Morgunblaðið - 19.09.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. sept. 1962 Hafliði Úlafsson, einbúlnn ■ Keflavík vestra GÖNGUR og réttir eru að hefjast, því eru framundan stórfelldir rekstrar á búfé eða flutningar á því með vögnum og skipum. Samband Dýraverndunar- félaga íslands leyfir sér því að vekja athygli á eftirfar- andi atriðum reglugerðar um meðferð búfjár við rekstur og flutninga: Við rekstur og flutninga skal ávallt sýna búfé fyllstu nærgætni, svo að því líði eins vel og kostur er. Þegar sauðfé er flutt á bif- reiðum, skal ávallt hafa gæzlumann hjá því, jafnvel þó um skamman veg sé að ræða. Jeppakerrur eða tengi- vagnar eru eigi leyfileg far- Meðferð dýra: Rétfir og sauð- fjárflutningar artæki til flutnings búfjár. Bifreiðir þær, sem ætlaðar eru til sauðfjárflutnings, skal útbúa með grindum, sem skulu vera svo þéttar, að eigi sé hætta á, að dýrin festi fætur í þeim, og gerðar úr traustum, sléttum við, án skarpra brúna eða horna. Eigi skulu slíkar grindur vera lægri en 90 cm. Hólfa skal pall sundur í stíur, er rúmi eigi yfir 12 kindur. Ef flutningsleið er lengri en 50 km á að hólfa pallinn sund- ur í miðjv- að endilöngu, svo að engin stía nái yfir þveran flutningspall. Á pallinn skal strá hæfilega miklum sandi eða heyi, til þess að draga úr hálku. Eigi er leyfilegt að nota rimlafleka á bílpöllum til þess að láta fé standa á meðan á flutningi stendur. Leitazt skal við að flytja fé meðan dagsbirtu nýtur. — Verði því eigi við komið, skal hafa ljós á bifreiðar- palli, svo að vel sjáist um allan pallinn meðan á flutn- ingi stendur. Til þess að forðast hnjask eða meiðsli skal búa svo um, að unnt sé að láta búfé ganga á flutningspall og af. Ef flutningur tekur lengri tíma en 12 klst., skal sjá dýr- unum fyrir nægilegu fóðri og vatni. Vakin skal athygli gangna- manna á því að tekin sé fjár- byssa með í göngur, svo deyða megi lemstrað fé með skoti. Varast skyldu gangna- menn að reiða lemstraða kind. Dýraverndunarfélag fslands. ! Fæddur 12. október 1887. Dáinn 15. september 1962. ÞAÐ hefur jafnan þótt hámark lofsyrða, ef hægt hefur verið að segja um einn mann, að hann hafi verið drengur góður. Engan mann veit ég, sem fremur eiga þau orð skilið í eftirmælum en Hafliða Ólafsson í Keflavík yestra, sunnan Látrabjargs. Hann er sá maður sem ég hefi fyrir hitt, er bar hlýjast hjarta til samferðamanna sinna, og ég tel mér það mikið lán að hafa ungur kynnzt honum og átt hann fyrir nafna og góðan vin. Fáa menn hefir mér þótt yænna um, mér algjörlega yandalausa. Ég mun hafa verið 11 ára þeg- ar hann réði mig til sín sem Jéttadreng, en þá bjó hann ein- búi í Tungu í örlygshöfn, og réði það mestu um vistráðningu, að honum þótti ég lítill og veiklulegur, og taldi mig hafa þörf fyrir að komast í sveit, til að fá næga mjólk að drekka. í þá daga var erfitt að afla mjólk- ur fyrir börnin á Patreksfirði, jafnvel þótt aurar væru fyrir hendi til að kaupa hana. Hjá nafna mínum drakk ég mjólk, sem mig lysti og dafnaði með svo skjótum hætti, að læknavísindum nútímans þætti slíkt með furðuverkum. Mörgum fannst Hafliði I Keflavík vera barnalegur í hugsunum og athöfnum, og þeir sem aðeins þekktu hann lítið héldu máski að hann væri einnig nokkuð einfaldur. En svo var engan veginn. Hann hafði góðar gáfur. Hinsvegar var hann svo barnslega hrekklaus maður, að hann gat aldrei grunað nokkurn mann um að skopast með sannleikann. Hitt var einnig, að hann hafði í ára- raðir búið einn síns liðs á einni afskekktustu bújörð í Barða- strandarsýslu og nafði þá oft ekki samband við annað fólk, vikum eða jafnvel mánuðum saman. Þetta býli hans var Keflavík, nyrzta jörð við Breiða- fjörð, sem er nokkru fyrir sunnan Bjargtanga. Þangað fór ég margar ferðir með honum til smalamennsku og hefi ætíð hugsað til þeirra samverustunda okkar í þessari hamragirtu vík, sem hinna dýrlegustu minninga, er ég á frá æsku minni. Hvergi hefi ég augum litið meiri og þó hrikalegri fegurð, en frá hamra- beltunum ofan við Keflavíkur- bæinn. Úthafsöldurnar börðu Félagsheimili á Húsavík Húsavík, 15. sept. UNDANFARIÐ hefur verið unn- ið að undirbúningi félagsheimilis í Húsavík og í dag var þeim áfanga náð að verkið var hafið með því að bæjarstjórinn í Húsa- vík stakk fyrstu rekustunguna. En áður flutti stutt ávarp for- maður byggingarnefndar, Sigur- jón Jóhannesson, skólastjóri. í haust er áformað að grafa fyrir kjallara og steypa hann upp. — Fréttaritari. fjallháa fjörubakkana en gulln- ir geislar kvöldsólarinnar spegl- uðu sig í hinni endalausu víð- áttu hafsins og þúsundir sjó- fugla svifu milli fjallseggjanna þvert fyrir minni víkurinnar. Maður sem hefur alizt upp á slíkum stað, hvað þá dvalizt þar einn síns liðs, sem fulltíða mað- ur, getur ekki orðið sá sami og annað fólk. Hann kemst ekki hjá því að vera öðru vísi og meiri. En Hafliði ólafsson er sá síðasti sem alizt hefur upp í þessari vestfirzku eyðivík, og hann mun einnig verða sá, sem seinastur kvaddi hana með trega. Nú þegar Hafliði er allur, munu margir koma til með að sakna hans og ef til vill þó mest drengirnir í Breiðuvík vestra, sem hann dvaldist með seinustu æviár. sín. Nokkru áður en hann lagðist á banabeð, kom Hafliði í heim- sókn til mín og við ræddum saman dagsstund um framtíð drengjanna sem þá dvöldust með honum í Breiðuvík. Ég fann hve nafna mínum þótti innilega vænt um þessa veg- lausu pilta, og bar innilegar vonir í brjósti um að þeir næðu fótfestu í lífinu og yrðu gæfu- ríkir menn. „Þú ættir nú að skreppa vest- ur til þeirra nafni minn, og koma þeim á sporið með garð- yrkju,“ sagði hann, með því að hann taldi að mesta vandamál- ið á Breiðuvíkurheimilinu, væri það að finna nægilega fjöl- breytileg verkefni fyrir dreng- ina til að glíma við. Hafliði var fjármaður þeirra. Hann var tal- inn einhver fjárglöggasti bú- andi í Rauðasandshreppi á sín- um búskaparárum. En hannvar á seinni árum einnig orðinn Jón Gíslason, múrari, kom að máli við Velvakanda og vildi koma á framfæri upp- lýsingum og leiðréttingu út af samtalsþætti í útvarpinu er nefndist „f Skagafirði" og gerður var af þeim Stefáni Jónssyni, fréttamanni, og Jóni Sigbjörnssyni. f þætti þessum var samtal við safnvörðinn í byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. Þar var m.a. getið kaffikvarnar, er sögð var íslenzk smíði, unnin í Hjálmholti í Hraungerðis- hreppi í Flóa. Hagleiksmaður sá er hafði gert kvörnina Var í þættinum nefndur Guðmund- ur. Þetta segir Jón að muni vera skakkt. Kvörnina mun Ólafur Þormóðsson, bóndi í Hjálmholti, hafa gert, en hann var kunnur hagleiksmaður, m. a. járnsmiður góður. Jón kveðst hafa séð slíka kvörn eftir Ólaf hjá séra Sæmundi í glöggur á að þekkja menn, og hafði á langri vegferð orðið þess áþreifanlega var, að manneðlið getur verið furðu tilbreytilegt. Eitt var hann þó fullviss um, að hvergi var betri jarðvegur til að alast upp í, en í Víkum Hraungerði, föður Geirs vígslu biskups á Akureyri. Ólafur var faðir Sigurðar, sýslumanns Árnesinga, föður Jóns, skrifstofustjóra Alþingis, en Jón Gíslason þekkti nafna sinn Sigurðsson vel, enda þeir á líku reki. Jón Gíslason er fæddur og uppalinn í Hraun- gerðishverfinu og var því á yngri árum kunnugur þar eystra og kveðst mun vel eftir Ólafi í Hjálmholti. Jón tekur það fram að hann vilji á engan hátt gera þetta sem aðfinnslu við þáttinn, að- eins vildi hann að fram kæmi það er sannara reynist. • Tölum dönsku í leiðara Mbl. í gær er at- hyglisverð hugleiðing, undir yfirskriftinni „Tölum dönsku". Þetta eru sannarlega orð í tíma töluð. Það er til hreinnar skammar hvað yngra fólk hér á landi er nú illa að sér í Norðurlandamálunum og tengsl vestra. Þar voru öll skilyrði til, að ala upp í mönnum líkamlegt og andlegt atgervi. Það vissi hann öllum mönnum fremur. Nú hafa leiðir okkar skilið að sinni, en við nafnar munum enn eiga eftir að mætast á in við frændþjóðirnar á Norð- urlöndum eru nú hreint og beint í hættu, vegna þessarar vankunnáttu íslendinga í mál- um þeirra, og þá sérstaklega dönsku, sem er það málið, sem við lærum í skólunum og er jafnframt lykillinn að hin- um málunum. Þegar ég var í skóla var það komið í tízku hjá skólafólki að leggja ekkert kapp á dönsk- una, enda kunnum við lítið í henni. En svo allt í einu feng- um við heimsókn í dönsku- tímana af danskri kennslu- konu, sem var einhverskkonar umferðarkennari í dönsku, frk. Elsu Hansen, og þá varð mikil breyting á. Þetta áður leiðin- lega mál varð allt í einu skemmtilegt og lifandi. Frk. Elsa var líka alveg einstakur kennari. Hún komst strax inn á okkur — og þekkti okkur öll með nöfnum eftir fyrsta tímann. Þessi kennsla hennar varð til þess að ég fór að krossgötum, og hann að gerast vegsögumaður minn í áttina til Keflavíkur, þar sem brimaldan leikur á hörpustrengi og sólin stráir geislum sínum yfir hið endalausa haf. Hafliði frá Eyrum. leggja rækt við dönskuna. Ég útvegaði mér danskan penna- vin, sem ég á enn, og ég held að ég megi segja að ég sé bara vel fær í dönsku. Dönskukunnr átta mín varð líka til þess að ég fór að glugga í hin Norður- landamálin og er nú vel slark- fær í þeim, a.m.k. að lesa þau og skilja og tala skandínav- ísku. • Hefur góða reynslu Tillaga yfirborgarstjórans í Kaupmannahöfn um að danskir kennaraskólamenn skreppi hingað árlega tdl að tala dönsku við nemendur I skólum er athyglisverð og gæti orðið gagnleg til þess að skapa meiri tengsli milli þjóð- TIPMÍ Tj^ o u u ’ V7Ö9 anna. Annars vill nú svo vel til, að Elsa Hansen er nú gift hingað til landsins og býr hér í Reykjavík. Hún heitir nú frú Elsa Bjarklind og var víst eitthvað við kennslu í gagn- fræðaskóla í fyrravetur. Ég held að það væri þessvegna athugandi að reyna nú að fá hana til að taka að sér tal- kennslu í skólunum hér. Af minni eigin reynslu er ég viss um að það myndi bera mjög góðan árangur. Gagall og þakklátur nemandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.