Morgunblaðið - 23.09.1962, Page 12
12
MORCVNBLJÐIÐ
Sunnudagur 23. sept. 1962
JMwgpittiMiiMfe
Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbrejðslustj óri: Sverrir Þórðarson. •
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýslngar og atgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
GERÐARDOMSL ÖGIN
BJÖRGUÐU
k ð vonum hafa all-miklar
umræður verið um gerð-
ardómslög ríkisstjómarinnar
í síldveiðideilunni, ekki sízt
vegna þess að ágreiningur er
um það sums staðar á land-
inu, hvort gera eigi aflahlut
»skipshafna upp í samráemi
við gerðardóminn eða eldri
samninga.
En í þessum deilum vill
það gleymast, sem mestu
máli skiptir, þ.e.as. að með
bráðabirgðalögunum var sjó-
mönnum og útgerðarmönn-
tun gert kleift að hefja síld-
veiðar, en útlit var fyrir að
hin harða deila um kjörin
væri orðin óleysanleg eftir
venjulegum samningaleiðum
og þannig hefðu engar síld-
veiðar orðið í sumar.
Það er þess vegna löggjöf-
inni um gerðardóm að þakka
að bæði sjómenn og útvegs-
menn hafa í sumar haft
meiri tekjur en áður eru
dæmi til á jafn skömmum
tíma. Út af fyrir sig er mann-
legt að hver einstakur vilji
fá sem mest í sinn hlut, en
hinn mikli fengur ætti samt
að auðvelda það að hvor að-
ilinn um sig ætti að geta ver-
ið sæmilega ánægður með
sinn hlut.
Að svo miklu leyti sem út-
gerðin fær nú verulegan
hagnað ér þar heldur ekki
um að ræða hlut, sem sjó-
mönnum komi ekki við. —
Þvert á móti byggist afkoma
þeirra á því að útgerðin geti
endumýjað flotann, bætt
tæki og aðstöðu, og þar að
auki geta sjómenn vænzt
'þess að ná þeim mun betri
kjarasamningum í framtíð-
inni, sem útgerðin stendur
traustar fjárhagslega.
En meginatriðið er að gerð-
ardómslögin björguðu þjóð-
inni frá stórfelldu tjóni. Án
þeirra kynni að hafa glatazt
afli að verðmæti hvorki
meira né minna en 800—1000
millj. kr. Þetta þurfa menn
að hafa hugfast, þegar þeir
ræða þessa lagasetningu, og
þá sjá þeir líka, hve miklu
minna er um vert karpið um
skiptin nú við lok vertíðar-
innar.
KUNNA TIL
VIÐSKIPTA
¥ umræðunum um austur-
. viðskiptin hefur glöggt
komið í ljós að viðskiptaer-
indrekar kommúnistaríkj-
anna eru engin böm í við-
skiptum. Þvert á móti hafa
þeir hagnýtt sér út í yztu æs-
ar þá einokunaraðstöðu, sem
þeir hafa haft til viðskipta
við íslendinga á mörgum
sviðum.
Síðasta dæmið um þetta,
sem Mbl. skýrði frá í gær, er
e.t.v. einna harkalegast. Það
er sem sagt komið í ljós að
Tékkar og Ungverjar hafa
keypt vömr hér á landi til
þess eins að selja þær aftur
á frjálsum markaði og út-
vega sér þannig /iýrmætan
gjaldeyri, sem íslendinga hef-
ur skort.
Sumar þessar vömsending-
ar hafa meira að segja aldrei
farið austur fyrir jámtjald,
heldur hafa þær verið stöðv-
aðar í Hamborg.
Kommúnistaríkin skortir
öll harðan gjaldeyri til kaupa
á margvíslegum góðum vam-
ingi. Þess vegna hefur þessi
viðskiptaháttur komið sér
vel fyrir þau, þótt hann sé
vægast sagt vafasamur fyrir
íslendinga. En þessar nýju
upplýsingar skýra betur en
langt mál hinn gífurlega á-
huga, sem kommúnistar hér
á landi hafa á því að við selj-
um sem allra mest til komm-
únistaríkjanna. Með því eru
þeir að hjálpa „föðurlandi
verkalýðsins“, því að sjálfir
lýsa þeir því yfir að þeir eigi
ekkert föðurland.
SÍÐBÚIN STEFNU-
YFIRLÝSING
¥7" ommúnistamálgagnið birti
"■ í gær kátlega stefnuyfir-
lýsingu miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands, þeirrar
miðstjórnar, sem gjörsam-
lega hefur vanrækt öll hags-
munamál verkalýðsins með-
an hún hefur setið, en gefur
nú út stefnuyfirlýsingu nokkr
um vikum áður en hún á að
láta af völdum. Yfirlýsingin
hefst á þessum gáfulegu orð-
um:
„Ómálefnalegum málflutn-
ingi og persónuníði Sjálf-
stæðismanna og Alþýðuþýðu-
flokksmanna í sambandi við
Alþýðubandalagskosningarn-
ar vill núverandi sambands-
stjóm svara í eítt skipti fyrir
öll“.
Síðan kemur upptalning á
því, sem miðstjórnin segist
ætla að gera, líklega þær fáu
vikur, sem hún á eftir að
sitja, en sérstaklega er at-
Hvernig þroskumst við
áður en við fæðumst?
Eftir Lynn Poole,
John Hopkins University.
EIN skemmtilegust — og jafn
framt þýðingarmest allra líf-
eðlisfræðirannsókna er rann-
sókn á mannfóstrinu, lífinu á
þróunartímabil bess fyrir fæð
ingu.
Og einna fremst allra rann-
sóknarstöðva í heiminum í
þessum efnum er fósturfræði-
deild Carnegie-stofnunarinn-
ar, sem aðsetur hefur í Was-
hingtonborg. Margt af því,
sem' nú er vitað um- þróun
lífsins fyrír fæðingu, æxlunar
tímabil mannsins og hinar
flóknu en að miklu leyti
óþekktu breytingar, er eiga
sér stað, áður en einstaklingur
inn verður til, hefur komið
fram í rannsóknum á vegum
Carnegie-stofnunarinnar.
Stofnun Carnegies
Carnegie-stofnunin í Was-
hington var stofnuð árið 1902
af Andrew Carnegie í þeim
tilgangi að „efla rannsóknir
og stuðla að uppfinningum á
sem breiðustum og frjálsust-
um grundvelli og nýta þekk-
inguna til þess að bæta og
fegra líf manna“.
Stofnunin starfar á nokkuð
óvenjulegum grundvelli. í stað
þess að veita styrki til ránn-
sókna, starfrækir hún rann-
sóknarstöðvar víðsvegar um
landið, eins og t. d. hinar
þekktu Mount Wilson og
Palomar - stjörnuathugunar-
stöðvar í Kaliforníufylki.
Fósturfræðideild Can-
egie-stofnunarinnar var stofn-
uð fyrir tæpum fimm áratug-
um að tilhlutan dr. Franklins
P. Mall. Hún er til húsa í
nýrri og fullkominni byggingu
læknadeildar Johns Hopkins
háskóla, og kostaði hún full-
gerð eina milljón og 500 þús-
und dollara. Fastir starfsmenn
rannsóknarstofunarinnar eru
átta sérfræðingar í fósturfræði
rannsóknum, en auk þess
sækja þangað visindamenn frá
öllum löndum heims.
Fósturrannsóknirnar
Áður beindust fósturrann-
sóknirnar einkum að uppbygg
ingu fóstursins, en síðustu tvo
áratugi hefur einkum verið
lögð áherzla á rannsóknir á
þróun og vexti fósturs í dýr-
um og skyldleika þess við þró-
un mannfóstursins.
Forstjóri fósturfræðideildar
innar, dr. James D. Ebert, hef
ur látið svo um mælt, að nýir
áfangar, er náðst hafi í sögu
lífeðlisfræðiþróunar hafi varp
að æ skýrara ljósi á það sem
gerist í móðurlífi frá þeim
tíma, að barnið er getið og
þar til það fæðist, þ. e. þann
tíma, sem einstaklingseðlið er
að verða til.
Það hefur komið í ljós, að
persónuleiki einstaklingsins
markast ekki á fullorðinsár-
unum. Dr. Ebert hefur bent á,
að „frá því augnabliki að egg
ið frjóvgast, er einstaklingur-
inn til, og hann hefur sína sér
stöku eiginleika, sem engum
öðrum erum gefnir, nema ef
um eineggja tvíbura er að
ræða“.
En þó að mikið hafi áunnizt
hin síðari ár, er enn margt á
huldu urú þróun einstaklings-
ins í móðurkviði. Enn hefur
t. d. lítið verið rannsakað,
hvernig heilinn verður til í
fóstrinu. Dr. Ebert hefur vak-
ið athygli á nauðsyn þess, að
lögð verði meiri rækt við
fósturfræðirannsóknir, því
að aukin þekking um einstakl
inginn, áður en hann fæ^ist,
er undirstaða þess að öðlast
betri skilning á lífi mannsins
og heilsu.
Óhemju
rœkjuveiði
Stokklhólmi, 21 sept NTB
UM þessar mundir veiðist óvenju
mikið af rækju úti fyrir Oslo-
firði og Bohuslán i Svíþjóð. Hafa
sænskir fiskimenn í nokkrum
bæjum á vesturströndinni lagt
á land 150 lestir af rækju síðustu
þrjá dagana.
Rækjuaflinn í ár er kominn
langt yfir afla ríðasta árs og líð
ur út fyrir að nú verði slegin
öll fyrri met. Um það bil eitt
þúsund sænskir fiskimenn á
300 bátum stunda 'þessar veiðar.
Á hinn bóginn virðist verð á
rækju fara fallandi.
hyglisvert að þar er um að
ræða málefni, sem öll hafa
verið vanrækt, að einu und-
anskildu, þ.e.a.s. að berjast
gegn því að Islendingar
treysti viðskiptahágsmuni
sína með einhvers konar að-
ild að Efnahagsbandalagi Ev-
rópu.
Á því sviði hafa kommún-
istar í miðstjóminni barizt
gegn hagsmunum íslendinga
og þar með launþega og
meira að segja notað fjár-
magn Alþýðusambandsins til
útgáfu bjálfalegs áróðurs-
bæklings um þetta máL
ís hafa ákveðið að nú skuli
kvöldkjólar kvenfólksins aft
ur vera skósíðir. Hátiðleg
veizla á sem sé að vera hátið
&Uanvin og pilsið og jakkinn
eru úr calis-knipplingumy en
blússan og hálsbandið erti úr
satíni. Er kjóllinn ljósrauður.