Morgunblaðið - 16.09.1962, Side 2

Morgunblaðið - 16.09.1962, Side 2
2 MÓ'RCUNTlLAÐlb Sunnudagur 18. sept. 1962 DAVID Ben-Gurion og frú kveðja Island í dag eftir skemmtiiega og góða heim- sóks. Hér á landi hafa þau eignazt marga góða vini og aðdáendur og er vonandi að þau haldi heim til Landsins helga með hlýjar endurminn- ingar um fsland. Fréttamaður Mbl. átti sam- tal við Ben-Gurion í jær og fer það í heild hér á eftir. Þess má þó geta, að Ben- Gurion hélt einnig fund með íslenzkum blaðamönnum síð- degis í gær og verður síðar skýrt frá honum hér í blað- inu. I»ar var Ben-Gurion ma. spurður, hver hefði verið ör- lagaríkasta stundin á stjórn- málaferli hans. Hann svaraði án þess að hika: „Það var þegar sjálfstæði fsraels var lýst yfir. í»á voru allir glaðir og ánægðir og fögnuðu unn- um sigri, en ég gat ekki fagn- að eins og aðrir. Ekki vegna þess að ég væri ekki glaður heldur vegna hins, að ég vissi, að á næsta leiti beið okkar styrjöid við nágrannana og í þeirri styrjöld gat svo farið að hið nýja ísraelsríki yrði lagt í rúst. Við vorum aðeins 650 þús. manns þá, en ná- grannar okkar um 30 millj- ónir.“ Þá var forsætisráðherrann einnig spurður hvort hann áliti enn, þegar hann leiddi hugann til baka að Súez- styrjöldinni, að hún hefði verið rétt frá sjónarmiði Vesturveldanna og fsraels. Hann svaraði og hló við, „Já, hárrétt. Ég var aldrei í nokkr um vafa um að Súez-styrjöld- in ætti rétt á sér. Og nú sjá margir, sem áður fordæmdu hana, að hún var nauðsyn- leg, t. d. vinir okkar Banda- ríkjamenn. DuIIes sagði sjálf- ur við mig á sínum tíma, að styrjöldin væri mistök." SAMTAL MBL. VIB BEN- GCJRION. Samtal Mlbl. við David Ben- Gurion átti sér stað í Ráð- herrabústaðnum. Forsætisráð- herrann var svo viðfelldinn og hlýr í viðkynningu, að fréttamaðurinn minnist þess akki að hafa kynnst áður sliku viðmóti. Hann sagðist skyldu leysa úr öllum spurn- ingum eins og hann bezt gæti. Hann talaði lágt, en ákveðið ag af bjargfastri sannfser- ingu. „Þér voruð fæddir í Pól- landi, herra forsætisráðherra. Hvaða tilfinningar berið þér í brjósti til þessa gamla fæð- ingarlands yðar?“ Án minnstu umhugsunar svaraði Ben-Gurion. „Ég var fæddur í þeim hluta Póllands, sem var partur af Rússlandi keisaratímabilsins. Þá gerðu Rússar allt sem þeir gátu til að merkja sér landið og setja rússneskt yfirbragð á allt þjóð lífið. Mér fannst ég aldrei heyra til Póilandi eða Rúss- landi, heldur leit ég á Pale- stínu sem mitt land og ísraels menn sem mína þjóð. Ég vissi líka miklu meira um fsrael en Pólland eða Rússland. Ástæð- an var sú, að fyrsta bókin sem ég lærði var Biblían, og hún hafði djúp áhrif á mig. „Hún hefur verið yður leiðarst j arna? “ „Já, ekki aðeins mér held- ur öllum Gyðingum í þúsund ir ára, sérstaklega eftir að þeir dreifðust um víða ver- öld. Ég setti traust mitt á að uppfyllt yrði það loforð Biblíunnar, að við mundum aftur fara heim til ísraels. Sem barn dTeymdi mig um að komast heim og þegar ég var orðinn fullorðinn, ákvað ég að fara og gerði það“. „Var það nokkuð sérstakt 1 Biblíunni sem hafði meiri þýðingu fyrir yður en ann- að?“ „Fyrst og fremst það sem Guð sagði við Abraham, Börnum þínum hef ég gefið þetta land. Vit það fyrir víst að niðjar þínir munu lifa sem útlendingar í landi sem þeir eiga ekki. Bn fólk- ið kom aftur. í þúsund ár hefur þetta loforð verið veg- vísir okkar og nú hefur það verið uppfyllt. Og ég hef alltaf verið þess fullviss, að svo mundi fara“. „Kona yðar nýtur mikilla vinsælda hér á landi“. „Já, ég á góða konu og milli okkar ríkir kærleikur." „Hún hefur verið yður hjálparhella í erfiðu starfi“. „Já, hún hefur lagt sig fram um að ég gæti sinnt þeim störfum, sem lögð hafa verið á herðar mér fyrir land mitt og þjóð. Hún hef- ur séð um heimilið, hún hef- ur séð um börnin og ég hef séð um hana.“ „Þér eruð þá þeirrar skoð- unar að góð kona sé mikill styrkur hverjum stjórnmála- manni“. „Já. Én ekki aðeins hverj- um stjórnmálamanni, heldur hverjum manni“. „í Þjóðminjasafninu um daginn minntist ég á Jesú Krist við konu yðar. Hvað segið þér um hann, herra forsætisráðherra?“ „Hann var aðeins góður Gyðingur eins og margir aðrir.“ „En orð hans í Nýja Testamentinu? “ „Þegar hann var uppi í Gyðingalandi, voru þar marg- ir trúflokkar og í bókum þeirra lesum við svipaða hluti og hjá Jesúm.“ „Trúið þér að hann hafi verið sonur Guðs?“ „Nei“. „En hann sagði það sjálf- ur?“ Gamael Nasser „Það hefur verið misskilið. Enginn góður Gyðingur getur sagt að hann sé sonur Guðs. Páll misskildi þessi orð Jesús og lagði í þau bókstaflega merkingu, Jesús var ekki þeirrar skoðunar sjálfur. Þeg- ar hann sagði: Ég er Guðs sonur, átti hann við það sama og allir Gyðingar, þ.e. að Guð á himnum er skapari alls; hann er í öllu og alls staðar, var til fyrir sköpun heimisins og verður til eftir heimsendi, ef svo mætti segja. Eins og Guð skapaði alla hluti, þannig skapaði hann einnig Jesú Krist. Það var það sem Jesús átti við, þegar hann sagði þessi orð, en síð- ar hafa þau verið misskilin og rangtúlkuð. Við Gyðingar lítum ekki á Guð eins og ein- hvern efnislegan Guð. Guð okkar sést ekki, samt er hann alls staðar. Þetta var einnig Guð Jesús Krists Páll postuli tók orð hans of bókstaflega. Ég get fullvissað yður urn, að það er á misskilningi byggt MÓUMÓMMmum% þegar fólk heldur að Jesús Kristur hafi talað um föður sinn á himnum eins og þér talið um foreldra yðar.“ „Og þér trúið á sama Guð og Jesú Kristur?“ „Já, það geri ég. Við erum öll sköpuð af Guði í þeim skilningi sem ég minntist á áð- an, en hann er ekki faðir okkar eins og um væri að ræða föður og móður. Þetta er mín trú.“ „Hverjum augum lítið þér á spámennina og spádóma Bibl íunnar? Trúið þér þeim?“ „Já, það geri ég. En það er misskilningur að halda að spádómar Biblíunnar séu í því fólgnir að segja fyrir um ó- orðna hluti. Það sem gerir Biblíuna svo stórkostlega er fremur hitt, að spámennirnir skildu óskir og þarfir okikar fólks. Þeir vissu t.d. að í styrj- öld tapa allir, bæði þeir sem sigra og hinir sem bíða ósig- ur. Þjóðirnar munu ekiki lyfta sverði gegn náttúrunni, segja þeir, né heldur vilja þær heyja styrjaldir. Spádómar Biblíunnar eru í því fólgnir að skilja lögmál náttúrunnar. Spádómarnir anda djúpum skilníngi á þörfum fólksins. Ef við lítum á ástandið í dag og virðum fyrir okkur bá stjómmálaleiðtoga, sem ein- hvers eru megnugir. sjáum við, að allir tala þeir um frið og nauðsyn þess að halda frið hver við annan. Og ég vona að við öðlumst þennan frið, meðan við erum enn ofan moldar." Og svo bætti Ben-Gurion við, „Nei, nei, spádómarnir eiga ekkert skylt við krafta- verk ,heldur eru þeir einung- is skarpur skilningur á nátt- úrunni og þörfum fólksins." „Þér haldið þá ekki að i Biblíunni séu t. d. spádómar um blóðferil Adolfs Hitlers? „Nei, það held ég ekki.“ „Þér trúið á reisn mannsins og göfgi“ „Já, það geri ég. Öll viljum við byggja nýtt land. Það er einhver þörf f oklkur sem krefst þess, þó við séum ekki alltaf þeirri kölluin trú.“ „Svo við snúum ofckur að öðru, hr. forsætisráðherra, hvað vilduð þér segia um Nasser. Haldið þér að hann hafi þennan skilning á spá- dómunum?“ „Nei, það held ég ekki.“ „En hvað vilduð þér segja um hann?“ „Hann er mjög gáfaður maður og hæfur í starfi; sá leiðtogi Araba sem nú er hæf astur. Hann skilur samt ekki mikilvægi mannlegs frelsis og mannlegrar reisnar. Og hann trúir á einræði, treystir á her. Við ísraelsmenn trú- um því aftur á móti, að bezt sé að fól'k velji sjálft og hafni; að það sé frjálst og geti óhindrað samið sín eigin lög; að fólkið ráði sér sjálft, David Ben-Gurioa en sé ekki þviogað. Við trú- um því, að það njóti sín að- < eins frjálst og óháð. Þetta skilur Nasser þvi miður ekki 1 ennþá, en þeir dagar munu 1 koma. Nasser er maður eins og við hin, og hann barf að læra eins og aðrir.“ „Munduð þér vilja hitta hann?“ spurði fréttamaður Mbl. „Já, ég er reiðubúinn að hitta hann og ræða við hann hvenær sem er“, sagði Ben 1 Gurion með áherzlu. Og hann bætti við, „Mættu slíkar við- ræður leiða til betrl skiln- • ings milli þjóða okkar.“ „En hvað vilduð þér segja um eldflaugarnar sem Egypt- ar hafa smíðað?” „Þeir hafa fengið þýzka ! sérfræðinga til að smíða þær fyrir sig. Það er alvarlegt < mál, en vonandi finnum við einhverja leið til að sigrast á þessari nýju hættu.“ ' Svo bætti forsætisráöherr- ann við, „Arabar standa okk- ur að baki. Þeir þurfa að menntast og þroskast og að því mun koma að þeir sjá svart á hvítu, að það sem gildir er ekki her og styrjöld, heldur friður. Við munum öðlast frið, en ég veit því < miður ekki fyrir víst, hvaða dag það verður.“ Tíminn var naumur. Frétta maður Mbl. ræddi aðeins við David Ben-Gurion í 15 mín- ' útur og nú var komið að því að kveðja. En áður varpaði fréttamaðurinn fram þessari spurningu: „Hvað vilduð þér segja um ' förina til íslands. Hvernig lítzt yður á land og þjóð?“ „Drottinn hefur blessað ykkur með mörgum hlutum, ám, vötnum, hverum, þeir eru stórkostlegir! En eins og við, þurfið þið einnig að glíma við eyðimörk. Mikill hluti lands ykkar er ís og eyðimörk — eða ætti ég held- ur og segja ís og eldur? Ætli það mundi ekki eiga betu> við, því ég hef fundið þess- ar andstæður í lyndiseink- 1 unn þjóðarinnar. Þið eigið hjarta með logandi eldi, en höfuð ykkar er fullt af ís.“ M. Lange sextugur HALVARD Lange utanríkisráð- herra Noregs er sextugur í dag. Lange hefur oft komið til fs- tands, nú siðast í sumar í opin- bera heimsókn. Hann á marga vini á fslandi, enda einn þeirra stjórnmálamanna erlendra sem mestu ástfóstri hefur tekið við landið. Hafa fslendigar lönigum átt hauk í horni har sem hann hefur verið. Háskóla- fyrirlestur PRÓFESSOR, dr. jur. Stephan Hurwitz, umboðsmaður danska þjóðlþingsins, flytur fyrirlestur í boði Háskóla íslands miðvikudag 19. sept. n.k. kl. 5,30 eh í hátíða- sal háskólans. Fyrirlesturinn nefnist „Om den nordiske om- budsmandsinstitution", og verð- ur þar einkum fjallað um aðdrag anda að stofnun embættis um- boðsmanns danska þjóðþingsins og reynsluna af þvl Umboðs- maðurinn hefir einkum það starfs svið að rannsaka kvartanir og kærur borgara og annarra aðilja um misfellur í starfi opinberra starfsmanna. Prófessor Hurwitz er einn kunnasti lögfræðingur á Norður- löndum, og hér á landi er hann ekki sízt kunnur vegna þess að kennslurit hans í refsirétti hafa verið notuð hér við háskólann um langt árabil. Aðgangur að fyrirlestrinum er öllum heimill. Tónlistarskólinn VÆNTANLEGIR nemendur Tón- listarskólans á komandi vetri eiga að senda umsóknir um skóla vist til Hólmfríðar Sigurjóns- dóttur. ritara skólastjóra, Öldu- götu 12. Um myndlist... PRENTVILLA slæddist inn í grein Kurt Zier um myndlist í blaðinu í gær. Rétt er viðkom- andi setning þannig: „Milli manns og myndar skapast líf- rænt, andlegt samband, eining, sem auðgar líf mannsins. .,“ hreyfingu norðaustur, en yfir Grænlandi og Grænlandishafi er hæð. Því er ljóst, að um helg- ina verður norðan-vindur. Á Suðurlandi verður sólskin, en heldur kalt í veðri, því að hiti verður undir 10 stiguon og veð- urhæðin 4-7* vindstig. Norðan lands verður rigning i láglendi ag hiti varla hærri ea 3-5 stiig. Til fjalla mun snjóa. og víða grária niður undír sjó, einkum vestan til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.