Morgunblaðið - 12.09.1962, Síða 15

Morgunblaðið - 12.09.1962, Síða 15
Miðvikudagur 12. sept. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 HÆTTULEG FEGURÐ (The Rough and the Smooth) Leikstjóri: Robert Siodmak. Hættuleg íegurð (Bæjarbíó) er ensk kvikmynd, gerð al hinum þýzk-ameríska leikstjóra Robert Siodmak, sem kunnur er m.a. af myniunum Rotturnar og Djöfull- inn m um nótt, sem var sýnd í Bæjarbíó fyrir stuttu. Hættuleg fegurð Ilu Hansen (Nadja Tiller) er bölvaldur þeirra karlmanna sem fyrir henni falla og hennar vilja njóta. Hún flögrar milli karlblómanna og á mörg ævintýri meðal þeirra, en hefur enga nautn af. Sextán ára gamalli var henni nauðgað af vini bróður hennar. Afleiðing þeirrar reynslu er sú að hún get- ur einskis karlmanns notið, utan nauðgarans og þá á sama hátt og fyrstu kynni þeirra voru. Þessi kvalalostafulla og vergjarna stúlka tælir ungan fornleifafræð ing, Mike Thompson (Tony Britt on), sem er leynilega trúlofaður yfirstéttarstúlku, og leikur sér að honum eins og köttur að mús. Hún lýgur að honum, þykist m.a. aðeins vera einkaritari hjá fjár- glæframanni, grófu en góðhjört- uðu gamalmenni, sem sefur hjá henni, elskar hana og umber vergirni hennar, aðeins ef hún veitir honum brotabrot af blíðu sinni. Hann fremur sjálfsmorð þegar Ila yfirgefur hann vegna þess að hann getur ekki skrapað saman 1500 pund handa henni. Fé þetta heimtar nauðgarinn, sem nú er í klípu vegna misheppnaðrar smygltilraunar, af henni ef hún vilji eitthvað með sig hafa. í lokin snýr forleifafræðingur- inn aftur til elskunnar sinnar og Ila til sinna götustarfa, bæði forn fræðings- og nauðgaralaus, eftir að henni hefur mistekizt að selja þann fyrrnefnda unnustu hans fyrir þessi 1500 pund sem hana vantaði til að halda þeim síðar- nefnda. Eins og sjá má er handritið, eða þessi fáránlega saga sem það er gert eftir, meginveikleiki myndarinnar. En hvað svo sem hefur komið Siodmak til að kvik mynda þetta efni, þá tekst hon- um vel að gera það trúanlegt með sinni æfðu og fáguðu leik- stjórn, ásamt ágætum leikurum. Hin sérstæða austurríska leik- kona Nadja Tiller, sem heims- kunn varð sem gleðikonan Rose marie Nitribritt í samnefndri kvikmynd, gerir starfssystur hennar í þessari mynd góð skil. Sérstæð fegurð Tiller er í senn aðlaðandi og fráhrindandi og svo er hún ágæt leikkona. Tony Britt on er sömuleiðis ágætur sem fórn arlamb hennar. Eg gæti trúað Siodmak hafi brosað út í annað munnvikið, þegar hann gerðist svo meinlegur að leika tónlist eft ir Tjækovskí meðan Ila gerir forn leifafræðingnum ástarseið og esp ar upp í honum karlmennsku hans. Allgóð kímni er í myndinni, sérlega fyrri hluta hennar og það er hún ásamt ágætum leik og fágaðri leikstjórn, sem gerir myndina þess virði að sjá hana. Utan úr heimi Framhald af bls. 12. talið að ná samkomulagi um þessi atriði. Ef Bretar fallast á þessa skoðun, er það almennt álit, að iítiliar sem engrar and- spyrnu myndi gæta af hálfu Afríkulandanna. Indland nýtur nokkurrar sérstöðu, og lítill vafi er tal- inn leika á því, að Nehru muni gegna mikilvægu hlut- verki á ráðstefnunni. Hann vill tryggja útflutning Ind- lands, og ef af aðild Breta verður, þá bæði til landa í bandalaginu og utan þess. Ástralía á sinn fulltrúa, Robert Menzies, og hann er talinn líklegastur, ásamt John Diefenbaker, fulltrúa Kanada, til þess að leggja megináherzlu á framtíð sjálfs Samveldisins. Hins vegar er ekki talið, að einstök vanda- mál þessara ríkja muni verða eins ofarlega á baugi. Þessir tveir forsætisráð- herrar, ásamt öðrum fulltrú- um „hvítu Samveldisland- anna“, þ. e. Holyoake frá Nýja-Sjálandi, láta sér mjög annt um Samveldið, og vilja veg þess sem mestan. Hvað verður rætt? Umræðurnar munu eink- um snúast um tvennt: 1 fyrsta lagi mun hvert ríki fyrir sig gera grein fyr- »r skoðun sinni á því, hver éhrif aðild Breta að Efnahags bandalaginu muni hafa á efnahag þess. Þá munu rikin koma fram með tillögur um það, hvað þau óski að Ed- ward Heath leggi megin- áherzlu á, í viðræðum sínum við fulltrúa bandalagsríkj- anna, er umræður hefjast aft ur í Brússel. í öðru lagi verður rætt sér staklega um það, hvort Sam- veldið eigi að sitja í fyrir- rúmi fyrir Efnahagsbanda- laginu eða ekki. Afstaða Breta Bretar, þ. e. brezka stjórn- in, hefur alltaf lýst því yfir í viðræðum sínum við full- trúa Samveldisins, að ekki verði sótt um aðild að banda- laginu, ef í ljós kemur, að hagsmunum Samveldisins verður á einhvern hátt stefnt í voða. Þessi afstaða Breta hefur grundvallarþýðingu. Hins vegar er nú talið, að vafasamt sé, að fulltrúum Samveldislandanna takist að sýna fram á það, að efna- hagslegum hagsmunum þeirra landa sé stefnt í voða með aðild Breta. Því telja stjórnmálafréttaritarar lík- legt, að andmælum verði að- allega hreyft vegna stjórn- málalegs ágreinings. Enginn viil upplausn Þótt andstöðu sé helzt að vænta af hálfu Menzies og Diefenbakers, þá virðast flestir á einu máli um, að hvorugur þeirra muni setja Bretum stólinn fyrir dyrnar. Nehru er talinn erin óliklegri til að stofna til vandræða, eða krefjast þess, að hags- munir Indlands verði látnir sitja í fyrirrúmi. Fulltrúar margra helztu viðskiptalanda Breta, sem ekki teljast til Samveldisins, eru staddir í London. Radd- ir þeirra munu hins vegar ekki heyrast á sjálfri ráð- stefnunni, heldur eiga þeir einkaviðræður við þá, sem ráðstefnuna sitja. Suður-Afríku á nokkra slíka fulltrúa í London. Þeir komast nú að því í fyrsta skipti, hver ókostur fylgir því að vera ekki í Samveld- inu. Bretar hafa ekki viljað tala máli þeirra, því að þeir telja sig frekar eiga skyldum að gegna við meðlimi EFTA, en Suður-Afríkumenn. Auk þess fá suður-afríkönsku fulltrúarnir nú að kenna á því, hverjar afleiðingar ein- angrunarstefna lands þeirra hefur í för með sér. 11 Akranesbátar komnir af síld AKRANESI, 10. sept. — 11 bátar héðan eru komnir heim af síld- veiðunum með þeim þremur, sem koma heim í nótt. En það eru Sigurvon, Fiskaskagi og Sigrún. í morgun kom Sigurður og í gær Sæfari og Sigurfari, Áður voru heim komnir Sveinn Guðmunds- son, Farsæll. Reynir, Keilir og Bjarni Jóhannesson. Togarinn Víkingur fór út á veiðar á laugardaginn, eftir að hafa landað hér 343 tonnum af ágætum karfa, til vinnslu í frysti húsum staðarins. Helmingurinn fór í hraðfrystihús Haraldar Böðvarssonar og Co. —• Oddur. Ben-Gurion að störfum á búgarði sínum í Negev. — Tengsl íslands Framhald af bls. 13. lag Evrópu. Það er enginn vafi á því að hinn stór mikla aukning iðnaðar og landbúnðarfram- leiðslu, nýir tæknisigrar, land- fræðileg lega og viðskipti, gera fsrael sérstaklega hæft til þess að leita aðildar, á einn eða annan hátt, að samstarfi Evrópuríkj- anna. Eitt er að minnsta kosti víst, að hver sem þróunin í fram tíðinni verður, þá munu ísland og ísrael hin tvö ungu ríki, sem standa á gömlum merg, og hafa átt svo gott samstarf, halda áfram að standa í ránu sambandi hvort við annað, þar sem vinátta þeirra á sér djúpar rætur. Ekkert mun sanna betur það vináttuþel, sem ríkir milli þjóðanna en heimsókn Ben Gurion til íslands og fundur hinna tveggja ágætu ráðamanna, hans og Ólafs Thors, forsætisráð- herra íslands, þá daga, sem heim sókn Ben Gurion stendur. Brezki heimspekingurinn og- stjórnmálamaðurinn, Francis Bac on, sagði fyrir 400 árum, að það ríkti lítil vinátta í heiminum og sízt meðal iíkra. Ef hann gæti nú virt fyrir sér þá vináttu, sem rík ir milli fslands og ísraels, gagn- kvæma virðingu og góðvilja, sem ríkir miili ráðamanna og almenn- ings beggja landanna, myndi hann vafalaust skipta um skoðun. Ben Gurion lýsti eibl? '■jnni því, sem íslendingar og fsraelsmenn eiga sameiginlegt þannig: — ís- lendingar eru þjóð bókanna, en ísraelsmenn eru þjóð Bókarinnar. -- XXX ----- Þess má geta, að grein um Ben Gurion birtist í síðustu Lesbók Morgunblaðsins, sunnudaginn 2. september. T / f • f V r Tometkar Ton- listarfélagsins PRÓFESSOR. Karel Snebergr, fiðluleikari frá Prag, kom fram ásamt Árna Kristjánssyni píanó- leikara á tónleikum, sem Tón- listarfélagið hélt fyrir styrktar- félaga sína í Austurbæjarbíói í síð ustu viku. Tónleikarnir hófust á ;ónötu í A-dúr eftir tékkneska tónskáldið Franz Benda (1709-86) sviphreinu og fögru verki, sem gaman var að fá að heyra. Á eftir komu svo sónata í G-dúr eftir Mozart og sónata í F-dúr, op. 24, (Vorsónatan) eftir Beethoven. í báðum þessu vandmeðförnu og viðkvæmu verkum, einkum þó sónötu Beethovens, gætti þess, að listamönnunum hafði ekki gefizt nægur tími til samæfinga, og var samleikurinn af þeim sökum ekki alltaf svo sem bezt varð á kosið. Síðast á efnisskránni voru Fjögur rómantísk lög op. 75, eftir Dvorák og Fjögur fiðlulög, op. 17, eftir Josep Suk. Dálítið hæpið virðist að setja þessi átta sundurlausu lög saman á efnisskrá. Annar flokkurinn hefði nægt, og í stað hins hefði verið skemmtilegt og fróðlegt að fé að heyra eitthvert nýrra verk. Annars eru fiðlulögin. eftir Suk átakanlegt dæmi um, hversu bragðdauf og hversdags- leg sú tóniist getur sýnzt í dag, sem í gær virtist djarfleg og ný- stárleg. Prófessor Snebergr er góður og gegn fiðlu.'eikari af Miðevrópu skólanum. Það stendur ekki mik- ill gustur af honum og hann leik ur ekki töfrabrögð á hljóðfæri sitt, en þau verkefni, sem haifií tekur fyrir, eru í traustum hön#= um. Athygli vakti, að í flestum verkunum, sem nú voru flutt, studdist hann við nótur, og bendir það til, að hann hafi ekki upp á síðkastið lagt mikla stund á tón- leikahald, þótt það sé annars ekki mikilvægt atriði. Jón Þórarinsson. Leiguíbúð óskast 2ja til 4ra herbergja íbúð óskast til leigu um 1. októ- ber n.k. helzt í Laugarneshverfi eða Langholts- hverfi. Undirrituðum er kunnugt um sérstaklega góða umgengni leigutaka um leiguíbúð undanfarin 5 ár. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL., Suðurgötu 4 Símar 14314 og 34231.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.