Morgunblaðið - 12.09.1962, Blaðsíða 12
12
MORCVTSBT 4fí1 Ð
Miðvikudagur 12. §epí. 1962
tJtgefandi: Hf. Árvakur 'kjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
KOSNINGAR TIL
ALÞ ÝÐ USAMBANDS-
ÞINGS
TVTæstkomandi laugardag
-*■ ’ hefjast kosningar full-
trúa á næsta þing Alþýðu-
sambands íslands og standa
þær yfir til 7. október. 330—
340 fulltrúar verða kjörnir í
yfir 160 launþegafélögum.
Þar að auki er þess að vænta
að samtök verzlunarmanna
fái viðurkenndan rétt sinn til
þátttöku í Alþýðusambandi
íslands og bætast þá við 30
—40 fulltrúar.
Eins og kunnugt er ráða
kommúnistar nú lögum og
lofum í Alþýðusambandi ís-
lands með tilstyrk Fram-
sóknarmanna. Sem betur fer
er skilningur nú vaxandi á
því að stefna og starfsemi
„íslenzkra“ kommúnista mið
ast ekki við hagsmuni laun-
þega heldur beinist hún að
því að vinna hinni rússnesku
heimsvaldastefnu gagn. Af
því leiðir að kommúnistar
telja nauðsynlegt að sann-
færa menn um hve afleitt
lýðræðislegt stjómarfar sé,
og þess vegna telja þeir sér
líka skylt að gera allt, sem í
þeirra valdi stendur, til þess
að hindra raunhæfar kjara-
bætur og þjóðfélagsumbæt-
ur almennt. Þeir eru því and
stæðingar þeirra manna, sem
falið hafa þeim umboð í Al-
þýðusambandi íslands, verka
mannanna.
Þeir menn, sem gera sér
grein fyrir þessu eðli hinn-
ar kommúnisku baráttu,
hljóta að hafa náið samstarf
til að hindra áframhaldandi
yfirráð kommúnista. Þess
vegna er ekki nema eðlilegt
og sjálfsagt að Sjálfstæðis-
menn og Alþýðuflokksmenn
starfi saman í verkalýðsfélög
unum. Hitt vekur furðu að
Framsóknarmenn skuli að
undanförnu hafa stutt erind-
reka heimskommúnismans
til valda. Enn er ekki sýnt
hvort áframhald verður á
þeim stuðningi, og vill Mbl.
ekki gera því skóna að ó-
reyndu að foringjar Fram-
sóknarflokksins skipi liðs-
mönnum sínum enn einu
sinni að styrkja kommúnista,
enda eðlilegt og sjálfsagt að
allir lýðræðissinnar hafi sam
starf í verkalýðsfélögunum
hvað sem líður samstiórn
flokka á hverjum tíma.
ORÐHENGILS-
HÁTTUR
¥ Tímanurn í gær birtist rit-
stjórnaxgrein um afstöðu
íslendinga til Efnahags-
bandalags Evrópu og er hún
býsna kyndug.
Þar er því fyrst réttilega
lýst að enn sé óljóst hvemig
samningum um aukaaðild
geti verið háttað og á það
bent að í henni geti falist
allt frá 1% til 99% af skuld-
bindingum Rómarsamnings-
ins. Síðan segir:
„Þess vegna er orðið auka-
aðild alls ekki nothæft eins
og sakir standa í umræðum
um hugsanlegar leiðir fyrir
ísland í samningum við
EBE. Það segir ekki neitt.
Af þessum ástæðum hefur
Framsóknarflokkurinn ekki
minnzt á aukaaðild í álykt-
unum sínum um ísland og
EBE.
Miðstjómin hefur mótað
þá leið að leita tengsla við
EBE, þegar tímabært verð-
ur með sérstökum samningi
um tolla og viðskiptamál —
án þess að ganga í Efnahags-
bandalagið.“
Sannleikurinn er sá að ná-
kvæmlega er jafnóljóst enn
hvað felast kann í „tengsl-
um“ við Efnahagsbandalag-
ið eins og aukaaðild að því.
Þetta er því orðhengilshátt-
ur, sem minnstu máli skipt-
ir. En Tíminn heldur áfram:
„Ennfremur hefur mið-
stjórnin og talsmenn Fram-
sóknarflokksins á fundum og
í Tímanum lagt og leggja
höfuðáherzlu á að bíða á-
tekta — og það telja Fram-
sóknarmenn þýðingarmest
af öllu að fara sér hægt og
fá málefni íslands leyst sér-
staklega, vegna þess að Is-
land hafi algjöra sérstöðu
meðal þjóða heimsins.“
íslenzka ríkisstjómin hef-
ur einmitt beðið átekta, en
jafnframt lagt sig fram um
að fylgjast sem rækilegast
með þróun mála og kynna
málstað íslands meðal þeirra
þjóða sem úrslitaáhrif hafa.
En ástæðan til þess að beðið
er átekta er einmitt sú að
erfitt er í dag að mynda sér
skoðun á því hvers konar
„tengsl“ eða „aðild“ að Efna-
hagsbandalaginu sé heppi-
legust. Þess vegna er bæði
ótímabært og óskynsamlegt
að tala eingöngu um samn-
inga um tolla og viðskipta-
mál eins og Framsóknar-
menn gera. í því efni á að
láta hagsmuni íslendinga
eina ráða, en ekki einhverja
ímyndaða áróðurshagsmuni.
UTAN UR HEIMI
Þrír forsætisráðherrar, sem sitja ráðstefnuna í London: Frá vinstri: Keith Holyoake,
Nýja-Sjáland, Robert Menzies, Astralía og John Diefenbaker, Kanada.
Búizt við vinsamiegum fundi
forsætisráðherra Samveidislanda
I
NÚ er hafin í London ráð-
stefna forsætisráðherra
brezku Samveldisland-
anna. Þessarar ráðstefnu
hefur verið beðið með all-
mikilli eftirvæntingu und-
anfarna mánuði, vegna
þess, að margir telja, að
þar kunni að ráðast, hvort
af aðild Breta í Efnahags-
bandalaginu verður.
Ekki dró úr eftirvænt-
ingunni, er hlé varð á við-
ræðum Breta við fulltrúa
bandalagsins fyrr á þessu
hausti. Þá virtist um tíma
sem vandfundin myndi sú
leið, er leiða myndi til að-
ildar Breta, því að tals-
verður ágreiningur ríkti
milli fulltrúa bandalags-
ríkjanna og brezku full-
trúanna, sem Edward
Heath, varautanríkisráð-
herra, hefur að mestu haft
orð fyrir. Ætlunin var, eft
ir að ákveðið var að halda
ráðstefnuna í Lundúnum,
að reyna að fá gengið end-
anlega frá þeim skilyrð-
um, sem sett yrðu fyrir
aðild Breta, áður en ráð-
stefnan hæfist.
Þetta tókst ekki eins og
kunr.ugt er. Er svo var kom-
ið, tók i auknum mæli að
gæta þeirrar skoðunar, að
mjög hefði dregið úr líkun-
um fyrir aðild Breta og tals-
menn þess, að Bretar gengju
í bandalagið, myndu eiga í
vök að verjast á ráðstefnu
forsætisráðherranna.
Nokkrir þeirra hafa látið í
ljósi vantrú á því, að tengslin
innan Samveldisins gætu
haldizt óbreytt ef Bretar
gengju í bandalagið. Hefur
þeirrar andstöðu, sem þann-
ig hefur gætt, mjög verið
haldið á lofti.
Hins vegar er það stað-
reynd, að minna hefur verið
gert úr afstöðu þeirra Sam-
veldislanda, sem eru fylgj-
andi aðild Breta, en þau
lönd eru í alimiklum meiri-
hluta. Þá er þess að gæta,
sem ekki hefur komið oft
fram, að jafnvel andstæðing-
ar þess, að Bretar gangi í
bandalagið eru margir ekki
ýkja harðir í andstöðu sinni,
eða andmæltir aðild að öllu
leyti.
Því er ekki gert ráð fyrir,
að neitt þessara landa muni
segja sig úr Samveldinu, né
reyna að gera Bretum erfitt
fyrir á annan hátt, þótt sú
skoðun verði ofan á, að
Bretar eigi að ganga í banda-
lagið.
Þetta hefur komið í ljós af
ummælum meirihluta þeirra
ráðherra, sem ráðstefnuna
sitja.
Afstaða einstakra sam-
veldislanda.
í>ótt málin standi þannig,
sem nú hefur verið sagt frá,
þá er ekki þar með fullyrt,
að þau lönd, sem fylgja aðild
Breta, séu ánægð með þau
skilyrði, sem fram til þessa
hafa verið sett fyrir inn-
göngu þeirra í bandalagið.
Pakistan, Kýpur og Sierra
Leone vilja ganga sem lengst
í því að tryggja útflutnings-
möguleika sína og efla þá.
Löndin í Karabiska hafinu
horfast í augu við efnahags-
legt hrun, nema þau fái að
njóta sérréttinda um sykur-
útflutning, en núverandi
stefna bandalagsríkjanna er
sú, að fyrst og fremst beri að
gæta hagsmuna sykurfram-
leiðenda í Evrópu — þá á
kostnað þeirra ríkja, sem að
ofan er getið.
Nýja-Sjáland á við sína sér
stöku erfiðleika að etja, ef af
aðild Breta verður, vegna nú
verandi útflutnings síns á
mjólkurafurðum og afurðum
af sauðfjárrækt.
Afríkulöndin hafa sett fram
sínar kröfur, en ekki er talið,
að erfitt muni reynast að
fullnægja þeim — ef Efna-
hagsbandalagið fellur frá
þeirri uppástungu sinni, að
þessi lönd gerist aukaaðilar.
Bandalagið hefur viljað fá
því framgengt, ef þessi lönd
eigi að fá notið sérréttinda í
viðskiptum sínum.
Nigeria, Ghana, Tanganyika
og Uganda (hlýtur sjálfstæði
í næsta mánuði) munu öll
frekast hagnast af aðild
Breta, en hitt. Andmæli þau,
sem gætt hefur hjá fulltrú-
um þessara landa, eru ekki
runnin af ástæðum hagfræði-
legs eðlis, heldur er það
skoðun margra þeirra, að í
kjölfar aðiidar Breta mtinj
fylgja stjórnmálaeining, sem
muni hafa óheppileg áhrif —
og því telja þessir fulltrúar
ekki heppilegt, að lönd þeirra
gerist aukaaðilar bandalags-
ins.
Hins vegar er ekki talið,
að Efnahagsbandalagið muni
halda fast við þá kröfu sína,
þannig að frekar auðvelt er
Framhald á bls. 15
«%r>
Meginatriðið er hins vegar
að Islendingar hljóta að
verða aðilar að þeirri þróun,
sem nú á sér stað í Evrópu,
í einhverju formi, og skal
fúslega viðurkennt að þetta
gera Framsóknarmenn sér
ljóst. Þess vegna er þess að
vænta að þeir forðist sleggju
dóma og hagi málflutningi
sínum í samræmi við þá yf-
irlýsin^u að þeir vilji bíða
átekta og kynna sér málin
sem rækilegast, því að enn
veit enginn hvaða form hent-
ar okkur bezt. Akvörðun um
það hlýtur að byggjast á
framvindu mála, einkum í
sambandi við umræður um
fiskveiðimálefni og umsókn-
ir Breta, Norðmanna og
Dana.
GÖÐ SÍLDVEIÐI
Cíldarvertíðinni fer nú sexm
^ að ljúka, og jafnvel þótt
ekki fiskaðist meiri síld en
þegar er komin á land er um
ágætan afla að ræða, sem
mjög mun styrkja fjárhag
fjölda manna og þjóðarheild-
arinnar.
Fregnir berast nú einnig
af því að góð veiði sé hjá tog
urunum á Nýfundnalands-
miðum. Ef framhald verður
á þeim veiðum og aftur verð-
ur um svipuð aflabrögð að
ræða þar og 1958 er sannar-
lega ástæða til bjartsýni.
Góð aflabrögð auðvelda út
gerðinni að standa undir
reksturskostnaði. Þess vegna
eru þeim mun meiri líkur til
að menn fái notið kjarabóta,
sem hagur útgerðarinnar er
betri. Hann snertir því í raun
inni kjör hvers manns þegar
til lengdar lætur.