —
— Wieth var mikill vinur
Reumert-hjónanna og eign-
aðist að auki marga kunn-
ingja og vini hér á landi. —
Er að honum hinn mesti
mannskaði.
SVIPLEGT FRAFALL
Eiginkona Wieth var leik-
konan Lily Weiding, en þau
giftu sig árið 1954. Var hún
stödd í móttöku í ísraelska
sendiráðinu, í tilefni heim-
sóknar Davids Ben-Gurion,
þegar henni barst hin svip-
lega fregn af andláti eigin-
manns síns.
[ NA /S hnútor [ SV 50 hnútar ¥ Sn/ókoma > 06 i V Skúrir EC Þrumur ’WXZ KuUaakil ^ HiUtkH H^Hmt 1 L*Lmg» j
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi:
SV-land, Faxaflói og miðin:
SV gola og dálítil súld eða
rigning fyrst, hægviðri og létt
ir til síðdegis.
Breiðafjörður og miðin: SV
gola og súld fram á daginn, létt
ir til með NA golu.
Vestfirðir og miðin: Hæg-
’Viðri og dálítil rigning í nótt,
en gola og bjart sunnan til á
morgun, kaldi og rigning
norðan tii.
Norðurland, NA-land og mið
in: Hægviðri og skýjað í nótt
en NA gola og sums staðar dá-
lítil rigning síðdegis.
Austfirðir, SA-land miðin
og austurdjúp: Hægviðri og
léttskýjað.
Fjölsótt héraðsmót á
Ólafsfirði og Dalvík
LAUGARDAGINN 1. sept. s.l.
héldu Sjálfstæðismenn á Ólafs-
firði héraðsmót sitt í samkomu-
húsi bæjarins. Var hað vel sótt
og fór hið bezta fram.
Bæður á mótinu flutti þeir
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðberra, og Gísli Jónsson,
menntaskólakennari, og var gerð
ur góður rómur að máli þeirra.
Á sunnudagskvöldið 2. "“ptem
ber .fndu svo Sjálfstæðismenn á
Dalvík einnig til mannfagnaðar
í samkomuhúsi sínu. Var mót
þettf. mjög fjölsótt og þótti tak-
ast með miklum ágætum. Sam-
komuna setti og stjórnaði for-
maður Sjálfstæíisfélagsíns, Egill
Júlíusson útg.m.
Ræðuir á þessu móti fluttu
Ingólfur Jónsson, ráðherra, og
Jónas G. Rafnar, alþingismaður.
Var ræðumönnum mjög vel fagn
að.
Sexmaimasiefnd-
in enn á fundum
MBL. átti tal við Svein Tryggva-
son, framkvæmdastjóra Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins. í gær
kvöldi og innti hann eftir fund-
um í hinni svonefndu sexmanna-
nefnd sem skal ákveða verð
landbúnaðarafurða. í nefndinni
eru þrír fulltrúar neytenda Og
þrír fulltrúar bænda. Sveinn
sagði að nefndin hefði setið á
fundi í fyrrakvöld og fyrrinótt
en hvorki hefði verið samið með
aðilum né málinu vísað til yfir-
nefndar, sem ákveður endanlega
verðið, náist samkomulag ekki í
sex mannanefndinn. Fundur var
boðaður í sexmannanefndinni
klukkan 9 í gærkvöldi og sagði
Sveinn að hann teldi að málin
myndu skýrast í nótt og í dag
mundi séð hvort samið yrði eða
málinu vísað til yfirnefndar.
• • r m
Sjo nygar
otj telpna
KOMNAR eru út hjá Leiftri 7
nýjar barnabækur. Meðal þeirra
eru smásögur um hinn fræga
tyrkneska skólameistara, Nasa-
reddin en ungir og gamlir um
víða veröld skemmta sér enn
við kímnisögurnar um hann, þó
hann hafi verið uppi á 14. öld-
inni. Eru sö~urnar í þessari bók
í þýðingu Þorsteins Gíslasonar
og hefur Barbara Ámason mynd
skreytt bc' !na.
Önnur bókin er Cómul æfin-
týri í þýðingu Teodórs Árnason
ar, skreytt myndum eftir Hall-
dór Pétursson. The >dór Árnason
þýddi á sínum tíma Grimms ævin
týrin, sem kunnugt er.
drengja-
hækur
Hinar bækumar eru drengja og
telpnabækurí venjulegum stíL
I>ar á meðal er sjötta BoL Moran
bókin, og segir frá spennandi af
reksvcrkum hetjunnar. Heitir
þessi bók Eldklóin. Önnur
drengjasaga er sjötta bókin um
hetjuna Kim og heitir Kim
hvergi smeykur. Telpunabækurn
ar eru um Kötu og Hönnu. Er
þetta 13. Hönnubókin og heit-
ir „Hanna kann ráð við öllu.“
Kötubókin heitir „Eg er kölluð
Kata“ ' er ætluð yngri lesend
um í hópi telpnanna. Loks er ný
bók handa drengjum og telpum
og heitii sú Kalli og Klara
HÉRAÐSMOT
Sjálfstæðismanna
á Snæfellsnesi 16. sept.
HÉBAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Snæfellsnes- og Hnappa-
dalssýslu verður haldið að Breiðabliki sunnudaginn 16.
september klukkan 6 eftir hádegi.
'W*% Gunnar Thoroddsen, fjar- málaráðherra, og Jón Árna- son, alþingismaður, flylja
% ræður.
íiWj^'js í*'!§ Þá verður sýndur gaman-
Ieikurinn „Heimi!is£riður“ 'Æk t's
ite 1' Í-Slí'; iuumuu Sf lÉ’J 5! 01 eftir Georges Courteline, í (Smí... ~ dtot
M ‘ ÍSlW 1SM þýðingu Árna Guðnasonar,
& ^ssf y ■SÆi. ,i-n L SlímtflÍBJlll ■k ' fstei fsBmm magisters. Með hlutverk fara leikararnir Rúrik Haraldsson
Gunnar 0g Guðrún Ásmundsdóttir.
Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tví-
söngur. Flytjendur eru óperusöngvararnir Guðmundur
Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested, og undirleik annast
Fritz Weisshappel, píanóleikari.
Dansleikur verður um kvöldið.
Greiðsla skatta
og útsvara
STJÓRN Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja gerði svo-
fellda ályktun á fundi sínum 7.
september 1962:
í ágústmánuði síðastliðnum
var tilkynnt að framvegis ætti
að draga hluta af útsvörum og
' þinggjöldum launamanna frá
desemberlaunum.
Þar sem þetta hlýtur að valda
launþegum miklum erfiðleikum
í jólamánuðinum mótmælir
stjórn B.S.R.B. eindregið um-
ræddri breytingu og skorar á
stjórnarvöldin að breyta inn-
heimtunni aftur í það horf, sem
áður var, að skattar og útsvör
verði eigi dregið frá launum
manna í jólamánuðinum.
(Frá Bandalagi starfsmanna rík-
is og bæja.j
Á báðum þessum héraðssam.
kornurn var fluttur hin ágæti
gamanleikur „Mótlætið göfgar“
eftir Leonard White, en meS
hlutverkin fóru leikararnir Valur
Gíslason og Helga Valtýsdóttir,
Enr.fremur var til skemmtun-
ar einsöngur og tvísöngur en
flytjendur voru Kristinn Halls.
son, óperusöngvari, Þórunn Ól.
afsdóttir, söngkona og Skúli Hall
dórsson, píanóleikari.
Var listafólki s»m og
ræðumönnunum mjög vel teki#
á báðum þessum samkomum.
Sauðárkrókur
vaim Húsavík
Sauðárkróki 10. sept.
SUNNUDAGXNN 9. sept for
fram á Sauðárkróki bæjankeppni
í knattspyrnu milli Húsavikur
og Sauðárkróks. Keppt var i
tveimur flokkum, fyrsta og fjórða
flokki. Úrslit urðu þau að lið
Sauðárkróks vann báða leikina,
í fyrsta flokki 5:1 og í fjórða
flokki 2:0. Einnig fór fram hand
knattleikskappleikur kvenna.
Húsavíkurstúlkur unnu með 8:3
sameinuð lið frá Sauðárkróki
og Hofsósi. — jón
— Synti til lands
Framih. af bls. 24.
— Á föstudagsmorguninn
var ágætt veður og sjór til-
tölulega sléttur. Álandsvind-
ur var og við gáfum eftir á
tóunum og létum bátinn reka
upp undir land. Hallgrímur
synti síðan til lands, nokkur
hundruð metra, og upp i
klettana, en þar var nokkuð
brim, því þarna er eilífur
súgur. Sundið gekk ágætlega
og Hallgrímur gekk síðan
meðfram klettunum þar til
hann komst upp, og hélt til
Malarrifs þar sem hann til.
kynnti hvernig komið væri.
Þá hafði frétzt þangað að
bátur lægi úti og eitthvað
væri að. Um fjögur leytið
kom síðan dragnótabáturinn
Garðar og síðar Víkingur,
báðir frá Ólafsvik. Við feng-
um rafmagn til þess að koma
vélinni í gang og sigldum
síðan heim.
— Ég er ekki skipsmaður
á Farsæl, sagði Ottó að lok-
um, — heldur fór með í þessa
ferð að gamni mínu og lenti
þá í þessu ævintýri.