Morgunblaðið - 12.09.1962, Page 13

Morgunblaðið - 12.09.1962, Page 13
Miðvikudagur 12. sewt. 1962 MOltfíltNBL AfílÐ 13 x x ef Jr Fritz I\Iasc!«itz9 aðalræðismann Uand. I Ssrael Nýtt hverfi í Jerúsalem. HEIMSÓKN Guðmundar í. Guð mundssonar, utanríkisráðherra ís lands til ísraels var stærsti liður inn í samskiptum þjóðanna árið 1960. Sama máli gegndi um heim sókn frú Golda Meir, utanríkis- ráðherra ísraels til íslands 1961, en þá endurgalt hún heimsókn Guðmundar í. Guðmundssonar. Þessi heimsókn frú Golda Meir, þakklæti hennar fyrir framúr- skarandi gestrisni, sem henni mætti á íslandi og hin djúpstæðu áhrif, sem heimsóknin hafði á hana, urðu til þess að auka áhuga á íslandi í ísrael. Kom þetta fram í auknum áhuga almennings, fyr- irlestrum, útvarpsdagskrám, kvik Fritz Naschitz. myndasýningum, blaðagreinum og fleiru frá íslandi. Á meðan- frú Meir dvaldist á íslandi ræddi hún við ýmsa fram ámenn t.d. forseta Islands herra Ásgeir Ásgeirsson, ráðherra og fleiri. Einnig gafst henni tækifæri til að kynna sér nánar efnahags samstarf rikjanna. Auk þessa er vert að minnast á viðtöl, sem frú Meir veitti íslenzkum blaðamönn um. Árið 1961 heimsóttu tveir þekkt ir ísraelskir blaðamenn, Dan Hahter frá „Davar“ og Arnon Magen frá „Lamerchav“, ísland. Rituðu þeir langa greinaflokka í blöð sín, báðir mjög vinsamlega. Þessir greinafiokkar voru mikið lesnir í ísrael og urðu til þess að auka þekkingu margra ísraels búa á íslandi. Starfsemi vináttusamtaka ísra- els og íslands var einnig mjög mikil á þessu ári. Á ráðstefnu allra vináttusamtaka ísraels og annarra landa voru íslenzk-ísra- elsku samtökin talin athafnasöm ust og hafa náð beztum árangri. Af hinum mörgu verkefnum vináttusamtaka íslands og fsra- els árið 1961 má nefna Sýningar, fyrirlestra o. s. frv., en sérstak- lega skal sagt frá kvikmynd um Norðurlöndin öll, sem samtökin beittu sér fyrir að sýnd var í hin um stóra sal „Zionist House of America". Var hún sýnd oftar en einu sinni vegna mikillar aðsókn ar. Engin meiri háttar þróun átti sér stað í viðskiptum ísraels og íslands á árinu 1961. Eftir að clearing-viðskipti lögðust niður og gerðir voru viðskiptasamning ar, sem fólu í sér greiðslu í er- lendum gjaldeyri, dró úr kaupum íslendinga á ýmsum útflutnings vörum frá ísrael, en íslenzkir innflytjendur gátu áður aðeins keypt flestar þessar vörutegundir frá clearing löndum. Sem dæmi má nefna nælonsokka, hjólbarða o.fl. Svo virðist sem hin skyndi lega breyting, sem varð, hafi leitt til þess, að margir íslenzkir inn flytjendur, sem nú gátu keypt þessar vörur frá löndum, sem áð- ur var ekki skipt við, hafi hætt að kaupa þær frá ísrael, þó að ísraelskar framleiðsluvörur séu samkeppnishæfar hvað verð og gæði snertir. Þar sem enginn vafi leikur á, að viðskipti milli þessara tveggja landa muni halda áfram að byggj ast á gagnkvæmum hagsmunum, þá mundi hvatning frá íslenzkum yfirvöldum vafalaust vera gagn- leg og leiða til þess, að margir aðal kaupendurnir myndu á nýj- an leik beina viðskiptum sínum til hinna ísraelsku framleiðenda. Annað vandamál hefur komið til sögunnar þar sem ýmsar af aðal útflutningsvörum fsraels svo sem sælgæti ýmiskonar, sem áð ur var hægt að kaupa þaðan hindr unarlaust, er nú aðeins hægt að kaupa frá clearing löndum, en ísrael er ekki lengur í þeirra hópi. Þetta er áfall fyrir ísraelska útflytjendur, sem selt hafa til íslands og einhverja lausn þyrfti að finna á þessu vandamáli. Hins vegar hefur útflutningur aukizt á appelsínum, sítrónum og ávaxtasafa írá ísrael til íslands. Tölur tveggja síðustu ára eru, sem hér segir: 1959/60 .... 13.035 kassar. 1960/61 .... 16.895 kassar. Á því ári, sem nú er að líða var í fyrsta skipti gerður samningur við hóp stærstu ávaxtainnflytj- endur á íslandi og vonir standa til að þessir kaupendur, ásamt öðrum, muni kaupa um 25 þús. kassa í ár. Þetta er ekki mikið magn, ef miðað er við heildarút flutning ísraels (gert er ráð fyrir að 10 milljónir kassa verði flutt ir út á þessu ári), en þó er þetta mesta magn, sem íslendingar hafa samið um kaup á til þessa. Árið 1961 komu tvö skip með íslenzk fiskfiök til hafnar í Haifa. Hið fyrra þeirra, hollenzkt leigu skip S.S. Auriga, kom með 400 tonn í febrúar og M.S. Vatnajök- ull með 780 tonn í október. Eftir að innflutningur og sala fiskflaka var gefinn írjáls og dreifing á vegum ríkisstjórnarinnar og nið- urgreiðslur voru felldar niður, hefur komið í ljós að góður mark aður er fyrjr fiskflök, sem eru vinsæl vara. Þessar tvær sending ar eru þær fyrstu, sem komu frá íslandi, frá því að tekið var að fella niður viðskiptahömlur (inn flutningsleyfi þarf þó enn til), og í ljós kom, að bæði innflytjend ur og neytendur eru ánægðir með vöruna. Eins og.nú standa sakir leyfir stjórmn aðeins innflutning á frystum fiski frá tveimur lönd um, íslandi og Noregi. Þetta staf ar að nokkru leyti af áeggjan full trúa þessara tveggja landa og að nokkru leyti er það gert til að ganga til móts við óskir ísraelskra fiskimanna, að svo miklu leyti, sem hægt er. Vonir standa til, að engin breyting verði gerð á þessu og ísrael muni halda áfram að vera tryggur kaupandi íslenzkra fiskflaka, en þau verða þá að brr ast til ísraels reglulega. Aukinn áhugi á fslandi veldur því, að aðalræðismannsskrifstoíu íslands í ísrael hafa borizt marg- ar fyrirspurnir um möguleika á ferðalögum til fslands og gert er ráð fyrir, að mikill fjöldi ferða manna muni leggja leið sína þang að á næsta ári. Vegabréfsáritanir til íslands sem veittar voru 1961 eru fleiri, en nokkru sinni áður. Á fyrstu níu mánuðum ársins 1962 kom í ijós, að vel hefur m.ð að í áttina til nánara samstar 's þjóðanna. Er það framhald þeirr- ar þróunar, sem átt hefur s’-r stað undanfarin ár á sviði stjórn- mála, viðskipta og í öðrum mál- um. Aðstoð ísraels við lönd i Afríku og Asíu hefur hlotið al- þjóðaviðurkenningu og hin óeig- ingjarna aðstoð, sem veitt hefur verið vanþróuðum löndum hefur verið viðurkennd af mörguoi ráðamönnum nýstofnaðra ríkja, er þeir hafa heimsótt ísrael. — Nefna má í því sambandi forseta Líberíu og forseta Mið-Afríku- lýðveldisins. Aukin vinátta í garð þessara ríkja hefur ek 'ci reynst hindrun í vegi nánari ssm skipta við þau lönd, sem ísrsal hefur tengzt gagnkvæmum bönd um skilnings allt frá því að land- ið fékk sjálfstæði í maí 1948. Eitt fyrsta ríkið, sem viðwr- kenndi hið nýja Ísraelsríki, var ísland, sem hafði fengið sjái f- stæði fjórum árum áður og rey /it þá erfiðleika, sem eru því sam- fara að vera öðrum háðir öldum saman. Það er augljóst, að þj >ð ir, sem hafa þá grundvallarsko I- un að lifa í friði og leitast við að þróa menningu sína og tungu, sem byggist á gamalli hefð, finna gagnkvæman skilning og styrkja hvor aðra á sem flestum sviðum. Þetta hefur oft komið í ljós þeg \r um hefur verið að ræða þjóðar- hagsmuni ísiands og ísraels og það er rétt að geta þess í því sam bandi, að ísrael lagði fram sina skerf til stuðnings íslendingum í landhelgisdeilunni. Á fyrsta hluta þessa árs steig ísrael þýðiugarmikið skref í þá átt að auka viðskiptafrelsi. Þeg ar núverandi fjárhagsári lýkur í apríl næsta ár mun um 50—60% innflutnings hafa verið gefinn frjáls. Þáttaskipti urðu er gengi ísraelska gjaldmiðilsins var fellt í febrúar sl. og tekin var upp ein gengisskráning í stað margfaldr ar og niðurgreiðslur af hálfu rík isstjórnarinnar felldar niður. Þessar ráðstafanir voru gerðar til þess að auðvelda væntanleg tengsl ísraels við Efnahagsbanda Framh. á bls. 15. Gata í Tel-Aviv. Ben-Gurion og frú Paula.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.