Morgunblaðið - 23.09.1962, Page 6

Morgunblaðið - 23.09.1962, Page 6
i MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. sept. 1962 Hertoginn af Edinborg hefur yissulega útrýmt mörgum göml- um kreddufullum siðvenjum í v Buckingham Palace, en samt sem áður eru nokkrir siðir, sem hann hefur ekki getað haft nein áhrif á. T. d. getur drottningin ekki Sýnt sig opinberlega nema einu Sinni í hverjum kjól og sam- kvæmt göm’.um erfðakenningum er henni forboðið að gefa gömlu fötin. En hennar hátign er sjálf afar sparsöm kona og finnst henni ó- tækt að geta ekki notað kjólana til einhvers og hefir hún því látið sauma kjólana handa Önnu litlu dóttir sinni úr kjólum sinum. Er það ástæðan til þess að prinsess- an er oft í kjólum, sem virðast vera saumaðir til þess að bera við hirðveiziur. ☆ Þessi unga stúlka, sem er grísk- ur leiklistarnemandi í New York hefur nú fengið sitt tsærsta hlut- verk til þessu. Hún er nefnilega aðalhuggun Eddie Fichers, síðasta eiginmanns Elizabetar Taylors, eftir skilnaðinn. Fær hún all mikið blaðaumtal út á þetta hlut verk sitt og er hún hæst ánægð með það. Eiginkona franska leikstjórans Roger Vadim, Catherine Denevue átti nýlega í kvikmynd einni að giftast meðleikara sínum. Er þau stóðu á kirkjutröppunum kom mikil vindhviða og stóð í pils ungu frúarinnar. Var sagt að þetta atriði hefði farið mjög í taugarnar á hinum raunverulega eiginmanni, — enda óneitanlega all neyðarlegt! ★ Eiginkona Leonard Bernstein, höfundar „West Side Story“ seg- ir að eiginmanni hennar gangi mun betur að sökkva sér niður í vinnu sína sé hún hvengi ná- læg. — Honum gengur lang bezt, segir hún, — þegar hann yfir- gefur mig og börnin okkar þrjú í fréttunum og flytur í algjöra einangrun í húskofa nálaegt MacDowel Coll ege í New Hampshire, en þar er eins konar listamannanýlenda. ☆ Mennirnir hér á myndinni eru bræður og heita Rolf og Bertil Aström og eru sænskir að þjóð- erni. í fyrra gengu þeir að eiga systurnar Jessie og Liz á sama degi, og nú fyrir skömmu urðu þeir báðir íeður á sama klukku- tímanum og eignuðust báðir Hún Gitta litla Hænning, sem við munum svo vel eftir er hún kom hér og söng „Mama“ á árun um er nú orðin stór og leikkona sem trúað er fyrir alvarlegum hlutverkum. Er verið að leggja síðustu hönd á upptöku „Mid- sommerdröm í Fattighuset" eftir Per Lagerkvist hjá danska sjón- varpinu og hefur sýningardag- urinn verið ákveðinn 12. sept- ember næstkomandi. Hefur Gitta all stórt hlutverk með hönd um og verður það í fyrsta sinn sem henni er trúað fyrir alvar- legu hlutverki — Samleikarar hennar eru m.a. Lily Weiding, Bertel Lauring og Jörgen Reen- berg en leikstjóri er Sam Bese- kow. • Hvers vegna þarf gamalt fólk minni svefn? Nýlega sá ég að Björn L. Jóns son, læknir, hafði svarar í rit- inu Heilsuvernd spurningu, er ég held að mörgum þætti feng ur í að fá svarað. Eg fékk leyfi hjá honum til að taka hana upp hér sem sunnudagspurn- ingu., Hún hljóðar svo: Hvers vegna þarf gamalt fólk oft minna að sofa en hinir yngri. Og Björn svaraði: • Ýmsar skýringar. Mjög er það misjafnt, hve mik inn svefn gamalt fólk þarf. En upplýsingar fólks um svefn sinn eru næsta óáreiðanlegar. Hjúkrunarkonu,r vökukonur eða herbergisnautar hafa marg sinnis borið, að maður, sem taldi sig ekki hafa fest blund alla nóttina, svaf eins og steinn klukkutímum saman. Hitt er staðreynd, að menn burfa mis mikið að sofa og að margt eldra fólk sefur skemur en á vngri árum, en er þó útsofið að morgni, þannig að ekki er um svefnleysi að ræða. Á þessu geta verið ýmsar skýringar. Svefninn kann að vera dýpri. m.a. vegna minni truflana utan frá, t.d. veg þess að viðkomandi sefur einn í herbergi eða er farinn að heyra illa. Eldra fólk fer oft snemma að sofa, og fyrstu næt urstundirnar reynast drýgri til hvíldar og endurnæringar en síðari hluti nætur. Athafnaleysi og lítil hreyfing eða áreynsla getur átt þátt í minni svefn- þörf. Kölkun í heilaæðum dreg ur úr blóðrennsli til heilans, fremur í svefni en vöku, og súr efnisskorturinn, sem af bví leið ir, verkar á svefnstöðina í heil anum þannig að maðurinn vakn ar. Efnaskipti verða hægari með aldrinum, þannig að minna myndast af úrgangsefnum og því minni þörf fyrir hvíld og svefn. Loks skal á það bent., beg ar talað er um svefn, að margir 1 'jj<\ \Y / T III A V .. r A ■ ■■■ V • .. • ; \ 1 " Björn L. Jónsson. gleyma að taka .8 til greina, ef fólk leggur sig að deginum, eins og gamalt olk gerir oft, en þá hlýtur nætursvefninn að styttast að sama skapi. • Raunveruleg svefnþörf mismikil. Til að koma í /eg fyrir mis- skilning, skal það tekið fram, að hér er ekki verið að ræða um svefnleysi, sem á sér marg ar orsakir, svo sem sjúkdóma, áhyggjur o.s.frv. Af því verða menn miður sín vegna ónógrar hvíldar og endurnæringar, sem svefninn einn getur veitt. Hér er um það að ræða, að raun- veruleg svefnþörf manna til fullnægj andi hvíldar er mis- mikill. Auk bess er að framan er talið er svefnþörfin mjög háð lifnaöarháttum manna, ekki sízt fæbinu. Þannig dregur ó- spill't jurtafæði til muna úr svefnþörf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.