Morgunblaðið - 22.09.1962, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.09.1962, Qupperneq 22
22 V fí TtCllNBL'AÐIB LatiÉfardagur 22. sept. 1962 Akurnesingar biíast við miklu - og KR vill vinna Síðasti ,reglulegi' leikur Íslandsmótslns á morgun Á MORGUN, sunnudag, er síð- asti leikur íslandsmótsins í knatt tpymu. Þá mætast KR-ingar og kkurnesingar á Laugardals- relli. Þessi Ieikur, sem flestir Djuggust við í upphafi að yrði úrslitaleikur mótsins hefur mun minni þýðingu en búizt var við og er ekki úrslitaleikur nema að því leyti, að Akurnesingar geta Danir Norður- landnmeistarar 6VÍÞJÓÐ, Danmörk, Noregur og Finnland hafa með sér árlega Knattspyrnukeppni og eftir hvert 6r fæst út hvert landanna er „óstaðfestur" Norðurlandameist- ari. Eftir stórsigur Dana í Hels- tngfors s.l. sunnudag 6—1 og tap Svía fyrir Norðmönnum 1—2, hafa Danir mesta möguleika til að hreppa hinn óformlega titil í ár. Staðan er svona. Danmörk 4 stig 12—2 mörk. Svíþjóð 2 stig 4—2 mörk. Noregur 2 stig 3—7 mörk. Finnland 0 stig 1—9 mörk. Danir og Svíar mætast í Stokk hólmi 28. okt. Staðan þýðir að þá verða Svíar að vinna góðan sigur ef þeir eiga að fá titilinn. Verði 2—0 fyrir Svía, standa löndin alveg jöfn. Vinni Svíar með 3—1 eða 4—2 þá eru Danir meistarar á betra markhlutfalli. skipað sér í hóp með Val og Fram sem efstu íið mótsins. KR getur ekki blandað sér í lokastríð ið, hvernig sem fer á morgun. •k Ríkharður vongóður. Vinni Akranes verða Fram. Valur og Akranes jöfn og efst að stigum og verða að keppa að nýju. Verði jafntefli eða vinni KR eru Valur og Fram ein um að berjast um bikarinn. Við náðum í Ríkharð Jónsson í gærkvöldi er hann kom af æf- ingu. Hann sagðist búast við að liðið yrði eins eða mjög líkt og í síðustu leikjum. — Og hvernig er hljóðið í þér og þínum mönnum? — Ég veit ekki. Ef liðinu tekst eklki upp á sunnudaginn þá held ég það eigi bara ekki meira skil- ið en það sæti sem það skipar nú. — Eruð þið óánægðir með síðustu leiki? — Jiá, mér finnst við hafa uppskorið of lítið. Við áttum mun meir í leiknum við Fram, en fengum aðeins annað stigið. og ég vil halda því fram að dóm arinn hafi eyðilagt leik ofckar við Val. Við áttum rneira í hon- um bæði undan og móti vindin- um. — Æfið þið vel. — Ja þetta er erfitt. Við æfð- um í kvöld, æfðum i gær og æfð um á þriðjudag. Það mæta allir strax eftir vinnu kl. 7 og það er nú ekki langur tími, kannski j 35 mínútur. En það mó gera mikið á þeim tíma. Á Við viljum vinna. í gærkvöldi náðum við sam- bandi við Sigurgeir Guðmanns- son þjálfará KR. — Liðið okkar. Ja það verð- minnsta kosti tvær breytinga: því Garðar Árnason og Sigurþí Jakobsson eru báðir forfallaði; meiddust báðir í síðasta leik. — Hafið þið mikinn áhuga á leiknum? — Já það höfum við. Það skip' ir okkur miklu hvort við erum ' í 3 eða fimmta sæti á mótinu. En hitt er annað að nú leikum við ekki í taugaspennu, eins og flesta leikina í sumar. Það get- ur því verið að liðið detti ofan á góðan leik, þó ekki væri nema af þeim sökum. Bikarinn í DAG verður bi'karkeppninni haldið áfram. Leika Týr og Fram B á Melavelli kl. 14.00. Er þetta leikur um sæti í aðalkeppn inni, en þá koma liðin úr 1. deild inn í keppnina. Uppistaðan í liði Týs eru leikmenn úr 2. flokki, en Vestmannaeyingar vorn í úrslitum í 2. flokki í fyrra og leika nú til úrslita í sínum riðli í 2. flokki gegn Val. Fram hefur sigrað Reyni í Sand gerði og Akranes B. en Týr hefur Þórarinn Ragnarsson æfir undir leiðsögn. ísl. hlaupari keppirí amerískum iótbolta ÞÓRARINN Ragnarsson FH sig- urvegari í drengjahlaupinu í vor og sveinamethafi í 1000 og 1500 metra hlaupum, er nú í Bandarikjurwim en þangað fór hann í nemendaskiptum kristi- sigrað Þrótt a. liðið, sem lék til úrslita í 2. deild og K.R.B. Strax eftir leikinn leika Valur og Þróttur í Haustmóti 1. fl. Á mongun fer fram hinn leik- urinn í 3. umferð Bikarkeppn- innar, leika þá Keflvíkingar og Breiðablik úr Kópavogi. Fer sá leikur einnig fram á Melavelli og hefst kl. 13.30. legra æskulýðsfélaga. Hann nem- ur við Orange Township High — skólann í Waterloo í Iowa. Meðfylgjandi mynd birtist af Þórarni á íiþróttasíðu eins blaðs- ins í Iowa og er þess getið að hann sé að læra amerískan fót- bolta — eða rugby eins og það almennt er kallað hér. Þórarinn var valinn í skólaliðið og keppir á hverjum föstudegi. Sagt er í blaðinu að hann eigi ennþá margt ólært, en hann só fljótur að læra íþrótt sína. Þórarinn segist verða 3 mánuði í þessari iþrótt, síðan sé það körfuknattleikur og síðast frjáls- iþróttir. Hvert flidtum við sofandi? FYRIR 12 árum var virðuleg móttökuathöfn á Reykjavík- urflugvelli. Forseti íslands, Sveinn heitinn Björnsson, var þangað kominn ásamt þrem- ur ráðherrum, borgarstjóran- um í Reykjavík, allri stjórn ÍSf og flestum íþróttaleiðtog- um öðrum. Tilefnið var að fagna flokki þeim, sem íslend ingar sendu á Evrópumeist- aramótið í Brússel. Flokkur- inn hafði unnið óvenjulega sigra og eftirtektarverða. í hópnum voru m. a. tveir Ev- rópumeistarar, Gunnar Huse- by og Torfi Bryngeirsson, „silfurmaður" í tugþraut, Örn Clausen, 4. maður í 400 m hlaupi mótsins Guðmund- ur Lárusson, 5. maður í 100 m hlaupi, Haukur Clausen og aðrir er skipuðu sveit íslands í 4x100 m boðhlaupi, er varð fimmta I röðinni. ótrúlegur árangur. 12 árum síðar komu 4 kepp endur fslands á sama flugvöll frá sams konar móti í Bel- grad. Þá var enginn til að taka á móti, enginn til að minnast árangursins, enginn til að hvetja íslenzka æsku til meiri dáða til aukinnar líkamsmenntar. í litla hópnum var nú eng- inn Evrópumeistari og held- ur enginn „silfurmaður". En I þessum hópi var þó maður, sem unnið hafði betra afrek en nokkur hinna frá 1950. — Þar var einnig annar maður, sem í tugþraut hlaut fleiri stig, vann betra afrek sam- kvæmt stigatöflu, heldur en nægði til gulls 1950, þó sá árangur nú nægði „aðeins*1 til 10. sætis. Eg tel ekki ástæðu til að fara lengra í samanburð, þó slíkt mætti vel gera. Staðreyndin er að við eig- um í dag eins góða topp- menn og jafnvel betri en fyr- ir 12 árum. En afrek þeirra nú duga ekki eins vel á al- þjóðavettvangi og áður. Þessi staðreynd um öra framþróun meðal annarra þjóða en litla framför hér, hefur svæft okkur Þyrnirós- arsvefni. Það gleymist að at- huga afrek okkar manna í raunsæu ljósi, það gleymist að hvetja þá, það gleymist að fá fleiri með, örfa og vinna markvisst að betri afrekum. Það gleymist að þakka þess- um piltum, sem enn nenna og vilja leggja á sig erfiði og puð til að skipa íslandi á bekk með íþróttaþjóðum heims. Eftir stendur að einblínt er á sætið, sem þeir hrepptu í hinni erfiðu keppni. Það heyrist mælt eitthvað á þessa leið: „Uss, hann varð bara sjötti. Og hinn var bara 10, og sá þriðji var bara 8.—15. Hvað þýðir að vera að senda svona menn út. Hvað þýðir að vera að iðka íþróttir?“ Og með tiltölulega algjöru sinnuleysi sínu taka forystu- menn íþróttamála eiginlega undir slíkar ógrundaðar raddir. ☆ Forystumenn íþróttamála á íslandi áður fyrr, eins og Ben. G. Waage, Sigurjón heit inn á Álafossi og margir fleiri myndu ekki á sínum beztu árum hafa látið afrek sem þessi liggja hálfdauð og kannski alveg gleymd hjá garði iþróttahreyfingarinnar. Það er svo annar kapituli þessarar sögu, hvers vegna við drögumst aftur úr á al- þjóðavettvangi meðan að- staða batnar hér til íþrótta- iðkunar. En út í það ríkis- rekstrarfyrirkomulag íþrótta- mála, sem skotið hefur nýj- um þjóðum upp í efstu sæti, skal ekki farið. En æpandi staðreynd blas- ir hér við varðandi okkar í- þróttamál, ekki einungis hjá frjálsíþróttamönnum, heldur öllum ísl. íþróttamönnum. — Það er þjálfaraskorturinn, ekki sízt fyrir afreksmenn. Hér er ekki verið að hnýta í ísl. þjálfara. En þeir eru ekki fæddir almáttugir. Ef þeir eiga að ná því bezta fram, verða þeir að kynnast málum erlendis, dveljast þar, læra þar. En ef minnzt er á utanför þjálfara er viðkvæð- ið oft „lúxusflakk" eða eitt- hvað því um líkt, sem talið er alveg ónauðsynlegt. í frjálsum íþróttum var al- ger þjálfaraskortur. Eitt fé- lagið, fþróttafélag Reykja- víkur, gekkst þá fyrir því að fá hingað erlendan úrvals- þjálfara. Fyrir valinu varð Ungverjinn Gabor. Félagið hefur í 4 ár barizt í bökkum fjárhagslega til að geta hald- ið honum. Koma hans varð þó ekki bundin við félagið eitt, því frjálsíþróttamenn annarra félaga fengu að sjálf sögðu tilsögn hjá kennaran- um og þetta hefur lyft ísl. íþróttum ótrúlega, jafnvel meira en nokkur getur gert sér grein fyrir. Fær og ÍR laun sín með því að stað- reynd er að þrír beztu frjáls- íþróttamenn landsins eru úr röðum félagsins. Má eflaust þakka það góðri tilsögn Gabors. Form. ÍR hefur skýrt svo frá, að félagið hafi einungis getað klofið þetta vegna þess að góðviljaðir menn, vinveitt ir íþróttum, fengust til að leggja vissa peningaupphæð af mörkum mánaðarlega til að af komu Ungverjans gæti orðið. — Ár eftir ár hefur því félagið staðið í sníkjum* til að einn erl. þjálfari gæti verið hér og sagt ísl. frjáls- íþróttamönnum til. Þetta verkefni var, ef til í slíkt er farið, ekki verkefni eins félags, heldur Frjáls- íþróttasambandsins eða enn æðri aðila. Og hér verður breyting að verða á ef við eigum nokkru sinni að geta notið slíkrar ánægju eins og gerðist á Reykjavíkurflug- velli fyrir 12 árum, þegar for seti íslands sagði: „Nú komið þið heim — tveir sem meistarar með gull medalíur. — Það er vel gert af mbnnum frá fámennri þjóð.“ Og geta aftur heyrt borg- arstjóra Reykjavíkur segja á þessa leið eins og Gunnar Thoroddsen þá: „Verið hjartanlega vel- komnir heim með fangið fullt af glæstum árangri, frægð og frama.......Allir hafið þið verið fslandi til sóma, hvort sem þið hafið unnið stig eða ekki, með hreysti ykkar og drengskap.“ — A. St. ■MfPr »»■■■% r,n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.