Morgunblaðið - 23.09.1962, Page 23
Sunnudagur 23. sept. 1962
MORCVNBLAÐIÐ
23
Árbæjarsafni lokað
á sunnudagskvöld
< ÁRBÆJARSAFNI verður loik-
að á þessu hausti nú um helgina
að kvöldi sunnudags. Safnið var
opnað 19. júní ag hafa gestir
sem greitt hafa aðgangseyri orð
ið um 12 þús. talsins, en sé reikn-
að eins og í fyrra með börnum
í fylgd með fullorðnum, sem
igreiða ekki aðgangseyri, verður
heildartalan nálægt 18 þús., eða
aukning urn 70% fná í fyrra, en
þá varð tala gesta um 13 þús.
Á sumrinu hófst kaffisala í
Dillonshúsi hvern dag sem op-
ið var, og ,varð hún þegar í
stað vinsæl. í Dillonshúsi hefur
verið komið fyrir safnmunum,
sem þar eiga heima í stofunum
niðri og gamla „píuballsalnum“,
en á loftinu eru gamlar kistur
klaeddar glitofnum ábreiðum und
ir skarsúð. Þar er og minningar-
herbergi Jónasar Hallgríimssonar
sem bjó í húsinu veturinn 1841-
42 sem leigjandi maddömu Siri
Oítesen. Þar sem elkiki hefur
náðst í húsgögn og aðeins fáa
muni frá skáldinu sjálfu verður
leitazt við að búa herberigið hús-
búnaði og minningargripum frá
öðrum skáldum. Þar er þegar
kominn sófi Mattlhíasar Jochums
sonar frá Odda, rúm Gríms
Thomsens frá .Bessastöðum, nátt-
lampi Jóns Trausta og skrif-
borð frá Birni ritstjóra Jóns-
eyni. sem var í eigu Tómasar
skálds Guðmundssonar meðan
hann rak lögfræðiskrifstofu' í
bænum.
Hefur Tómas í samráði við
Helgafell tekið að sér að safna
prentuðum bókum Jónasar og
xnyndum af skáldinu og hefur þeg
ar nokkru af því verið komið
fyrir í minningarherberginu.
Af framkvæmdum í sumar er
helzt að geta túnræktar og garð-
hleðslna, en lokið • við íbúðar-
hús safnvarðar á staðnum. Þvi
starfi gegnir Skúli Helgason.
í sambandi við veitingarnar í
Dillonshúsi hefur verið gerð út-
bygging við húsið, svokallað
„bislag“, sem þar var áður, en
rifið vegna lagningar Túngötu
á sínum tíma. Þangað yerður
eldlhúsið fært og rýmkast þá um
veitingarnar inni í hiúsinu, en í
vor var lokið við snyrtiherbergi
í skúr norðan við húsið.
Að undanförnu hefur verið
unnið að endurhleðslu torf-
veggja utan um Væringjaskál-
ann, sem verður færður sem
næst skálahugmynd sira Friðriks
Friðrikssonar með máleldi, önd-
vegi, tjölduðum þiljum og mynd
skreytingu ofan seta með lit-
myndum úr íslendingasögum,
auk þess sem þar verður minja-
safn skáta í Reykjavík.
Þó að Árbæjarsafni verði lok-
að nú eftir helgina, mun verða
hægt að sýna það þátttakendum
í hópferðum, ef tilkynnt er fyrir-
fram um komuna. Heldri hluti
sjálfra bæjarhúsanna verður þó
ekki til sýnis, þar sem tyrfa
þarf húsin að nýju hið bráðasta
Fyrst um sinn ber að tilikynna
hópferðir í síma 18000.
Leiðrétting
AF samtalinu við Baldur á Óféigs
stöðum í blaðinu í gær má ráða
að rætt hafi verið við frú Sigur-
björgu um spuna og prjóna, en
það var Baldur sem um var að
ræða og hasm var Gandhi Þing-
eyinga og lalur að prjóna. Hins
vegar skal þess getið _ að frú
Sigurbjörg er kunn hannyrða-
kona enda ber hið fagra heimili
þeirra hjóna þess glöggt vitni.
— vig.
— Guð er guð
Framhald af bls. 3
Vörumst að fylla hóp hinna,
sem í hroka telja sig þess um-
komna að afskrifa Guð og þar
með afgreiða kristna trú að
fullu. Um slíka menn gilda orð
sálmaskáldsins, er segir: Heimsk
inginn segir í hjarta sínu: Eng-
inn Guð!
Guff er Guff, hvað sem menn
kunna að segja. Það er grund-
vallarstaðreynd mannlegs lífs
Og Guð hefur sent son sinn inn
í þennan heim til að frelsa
mennina. í því er fólginn kær-
leikur hans.
Veltum viðtöku náð hans
Leyfum honum að leiða okkur
í allan sannleikann. Þá munum
við sjá og sannfærast. Og um
leið sjáum við barnaskapinn í
guðleysi nútímans.
, , Xónas Gíslason.
i Málflutningsskrifstofa
JÖN N. SIGURÐSSON
Sixnj. 14934 — Laugavegi 10.
Alaska opnar blómasýn ingu í dag
GRÖÐRARSTÖÐIN Alaska opn
ar í dag blómasýningu, þar sem
sýnd verða hundruð mismun-
andi plöntutegunda. þar^á með
al 18—20, sem ekki hafa komið
fyrir almenningssjónir áður.
Neyðarástand í Accra
Lögregfj efld — vlðtæk húsrannsókn
Accra, Ghana, 22. sept. (AP)
[ ACCRA, höfuðborg Ghana,
hefur verið lýst yfir neyðar-
ástandi vegna sprenginganna,
sem urðu í borginni á fimmtu
dagskvöldið, þegar þar stóðu
yfir hátíðahöld vegna af-
mælis Kwame Nkrumah, for-
seta landsins. — Lögreglulið
borgarinnar hefur verið eflt
— Dietenbaker
Framh. af bls 1
burg og HoJlandi, en í leiðinni
til Ítalíu mun hann staldra við í
Bonn og ræða við Gerard Schröd
er, utanríkisráðherra V-Þýzka-
lands.
Ánægffir meff sam-
veldisfundinn
Talsmaður efnahagsbandalags-
ins í Brússel sagði í viðtali við
fréttamenn í gær, að þar væri
ríkjandi mikil ánægja með for-
sætisráðherrafund brezku sam-
veldislandanna.
Sagði talsmaðurinn, að menn
væru sérlega ánægðir með, að
ekki liti út fyrir að halda þyrfti
annan slíkan fund, áður en geng-
ið yrði til samninga endanlega.
Á hinn bóginn ítrekaði John
Diefenbaker forsætisráðherra
Kanada skoðun sína í gær, að
halda bæri annan forsætisráð-
herrafund samveldislandanna,
áður en gerigið væri endanlega
frá samningum. Sagði hann for-
sætisráðheirana hafa orðið sam-
mála um það í London að ekki
væri unnt að gera sér fulla grein
fyrir öllum atriðum varðandi
aðild Breta. Að því er Kanada
varðandi a.mk. þyrftu mörg mál
skýringa vifi.
• Krefst alm. kosninga
í útvarpsræðu, sem Hugh Gait
skell, foringi brezka verkamanna
flokksins hélt í gærkvöld skoraði
hann á brezku stjórnin að efna
til almennra þingkosninga í land
inu, áður en aðild Breta yrði
endanlega ákveðin. Kvaðst hann
þess fullviss að meirihluti þjóð-
arinnar væri andvigur aðild
Breta að efnahagsbandalaginu
með þeim skUyrðum, sem nú
væru sett.
og víðtæk húsrannsókn haf-
i. —
Það var sem kunnugt er, á
fimmtudagskvöld, að tvær
sprengjur sprungu í Knutsford
Avenue í Accra, þar sem fjöldi
manna var saman kominn. Var
fólkið að hefja skrúðgöngu til
heiðurs forsetanum. Fimm menn
létust af völdum sprenginganna
en nærri 50 særðust svo alvar-
lega að flytja varð í sjúkrahús.
Sjónarvottur segja, að margir
aðrir hafi hlotið minni háttar
meiðsl og forðað sér í nærliggj-
andi hús.
í gær ætlaði Nkrumah að flytja
ávarp á fjö'ldafundi unglinga, en
fundinum var frestað og ávarp-
inu útvarpað í þess stað. Enn-
fremur hafði verið fyrirhugað
að kalla þingið saman í gær, en
því hefur verið frestað um
óákveðinn t'ma.
í morgun var svo lýst yfir
neyðarástandi vegna þessa at-
burðar. Hefur lögreglulið borg-
arinnar verið aukið og víðtæk
húsrannsókn hófst í dögun. Allir
fundir og samkomur hafa verið
bannaðar og kann að verða sett
útgöngubann á vissum stöðum í
borginni.
Nehru, forsætisráðherra Ind-
lands er vaentanlegur til Chana
innan skamms í opinbera heim-
sókn — en verið getur að þeirri
heimsókn verði að fresta. And-
spyrna gegn Nkrumah hefur farið
vaxandi að undanförnu. Virðist
hafa keyrt um þverbak, þegar
hann fyrir skömmu fékk þingið
til að samþykkja, að hann yrði
forseti til dauðadags. Nkrumah
er nú 51 árs. ._____
- Sauðárkrókur
Fraanhald af bls. 3
Einnig tel ég, að þetta eigi
framtíð fyrir sér, því að fyrr
eða síðar förum við að smíða
skip okkar sjálfir.
— Mundirðu taka tilboði
um að smíða annan slíkan
bát?
— Það gæti vel bomið til
greina. Nokkrir sjómenn á
Akureyri hafa t. d. þegar fal-
að þennan bát af mér. Ég geri
að vísu ráð fyrir því að eiga
hann áfram, en margt er ólík-
legra en annar verði síðar
smíðaður og seldur. — ásl.
Alaska hefur nú starfað í 11
ár, eða síðan þeir bræður Árni
og Jón H. Björnssynir hófu fræ
söfnun vestur í Alaska, en er nú
starfrækt neðan við Miklatorg.
Hefur stöðin unnið mikið starf í
sambandi við skipulag á skrúð-
görðum fyrir einstablinga á sumr
in, en að haustinu og á veturna
er eirakujm fengist við ræktun
inniplantna og jólatrjáa.
Er þetta í anað sinn sem gróð
rastöðin Alaska efnir til blóma-
sýningar, hin fyrsta var í fyrra
og sótti hanna mikill fjöldi fólks
Allar plönturnar á sýningunni
eru til söilu og verður jafn-
an bætt inn í stað þeirra
sem seljast. Sýningin verð-
ur opin til kl. 10 ejh. daglega
næstu trvær vikur.
Myndin hér að ofan var tekin
í gær af þremur blómarósuim,
sem leiðbeina munu gestum á
blómasýningunni.
%
Umbúðapoppír
40 og 57 cm —
Vinsamlegast endurnýið
pantanir yðar.
H. Benediktsson h.t.
Suðurlandsbraut 4 — Sími 38300.
ngi Ingimundarsori
héraffsdómsiögmaður
nálflutningur — lögfraeffistörl
r.iarnangötu 30 — Sími 24753.
PtANÓFLUTNINGAR
ÞUNGAFLUTNINGAR
Hilmar Bjarnason
Sími 24674.
EGGF.RT CLAESSEN og
GUSTAV A. SVEINSSON
hæsta réttarlögm en
Þórshamri. — Simi 1117L
TILKYNNIH6
frá Sjómannasambandi íslands.
Ákveðið er, að fulltrúa-kjör í Sjómannasambandi
íslands til 28. þings Alþýðusambands íslands, fari
fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu.
Kjósa ber 24 fulltrúa og jafnmarga til vara. Fram-
boðslistum skal skila í skrifstofu Sjómannasambands
íslands fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 25. sept.
n.k. en þá er framboðsfrestur úti.
Hverjum framboðslista verða að fylgja meðmæli
minnst 100 fullgildra fálagsmanna í félögum innan
Sjómannasambandsins.
Reykjavík, 23. sept. 1962
STJÓRNIN.