Morgunblaðið - 16.09.1962, Page 6

Morgunblaðið - 16.09.1962, Page 6
6 MORGVNRLAÐ1Ð Sunnudagur 16. sept. 1962 Kristjana Kristjáns- dóttir, Ijósmóðir f. 4. Júlí 1875 — d. 8. sept. 1962. | og fróðleiksfúsri þessi ferð og KRISTJANA Kristjánsdóttir ljós námsdvöl að ævilangri gleðiupp- móðir verður jarðsett. á morg- un. — Nú hefur hún lokað aug- um sínum fyrir glaðheimi vor- um eða grátbeimi, þessum heimi hraðans. Fegurð kristinnar trúar gefur oss þá von, að nú hafi Drottinn opnað augu hennar inn í ljósið og gefið henni eilíft líf með sér. Hver var hún, þessi kona, sem er farin? Hún var einu sinni ljósmóðir, hún var húsmóðir fram undir það síðasta, hún var eiginkona og móðir, hún var amma og lang- amma. Þetta er hægt að segja um fjölda margar konur, að und anteknu orðinu ljósmóðir. Hver var hún þá? „Eins og andlit horfir við and- liti í vatni, svo horfir maður við manni“. Það er um hvern mann að nokkru leyti ráðgáta, hver hann var, en að nokkru ljóst. Kristjana heitin fæddist að Oddsflöt í Grunnavíkurhreppi. Foreldrar hennar voru Kristján Eldjárnsson og Ingibjörg Gide- onsdóttir. Skipasmiðir og hag- leiksmenn voru í þeirra ættum. Kristjana heitin ólst því upp í Jökulfjörðum. Hún flutti 17 ára gömul að Stað í Aðalvík, sem þá var prestssetur. Hún minntist oft á fegurð og landgæði Staðar og margvíslega prýði og á gnægtir þeirra byggða vestur þar, sem ört eyddust af fólki hin síðari ár, og nú munu vera mannauð lönd. Hún giftist Guðbjarti Péturs- syni. Hann var fóstursonur síra Einars Vernharðssonar á Stað í Grunnavík. Brúðkaup þeirra, Kristjönu og Guðbjartar, var haldið af mikilli viðhöfn með veizlu og mörgum gestum. Brúð- urin var í skauti. Heldri maður, sem flutti ræðu fyrir minni brúð hjóna, líkti hinni ungu brúði í skautinu við tigna drottningu. Enda mun faldurinn hafa farið henni vel, því að hún var tigin kona, bæði á svip og vöxt. Hún var grönn og há. Hún var jafn- vel á gamals aldri sjáanlega mjög fríð. Var hún þó siitin þá af löngu lífserfiði og oft þungum kjörum. Hún bjó lengst við lítil efni. — En þróttur, lífsafl og glaðbjart hispursleysi var henni eiginlegt alla tíð. Hún æðraðist ekki. Hún var úrræða maður. Þau Guðbjartur áttu sex börn, er upp komust. Elztur þeirra var Kristinn. Hann dó sextugur að aldri, átti tvö börn. Sonur þeirra, Eðvarður, drukknaði 18 ára í Bol- ungarvík. Annan son misstu þau 27 ára á Vífilsstöðum. Pálína, dóttir þeirra giftist til Dan- merkur, á þar mörg börn. Tvö börn þeirra eru nú búsett í Reykjavík, Aðalsteinn, verkstjóri, lengi timburmaður á Brúarfossi, kvæntur og á 5 börn, og frú Kat rín, sem á einn son. Kristjana ól einnig upp dóttuson sinn, Karl Þorleifsson. Kristjana hafði ekki búið nema tvö ár, þegar Sléttuhrepp vant- aði ljósmóður. Þá fór hún suður að læra og varð að skilja ung- barn eftir. Samt varð ungri konu sprettu. Þar var svalað þeirri þrá æsk unnar að sjá fleira og vita meira. Hún kom langt að frá byggð, sem ekki var í alfaraleið. Hún fór þangað aftur, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Mjög hafði landlæknir lofað kjark hennar, hög handtök og traustleika. Hann vildi láta hana sigla til frekara náms. Það hefði líka verið æskilegt, þar sem hún átti að starfa langt frá lækni. Oft var síðar til hennar leitað í lækn- is stað. En bæði heimili hennar og Sléttuhreppur kölluðu fljótt eftir henni, svo að ekki gat hún far- ið að góðum ráðum landlæknis. Hún var nú skipuð yfir Sléttú- hrepps umdæmi, því til þjónustu. Það var alla tíð talið erfitt hérað. Um Kristjönu var það sagt, að hún gæfi ekki eftir hinum vösk- ustu fylgdarmönnum í löngum og erfiðum vetrarferðum þar norður frá um fjöll og sæ. Eru þar þó illhamleg veður oft og tíðum. Hún var fær um að ferð- ast þar, því að landið sjálft með torleiðum sínum hafði alið hana upp við fyrirhafnarsamt líí og fjölbreyttan verkahring. Drottinn gæddi hana því láni á langri starfsævi, að aldrei dó kona í höndum hennar. Var þó ekki auðgert norður á Horn- ströndum að ná í læknishjálp. Á þeim árum, sem hún starf- aði í Bolungarvík, var mikil fá- tækt í sjóþorpum. Enda mun Kristjana oft hafa tekið síðasta bitann frá sínum eigin börnum til þess að nafa með sér þangað, er hún vissi bjargarlítinn bæ. Þetta heyrði ég fyrir löngu, hjá þeim, er vel mátti vita. Ekki orð um það hjá henni sjálfri. Þetta segi ég ekki fyrst og fremst til pess að hrósa henni, heldur til eftirtektar mörgum, er oft heyra talað um hjartaleysi liðins tíma gagnvart fátækum. Hitt er ekki jafn áberandi, sem gott var gert, því að það var oft gert í kyrrþey. Þannig var hún, þessi kona, innra rik og stórmannleg. Hún hafði ríkt skaplyndi og gjöfult og stórbrotið á allan veg. Hún líktist því landi, sem hún kom frá. Það var sæland og fjalla, sólheitt í dölum og fnð- kyrrt í logni, einnig stórviðra land og kosta land. Hún var kosta-maður af hörku- gerð með heitum tilfinningum. Ávalt man ég heimili þeirra hjóna, hve gestrisni þeirra var glaðvær, rík og unaðsleg. Kristjana heitin átti þá trú, sem innrætt var snemma og lifir „frá því barnið biður fyrsta sinn, blítt og rótt við sinnar móður kinn, til þess gamall sofnar síð- asta blund“. Kristjana heitin notaði hvorki fegurðarlyf né svefnlyf um sína ævi. Það var um hennar daga þreyta heilbrigðs starfs, sem svæfði að kveldi. Og draumar komu næstir kveldversinu. Trú- irTvar þessi: Vörður þinn blund- ar ekki. Hún vissi í öllum sínum ferðum þann vörð. í sorg og líka í gleði til ævikvelds. Hennar kyn- slóð þekkti þann sannleika. Það var ekki hundurinn einn, sem bjargaði á hennar tíð. Það var heldur ekki mannlegur máttur einn, „meðan sinn ólma organ- leik ofviðrið heyr á Dröngum". — Drottinn var í djúpinu og við hið yzta haf. Hann var nálægur á ævigöngu og við síðasta and- varp. Kristjana heitin unni landi sínu. Hún syrgði eyðingu sinnar byggðar. Oft heyrði ég hana segja: Aðalvíkin er fögur. Furu- fjörður er grösugur. Sorglegt er til þess að vita, er slík kostalönd fara í eyði. — Þetta sagði hún, sem þekktu þau. Mér fannst það líka, þegar ég horfði á hana, þessa fríðu og svipmiklu dóttur kostlandanna. Þessi kona barðist á ungum aldri „gegnum brimgný og tryllta vinda“ til þess að líkna öðrum. Hún bar oft þungar byrðar á fjallvegum til bjargar börnum sínum. , Hvað sem skólaganga og mennt un er ágæt, þá er það ísland sjálft, með útskögum sínum, erfið leikum og hamskiptum, sem ásamt kri.itinni trú verður að ala upp þá traustu, hraustu þjóð, sem á að varðveita sjálfstæði þessa lands. Hér þarf þjóð, sem þorir og ann og telur eigi spor sín og hefur gjöfula hönd. Hér þarf trú, trú, til þess að hina sterku þrjóli eigi mátt. Þegar þeir útskagar fslands fara í eyði, er fóstruðu slíka stofna, sem Kristjana Kristjáns- dótir var, 1-á segja margir: Það var gott, þar var erfitt að lifa. — En hún sagði: Skelfilegt er það. að kosta lönd fara í eyði, og eng inn nýtur þeirra. Hún mundi fjallrisa, sem ber hver við annan um bláa Djúp og Dumbshaf. Hún mundi nátt- sól og gullöldur júnínætur. Hún mundi kosti kostlandanna Hún vissi það, sem vér ættum að vita, að saga þess fólks, er þau byggði, var merkileg saga. Svo mikil var sú barátta, sem þar var háð, svo margir þeir sigrar, sem þar voru unnir. Sterkir voru þeir stofnar, sem þar áttu rætur. Þegar þeir nú hverfa og engir vaxa um skeið frá þeirri ilm- jörð, þá mættum vér segja; Grát, ástkæra fósturmold. Rósa B. Blöndals. • Sunnudagsspurningin Margir fylgjast með fram- haldssögunni um æfi leikkon- unnar Marilyn Monroe, sem byrjaði að birtast hér í blaðinu efti- sviplegt fráfal- hennar, er vakti mikla athygli og umtal. Af ævisögu hennar kemur greirii lega ltam hve upphaf taugaveikl unar getur orðið snemma á æf- inni eða strax í bernsku. Þetta tilfelli er tilefni þess að ég hefi snúlð'-mér til Sigurjóns Björns sonar, sálfræðings, og beðið hann um að segja okkur eitt- hvað um þetta efni á breiðara grundvelli, einkum hvað varð- ar íslenzk börn. • Stór hópur taugaveikl- aðra barna hér Það er von að fólk hugsi um fráfall Marilyn Monroe, einkum þegar lesa má í ævisögu henn- ar, h\ ernig hægt er að rekja hin sorglegu endalok hennar til andstæðrar og erfiðrar bemsku. En það gerast margar sorgar sögur í þessum heimi. Og sumar þeirra verða til mitt á meðal okkar. Hér á íslandi er talsvert stór hópur alvarlega taugaveiklaðra og geðveikra barna. Sum þeirra þekki ég persónulega og mér rennur til rifja örlög þeirra og ekkert verður gert . þeim til hjálpar. - Ég er ekki viss um að almenn ingur geri sér grein fyrir hvern ig ástandið er í þessum málum. Engir sjúklingar eru eins gjör samlega útilokaðir frá allri hjálp og þessi börn. Hér er ekki til aitt einasta sjúkrarúm fyrir þau, enginn staður bar sem þau geta fengið bót meina sinna Og það er ekki einu sinni hægt að rannsaka þau nægilega vel. í hinum alvarlegustu tilfell- um hefur það verið tekið til bragðs að senda börn til útlanda en það má heita ófær leið. í fyrsta lagi eru flestar erlendar stofnanir yfirfullar, svo að þær taka ógjaman við útlendingum. Við höfum þannig orðið að bíða eftir plássi í meira en % ár. í öðru lagi er slík ráðstöfun mjög kostnaðarsöm, þar sem ver.julega barf að senda hjúkr unarbonu með baminu, sem annast það meðan á dvölinni stendur. í þriðja lagi er árang ur vafasamur, því að þörnin fá ekki að dveljast eins lengi og þau þyrftu. L.idanfarin ár höfum við nokkrir áhugamenn og konur reynt eftir megni að vekja á- huga almennings á þessu máli, en orðið lítið ágengt. Barnaverndarfélag Rvíkur stofnaði fyrir tæpum tveimur áxum sjóð, sem nota á til bess að byggja lækninga- og dvalar ‘heimili fyrir tauga- og geðveikl uð börn. Ennþá eru ekki nema um 150 þúsund krónur í sjóðn- um og hrekkur það skammt, því að bygging slíkrar lækninga- stöðvar mun að líkindum kosta 2—3 milljónir króna. • Ef aðstæður væru fyrir hendi. Ég er sannfærður um, að hin ar daufu undirtektir almenn- ings stafa af því að fólk gerir sér alls ekki ljóst hvílíkt. alvöru mál er hér á ferðinni. Þó erum við alltaf að mæta þessum sjúku samiborgurum. Við sjáum unglingana, sem gerzt hafa brotlegir við lög og rétt. Við komum til þeirra í fangahúsið. Og er við heyrum ævisögu þeirra verður okkur oft Ijóst, að langur aðdragandi hefur verið að vandkvæðum þeirra. Okkur verður einnig Ijóst, að í mörgum tilfellum hefði verið hægt að komast hjá misfellunum, ef réttar ráð stafanir hefðu verið gerðar í tæka tíð. Sama sagan endurtekur sig, þegar litið er á taugaveiklun og sumar tegundir geðveiklunar. Þao er hægt að lækna marga þessara sjúkdóma þegar þeir eru á byrjunarstigi, þ.e. meðan sjúklingurinn er barn. Og við sjáum mörg börn og getum sagt: Núna væri hægt að lækna þau, ef aðstæður væru fyrir hendi, en seinna verður það erf itt eða ka-nnski ógjörlegt. Og þar sem þessar aðstæður eru ekki, verðum við að horfa á börnin fara í súginn, án bess að fá rönd við reist. Er þetta ekki nokkuð þung á'byrgð? Getum við sagt að við höfum ekki efni á að bæta úr? Sigurjón Björnsson • Komum til hjálpar. Aðeins lítil athugasemd frá Velvakanda. Ég er eiginlega hissa á því að heyra hve dauf ar undirtektir málaleitan Barnaverndunarfélagsins hefur fengið hjá almenningi, sem þekktur er fyrir að bregðast skjótt og vel við, þegar á rið- ur, eins og vissulega er í þessu tilfelli. Ég er sammála Sigur- ióni um að það stafi vafalaust af því að fólk gerir sér ekki ljóst hvílíkt alvörumál þetta er. Vonandi áttar fólk sig fljót- lega á þessu og kemur til hjálpar eins og svo oft áður Framlögum í Heimilissjóð taugaveiklaðra barna er veitt móttaka í skrifstofu Mbl. á Geðverndardeild Heilsuvernd arstöðvarinnar og á skrifstofu biskups.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.