Morgunblaðið - 23.09.1962, Side 1
44 síður (I. og VI.)
Forsetinn neitar
að segja af sér
Óbreytt ástand i Argentmu
Buenos Aires, 22. sept. — AP.
ENN eru fregnir fremur óljósar
frá átökunum í Argentínu. í nótt
hermdu fregnir að barizt væri í
útjaðri höfuðborgarinnar en þeim
bardögum virðist hafa linnt undir
morguninn. Þá var aftur sagt> að
Jose Mario Guido forseti hefði
sagt af sér — en samkvæmt síð-
ustu fregnum hefur hann tilkynnt
öllum stríðandi aðilum, að það
hafi hann alJs ekki gert og muni
ekki gera.
Eins og sagt var frá í gær höfðu
herlið beggja mikinn viðbúnað.
„Rauði herinn“, sem hliðhollur er
yfirstjórn hersins, vann að því
að hlaða götuvígi í Buenos Aires,
en „blái herinn“, sem styður upp
reisnarforingjann Ongania, gróf
skotgrafir uinhverfis aðalbæki-
stöðvar sínar í Campo de Mayo.
Nöfn sín hafa herliðin hlotið af
rauðum og bláum borðum, sem
þeir bera um handleggina, til
aðgreiningar.
Brezka útvarpið skýrði frá því
í nótt, að bardagar hefðu blossað
upp í einu úthverfi Buenos Aires.
Þá var forsetinn enn á heimili
sínu undir læknishendi. Snemma
í morgun var sagt, að hann hefði
sagt af sér a? kröfu yfirstjórnar
hersins, sem nú kennir honum
MosJtvu, 21. sept
' NTB-Reuter
TÓNSKÁI.DIÐ heimsfræga,
' IgorStravinsky kom í dag til
Moskvu og fékk þar hinar
hjartanlegustu móttökur, sem
nokkur listamaður frá Vestur
löndum hefur fengið þar í
borg. Fjöldi ljósmyndara, frá
blöðum og sjónvarpi tóku á
móti honum á flugvellinum.
, Stravinsky sem er orðinn átt
; ræður hefur ekki til Rússlands
komið í 48 ár.
Stravináky mun dveljast í
1 Moskvu í þrjár vikur. Verða
tónverlk hans lei'kin á sérstök
■ um Sitravinsky tónleikum i
Moskvu og Leningrad meðan
á heimsókn hans stendur. Tass
fréttastofan segir, að að-
göngumiðar að fyrstu fjórum
' tónleikunum í Moskvu hafa
selat upp á þre.m kl«t. í dag,
Stravinsky
fognað í Moskvn
ástandið í landinu. f gær hafði
hann tekið yfirstjórnina í sínar
hendur og vikið yfirmönnum
hersins frá, tn þeir neituðu að
Víkja.
í AP-frétt í dag segir, að
Gaston Clement aðmíráll hafi af-
hent lausnarbeiðni sína ásamt
þeim ummælum, að forsetinn sé
að steypa iandinu í glötun —
hann sé ábyrgur fyrir blóðsút-
hellingum og hljóti að segja af
sér, ef ekki á verr að fara. í
sömu fregn segir, að Guido for-
seti hafi átt símtal við Ongania
hershöfðingja," þar sem hann er
staddur í bækistöð sinni , Campo
de Mayo, og tjáð honum, að hann
hefði alls ekki í hyggju að segja
af sér. Er sagt, að Ongania hafi
fagnað því. Sáttafndur mun hafa
verið haldinn með deiluaðilum
í dag, en sagt er, að honum hafi
lokið með rifrildi eftir tveggja
klst. þóf.
IHINN nýji utanrikisráðherra
Svíþjóðar Torsten Nilson tók
við embætti síðastliðinn mið-
vikudag af Östen Unden sem
nú dregur sig í hlé fyrir aldurs
sakir. Nilson hefur lýst því yf
ir að hann muni í einu og öllu
halda hlutleysisstefnu þeirriy
sem Unden fylgdi.
Torstein Nilsson hefur um
langt skeið verið kunnur i
sænskum stjórnarbúðum. —
Hann hefur sl. 17 ár haft á
hendi þrenns konar ráðherra
embætti, verið samgöngumála
iráðherra, landvarnarálðherra
log atvinnu- og félagsmálaráo
herra. f sænsku stjórnmála-
lífi hefur hann þó nr.iklu leng
úr verið kunnur. Hann varð
formaður æskulýðssambands
sósíaldemókrata þegar árið
1934 þá 29 ára og formaður
flokksins á árunum 1940—48
Þingmaður hefur hann verið
frá árinu 1940, og þegar sósial
demokratar mynduðu stjórn
árið 1945 varð hann samgöngu
málaráðherra.
Torsten Nilson er fæddur ir
ið 1905.
Myndin hér að ofan var
tekin á blaðamannafundi j
sænska utanríkisráðuneytinu
á fyrsta starfsdegi Nilsons í
embætti utanríkisráðherra.
Braathen vill Norömenn úr SAS
NORSKI útgerðarmaðurinn og
flugiSrumkvöðullinn Ludvig
Braathen hefur nýlega látið af
dráttarlaust uppi þá skoðun sina
að Norðmenn eigi að slíta sam
vinnu við SAS. Mikil óánægja
hefur verið ríkjandi innan SAS
vegna fjármálavandræða félags
ins og hefur yfirlýsingin vakið
mikla athygli.
Blaðið Jyllandsposten fjallar
um þet'ta mál í ritstjórnargrein
fyrir nokkrum dögum í sam-
bandi við þær upplýsingar Berl
ingske Tidende, að SAS hyggist
láta til skarar skríða gegn Loft-
leiðum. Segir blaðið orð Braat
hens vera eins og nýjan eldi-
brand í hinar heitu umræður um
SAS, enda fari óáneegja Norð-
manna sífellt vaxandi.
★
Blaðið ræðir nokkuð kosti og
ókosti þá sem fylgja aðild SAS
að alþjóðasambandinu IATA.
Segir blaðið, að væri SAS ekki
aðili að IATA eða tilsvarandi
samtökum, gætu erlend flugfélög
sem hacfa yfir að ráða nægilegu
fjármagni, kæft alla samkeppni
af hálfu Norðurlanda. Afleiðing
in yrði einokunaraðstaða, sem
gæti orðið Norðurlöndunum
mjög óhagstæð.
Á hinn bóginn, segir blaðið,
að SAS hafi haft einokunarað-
stöðu á flugleiðum innan Norð
urlanda og hafi stjórn SAS í
þeim efnum oft gefið tilefni til
harðrar gagnrýni. Sé því vart
eftirsóknarvert að sú aðstaða
þeirra verði aukin þannig, að
hún nái einnig til flugleiðanna
yfir Atlantshaf.
Undir lok ritstjórnargreinar-
innar segir: „Flugsamgöngur núf
timans eru orðnar harður leikjr '
þar sem lendingarréttindi hafa
stóru hlutverki að gegna en
skandinavisku löndin þrjú ættu
að vera afar varkár og hugsa sig
um oftar en einu sinni, áður en
þau leggja lið tilraunum SAS til
þess að bola íslendingum út »f
þessum flugleiðum, bvi þeir
eiga marga liðsmenn og við-
skiptavini, jafnt í Danmörku,
Svíþjóð og Noregi".
Afrískt afbrigðl af gin-
og klaufaveiki til Evrdpu
Fyrirsjáanlegt að erfitt reynist oð róðo niburlögum sýkinnar
Rómaborg, 22. september.
— NTB-Reuter —
TALSMAÐUK matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sam-
einuðu þjóðanna FAO, skýrði
frá því í dag, að afrískt
afbrigði af gin- og klaufa-
veiki hafi komið upp í Ev-
rópu og sé fyrirsjáanlegt að
erfitt muni reynast að ráða
niðurlögum þess.
Segir talsmaðurinn að sér-
stakur vírus, sem komið hafi
frá löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs hafi breiðzt út til
hins evrópska hluta Tyrklands
og sé mikil hætta á útbreiðslu
þaðan til Grikklands og amv-
arra landa í Evrópu.
Sjúkdómur þessi hefur á
einni viku breiðzt frá Van-hér-
aðinu í austurhluta Tyrklands
til Istanbul, en það er um 120
km vegalengd. Aðeins er til litið
magn bóluefnis gegn veikinni og
mun það torvelda mjög barátt-
una gegn henni.
Diefenbaker vill annan
samveldisfund
London, 22. sept. — AP —
f MORGUN kom utanríkisráð-
herra Belgíu, Paul Henri Spaak,
flugleiðis -il London til viðræðna
um væntanlega aðild Breta að
efnahagsbandalagi Evrópu. Mun
hann einkum ræða við Edward
Heath, aðstoðarutanrikisráðherra
sem fjallar um mál, er banda-
lagið varða.
Næstkomandi föstudag fer
Heath til Rómar til viðræðna
við Amintore Fanfani, forsætis-
ráðherra Ítalíu og Emilio
Colombo, viðskiptamálaráðherra.
Síðan má búast við að viðræðum
verði haldið áfram í Brússel.
Heath hefur þegar átt einkavið-
ræður við ráðherra frá Luxem-
Framih. á bls. 23