Morgunblaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 6
6 MORCUNRL4Ð1B Laugardaftur 22. sept. 1962 ★ KVIKMYNDIR PS ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * * KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR * Nýja Bíó: EIGUM VIÐ AÐ ELSKAST? ÞESSI sænska gamanmynd, sem byggð er á skáldsögu eftir John Einar Oberg, segir frá ungum iðjuleysingja, Jan Froman, sem við lestur bókarinnar „Auðnu- vegurinn" kemst í það það furðu- lega ástand að hann sækir um aðstoðarmannsstöðu hjá banka- þjóninum Hagson í Landsbank- anum. — Froman kemst þegar í kynni við unga og fallega starfs- stúlku í bankanum, Margareta Gúnter, aðmírálsdóttur og verður ákaflega hrifinn af henni. Ákveð- ur hann þegar að hún skuli verða konan sín, enda þótt hann viti að hún sé heitbundin öðrum. Hann hefst þegar handa með þrautseigju og þolinmæði, að vinna ástir Margaretu, en það er þó aðeins önnur hliðin á at- hafnasemi hans og dugnaði, því að jafnframt snýr hann sér að fjármálastarfsemi og sýnir á því sviði þá sniliigáfu að hann snýr á hina þauireyndustu fjármála- menn og verður auðugur maður á skömmum tíma. Froman er geð ugur og skemmtilegur maður og ekki spillir það að hann er nú orðin ríkur maður í þokkabót. Margareta, sem frá því fyrsta hefur litist vel á Froman hikar því ekki við að segja upp sínum gamla unnusta og trúlofast Fro- man. En þegar hún segir föður sínum, aðmírálnum það, verður hann ókvæða við og hleypur á dyr til þess að finna Froman og koma honum í skilning um, með hnúum og hnefum ef í það fer, að hann hafi síður en svo áhuga á að gerast tengdafaðir hans. Þessi reikningsskil aðmírálsins og tengdasonarins tilvonandi eru bráðskemmtileg og býsna átaka- mikil, — en ekki er vert að rekja þau hér. Orð hefur farið af því að ástar- atriðin í þessari mynd séu ærið djörf eða öllu heldur „nakin“, og hefur það vissulega ekki orðið til þess að draga úr aðsókninni að myndinni. Svíar hafa í þessu efni tekið Frakka sér til fyrir- myndar, en kunna ekki með það að fara, enda hafa slíkar „sýn- ingar“ því aðeins rétt á sér að þær séu efnisleg eða listræn nauð syn, en um það er ekki að ræða í þessari mynd. Annars er mynd- in prýðilega gerð og bráðskemmti leg og borin uppi af snjöllum leik. Aðalhlutverkið, Froman, leikur einn af fremstu leikurum Svía, Jarl Kulle er lék próf. Higgins í My Fair Lady við geysi hrifningu áhorfenda og Marga- reta Gúnter Jeikur hin unga og laglega leikkona Christina Schollin og Edvin Adolphson leik ur föður hennar, aðmírálinn. Allt eru þetta afbragðsleikarar og margir aðrir góðir leikarar fara þarna með hlutverk. Austurbæjarbíó: KÁTIR VORU KARLAR ÞETTA er ein af hinum þraut- fyrri betri. — Austurbæjabíó, leiðinlegu þýzku gljámyndum með vellulegum söngvum og sveita-rómantík og uppgerðar- gázka. Slíkar myndir sjást hér alltaf öðru hvoru og eru í fáu frábrugðnar hver annari, jafn- vel efnið sami grautur í sömu skál. — Ég skal játa að ég sá ekki mynd þessa til enda, en þó nóg af henni til þess að ég stóðst ekki mátið og gekk út, enda liltar líkur væru til að seinni mátti af söguþræðinum ráða að hluti myndarinnar yrði hinum sem oft sýnir ágætar myndir, ætti að sneyða sem mest hjá mynd- um af þessari tegund. Þær eru að vísu meinlaust léttmeti en vantar flesta kosti góðra gaman- Stoinuð fulltrúaráð í Strandasýslu ÞANN 8. júlí s.l. var haldinn stofnfundur Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Strandasýslu. Fundurinn var haldinn á Hólma- vík. Fundarstjóri var séra Andrés Ólafsson, Hoímavík og fundar- ritari Jörundur Gestsson, bóndi, Hellu, Kaldrananeshreppi. Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins flutti erindi um skipulags- mál Sjálfstæðisflokksins og lagði fram uppkast að lögum fyrir fulltrúaráðið, sem síðan var samþykkt. Stjórn Fulltrúaráðsins skipa: Vígþór Jörundsson, skólastjóri, Hólmavík, formaður, séra Andrés Ólafsson, Hólmavík, Maris Björns son, bóndi, Felli, Árneshrepp, Guðjón Jónsson, bóndi, Gestsstöð um, Kirkjubólshreppi og Jörund- ur Gestsson, bóndi, Hellu. Fundurinn kaus fulltrúa í kjör dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfj arðakj ördæmi. Sigurður Bjarnason, ritstjóri, ávarpaði fundinn og árnaði hinu nýstofnaða fulltrúaráði heilla í framtíðinni. Akureyri, 14. sept. þar nokkurra tíma viðdvöl. KVIKMYNDALEIKKONAN Leikkonan lét vel yfir kom- Mai Zetterling kom til Akur- unni til Norðurlandsins og eyrar í gær, og fór þá til Mý- hefur áhuga á að kynnast, vatnssveitar. einkum Þingeyingum. Myndirnar eru teknar á í dag fór hún með sjúkra- Aknreyrarflugvelli, er leik- flugvél Tryggva Helgasonar ko' in var að leggja upp til til Grímseyjar, og mun hafa Gr^nseyjar. — St.E.Sig. Sýntng á bókhaldsvélum SÍÐASTL. þriðjudag var opnuð á vegum Véladeildar Sambands ís- lenzkra Samvinnufélaga sýning ing á bókhaldsvélum í svo- nefndu Taylorix bókhaldskerfi. Er sýning þessi haidin í sýningar skálanum, Kirkjustræti 10. Taylori bókhaldskerfi býður upp á mjög fjölbreytt úr- val ýmiskonar tækja til þess að færa bókhald með, allt frá hand- skriftartækj um fyrir skóla til stórra bókhaldsautomata, og voru blaðam. sýnd tæki þessi fyrir nokkru. A sýningunni er tvær gerðir handskriftartækja, þar sem bókhaldið er fært á laus spjöld með gegnumskrift á dag- bók. Auk handskriftartækjanna eru á sýmngunni ýmsar gerðir bókhaldsvél3, sem skipta má í tvo meginhópa, reiknandi og ekki reiknandi vélar. En aðal- nýjung Taylorix á sviði bókhalds ins er hin nýja bókhaldsvél Fixo mat, sem einnig er á sýningunni, bæði með bókstafatexta og án hans. f vélinni má og vinna ýmsa aðra vinnu og sjálft bókhaldið svo sem lagerbókhald, launabók- hald, reikningsyfirlit og reiknings útskrift. Her á landi mun þessi vél nú í notkun í nærri 30 fyrir- tækjum. Gestur Sambandsins í sýningu þessari er Jung, skipu- lagsráðunautur frá Taylorix, og dvelzt hann nér meðan sýningin stendur yfir. Mun hann vera þeim aðilum sem þess óska til ráð- legginga um bókhald þeirra og annað í þvi sambandi. Sýningin verður opin þessa viku frá kl. 10 — 12 og 13.30 — 19.00. Bréf sent Mbl.: Loftleiðir og S.A.S. Herra ritstjóri. HINGAÐ hafa borizt fréttir i blöðum um að flugfélagið SAS hyggist nú að beita öllum ráð- um til þess að ganga á milli bols og höfuðs á Loftleiðum. Þetta er ekki í fyrsta sinni, sem SAS leggur stein í götu hins íslenzka flugfélags. Eins og kunnugt er, væri SAS löngu dottið upp fyrir, ef ríkis- stjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hefðu ekki lagt fram hundruð milljónir króna oftar en einu sinni til að forða þvi frá öngþveiti. Loftleiðir hafa hins vegar rek- ið starfsemi sína á þann hátt, að félagið hefur aldrei þurft á opinberu fé að halda. Samtímis þessu hefur það verið ómetan- leg landkynning fyrir ísland og íslendinga bæði vestan hafs og austan. Sennilega er það hin bezta landkynning, sem við höf- um nokkurn tíma fengið. Af þeim ástæðum getur ekki neinum íslendingi staðið á sama um hversu fer fyrir þessu fé- lagi. Líf þess og velgengni snert- ir okkur öll. Ef nokkur hugur fylgir máli um norræna samvinnu af hálfu ríkisstjórnar Svíþjóðar, Dan- merkur og Noregs þannig að þær óski að halda tengslum við íslendinga, ættu þær að láta rannsaka framferði SAS í þessu máli. Þær hafa líf SAS alger- lega í hendi sér, og geta þvi sagt félagsstjórninni fyrir verk- um. Heimurinn ætti að vera svo stór akur fyrir SAS, að félagið þyrfti .ekki að traðka á minnsta bróðurnum. Fari svo að Loftleiðir verði að láta í minni pokann fyrir ágengni SAS, hlýtur vinátta ís- lendinga til frænda sinna á Norðurlöndum að kólna mjög um fjölda ára. Ég vil biðja sendiherra við- komandi ríkja að vekja athygli ríkisstjórna sinna á þessu at- riði. Ekki veldur sá er varar. Reykjavík, 21. sept. 1962 I Hákon Bjarnason. • Skvísa í skýjum Þegar ég tók upp úr um- slagi úrklippu úr amerísku blaði með yfirskriftinni „Sweetie Pie in the Sky“, var staddur hjá mér orðheppinn maður. — Ef ég ætlaði að nota þessa úrklippu, mundi ég ekki einu sinni vita hvernig ætti að þýða fyrirsögnina, sagði ég. — Dugar ekki „Skvísa í skýj- um“, svaraði hann um hæl. Og úr því fyrirsögnin er komin og ísland kemur svo- lítið við sögu í frásögninni, ætla ég að segja ykkur inni- haldið. • Langt í matinn Bandaríkjamaður að nafni Wallace Phillips elskar kon- una sína og á 20 ára hjúskap- arafmæli þeirra hjóna, ákvað hann að sanna henni það — en á dálítið óvenjulegan hátt. Þau búa í Ohio og hann sagð- •ist ætla að bjóða henni til New YorR, og þar skyldu þau borða veizlumáltíðina. Þegar þau stigu þar út úr flugvél- inni, fór hann með hana beint að afgreiðslu Loftleiða og sagði henni að hann hefði skipt um skoðun, hann mundi bjóða henni út að borða í Reykjavík í staðinn. Sjónvarpsmenn voru með honum í leiknum. Þeir höfðu viðtal við hjónin sitt í hvoru lagi og spurðu um ferð- ina. Þar sagði Phillips, að á leiðinni til íslands ætlaði hann að segja konu sinni, að hann hefði enn skipt um skoðun og að máltíðin umtalaða skyldi verða í Luxemborg. En þaðan ætlar hann að fara með hana beint í 5 tíma lestarferð til Parísar, þar sem hún fær loksins hátíðarmatinn í tilefni af 20 ára hjúskaparafmælinu. Phillips kveðst hafa átt i mestu vandræðum með að komast af stað í ferðina, án þess að konu hans grunaði nokkuð. Hann þurfti að fá lengt fríið hennar í vinnunni, láta dótturina sníkja út úr henni mynd, til að nota á pass- ann, kaupa handa henni auka- kjól til ferðarinnar og loks að aka henni í hárlagningu til næsta bæjar, þar eð hann var hræddur um að ef fréttin væri farin að síast út, þá mundi hún fá veður af þessu þar. Þau hjónin komu svo við á íslandi, og í Loftleiðaflugvél- inni á leiðinni var borin fram sérstök brúðkaupskaka. • Dálítið dýrt spaug Já, ýmislegt gerir fólk sér til gamans. — Hún er búin að vera fjári góð eiginkona, seg- ir Phillips, og hefur allt af tek- ið öllu vel hjá mér. Svo ég vil koma henni svolítið á óvart. Ég er viss um að henni þykir gaman að því. Bara svolítið dýrt spaug — í dollurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.