Morgunblaðið - 23.09.1962, Qupperneq 8
8
MORGVWBLAÐIÐ
Sunnudagur 23. sept. 1962
Arngrímur
frv. ritstjóri
Fr. Bjarnason
— Minningarorð
X. O. G. T.
St. Víkingrur nr. 104.
Fundur mánudag kl. 8.30.
Rætt um vetrarstarfið.
Erindi: Sigurður Gunnarsson,
skólastjóri.
Mætið vel.
Á MORGUN verður borinn til
grafar á ísafirði Arngrímur Fr.
Bjarnason. Með honum er til
ínoldar hniginn einn af merk-
ustu borgurum ísafjarðarkaup-
Staðar, fjölhæfur athafnamaður,
ritstjóri og rithöfundur.
Arngrímur Fr. Bjarnason var
Um margt sérstæður og stórbrot-
inn persónuleiki. Lífsferill hans
var óvenju fjölbreytilegur, mót-
aður miklu þreki og góðum
Jiæfileikum.
Arngrímur Friðrik Bjarnason
var fæddur 2. október 1886 að
Hafrafelli í Skutulsfirði. Hann
lézt á Sjúkrahúsi ísafjarðar 17.
þ.m. og var því tæplega 76 ára
að aldri. Foreldrar hans voru
Bjarni Helgason sjómaður og
Mikkelína Friðriksdóttir, bónda
að Breiðabóli í Hólshreppi og
Hafrafelli í Skutulsfirði. Hann
nam ungur prentiðn á ísafirði
og stundaði hana um nokkurt
skeið. Kom kunnátta hans í
þrentiðn honum m.a. að gagni
er hann löngu síðar gerðist rit-
Stjóri. Henti það bá oft að hann
stóð sjálfur við leturkassana og
handsetti greinar sínar í prent-
Smiðjunni á ísafirði.
Enda þótt Arngrímur Bjarna-
son starfaði lengstum á ísafirði
var hann einnig um skeið bú-
Settur annars staðar, m.a. í Bol-
Ungarvík þar sem hann var odd-
viti árin 1924—1928. Einnig var
hann bóndi að Mýrum í Dýra-
firði árin 1930—1935.
Á ísafirði stundaði Arngrímur
Verzlun og útgerð í mörg ár.
Var hann þar mjög riðinn við
stjórn margra atvinnufyrirtækja,
Svo sem útgerðarfélagsins Hug-
ins hf., Vélsmiðjunnar Þórs hf.
Og Fiskimjöls hf. í öllum þess-
Um atvinnufyrirtækjum var
hann meðeigandi og hafði mikil
áhrif á stjórn þeirra.
Arngrímur Bjarnason tók mik-
jnn þátt í margs konar félags-
lífi á ísafirði og á Vestfjörðum.
Hann var forseti fjórðungsdeild-
ar Fiskifélags Vestfjarða á ár-
Unum 1918—1958. Varaforseti
Fiskifélags íslands var hann ár-
in 1922—1930, Formaður Iðnráðs
fsafjarðar var hann í mörg ár.
Lét hann sig iðnaðarmál miklu
skipta. Hann starfaði einnig
mikið í Slysavarnafélagi íslands
Og í Búnaðarsambandi Vest-
fjarða.
★
Á ísafirði var Arngrímur
einn af forystumönnum Sjálf-
Stæðisflokksins. Var hann for-
maður Sjálfstæðisfélags ísfirð-
inga í mörg ár. Bæjarfulltrúi á
fsafirði var hann-árin 1912—1917
og 1934—1942. Ritstjóri viku-
blaðsins „Vesturlands" á fsa-
firði var hann árin 1933—1942.
Arngrímur var ágætlega
greindur, mælskumaður mikill
og baráttumaður á stjórnmála-
sviðinu. Stóðu oft um hann harð
ar deilur eins og um aðra þá,
sem til forystu veljast. En hann
barðist hart og hlífði sér hvergi.
Brann honum oft eldur í brjósti
er hann barðist fyrir áhugamál-
um sínum, sem voru mörg og
fjölþætt.
Hann tók virkan þátt í ung-
mennafélagshreyfingunni á æsku
árum sínum. Var hann m.a. for-
maður ungmennafélags á ísa-
firði um árabil. Bindindismál
lét hann einnig til sín taka.
Arngrímur Bjarnason var af-
kastamikill rithöfundur. Auk
fjölda blaða- og tímaritsgreina
safnaði hann og gaf út vestfirzk-
ar þjóðsögur og sagnir. Hann
unni þjóðlegum fróðleik, hafði
yndi af honum og lagði mikla
vinnu í að safna þjóðsögum og
sögnum.
Arngrímur Bjarnason var tví-
kvæntur. Átti hann 19 börn og
eru 16 þeirra á lífi, mannvæn-
legt og dugmikið fólk. Fyrri^
kona hans var Guðríður Jóns-
dóttir frá Stóra-Laugardal á
Skógarströnd. Áttu þau 8 börn,
en 5 þeirra eru á lífi. Eru þau
þessi: Jón, togarasjómaður á Ak-
ureyri; Lína, frú á Svarfhóli í
Svínadal, Borgarfjarðarsýslu;
Inga, frú, Reykjavík; Bjarni,
matsveinn í Stykkishólmi, og
Hannes, garðyrkjumaður í Hvera
gerði. Frú Guðríður lézt árið
1921. Árið 1923 kvæntist Arn-
grímur Ástu Eggertsdóttur Fjeld-
sted frá Skálavík. Lifir hún
Trésmáðavélar
frá Stenbergs Maskinbyra AB.
Stuttur afgreiðslufrestur.
GÆÐIN HEIMSKUNN
Einkaumboð fyrir ísland:
Jónsson & Julíusson
Tryggvagötu 8 — Sími 19803.
mann sinn. Áttu þau saman 11
börn sem öll eru á lífi. Eru þau:
Guðmundur, sjómaður í Reykja-
vík; Jón, skrifstofustjóri, Rvík;
Helga, frú, Reykjavík; Hrefna,
frú, Reykjavík; Kristján, verzl-
unarstjóri, Reykjavík; Pálmi,
garðyrkjufræðingur; Sigurður,
stýrimaður, Reykjavík; Jósafat,
framkvæmdastjóri, Njarðvíkum;
Ástríður, búsett á ísafirði, Guð-
ríður, frú, Reykjavík, og Arn-
grímur, skrifstofumaður, Reykja
vík.
★
Ég þekkti ekki heimili Arn-
gríms Bjarnasonar og fyrri konu
hans, er mér hefur verið sagt að
hún hafi verið dugmikil og
myndarleg manneskja. En á
heimili hans og frú Ástu Egg-
ertsdóttur hefi ég oft komið og
notið þar gestrisni og skemmt-
unar hjá greindu og fjölfróðu
fólki. Frú Ásta hefur staðið við
hlið manns síns í blíðu og stríðu
af frábærum dugnaði og kjarki,
enda hin mesta mannkostakona,
prýðilega greind, atorkusöm og
dugmikil. Hafa þau hjón komið
sínum fjölmenna barnahópi með
sæmd til manndóms og þroska.
Með Arngrími Bjarnasyni er
horfinn svipmikill og sérstæður
persónuleiki, þjóðkunnur mað-
ur, sem brauzt frá fátækt til
bjargálna af dugnaði og fyrir-
hyggju. Ég flyt eftirlifandi konu
hans, börnum, vinum og venzla-
fólki innilegar samúðarkveðjur
við fráfall hans.
S. Bj.
Stúkan Framtíðin nr. 173
tilkynnir, hér með, að á fundi
hennar annað kvöld, mánudag,
fer fram kosning embættismanna
og að minnzt verður afmæla
nokkurra félaga, undir kaffi-
drykkju.
Æt.
Somkonrar
Fíladelfía, Hátúni 2.
Almenn samkoma í kvöld kl.
8.30. Daniel Glad og Guðmundur
Markússon tala. Allir hjartanlega
velkomnir.
Bræðraborgarstígur 34.
Samkoma í kvöld kl. 8.30.
Allir velkomnir.
Hjálpræðisiherinn.
Sunnudaginn kl. 11: Helgunar-
samkoma. — Flokksforingjarnir
stjórna.
Kl. 2: Sunnudagaskóli.
Kl. 4: Útisamkoma.
Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma.
Cand. teol. Auður Eir Vilhjálms-
dóttir talar. Majór Svava Gísla-
dóttir stjórnar.
Ofursti Janssón og fleiri taka
þátt í samkomum dagsins. —
Velkomni.
Mánudaginn kl. 4: Heimilasam-
Kaup — Salo
Schannongs minnisvarðar
Biðjið um ókeypis verðskrá.
0. Farimagsgade 42,
Kþbenhavn 0.
Miðstöðvardælur
BELL AND GOSSETT miðstöðvardælur
1V4” og 1V2” kr. 2.460.—
SATSHWELL hitastillitæki fyrir
hitaveitu kr. 2.900.— settið.
PARAGON klukkurofar kr. 743.30.
Byggiiigarvóruverzlun
ísleifs Jónssonar
Bolholti 4 — Sími 14280.
Framrúbur
1 flestar gerðir
amerískra bdla
jafnan fyrirliggjandi
Hverfisgötu 50. — Sími 12242.
Fasteignir til sölu
(S)
5 herb. risíbúð við Hraunteig.
5 herb. íbúð á 1. hæð við
Kaplaskjólsveg.
5 herb. íbúð á 4. hæð við
Kleppsveg.
5 herb. íbúð á 1. hæð við
Skipholt.
Fasteigna- og skipasala
Konráðs Ó. Sævaldssonar
Hamarshúsinu 5. hæð (lyfta).
Símar 20465, 24034 og 15965.
Sölumaður heima: 23174.
Bifreiðaeigendu
Klæðum allar tegundir bíla.
Vönduð vinna. Vanir menn.
Höfum tilbúin áklæði úr góðu
efni á Volkswagen og Mosk-
witch. Tækifærisverð.
Bjarg 3 Nesveg
VERÐ AÐEINS
KR. 478.oo
Afgreiðslustúlka
óskast hálfan daginn. Uppl.
gefnar á mánudag og þriðju-
dag milli kl. 5 og 7.
HVERFISKJÖTBÚÐIN
Hverfisgötu 50.
Sími 12744.
1500,- kr. afsláttur
Nýir svefnsófar
frá kr. 2200,-
Úrvalssvampur. Úrvals tízku-
áklæði — Spring. Stálkollar —
Stálstólar á heildsöluverði.
Sófaverkstæðið
Grettisgötu 69.
Opið kl. Z—9.