Morgunblaðið - 12.09.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.09.1962, Qupperneq 6
6 MORGUNTiLAÐIÐ Miðvikudtagur 12. sept. 196? Islenzkur landbúna ður mun sigrast á erfiðleikunum og bldmgast í landinu Úrdráttur úr ræðu Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráðherra á fundi Stéttarsambands bænda f LOK aðalfundar Stéttarsam- bands bænda, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði 4.—5. september ávarpaði Ingólfur Jóns son landbúnaðarráðherrá fund- inn. Fe úrdráttur úr ræðu hans hér á eftir. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra hóf mál sitt með bví að ræða um Framleiðsluráðslögin, sem gilt hefðu frá því 1947 og skyld lög þeim frá því árið 1943. Bændur hefðu margsinnis lýst ágæti þessara laga, enda talið að þau væru samin samkvæmt þeirra óskum. Viðurkennt væri, að lögunum hafði verið breytt til mikilla hagsbóta fyrir bændastétt ina í árslok 195f með verðtrygg ingu útfluttra vara o„ breytingu á verðlaginu fjórum sinnum á ári, ef kaupgjald og rekstrarvör ur ^ækkuðu í verði. Ráðherra kvaðst reiðubúinn að ræða við stjórn stéttasambandsins um hugsaniega breytingu á lögunum Vitað væri ,að ýmsar fundarsam þykktir lægju fyrir um áskoran ir til stéttasambandsins að gera vissar breytingar en tillögur í þessu efni sem mættu verða bændastéttinni að gagni hafi ekki enn séð dagsins ijós og væri því eftir að gera sér grein fyrir i bverju breytingiarnar ættu að vera fólgnar til þess að því marki væri náð sem keppt er að. Ráðherra kvrðst ætla, að það væri ekkert deiluefni, að bændur ættu að fá k^stn-ðarverð fyrir framleiðsluna. Taldi hann lflk- legt, að neytendur hefðu einnig þetta sjónarmið og bæri bví að leggja gögnin á borðið og sýna fram á hver raunverulegur kostn aður er. Ráðherra minnti á, að úrskurður yfirnefndar á sl. hausti hefði valdið bændum vonbrigð- um þar sem þeir fengu 14%% hafi gert kröfu um 20—30% hækkun haustið 1961 og reiknað með að 10—15% væri vöntun frá fyrri árum. Ráðherra kvað ó- líklegt ð unnt væri að leiðrétta skekkjur fyrri ára í einum áfanga þótt fullur vilji væri fyrir hendi. Kvaðst hann vera bjartsýnn á samkomulagsvilja í sex manna nefnd, og að á þessu hausti vrði stigið stórt spor til leiðréttingar. Ráðherra taldi eðlilegt, að bænrtur bæru fram óskir um au'.c in afurðalán enda þótt ekki hafi að undanförnu verið dregið úr útborgun til bænda. Ráðherra kvað ýmsar tillögur hafa verið samþykktar á fundinum. sem ekki kæmu að gagni. Svo hefði verið m.a. tillagan um stofnlána deild landbúnaðarins þar sem meiri hluti fundarmanna lýsti sig andvígan því, að bændur greiddu lítið gjald til deildar- innar og kæmu þannig á móts við ríkissjóð og neytendur, sem greiða ákveðið tillag til stofn- lánadeildarinnar og gera hana þannig að þeirri máttarstoð, sem lyfta mun landbúnaðinum á kom andi árum. Taldi ráðherra það kaldhæðni örlaganna, að tillagan um framlengingu á gjaldi til Bændahallarinnar var borin upp næ.. á eftir og samþykkt næst- um í einu hljóði. Ráðherra kvað það athyglisvert að ríkissjóður og neytendur greiddu nú árlega til stofnl/ nadeildarinnar sem svaraCl 27 milljónum króna, en áður hefðu búnaðarsjóðirnir fengið frá ríkissjóði aðeins 4 milljónir króna. Þá taldi ráð- herra eðlilegt, að óskir kæmu um það nú eins og jafnan áður, að veðdeild Búnaðarbankans yrði efld og væri vitanlega nauðsyn- legt að athuga það mál til hlítar. Tillagan um aðflutningsgjöld á landbúnaðarvélum væri einnig réttmæt en ekki rétt orðuð að því leyti, að sjávarútvegurinn í þeim samanburði sem gerður er, er talinn vera laus við að greiða aðflutningsgjöld, sem nokkru r.emur. Vitað væri, að tollskráin væri í athugun og frá því hafi verið sagt áður, að dráttarvélar væru í sérflokki við þá athug- un. Þá taldi ráðherra einkenni- legt, að samþykkja tillögu á fund inum svo ’jóðandi að fóðurbæt ir muni hækka mjög mikið í verði. Taldi hann það vera á misskilningi byggt, þar sem ekki hefir verið ákveðið að fella burtu niðurgreiðslur á fóðurbæti og hækkun á farmgjöldum kem- ur ekki niður á fóðurbæti. Þótt síldarmjölið hækki eitthvað ætti það ekki að valda stórkost legri hæl.kun á fóðurblöndu, þar sem síldarmjölið er ekki nema litill hluti af innihaldi blöndunn ar. Ráðherra kvaðst hafa hlustað á þ ð á þessum fundi, að jarðir Ingólfur Jónsson færu í eyði. Ekki væri meira um það nú, en áður. Vitað væri, að ýmsar jarðir væru það litlar að þær biðu ekki upp á lífsskil yrði og væri því eðlilegt að tvær litlar jarðir væru sameinaðar í eitt býli. Vissulega sé nú svó komið, að fólksflutningar úr sveitum verði að stöðvast, en þess ir flutningar hafa átt sér stað í meira en 30 ár. Unnið er að því, eins og kunnugt er, að skapa því fólki sem í sveitunur \ býr, lífs- skilyrði ekki lakari en í þétt- býlinu. Leiðrétting á ver' igi að þessu sinni væri vitanlega einn þáttur í þvf, að bæta hag þeirra, sem framleiða landbún- a . -rvcrur. Ástæða væri til að fagna því, að landbúnaðarfram leiðslan hefur aukist. mjög mik- ið á árunum 1960 og ’61. Einnig mur. verða mikil aukning á þessu ári, þótt hún verði nokkru minni vegna óhagstæðs tíöarfars. Mun þó aukningin á framleiðslunni verða meiri en neyzluaukn- ingin sem stafar af fólksfjölgun- inni. Ráðherra kvað oft rætt um slæmar stjórnir og góðar stjórn ir og væri þetta í sjálfu sér eðli legt í lýðfrjálsu landi, þar sem menn skiptast í fioklkat. Ekki væri eðlilegt á þessari stundu, að fara nánar út í umræður um þetta en éttmætt væri, að spyrja hvort þau vandamál, sem land- búnaðurinn á nú við að etja væru önnur og minni ef núver- andi ríkisstjórn hefði ekki setið að völdum heldur aðrir ráðið. Ráðherra kvaðst vilja minnast á eitt mál, sem talsvert hafi ver ið rætt á fundinum en bað væri Efnahagsbandalag Evrópu. Hann kvaðst telja sér skylt, að upp- lýsa að í því máli hafi ekkert verið gert sem bindi okkur held- ui' aðeins gerðar ráðstafanir til þess að kynna sérstöðu íslenzku þjóðarinnar. Ráð- herra kvað enn tæplega hægt að tala um Efnahagsbandalag Evrópu, þar sem allt væri í ó- vissu um hvort Bretar gerðust aðilar. Væri það skoðun ýmsra, að svo gæti farið að ekki yrði úr því gkorið fyrr en að nokkr- um árum liðnum. Ríkisstjórn ís- lands hefir farið að í bessu máli í samræmi við það hugarfar, að tryggja að ísland verði í nútið og framtíð fyrir Íslendinga. Að lokum kvaðst ráðherra vilja þakka fyrir góðar móttök ur á fundinum og oft ánægjuleg ar umræður og upplýsandi. Taldi hann, að þrátt fyrir skiptar skoð- anir mana um ýmis atriði í land búnaðinum, mætti þó segja, að fundarmenn væru bjartsýnir á framtíð landbúnaðarins. Ráðherr kvaðst álíba, að erfiðiaikarnir væru sízt meiri nú, en oft áður og að íslenzkur landbúnaður myndi örugglega blómgast og eflast. Ungir menn munu hefja búskap í sveitum landsins og beir munu verða margir sem átta sig á bví, a„ það er betra að vera bóndi, en launþegi. Stofnlánadeild landbúnaðarins mun veita fjármagni í landbún- búnaðinn og veita nauðsynlega aðstoð við stofnun heimila í sveitunum. INiýr sendiherra INIoregs Þann 7. þessa mánaðar kom nýr sendiherra Noregs hér á landi til Reykjavíkur og afhenti hann forseta Islands trúnaðarbréf sitt. — Hinn nýi sendiherra heitir Johan Zeier Cappelen, og var áður sendiherra Noregs í Rio de Janeiro. Hann tekur hér við af Bjarne Börde, sem verið hefur sendiherra Norðmanna í Reykjavík um árabil. • Bílaleikur í fyrri viku gerðu strákar, sem voru staddir í bílum á Hótel íslands-planinu (Hall- ærishorninu), sér það að leik eitt kvöldið að ýtast á í bílun- um. Létu þeir bílana beita afli hvor gegn öðrum og hröktust um bifreiðastæðið. Þá bar þar að fólk í jéppa, sem vildi taka þátt í þessum hættulega „leik“. Hinir tóku það óstinnt upp, og „bakkaði" annar á jeppann og ýtti honum harkalega til baka, svo að hann skall á fólksbif- reið, sem stóð þarna, og skemmdi hana stórlega. Þótt strákarnir hafi valdið miklu tjóni í þetta skipti, telur lög- reglan þá samt mega þakka fyrir að hafa lent á dauðum hlut en ekki lifandi manni, en margir eiga leið um bílastæðið eins og kunnugt er. • Vantar skilning á ökutækinu Álíka leik unglinga í bíl- um höfum við oft séð, sem komum úr vinnu út í miðbæ- inn á kvöldin og nóttunni. T. d. þegar bílarnir koma sam- hliða í kappakstri og sveigja fyrir hornið á Austurstræti inn í Aðalstræti og þaðan inn í Hafnarstræti. Eins fara sögur af kappakstri unglinga niðri á hafnarbökkunum og víðar. Þessir ungu krakkar, sem trúað er fyrir hættulegum tækjum eins og bílum, eru mörg hver svo miklir kjánar, að þau hafa ekki vit á hvers konar tæki þau eru með í höndunum. Þó þau eigi 17 ára gömul að vera orðin fær um að aka, þá virðist hjá stórum hópi algerlega vanta skilning- inn á því hvað bíll er á götu og í umferð. *»v GW O 7W2, • Úr umferðinni með kjánana En slík mistök eru ekkert grín. Þau geta kostað mannslíf og lemstranir. Með einhverju móti þarf að hafa meiri hemil á þessum ungu ökuföntum, þangað til þeir hafa aldur og skynsemi til að skilja hvaða á- byrgð er að aka bíl. Ég hef heyrt að erlendis hafi suma staðar verið reynt að skylda nýja ökumenn til að merkja bílinn, sem þeir eru með fyrstu 1—2 árin, og taka strangar á misferlum í akstri á meðan. T. d. mætti svipta ökuleyfi tii 19 ára þann ungl- ing, sem 17 ára hefur ekki vilj- að aka bifreið eins og fullorð- inn, ábyrgur maður og lengja banntímann ef með þarf. Með því móti kæmi þetta ekki nið- ur á þeim unglingum, sem hafa þroska til að fara með öku- tæki á götunum. Það kæmi ekki til að þeir misstu sín rétt- indi. Aftur á móti væri þannig hægt að taka úr umferðinni hættulegustu unglingana, með- an þeir eru að ná nægilegum þroska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.