Morgunblaðið - 16.09.1962, Síða 22

Morgunblaðið - 16.09.1962, Síða 22
22 MO RGVNBL AÐIÐ Sunnudagur 16. sept. 1962 Samtal vib Gabor i Belgrad: Það þurfti heppni að fylgja - en hún sveik íslendinga Jón Olafsson varð 15. með 2 metra. Valbjórn hafnaði í 10. sæti með 6800 stig UNDANKEPPNI í hástökki fór fram í Belgrad í gær. — Aðeins 7 menn stukku yfir 2.03 m sem sett hafði verið sem lágmark til úrslita. — Dómnefnd ákvað því að taka þá 7 menn sem stokkið höfðu 2 metra í fyrstu til- raun með í úrslitin. Þegar lína var þarna dregin, stóð Jón Þ. Ólafsson næstur ut- an úrslitadyranna. Hann varð 15.—16. í röðinni með 2.00. — 14 komust í úrslitin. Fréttamaður Mbl. í Belgrad simaði í gær að Jón Þ. Ólafs- son hafi stokkið vel, en hon- um tókst ekki að fara 2 metr ana fyrr en I 3. tilraun. Það réði baggamuninn og útilok- aði hann frá úrslitum. Hafa þá íslenðingar lokið keppni á mótinu. ★ Björn ánægður Fréttamaður Mbl. hafði samtal við Björn Vilmundarson farar- stjóra ísl. iiðsins í Belgad. Það fer hér á eftii. — Hvað finnst þér um árangur ísl. piltanna? — Ég vænti þess að Vilhjálmur yrði meðal 6 fyrstu og það varð hann. Það hefði verið kraftaverk, af honum hefði tekizt að komast á pallinn við þær aðstæður sem keppt var við. Ef aðstæðurnar hefðu verið honum hagstæðari, hefði hann án efa getað orðið 4 eða 5. í röðinni. Valbjörn gerði mjög vel, þó ekki bætti hann met sitt. Að ná 6800 stigum í fyrstu stóru tug- þrautarkeppninni sem hann tek- ur þátt í er mjög gott, ekki sízt þegar þess er minnst að keppnin stendur 12 tíma hvorn dag, auk þess tíma sem hann þurfti að verja tíma til undirbúning í þátt- töku í stangarstökkskeppninni. Ég held að það hafi verið mistök að láta hann taka þátt í stangar- stökkskeppninni líka. Ég hlakka til að fylgjast með Valbirni á Norðurlandamótinu næsta ár. Kristleifur virðist ekki í góðri æfingu nú, sagði Björn Um Krist- leif. Hann var miklu betri fyrr í sumar. Hann var mjög þungur í keppninni nú. En hann er ennþá ungur og á framtíðina fyrir sér. Gabor sagði að Valbjörn hefði einnig getað náð lengra. Hann átti einnig í stríði við dómara vegna stuttrar atrennubrautar í stangarstökkinu. Valbjörn var yfir 4.40 m en stöng hans felldi rána. Gabor sagðist vona að hann fengi tækifæri til að lagfæxa það hjá ísl. piltunum sem hann hefði lært af dvöl með þeim á þessu móti. — Þeix verða áreiðanlega betri á næsta móti. ★ ★ ★ Jón Ólafsson virðist í góðri þjáltfun og það gladdi mig að hann fór 2 metra. Bjöm hafði orð á ómetanlegri aðstoð Gabors. Hann hefur verið liðinu ómetanlegur styrkur, sagði Björn, og ég vona að við fáum hann aftur til íslands næsta ár. Bjöm lék miklu lofsorði á alla framkvær.-d iúgóslava á mótinu og skipulag, einkum bó aðbúnað allan sem íþróttafólkið býr við. ★ Skoðun Gabors Fréttamaður Mbi. hafði einnig tal af Gabor og hann sagði: — Enginn isl. piltanna var heppinn í keppninni hér. í slíkri keppni sem hér hefur verið, verða menn að vera svolítið heppnir. Þjálfun og æfing ein duga ekki. En bátt- taka þeirra nú ætti að sann- færa leiðtoga ísl. frjálsiþrótta um það, að það er ekki nóg að eiga menn búna miklum hæfileikum, það verður ,.ð æfa og æfa vel og æfa rétt. Piltarnir hafa sýnt — og vakið athygli hjá eriendum þjálfurum — fyrir hvaða hæfileikum þeir eru búnir, en það hefur líka komið í ljós að þeir eru ekki í nógu góðri þjálfun. Vilhjálmur hefði getað orðið nr. 3 eða 4. En hann átti í sínu stríði við dómara og mótvind. Gaibor lauk einnig lofsorði á framkvæmd mótsins. Svona stór mót verða aldrei framkvæmd al- veg gallalaust, sagði hann. í fréttum í gær varð enn mis- sögn í afrekum Valbjarnar. Sagt var að hann hefði kastað spjóti 56.01 m en hann kastaði 56.60 m. í 1500 m hlaupi var sagt að hann hefði hlaupið á 4.54.0, en hann hljóp á 4.54.8 mín. Þessar breyt- ingar gera það að verkum að heildarstigatala Valbjörns er 6.800 stig og hann hlaut 10. sæti í greininni. Röðin var þessi: s EV-meistari stig: Kutnetzov Rússlandi 8026 2. Moitke Þýakalandi 8022 3. Bock Þýzkalandi 7835 4. Kamerbeek Holland 7724 5. Holdorf Þýzikalandi 7526 6. Diatsjov Rússlandi 7400 7. Kolnjk Jugóslavíu 7348 8. Brodnik Jugóslavíu 7183 9. Khama Finnland 7052 10. Valbjörn Þorláksson 6800 11. Maurice Fraikkland 6496 12. Klipcov Rússlandi 6323 Samkoxnur Fíladelfía, Hútúni 2. Allmenn samkoma í kvöld kL 8.30. Daníel Glad og Guðmundur Markússon tala. Allir hjartanlega velkomnir. Yfir 500 erlend blöð og tímarit VERÐA TIL SÝNIS í \ k , Bókaverzl. Sigfús Eymundssonar ÞESSA V I K U . Tímaritunum hefur verið raðað niður í flokka eftir efni, og er þar m. a. að finna: Tízkublöð, Ljósmyndablöð, Vísindi, Tækni, Verkfræði, Iðnað, Rafmagnsfræði, Bókmenntir, Listir, Stjórn- mál, Læknisfræði o. s. frv. Leitast hefur verið við að hafa allt fyrir alla, og verður tekið á móti áskriftum, sem greiðast m^ga í íslenzkri mynt. Bókaverzl. Sígfús Eymundssonar Austurstræti 18 — Sími 13135. 1 ÞAK JÁRIM Þakjárnið er nú komið og er til afgreiðslu strax, stærðir: 8 —9 og 10 feta plötur. 7 — 8 og 9 plötur í buntinu um 100 kg. JÓN HEIÐBERG Laufásvegi 2 A — Sími 13585.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.