Morgunblaðið - 22.09.1962, Page 3
Laugardagur 22. sept. 1962
MORCVNBLAÐIÐ
3
-K
i
!
ÞAÐ var kuldagjóstur a£
norðri er við ókum snemma
morguns frá Húsavík fram
í Köldukinn. Regnið buldi
á rúðunum, í verstu hryðj
unum var ekki laust við
slyddu. Það var haustlegt
yfir að líta þótt enn væri
ekki nema rúm vika af
september. Þurrkurnar
höfðu vart undan að skófla
burt regninu.
Ferðinni var heitið að Ó-
feigsstöðum í Kinn. Sækja
átti 'heim heiðurshjónin Bald
ur Baldvinsson oddvita Ljósa
vatnshrepps og húsfreyju
hans Sigurbjörgu Jónsdóttur.
Séð heim að Ófeigsstöðum.
Ætlir þú að mynda mig,
Morgunblaðið grætur
á Ófeigsstöðum í Kinn
iGamanstund
Baldur er þjóðkunnur vísna
smiður og gamansamur með
afbrigðum og kona hans gáf
uð og skemmtileg. Baldur hef
ir lengi haft forystu í héraði
sínu og gegnt trúnaðarstörf-
um fyrir bsendur, átt t.d. um
langt skeið sæti á búnaðar-
þingi. Mér varð að orði, er ég
frétti það fyrir skemmstu að
hann hefði ekki verið kosinn
til setu á búnaðarþingi hinu
næsta, að nú væri verið að
reiba þær fláu skrautfjaðrir er
prýtt hafa búnaðarþing, sem
auðvitað er fremur leiðinleg
samtooma eins og öll önnur
stéttarþing. Baldur er einn
hinna fáu sem lyft hafa bing
Mér kom tii hugar, er við
Ókum yfir brúna á Skjálfanda
fljóti og Ófeigsstaðir blöstu
við gegnum regnskúrirnar,
þegar ég kom í fyrsta og eina
skiptið að Ófeigsstöðum fyrir
sjö árum. Eg ók þangað hópi
af fólki, sem var að fara til
berja, en Kinnin er víðfræg
fyrir gott berjaland. Eg hef
löngum verið latur við berja-
tínslu og 'hélt mig því heima
við bæ. Hitti ég þá Baldur
bónda þar sem hann var að
hirða hey. Tókum við tal sam
an og leyzt mér maðurinn
skemmtilegur. Fór ér að dunda
við að 'hirða með honum en
Hjónln Sigurbjörg og Baldur Baldvinsson.
inu upp fyrir deyfð og drunga
hversdagslegra samþykkta um
rollur kýr og hesta, súrhey,
skurðgröfur og vélanotkun.
Glettni hans og hagmælska
hefir kryddað samiþykktirnar
svo menn hafa unað yfirset-
unni betur. Framsóknarmað-
ur mim Baldur lengi hafa
verið, samivinnumaður mikill
og einn af fláum Jónasarsinn-
um, sem eftir eru, að því er
mér hefir verið tjáð.
mun sjálfsagt hafa tafið fyrir
honum sem svanði 'því liði er
ég lagði til verksins. Meðan
Baldur brá sér heim með eitt
heyhlassið, gekk ég niður
túnið í áttina að nýjum bólstri
Á leiðinni mætti ég bola-
kálfi, sem mér sýndist heldur
illilegur, enda lagði hann koll
húfur og bölvaði. Mér leyzt
ekki á blikuna. Eg sá að tæki
ég til fótanna myndi tuddi ná
mér en i höndunum hafði ég
ekkert til varnar. En nú kom
kauði í áttina til mán og í
fátinu raufc ég úr jafckanum
og hugðist nota hann fyrir bar
efli og stökk síðan á móti
tudda. f>að skipti engum tog-
um. Hann lagði á flótta og
mér létti stórum. Heima við
bæ hafði Baldur borft á að-
farirnar og vissi hann að kálf
urinn gerði engurn mein, sem
sýndi honum fulla alvöru. Aft
ur á móti lagði hann í þá sem
flúði hann. Baldur hafði gam
an af viðureigninni, en hann.
sagðist hafa óttast að ég tæki
til fótanna, taldi mig Reykja
vikurbarn, sem ekki hefði van
izt umgengni við dýr að neinu
marki.
Kona ein, sem ég sagði
þessa sögu var ekki lengi að
koma með skýringuna.
— Þetta er auðskilið. Kálf
urfnn hefir auðvitað orfðið
hræddur við hitt nautið,
sagði hún.
★
En nú vorum við komin í
hlaðið á Ófeigsstöðum og hér
stóð ég öðru sinni og gætti
vel að hvort nokkur boli væri
nálægt. Seinna frétti ég að
búið væri að lóga honum fyr-
ir löngu.
Fyrst hitti ég frú Sigur-
björgu er ég hafði hvatt dyra.
Sagði hún bónda sinn vera í
fjósinu en hann myndi koma
von bráðar.
— Komdu blessaður og fyr-
irgefðu að ég lét þig bíða. Eg
var nefnilega að moka flór-
inn.
— Hver skollinn, segi ég, —
og ég sem ætlaði einmitt að
ná þér það snemma að ég
gæti hjálpað þér við fjósverk
in.
— Ja ég er nú einmitt bú-
inn, en gjörið þið svo vel að
ganga í bæinn.
— Hvernig er það, er ekki
öll skáldskaparnáttúra frosin
úr ykkur hér nyrðra í
þessum kulda, segi ég um leið
og ég fer úr yfirhöfninni.
— Nei, ekki aldeilis, svarar
Baldur samstundis.
— Hefurðu ort nokkuð um
Viðreisnarstjórnina spyr ég.
— Nei.
— Og þarftu þá ekkert að
skaTnmast um pólitík við mig?
— Nei, nei. En segðu mér
að sunnan. Hvernig hefir Ól-
afur Thors það?, spyr Baldur.
— Ég veit ekki annað en
hann hafi það gott. En varst
það ekki þú Baldur, sem vild
ir fá hann fyrir hreppsnefnd-
armann hér norður í Ljósa-
vatnshrepp.
★
— Jú. Það var fyrir mörg-
um árum að við búnaðarþings
fulltrúar sátum veizlu ríkis-
etjómarinnar í ráðherrabú-
staðnum. Ólafur var þá for-
sætisráðherra eins og nú. Við
tókum tal saman og ég segi
við Ólaf. „Þú srt svo bráð-
skemmtilegur að ég vildi að
þú værir orðinn hreppsnefnd-
armaður norður í Ljósavatns
hreppi.“ En hann svarar strax
hlæjandi: „Já, en þá er ekki
víst að þú yrðir lengi oddviti."
Mér varð fátt um svör. Eg
vissi efcki til að hann þekkti
mig fyrir annan og allra síst að
hann vissi mig oddvita í
hreppnum. Þeir eru oft gam-
ansamir þessir ráðherrar og
fljótir að svara.
Meðan við Baldur sitjum
og röbbum er lítil'l hnokki, 8
mánaða gamall, að bjástra
hjá ömmu sinni. Er það dótt
ursonur þeirra hjóna, og heit
ir Baldur Ófeigur. Hann studd
ist við hné ömmu sinnar og
var að reyna að ganga. Eg
heyri að frú Sigurbjörg taut
ar vísupart og hrvái eftir
henni.
— Þeir gerðu þessa vísu í
félagi Egill á Húsavik og Bald
ur. Þeir komu heim sem oft-
ar og voru í léttu skapi. I á
var elzta dótturdóttir okkar
á svipuðu reki og drengurinn
hérna og var að byrja að
ganga. Baldur tekur telpuna
og segir:
„Mærin er hæst í huga mínum
hamingju stóra veitir mér.“
Egill botnar án þess Baldur
flái lokið vísunni:
Ætlar að líkjast afa sínum,
er nú farin að sleppa sér.“
★
Talið berst að nýjum og
fallegum rofck, sem stendur í
stofunni.
— Já, rokkurinn. Hann er
nú raunar fremur húsprýði en
'húsgagn nú orðið. Annars ætt
irðu að taka af mér mynd með
rokkinn og segja að risinn sé
upp nýr Gandlhi norður í
Þingeyjarsýslu.
— Varstu dugleg að spinna
hér áður, spyrjum við.
— Nei. Bg hefði þótzt hafa
unnið stórsigur ef ég hefði
getað látið rokkhjólið snúast
heilan hring. í æsku var ég lát
in kemba og bótti mér það
vond vinna. Sdðan var mér
kennt að prjóna og þótti það
ennþá verri vinna. Móðir mín
og amma sögðu mér að það
væri öllum nauðsynlegt að
kunna að prjóna, ef svo færi
að þeir yrðu blindir á gamals
aldri. Mér gekfc bölvanlega að
læra snúningslykkju og þó
tók steininn úr þegar ég átti
að fara að fella af. Eg mun
þó hafa komizt yfir að prjóna
Framh. á bls 15.
STAKSTEIAIAR
Sjónarmið breytast
Þegar byrjað var að halda
fegurðarsýningar hér á landi
voru skoðanir manna skiptar
um það, hvort þar væri um að
ræða heppilegt eða skemmtilegt
framferði. Eitt „íslenzkt“ blað,
kommúnistamálgagnið barðist
hart gegn slikri samkeppni og
virtist sú barátta vera stefnu-
skráratriði kommúnista. Fyrir
nokkru breyttist þessi afstaða
algjörlega og „Þjóðviljinn" tók
að skýra frá fegurðarsýningum
og virtist ekki líka þær verr en
öðrum. I gær birti blaðið svo
skýringuna á því að fegurðar-
sýningar eru allt í einu orðnar
ágætar, og auðvitað er skýring-
in sú að þær hafa nú verið
teknar upp í löndum húsbænd-
anna austan járntjalds. Undir
meðfylgjandi mynd úr „Þjóð-
viljanum" stendur m. a.:
„Fegurðarsýningar voru til
skamms tíma taldar ósæmilegar
í löndum Austur-Evrópu, en nú
hefur þetta vesturlenzka tízku-
fyrirbæri borizt þangað.
Blekkingameistari
Framsóknarmenn virðast um
þessar mundir hafa mesta dá-
læti á samkeppni um það hver
geti komizt lengst í öfgum og
öfugmælum, þegar rætt er um
efnahagsþróun landsins og lífs-
afkomu borgaranna. Höfundur
móðuharðindatalsins hafði lengi
metið, en annar þingmaður
Framsóknarflokksins er nú að
reyna að skáka honum, enda
hampar Tíminn þeim manni
mjög. Hann hefur nýlega haldið
þvi fram að svo mjög sverfi að
bændastéttinni að enginn hafi
lengur áhuga á búskap og jarð-
ir séu allar verðlausar. Til að
sanna þessa fullyrðingu sína
hélt hann því fram í þingræðu
í vor, að þótt miklar almennar
hækkanir hefðu orðið síðan
1958 hefðu sauðfjárafurðir að-
Ieins hækkað um 4% og mjólk
um 20%. Veit hann þó áreiðan-
lega vel að meðalhækkun Iand-
búnaðarafurða var 26%. Tíman-
um hefur líkað svo vel iðja
þessa manns, sem miðar að því
að rýra trú manna á Iandbún-
aðinum, að skoðunum hans er
hampað annan hvern dag.
Efnalegt sjálfstæði
Framsóknarmenn eru teknir
til við að skrifa mikið um það
að þeir vilji sem flesta borgara
efnalega sjálfstæða og lýsa því
jafnframt yfir að leiðin til að
ná þessu marki sé sú að styrkja
kommúnista til valda í verka-
lýðshreyfingunni. Nú vita það
allir menn að ekkert er meira
eitur í beinum kommúnista en
einmitt það að borgararnir séu
fjárhagslega sjálfstæðir, því að
þá hrynur fylgið af þeim eina
og raunin er að verða hérlendis.
En hitt er sjálfsagt rétt að ábugi
Framsóknarmanna fyrir efna-
legu sjálfstæði borgaranna sé
álíka einlægur og kommúnista.