Morgunblaðið - 19.09.1962, Blaðsíða 10
10
MORGlNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. sept. 1962
Landið
okkar
■Ma
Nýtt slátur- og
frystihús
Við hittum Sigurð Pálmason
kaupmann að máli og spurðum
hann um slátur- O" f ihús-
ið, sem hann er að láta i^ggja.
Húsið verður á tveimur hæð-
um og var búið að steypa þær
báðar Og verið að ganga frá
þakinu. Sigurður sagði, að haf
izt hefði verið handa um bygg
ingu hússins fyrir tveimur
mánuðum, og hann gerði ráð
fyrir, að það yrði komið svo
vel á veg að hægt yrði að
slátra í því, þegar slátrun
hæfist um 20. september. Sem
frystihúsi yrði því ekki lokið
fyrr en síðar. Frystihúsið
verður í öðrum enda hússins
og sláturhúsið í hinum.
Verzlun Sigurðar Pálmason-
ar hefur lengi rekið sláturhús
á Hvammstanga, en ekki frysti
hús. Kaupfélagið rekur bæði
slátur- og frystihús og samtals
var slátrað um 30 þús. fjár á
Hvammstanga s.l. haust. en
gert er ráð fyrir að fleira
verði slátrað í haust.
Mjólkurframleiðsla
jókst um 20%.
Við heimsóttum mjólkur-
stöðina á Hvammstanga og í
fjarveru mólkurstöðvarstjór-
ans, Brynjólfs Sveinbergsson-
ar, ræddum við við Sigurð
Sigurðsson, afgreiðslumann.
Sagði hann okkur, að stöðin
framleiddi smjör, osta, skyr
og þurr-kasein. Ostinn og
smjörið keypti Osta og smjör-
salan að frátöldu því, sem
bændur á samlagssvæðinu
keyptu. Skyr ög rjómi hefði
verið seldur til Reykjavíkur
þau haust, sem stöðin hefði
starfað. Kaseinið, sagði Sig-
urður, að væri flutt til Þýzka-
lands.
Mjólkurstöðin á Hvamms-
tanga tekur á móti allt að 7
þús. lítrum mjólkur á dag frá
120 bæjum í V.-Húnavatns-
sýslu og Strandasýslu. Mjólk-
urframleiðsla á samlagssvæð-
inu jókst um 20% á árinu
1961, en þá bárust mjólkur-
stöðinni 1.910.791,5 1 mjólkur.
Framleiðsla stöðvarinnar á því
ári var: 63.649,5 kg af smjöri,
13.757.5 kg af skyri, 16.632 kg
af 45% osti, 1.781 kg af 30%
osti og 32.694 kg. af þurrka-
seini. S. J.
Fréttamaffur
blaðsins
Sólrún
Jensdóttir
ferffaffist
fyrir
skömmu um
Húnavatns-
sýslur.
Birtist hér
fyrsta grein
hennar
þaðan.
ÞEGAR ferffamaffur leggur
leið sína um Hvammstanga
INIý mjulkurstöð, næg atvlnna, ný'ar bygt,!ngar
Mesta atvinnu hefðu þorps-
búar af verzlun, byggingum,
vegagerð og landbúnaði. Einn-
ig væru ýmis viðgerðarverk-
stæði og trésmíðaverkstæði í
þorpinu. Verzlanir eru fimm.
urðar Pálmasonar á Hvamrns-
tanga.
Helgi Benediktsson sagði
okkur ennfremur, að tveir
hreppar, Hvammstangahrepp-
ur Og Kirkjuhvammshreppur,
ráðgerðu byggingu félagsheim
ilis á Hvammstanga. Stæðu
vonir til að hafizt yrði handa
um byggingu þess að vori.
Við spurðum oddvitann
hvernig atvinna hefði verið á
Hvammstanga að undanförnu.
Hann kvað atvinnu hafa verið
ágæta á síðustu árum, þó að
ekki hefði fengizt bein úr sjó.
Þrjár trillur reru að vísu af
og til og veiddu stundum fisk
í soðið handa þorpsbúum. —
Mjólkurstöffin k Ilvammstanga, sem tekin var í notkun 1959. — (Ljósm., Björn Bergmann).
Oddvitinn sagði, að fólki
færi fjölgandi á Hvamms-
tanga. Helzta vandamálið varð
andi atvinnulíf þorpsins væri,
hve lítil vinna væri þar fyrir
unglinga og þeir yrðu því að
fara að heiman í atvinnuleit.
hlýtur þaff aff vekja athygli
hans hve mörg ný hús eru
risin, effa í smiðum í þessu
340 manma þorpi viff Mið-
fjörffinn.
Fréttamaður blaffsins var
þar á ferff í byrjun september
og hafði tal af Helga Bene-
diktssyni oddvita.
★
Við spurðum Helga um ný-
byggingarnar. Sagði hann okk
ur, að nýtt sjúkrahús, sem
jafnframt væri elliheimili,
hefði verið tekið notkun á
Hvammstanga fyrir nokkrum
árum, kaupfélagið hefði flutt
í nýtt verzlunar og skrifstofu-
hús fyrir tveimur Og hálfu ári
og væri verzlunin að nokkru
leyti með kjörbúðarsniði.
Nýr barnaskóli var tekinn í
notkun á Hvammstanga s.l.
áramót og stunda 50 börn nám
við hann, en enginn unglinga
skóli er enn á stanum.
í júlí 1959 var lokið við
byggingu og uppsetningu
mjólkurstöðvar á Hvamms-
tanga og er hún rekin af
Mjólkursamlagi Kaupfélags
V.-Húnvetnina og Kaupfélagi
Hrútfirðinga á Borðeyri.
Þrjú íbúðarhús eru nú í
byggingu á Hvammstanga og
í vor var tekið í notkun nýtt
póst- og símstöðvarhús. Nýtt
slátur- og frystihús er í smíð-
um á vegum Verzlunar Sig-
Gott laxveiðisumar
en oðe/ns e/nn hnúdlax hefur veibst
Alþjóðamöt um
Norðurlandabókmennt!r
„SUMARIÐ í fyrra var eitt bezta
íaxveiðiár, sem viff höfum fengiff
og sumarið niú virffist sannarlega
ekki ætla aff gefa því eftir,“ sagði
Þór Guðjónsson, veiffimálastjóri,
er Mbl. átti tal viff hann í gær
um laxveiffina í sumar. Niffur-
stöðutölur út veiffiánum eru pú
sem óffast aff berast til Veiffi-
málaskrifstofunnar og virðist
allsstaffar hafa veiffzt jafn vel
og betur en í fyrra.
í Elliðaánum veiddust nú 850
laxar en 744 í fyrra. í Laxá í
Kjós veiddust nú 1000 laxar en
1047 í fyrra í Laxá í Leirársveit
700 laxar nú og álíka margir í
fyrra, í Norðurá 1013 laxar en
978 í fyrra, í Miðfjarðará veidd-
ust nú 1826 laxar sem er nálega
100 löxum meira en í fyrra.
Rúmlega 1200 laxar veiddust í
Víðidalsá nú en í fyrra 1227, í
Vatnsdalsá veiddust nú rúmlega
1000 laxar en í fyrra aðeins 390.
Varðandi Vatnsdalsá er rétt að
taka það fram að undanfarin ár
hefur verið veitt lítið i ánni.
Veiðibækur eru ókomnar frá
svæði Laxárféiagsins i Laxá í
Þingeyjarsýslu en væntanlegar
innan skamms. Laxá er nú sem
kunnugt er tvískipt, en hinn leigj
andinn hefur hvorki skilað veiði-
bókum fyrir sumarið í fyrra né
í ár sem honum ber þó lögum
samkvæmt. Er því ekki vitað
hver veiðin hefur verið á því
svæði þau tvö sumur, sem um-
ræddur leigjandi hefur haft þenn
an hluta árinnar sem er mið-
svæðis.
Þá er þess aS geta að neta-
veiði var góð í sumar bæði í Ar-
nessýslu og Borgarfirði, en botn-
inn mun þó að einhverju leyti
hafa dottið úr vertíðinni undir
lokin.
Aðeins einn hnúðlax hefur
veiðzt til þessa. Fékkst hann í
net í mynni ársprænu einnar í
Aðalvík á Vestfjörðum 6. ágúst
sl.
Mörgum kemur á óvart hve lít-
ið hefur orðið vart við hnúðlax-
inn í ár en þar sem allmargir
veiddust hér síðla sumars 1960
var búizt við því að talsvert
mundi veiðast í ár. Svo hefur
ekki orðið en ekki er vitað um
ástæður til þessa.
Sumarið 1960 veiddust einnig
aiunaigir bnuöiaxar í Noregi en
fiskarmr munu hafa komið frá
tilraunastóðvum Rússa á Kólar-
skaga í Síberíu. 1 Noregi var
emnig búizt við hnúðlaxaveiði í
haust en síðast er til var vitað
hafði aðeins einn hnúðlax veiðzt
þar og töldu fiskifræðingar að
ekki myndu veiðast þar fleiri, en
ekki gátu þeir greint frá ástæð-
unum.
FJÓRÐA alþjóðamót um Norð-
urlandabókmenntir (Den fjerde
internationale studiekonference
i nordisk litteratur) var haldið
við Árósarháskóla 14.—18. ágúst
sl. Til slíkra móta hefur verið
stofnað á tveggja ára fresti síð-
an 1959, og eru þau til skiptis
í einhverju Norðurlandanna og
utan þeirra. Til þessa hafa þau
verið í Englardi, Noregi og Hol-
landi og svo nú í Danmörku. —
Næst eru þau fyrirhuguð í
Sviss, Svíþjóð og Frakklandi.
Mótið í Árósum er hið fjöl-
mennasta sinnar tegundar, sem
haldið hefur verið. Þátttakend-
ur voru á annað hundrað fra
fjórtán löndum, allt frá Banda-
ríkjum Norður-Ameríku til
ítalíu, aðallega háskólakennar-
ar í Norðurlandabókmenntum,
enda eru mót þessi einkum hald
in í því skyni að gefa þeim kost
á að kynnast og ræða um fræði
sín og kennsluefni. Frá íslandi
sótti mótið á vegum mennta-
málaráðuneytisins dr. Steingrím
ur J. Þorsteinsson prófessor. —
Fluttir voru fyrirlestrar um
breytileg viðhorf til bókmennta
og nýstárlegt mat á þeim, eða
um það, sem féll undir heitið
„nyvurderinger“. Einnig var
rætt um aðferðir við bókmennta
kennslu og um úrræði til að auka
kynni af norrænum bókmennt-
um utan Norðurlanda.
Jafnframt var haldinn rit-
stjórnarfundur nýstofnaðs al-»
þjóðatímarits um norræn fræði,
er heitir „Scandinavics, an Inter-
national Journal of Scandinavian
Studies". Það birtir ritgerðir og
ritdóma á ensku um rannsóknir
norrænna bókmennta og einnig
alþýðlegri kynningargreinar um
þær, auk skráa yfir rit og
ritgerðir um Norðurlandafræði
hvaðanæva úr heimi. Tímaritið
kemur út tvisvar á ári, gefið út
af Academic Press í London og
New York. Dr. Steingrímur er
frá fslands hálfu í ritstjórnar-
nefnd þess, en aðalritstjóri er
prófessor Elias Bredsdorff í
Cambridge í Englandi.
Prófessor Steingrímur kveður
bókmenntafræðingamótið í Árós
um hafa verið mjög vel undir-
búið af Dana hálfu og það farið
fram af mikilli prýði og rausn
undir forustu próefssors Gustavs
Albecks við frábæran aðbúnað
Árósaháskóla, og allt hafi mótið
verið hið lærdómsríkasta og á-
nægjulegasta. Þarna tókust
margvísleg kynni og gagnleg
samskipti, öllum varð mótið til
örvunar, en einkum stuðlaði það
að eflingu og útbreiðslu nor-
rænna fræða og bóókmennta ut-
an Norðurlanda.
Bifvélavirki
eða maður vanur bifreiðaviðgerðum óskast.
Einnig maður vanur rafsuðu.
Bifreiðastd) SteLsd jrs
Sími 18585.