Morgunblaðið - 16.09.1962, Side 12

Morgunblaðið - 16.09.1962, Side 12
12 T MORCUNBLAÐIÐ r Sunnudagur 16. sept. 1962 JMwgtsttiritafeifr Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefónsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. \ Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UM ÞAÐ KJÓSA LAUNÞEGAR Ctjómarandstæðingar hafa enn gert samkomulag sín á milli urn það að reyna að hagnýta launþegasamtök- in í flokkspólitískum tilgangi og gera kosningarnar til Al- þýðusambandsþings enn á ný rammpólitískar, en láta hags 'munamál launþega sitja á hakanum. Það er yfirlýst stefna bandalags kommúnista og leiðtoga Framsóknarflokks- ins að reyna að nota Alþýðu- samband íslands til þess að berjast gegn hagsmunum þjóðarheildarinnar og þar með launþega. Það á að nota samtökin til þess að hindra þá hagstæðu efnahagsþróun, sem nú á sér stað og færir mönnum stöðugt batnandi kjör. Að dómi þessara manna eiga launþegasamtökin að vera pólitískt valdabrölts- tæki. Gegn þessari ófríðu fylk- ingu standa þeir, sem gera sér grein fyrir því að laun- þegasamtökin eiga hér, eins og í öðrum lýðfrjálsum lönd- xim, að miða starfsemi sína við það eitt að gæta hags fé- lagsmanna og tryggja þeim þau beztu kjör, sem á hverj- um tíma er unnt að ná. Aug- ljóst mál er að kjarabætur fást því aðeins að atvinnulíf sé blómlegt og fjárhagur þjóðarheildarinnar traustur. Þess vegna hlýtur það að verða hlutverk sérhvers þess manns, sem af einlægni vill vinna að hagsmunamálum verklýðsfélaga, að berjast harðri baráttu gegn þeim öflum, sem einskis svífast til , að reyna að hindra heil- brigða efnahagsþróun, íþeim eina tilgangi að ná sjálfir pólitískum völdum. VIÐREISN AÐ VERKI Ityrst eftir að viðreisnarráð- * stafanirnar hófust höfðu launþegar ekki afstöðu til að dæma um þær af reynd. Þeir urðu þá að marka afstöðu sína eftir því, hvort þeir tóku trúanleg orð ríkisstjórnar- innar og sérfræðinga hennar um það að unnt væri að reisa við fjárhag landsins án veru- legra byrða og einkum þó þeirrar staðhæfingar að veru legar kjarabætur myndu skjótt fylgja, ef heilbrigt efnahagslíf næði að þróast. Stjórnarandstæðingar héldu því sem kunnugt er fram að hér myndi allt fara í kalda kol, verða kreppa og hörm- ungar, sem jafnvel var líkt við móðuharðindi af manna völdum. — Milli þessara tveggja fullyrðinga urðu launþegar að velja, án þess að geta byggt það val á reynslunni. Nú er hins vegar komin reynsla á viðreisnina. Efna- hagur landsins hefur verið reistur við. í stað þess að stöðugt var safnað skuldum, sem vandséð var hvernig hægt yrði að komast út úr, er nú safnað gjaldeyrisvara- sjóðum. í stað þess að efna- hagslífið var reyrt í fjötra, vöruframboð var lítið og lé- legt og atvinnutæki nýtt ver en skyldi, er nú blómlegt um að litast mn allt land. Fram- kvæmdir eru eins miklar og mannafli frekast leyfir, mikl ar og góðar vörur eru á boð- stólum og lífskjör batna jafnt og þétt. Viðreisnin er að verki. Og nú dæma launþegar um það hvort þeir vilja áframhald hinnar hagstæðu efnahagsr þróunar og þau stórbættu lífskjör, sem í kjölfarið fylgja ár frá ári. — Eða hvort þeir vilja fela skemmdarverka- mönnum, sem hafa lýst því yfir að þeir hyggist hindra þessa þróun, forystu mála sinna og þar með stofna á ný til þeirrar kyrrstöðu í kjaramálum, sem hér átti sér stað meðan nágrannaþjóðirn ar stórbættu sín lífskjör. Það á sannarlega ekki að vera vandi að velja, svo aug- Ijósa yfirburði sem viðreisn- arstefnan hefur yfir kyrr- stöðu „vinstri stefnunnar“. SÚRIR Á SVIP t'ramsóknarmenn eru dálítið * heimóttarlegir og súrir á svipinn þessa dagana. Ástæð- an er sú að samkomulag hef- ur náðst í sex manna nefnd um verð landbúnaðarafurða, en leiðtogar Framsóknar- flokksins höfðu heitið komm únistum því að leggja sitt af mörkum til að koma af stað upplausn í þjóðfélaginu og átti það að gerast með sölu- stöðvun landbúnaðarafurða, sem kommúnistar gætu svo talið réttlæta allsherjarverk- föll. Nú er þessi vígstaða líka horfin eins og allar aðrar, sem Framsóknarmenn hafa undanfarin ár tekið sér og síðan hopað úr. Þannig gagnar nú lítið talnafölsun eins og sú sem einn þing- Anette Stroýberg, danska kvik myndaleikikonan, sean giftist Roger Vadim fyrrverandi eigin- manni Brigitte Bardot hefur und anfarið átt mjög vingott við ítalska kvikimyndaleikarann og' kvennagullið Vittorio Gassmann. — Er altalað að brúðkaup þeirra muni ekki dragast mikið á lang- inn úr þessu. En núna nýlega var Anette í frii á baðströnd nokkurrri og hafði hún engan með sér nema yngri systir sína. — Þótti öðrum baðstrandargest- um hin yngri systir ekkert gefa þeirri eldri eftir í fegurð. mwíSi ★ í síðustu viku munaði mjóu að Margrét Englandsprinsessa lenti í bílslysi. Sat hún í fram- sæti Mercedes-bifreiðar en henni ók de Vesci lávarður, sem er kvæntur systur Amstrong-Jones. Var þétt rigning og göturnar mjög hálar. — Mercedesbifreið- in var á hægri ferð er 20 tonna vöruflutningabifreið kom út úr rigningunni á móti. En lávarð- inum tókst með snarræði sínu að forða slysi. Hann beygði snar- lega út af veginum og fór um þrjá metra út á graskantinn fyr- Þessi laglega stúlka með rúll- urnar“ heitir Anita Gillette og er enn alveg „óþekkt“. En hún verður það væntanlega ekki lengi því hún leikur eitt aðalhlutverkið í nýjum söngleik eftir Irving Berlin, „Herra for- seti“ sem frumsýnt var í Bost- on sl. mánudag. — Er þetta fyrsta frumsýning Berlins síðan „Call me Madam“ var sýnd fyrir um það bil 12 árum. — Berlin sem fæddur er í Rússlandi (á tímum keisarastjórnarinnar) er einhver þekktasti sönglagahöfundur vorra tíma. Hann varð marg- milljóneri á hinum gamalkunnu lögum sínum, „Alexander Rag- time Band“, „Always", „Easter Parade" og „White Christmas" og mörgum fleiri og hefði þess vegna getað setzt í helgan stein, f hinum nýja söngleik eru 21 lög, sem hvert um sig eru lík- leg til þess að syngjast inn í huga og hjörtu mannfólksins, alveg eins og gömlu lögin. maður Framsóknarflokksins viðhafði í útvarpsumræðum og síðan hefur verið marg- prentuð sem staðreynd í Tím anum, þ.e.a.s. að hækkun af- urðaverðs hafi verið miklu minni en svaraði til kaup- gjaldshækkana, og hagur bænda væri því hinn hörmu- legasti. fréttunum Konstantin, krónprins Grikkja nú er 21 árs að aldri, hefur sí- fellt verið að gera grísku hirð- inni gramt í geði með hinum mikla áhuga sem hann hefur haft á kvikmyndastjörnum lands ins. En nú andar hirðin léttara því hann virðist vera búinn að fá áhuga á ungfrú nokkurri, sem þeim finnst honum samboðin. Er það yngsta dióttir Danakon- ungs, Anne-Marie, sem er ekki ir utan veginn. Prinsessan sat í framsæti bifreiðarinnar og hafði ekki spennt öryggisólina. ☆ nema 15 ára gömul,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.