Morgunblaðið - 22.09.1962, Page 20

Morgunblaðið - 22.09.1962, Page 20
20 M OK CV F BL AÐ1Ð Laugardagur 22. sept. 1962 ___ HOWARD SPRING: _36 _ | RAKEl ROSING Rakel brosti framan í þjóninn, eins og henni væri skemmt. „Þarna sjáið þér, hvernig við, þessir húsbændur, erum, sagði þetta bros. Þakka yður fyrir, Axtoby. Ef þér vilduð gera upp við þjóninn og sjá um, að hann fái eitthvað sjálfur..? Ég ætla að fara út í bílinn. En gamla blygðunin kom enn upp í huga hennar, og yfirgaf hana ekki alla leiðina heim. Hún rakst á Mike Hartigan í forstof- unni, þegar heim kom. Hr. Hart- igan. Oxtoy borgaði teið mitt. Viljið þér gera svo vel að gera það upp við hann. Og því fyrr sem þér athugið þetta, sem ég talaði um við yður um daginn, því betra. Hún beið ekki eftir neinu svari frá Hartigan, heldur hljóp upp í stofuna sína í vondu skapi, sem batnaði ekki fyrr en Wil- helmina Heath hringdi til henn- sr 2. Og nú var Wilhelmina kómin til hennar. Lítið borð með morg- unverði hafði verið sett skammt frá arninum í stofu Rakelar, og Rakel horfði, ljómandi af ánægju yfir borðið á gest sinn. Hún hafði orðið ofsaglöð þegar Mina hringdi, einmitt þegar hún sjálf var í svona döpru skap, og var ekki lengi að bjóða henni heim. Þér verðið að koma og borða morgunverð með mér! Skær hlátur Minu glumdi _ í símanum. Það er auðséð, að þér þekkið mig að óséðu, frú Banner- mann. Þér haldið sýnilega, að ég sé ein af þessum strákstelpum, sem eru þotnar á fætur rneð morgunsárinu og hlaupa út á döggvota jörðina! Jæja, sagði Rakel alvarlega. Ég fer nú aldrei út fyrr en ég er tilbúin og það verður nú ekki fyrr en klukkan níu. Segjum það þá! Klukkan niu í morgunverð. Meðan Rakel beið eftir gesti sínum, hefði hún getað sungið, ef hún hefði átt vanda til að syngja. Hún var ofsalega fegin að eiga von á gesti til að eyða svolítið þessari óþolandi ein- manakennd, sem hún hafði legið undir síðan Maurice slasaðist. I London vissi hún enga sálu, sem hún gæti heimsótt nema Julian Heabh. Hún vissi að vísu, að hann gat nægt henni, hvað fé- lagsskap snerti, en hinsvegar fannst henni óráðlegt að ganga of hratt að verki á því sviði. En með Wilhelminu var allt öðru máli að gegna, og auk þess gat hún beinlínis stuðlað að þvi, að hún gæti hitt Julian oftar en ella mundi, án þess að það væri nokkurt tiltökumál. Henni datt þetta í hug meðan hún var að klæða sig, og stanzaði með fæt- uma krosslagða og annan sokk- inn í hendinni. Langaði hana til þess? Hún varð hálfhissa, þegar hjartað tók að slá örar við það eitt að hugsa til Julian. Reyndar hafði þetta gerzt fyrr, þegar hun stóð við gluggann og horfði a hann koma skondrandi yfir torg- ið, svo léttan í spori. Aldrei tok hj'artað í henni neitt viðbragð þegar hún sá Maurice — Það hafði einungis áhrif á hugsamr hennar og ráðagerðir. Hún ýtti þessu öllu frá sér. Um að gera að vera hagsýn. Allt er í svoddan óvissu eins og er. Þú veizt ekki, hvort þú ert keypt eða seld. Gegn um gluggann sinn sa hún til Minu, þar sem hún kom dröslandi í þessu skítatrogi sinu, sem hún hafði verið í heima í Markhams. Svo kom Mina upp í stofuna til hennar og Bright fylgdi henni þangað með lotn- ingu, sem Rakel var steinhissa a. En Rakel var heldur ekki eins vel að sér í ættfræðinni og Bright. Mina var með köttinn Ómar í fanginu og það fyrsta sem hún sagði var að hrósa honum. En sá dásamlegi köttur, sem þér eigið, frú Bannermann! Ég fann hann á tröppunum! Ómar var alveg að springa af sjálfsánægju. Hann lét Minu hrósa sér, með sýnilegum ánægju svip. Hann lá á handleggnum á henni, velti sér svo um hrygg, svo að fallegi hunangsguli litur- inn á kviðnum á honum kom í ljós. Svo hljóp hann á gólfið, dinglaði skottinu með fyrirlitn- ingu að Rakel, en nuddaði sér upp við fótinn á Minu. Þessi köttur virðist vera hrif- inn af öllum nema mér, sagði Rakel. Já, hr. Harrigan. Mike hafði komið inn í dyrnar. Það var þessi köttur, frú Bannermann. Mér hefur skilizt, að honum væri bannaður að- gangur hér. Ó, fyrirgefið, sagði Mina. Ég hafði ekki hugmynd um, að ég væri að fremja lagalbrot. Mér þætti vænt um, ef hann mætti vera, hérna, hr. Hartigan. Ungfrú Heath hefur gaman af honum. Með mestu ánægju, sagði Mike innilega. Ef þið bara gætið þess að fara ekki að troða í hann mat. Þakk yður fyrir, sagði Mina. Ég held ég kunni að umgangast dýr. Ég ól upp afghanahundinn, Hollywood eru uppfullar af metorðagirnd, og oftast gera þær hvað sem er til þess að ná í hlutverk eða ráðningu. Þær lifa í heimi þar sem kyniþokkinn er eins og hver önnur vara, sem seld er á myndræmu og er álíka óekta eins Og fylltar tennur eða bleikt hár. Þær hika ekki við að leggja á sig ýmisleg ólþægindi t.l að bæta stöðu sína á framabraut- inni. Sálfræðingarnir I Hollywood munu sammála um, að óhóflegt kynlíf sé oftast fyrsta athvarfið fyrir leikara eða leikkonu, sem þjáist af kvíða. Einn segir: „Þrír fjórðu af leikfólkinu í Hollywood, er annaðhvort brjál- að eða að ná sér eftir brjálsemi eða í þann veginn að verða brjálað .... Brjálsemisatvik eru daglegt brauð í kvikmyndaver- unum . . Kynlíf er tæplega frið- andi afí .. Þarna eru Bósar og kvenfólk með brókarsótt. sem þjóta eins og borðtennishnöttur úr einu ástarævintýrinu í það næsta, án þess að gefa sjálfum sé nokkurntíma tækifæri til að reyna raunverulega ást .. Það sem gerist innan veggja á sum- um heimilum í Hollywodd, er líkast því, sem verst gerist í órólegu deildunum í vitfirringa- hælum. Yfirleitt má segja, að tilfinningalíf Hollywoodleikara sé alveg eins vont og orð fer af — og verra þó. Marilyn tók sjálfa sig og leik- starfsemina allt of alvarlega til þess að sleppa sér út í kynóra- leikinn, eins og hann gengur fyrir sig í Hollywood. Hún var fús til að leggja eitthvað á sig til þess að geta orðið góð og betri leikkona. Þegar hlé urðu á atvinnunni og hún gat valið um, hvort hún viidi heldur eyða dal í framsagnarkennslu eða þá kaupa sér inat eða nælonsokka, þá kaus hún kennsluna. Sokkar eða pylsa gera engan að leikara, , ályktaði hún, en það gætu sem bróðir minn gaf frú Banner- mann, skiljið þér. Ekki viljið þér víst halda því fram, að hann hafi ekki kunnað mannasiði? Það er víst bezt að spyrja hr. Hartigan að því, sagði Rakel og leit illyrmislegum grimmdaraug- um á Mike, sem stóð enn í dyr- unum og ýfði á sér dökka hárið. Vingjarnlega brosið var horfið af honum, Og hann nötraði af löngun til að svara þessu. Jæja, hr. Hartigan? sagði Rak- el ' stríðnistón. en vildi ekki láta undan. Æ, það var eins og hvert annað slys, ungfrú Heath. Þér skiljið . . við vorum að Við? Ég, þá, frú Bannermann. Ég hélt því fram, að hundurinn væri ekki allskostar hættulaus, svo að eftir að hr. Bannermann varð fyrir þessu áfalli, lét ég. . Þér ættuð að minnsta kosti að vera eins fljótur að segja frá afrekum yðar eins og þér voruð að framkvæma þau, sagði Rakel. Annars þíður maturinn eftir okk- ur. Mina leit af Rakel, sem stóð teinrétt og ógnandi, falleg og vægðarlaus við borðið og á mann inn, sem stóð skjálfandi í dyr- unum og kom ekki út því, sem hann langaði til að segja. Hún kennslutímar gert. Vopnin, sem hún notaði til að halda lífinu, voru þögn, einangrun og kænska. Einangrunin var vitanlega ekki í bókstaflegum skilningi en samt muna nú sumir eftir henni frá þessum árum, Og fyrst og fremst því að hún hafi verið feimin, hlédræg og dreymandi. Jafnvel Natasha Lytess, sem Marilyn bjó með annað veifið í nokkur ár, gat ekki komizt gegn um þennan þagnarmúr, sem umlukti hana. Ungfrú Lytess talar um ein- hverja „hulu“, sem hafi stund- um komið á augun í henni, ef henni fannst einhver ætla að ónáða hana, og í samtali tók hún stundum að veifa handleggnum, eins og ósjálfrátt, fyrir andlitið, til hægri og vinstri á víxl, eins og höggormshöfði. Þetta var eins konar sjálfsvarnarhreyfing. Hún segir, að Marilyn hafi þagað yfir öllu sem snerti hana persónulega. „Ég þorði ekki að spyrja hana einföldustu spurninga um einka- líf hennar", skrifar ungfrú Lyt- ess. „Jafnvel meinlaus spurning, svo sem það, hvert hún ætlaði í kvöld, var tekin sem ófyrir- gefanleg hnýsni“. Þörf hennar á fullu sjálfsforræði var svo sterk, að hún gat jafnvel neitað sér að nota kynþokka sinn sér til framdráttar. Marilyn var sífellt á verði gegn því að „láta hafa gott af sér“, en samt lét hún blekkjast af algengustu og gatslitnustu að- ferðinni til að tæla stúlkur, sem sé þeirri, að bjóða þeim tilrauna- myndatöku. Eitt kvöldið var hringt í hana og maðurinn, sem það gerði, kynnti sig sem ráðn- ingastjóra frá Samuel Goldwyn Pictures. Hann sagðist vera að undirbúa söngleik og þyrfti að fá stúlku eins og hana, og nú vildi hann taka tilraunamynd af henni. Hún vísaði honum ekki á umboðsmanninn sinn, og var ekkert að hugsa um, hvers er að kvelja hann, hugsaði hún, — viljandi og vísvitandi. Hvers vegna skyldi hún vera að því? Við Mike sagði hún. Þetta er allt í lagi, hr. Hartigan. Ég skil þetta alveg, að ég held. Þér hafið komizt í geðshræringu. En ég vildi nú samt, að þér hefðuð beðið, þangað til þér voruð bú- inn að jafna yður. Þetta var yndislegur hundur. Bros, sem snerti Mike að hjart arrótum, tók sárasta broddinn af þessari áminningu. Ég ekil þetta núna, sagði hann, og mér þykir það afskaplega leitt. Gott og vel. Kettinum yðar skal vera óhætt hjá mér. Þér slepptuð honum of vægi- lega, sagði Rakel, þegar dyrnar vegna hann hringdi að kvöldi dags, heldur spurði „Hvenær?" „Núna strax!“, svaraði sá, sem hringdi, „við höfum svo naum- an tíma. Ég sæki þig eftir stund- arfjórðung og svo þjótum við í kvikmyndaverið". Svo kom hann og sótti hana í Cadillac-bíl. Enda þótt klukkan væri orðin yfir átta, datt henni ekki í hug, að nein brögð væru í tafli. Svo var ekið til Goldwyn- kvikmyndaversins. Þar var engin sála á ferli. Hann fór með hana inn um bakdyrnar, Og þau fóru inn í skrifstofuhúsið. Hann sett- ist þar við skrifborð og fékk henni handrit, og benti á langa þulu, og sagði henni að lesa. Fingurnir á henni skulfu. Þetta var í fyrsta sinn, sem hún hafði snert á kvikmyndahandriti. Svo fór hún að lesa. „Vilduð þér kippa pilsinu svo- lítið upp?“ sagði hann. Hún gerði svo, án þess að hugsa um það nánar og hélt áfram aS lesa. „Hærra!“, sagði hann. Hún hélt áfram að lesa. „Svolítið hærra“, sagði hann og nú var hann kominn alveg að henni og lagði hendurnar á axl- irnar á henni. Nú loksins fór Marilyn að átta sig. Þetta var alls ekki hans skrifstofa. Hann vann alls ekki hjá Goldwyn. Þetta átti engin tilraun að verða. Hún spratt á fætur. Hún sló hann í andlitið og sparkaði í fæturna á honum. SvO hljóp hún út úr húsinu. Annar maður, sem hún hafði farið með niður á baðströndina, var sífellt að pota í hana fingr- unum, til þess að finna beinin í henni. Hann sagði, að hún hefði alveg ágæt bein. Sér þætti mikið koma til stúlkna, sem hefðu góð bein. Þá stóð hún upp og sagði: „Jæja, ef þér eruð svona hrifinn af beinunum í mér, skal ég senda yður röntgenmynd af mér“. höfðu lokazt. Mér lízt svo vel á manninn. Hver er hann? Ritarinn mannsins míns. Og ég efast heldur ekki um, að honum þyki mjög vænt um. manninn yðar, og þá get ég skil- ið þetta til fulls. Ég vona bara, að Akbar hafi fengið fljótan og góðan dauðdaga. Hann var skotinn. Nú, jæja. Það var eins og Mina yrði enn fölari undir rauða hárinu, en svo var eins og hún reyndi að hrista þetta allt ai sér. En henni gekk ekki eins vel að losna við áhrifin af svipn- um á Rakel sem var svo eitrað- ur á þessu fríða andliti, né held- ur hreiminn í rödd hennar þegar En eitt merkasta tilboðið, sem henni barst, var frá manni, sem sagðist þekkja 78 ára gamlan auðkýfing, sem ætti heilmikið myndasafn af Marilyn Monroe. Hann ætti tvær milljónir dala og hefði of háan blóðþrýsting og væri vesæll til heilsunnar. Hann gæti ekki átt eftir nema svo sem hálft til eitt ár. Hann vildi gift- ast ungfrú Monroe, sagði þessi umboðsmaður, og stakk nú upp á, að hún gengi að eiga gamla manninn. Svo myndi hún erfa tvær milljónir, og þeim skyldu þau skipta til helminga. VIII. Samningur við Columb.a. Eftir að Marilyn missti at- vinnuna hjá 20th Century Fox, 25. ágúst 1947, náði hún ekki samningi við neitt kvikmynda- félag næsta hálfa árið. Nú hafði hún misst öll sambönd sín sem fyrirsæta á þessum tíma, sem hún var við kvikmyndirnar, og atvinna í þeirri grein var ekki á hverju strái. Hún lífði því á atvinnuleysistryggingu og þegar hún hrökk ekki til, fékk hún lánaða peninga gegn kvittun. En aldrei hætti hún að taka leik- listartíma. Hún gekk í leikara- skóla, sem aðhylltist mjög kenn- ingar Stanislavskys. Þessi skóli hafði verið stofnaður árið 1939 af nokkrum leikurum, sem höfðu orðið út undan í kvikmyndum, en lögðu nú stund á leikhús- leiklist. Þessi hópur kom upp ágætum leikflokki, þegar fram liðu stundir. Þeir, sem lagt hafa sig eftiir að kynnast Marilyn Monroe —■ og þeim hefur hún sjálf ekki verið hjálpleg — gera oft lítið úr gáfum hennar, sem stundum er verið að auglýsa, Og kalla þær uppgerð og það tiltölulega ný- lega uppgerð. Þeir hristu höfuð- ið yfir áhuga hennar á Dosto- jevski og námi hennar í leikara- skólanum. En Marilyn hefur aldrei verið yfirborðsmanneskja, Grunntónn hennar hefur jafnan verið alvarlegur. En af þvi að hún hefur aldrei notið æðri menntunar, verður hún oft barna leg í viðræðum, jafnvel bjána- leg. Hún ber orð skakt fram og misnotar þau. Hún gerir leiðin- legar vitleysur, ef hún vitnar I bókmenntir. En menntunarlþorsti hennar og ást á allri listrænni fegurð er engin uppgerð. Síðustu mánuðina, sem hún

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.