Morgunblaðið - 12.09.1962, Síða 24

Morgunblaðið - 12.09.1962, Síða 24
Kietiasimar Mbl — eftir lokun — Erlendar Iréttir: 2-24-85 lnnlendai fréttir: 2-24-84 ISRAEL-ÍSLAND Sjá blaðsíðu 13. 201. tbl. — Miðvikudagur 12. september 1962 Bíllinn valt niður í 3 m djúpa gjótu Drukkinn ökumaður „hitti" ekki á Arnarhraunið — Önnur bílveita við Keflavíkurveg LAUST eftir klukkan átta i gærkvöldi valt fólksbifreið nið- ur í 3-4 metra djúpa gjótu á mótum Amarhrauns og Reykja- vikurvegar í Hafnarfirði. Öku- maðurinn, sem var drukkinn, meiddist á höfði, en bíliinn er talinn gjörónýtur. Bíllinn, sem er Ford Consul árgerð 1956, var á leið upp Reykjavíkurveg og hefur öíku- maðurinn sýnilega ætlað að beygja inn Amarhraun, en hitti ekki á götuna þannig að bílnum hvolfdi niður í gjótuna og hafn- aði á þakinu í urðinni. öku- maðurinn hjóst á augabrún, og má telja mildi að eteki varð Síld út af Sléttu I GÆRDAG og gærkvöldi varð vart við allmikla síld 60-70 míl- ur út af Hraunhafnartanga á Sléttu. Voru þar 40-50 skip í gærkvöldi, en veiði gekk treg- lega þar sem sildin stóð djúpt og var stygg. Var vitað um afla fjögurra skipa í gærkvöldi. Síldin, sem þarna er, virðist vera smá. Eitt skip, Skarðsvík, fékk 400 mála kast, en þar sem skipið var með stórriðna sumar- nót ánetjaðist mikið af síldinni og varð Skarðsvík að fara til Siglufjarðar til þess að losa hana úr nótinni. Auk Skarðsvíkur var vitað uim afla eftirtalinna þriggja skipa: Víðir II 1000 mál, Náttfari 1000 mál og Jón Garðar 600 mál. Gott veður var á miðunum í gær- kvöldi. Sýna í Bogasalnum GERÐUR Helgadóttir, mynd- höggvari, og Jean Leduc, málari, opna sýningu á verkum sinum í Bogasal Þjóðminjasafnsins í •kvöld. Þar eru sýndar 11 högg- myndir og 21 málverk. þama stórslys. Virtist ölkumað- urinn áberandi ölvaður og lék grunur á að annar maður hefði verið með í bílnum en það mál var akiki að fullu rannsakað er Mbl. hafði samband við lög- regluna í Hafnarfirði seint í gær kvöldi. í fyrrinótt varð önnur bíl- velta í lögsagnarumdiæmi Hafn- arfjarðarlögreglunnar. Klukkan 10 mín. yfir eitt valt Ford fólks- bíll með fimm manns niður í tveggja metra djúpa gjótu við Keflavíkurveginn skammlt frá Vogunum. Enginn slasaðist en bíllinn stórskemmdist. Ökumað- urinn mun hafa misst vald á bílnum en var allsgáður. Nokkru fyrir klukkan þrjú í gærdag varð harður árekst- ur þriggja bíla á mótum Bar- ónsstígs og Grettisgötu. Rambl er bíll var á leið niður Bar- ónsstíginn og Skodabíll kom upp Barónsstíg og var að beygja til vinstri austur Grettisgötu. í þessu bar að fólksbíl frá Keflavík, sem ek- ið var austur Grettisgötuna yfir Barónsstíg. Skall Kefla- víkurbíllinn á Ramblerbílnum sem kominn var út á gatna- mótin og kastaði honum á hlið Skodabílsins. Kona, sem HXfe^feMfe^<fe] Kfe^fefeOlXiWl i sat í framsæti Skodabílsins, skarst talsvert á andliti er rúða í hurð bilsins brotnaði. Var konan flutt á slysavarð- stofuna. Bilarnir skemmdust meira og minna. Myndin sýn- ir tvo bílanna á árekstursstað. (Ljósm. Mbl.) feMfe^^«»Jl»Mfe Synti til iands að sækja hjálp «S5»fMj!flíW55MíW:v5 FYRIR helgina bar svo við að dragnótabátur frá Ólafs- vík lá með bilaða vél undan Malarrifi á Snæfellsnesi í nærfellt tvo sólarhringa án þess að eftir honum yrði tek- ið, og lauk svo að vélstjór- inn, Hallgrimur Ottósson, 29 ára gamall, synti í land til þess að sækja hjálp, en bát- urinn er talstöðvarlaus. — Fimm menn eru á bátnum, sem heitir Farsæll og er 12 tonn að stærð. Mbl. átti í gær tal við Ottó Árnason, skrifstofumann á Ólafsvík, föður Hallgríms, er var með í þessum sögulega róðri, en Hallgrímur var hinsvegar á sjó í gær og náð- ist el:ki til hans. — Við fórum af stað í þennan róður um klukkan hálf sex á miðvikudagskvöld- ið, sagði Ottó. — Við tókum nokkur höl út af Dröngum á Snæfellsnesi. Vélin var í ein- hverju ólagi, tæmzt hafði af geymunum einhverra hluta vegna og við þurftum að fá rafmagn frá landi til að koma henni í gang þegar við Hallgrímur Ottósson — frækilegt sund. Berlínar-málið BONN, 11. sept. (NTB) — V- Þýzkaland og vestrænu stór- veldin þrjú eru ásátt um að leggja Berlinar-vandamálið ekki fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, sem brátt kemur sam- an í New York. Skýrði talsmað- ur vestur-þýzku stjórnarinnar frá þessu í Bonn í dag. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Austur-Skaft 16. sept. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu verður haldið að Mánagarði sunnudaginn 16. sept. kl. 9 e. h. Ingólfur Jónsson, landhún- aðarráðherra, og Jónas Pét- ursson, alþingismaður, flytja ræður. Þá verður sýndur gaman- leikurinn „Mótlætið göfgar“ eftir Leonard White, í þýð- ingu Vals Gíslasonar leikara. — Með hlutverk fara leik- ararnir Valur Gíslason og Helga Valtýsdóttir. Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tvísöng- ur. — Flytjendur eru Kristinn Halisson, óperusongvan, Þórunn Ólafsdóttir, söngkona, og Skúli Halldórsson, pianó- leikari. — Dansleikur verður um kvöldiö. lögðum af stað. Um nóttina þurftum við að stöðva vél- ina til þess að lagfæra rafal- inn þannig að hann hlæði á geymana, en þá brá svo við að vélin komst ekki í gang aftur. — Við lágum þarna við legufæri í sæmilegu veðri um nóttina og vorum alltaf að búast við dragnótabátum suður eftir, en enginn kom um nóttina. Við sáum að vísu til báts úti og reyndum að gefa honum ljósmerki en þeir sáu ekki til okkar. — Þarna láum við síðan allan fimmtudaginn og að- fararnótt föstudags, en engir bátar létu sjá sig. Farsæll er talstöðvarlaus þannig að við gátum ekki gert vart við okk í vor, en ókomin einhverra hluta vegna. Við kveiktum hinsvegar á nokkrum blys- um en án árangurs. Framih. á bls. 2 Meðalhlutur háseta á síld- veiðum tæpar 59,000 kr. Meðalhlutur skipstjóra rúmlecfa 148,000 kr. Jónas Ingólfur SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, nemur með- alhásetahlutur á sildveiðum fyrir Norðurlandi i sumar að viðbættu orlofi samtals kr. 58.892,00. Heildaraflinn. varð samt. 2.320.023 mál og tunnur og nemur afla- verðmætið upp úr sjó samtals kr. 392.884.228,00. Heildarverðmætið deilt á 225 skip nemur þ'ví kr. 1.746.152,00 á skip, þar af 35% kr. 611.153,00 deilt í 11 staði kr. 55.559,00 að viðbættu orlofi 6%, þannig að meðalhluturinn er kr. 58.892,00. Meðal skipstjórahlutur að við- bættu orlofí er kr. 148.073,00, meðalhlutur 1. vélstjóra (1% hásetahlutur) að viðbættu orlofi er kr. 88.338,00 meðalhlutur stýrimanna (1% hásetahlutur) að viðbættu orlofi sömuleiðis kr. 88.338,00 og meðalhlutur 2. vél- stjóra og matsveina (U4 háseta- hlutur) að viðbættu orlofi nemur kr. 73.615,00. Það hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á aflaverðmæti hjá hverju einstöku skipi hve mikið hefur verið lagt upp í salt og hve mik- ið í bræðslu og frost. Verð pr. einingu er sem hér segir: Uppmæld tunna í salt: kr. 220,00. Uppmæid tunna í frost: kr. 220,00. Mál í bræðslu: ....... kr. 145,00. Mál í flutningaskip: kr. 13il,00. Ef tekin eru dæmi um fjóra báta, A og B með rúmlega 29.000 mál og tunnur, C með tæp 20.000 mál og tunnur og D með rúmlega 10.000 mál og tunnur kemur eftir Rotto veldor umíerðar- truílun í FYRRAKVÖLD bar svo við að fólk hringdi á lögreglu- stöðina og tilkynnti að rotta trónaði á gangstéttinni á mót um Skólavörðustígs Og Banka strætis, Hafði fjöldi fólks safn ast saman þarna í kring til^ þess að virða fyrir sér rott- una og varð af þessu umferða truflun. Endalok rottunnar, sem brá sér í bæinn, urðu bau að hún féll fyrir kylfuihöggi lögreglunnar. farandi í ljós (dæmin eru rétt þótt nöfn bátanna séu ekki nefnd): Aflaverðmæti báts A er kr. 4.458.317 og þar af eru 34,5% kr. 1.538.119 til skipa á milli jafnmargra og á skipinu eru eða í 11 staði, kr. 139.829,00 að við- bættu 6% orlofi eðá samtals 148.218,00. Aflaverðmæti báts B er kr. 5.050.320,00, þar af 34,5% kr. 1.742.360,00 til skipta á milli jafn margra og á skipinu eru eða í 11 staði, kr. 158.396,00 að við- bættu 6% oriofi eða samtals kr. 167.900,00. Aflaverðmæti báts C er kr. 3.243.983,00 þar af 35% kr. 1.135.394,00 til skipta á milli jafn margra og á skipinu eru eða í 11 staði kr. 103.217,00 að við- bætu 6% orlofi kr. 109.410.00. Aflaverðmæti báts D kr. 1.609.089,00, þar af 35% kr, 563.181,00 til skipta á milli jafn margra og á skipinu eru eða í 11 staði kr. 51.109,00 að viðbættu 6% orlofi kr. 54.217,00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.