Morgunblaðið - 23.09.1962, Síða 24

Morgunblaðið - 23.09.1962, Síða 24
FRÉXI ASIMAB M B L. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 LANDIÐ OKKAR Sjá bls. 13 211. tbl. — Sunnudagur 23. september 1962 Pilturinn látinn LAUST eftir miðnætti í gær andaðist í sjúkrahúsinu í Kefla- vik Hafþór Hálfdánarson af völdum meiðsla þeirra er hann hlaut í slysinu í Ytri Njarðvík síðastliðið fimmtudagskvöld. Haf þór komst aldrei til meðvitund- ar. Samikvsemt upplýsingum frá Þorgeiri Þorsteinssyni, fulltrúa lögreglustjórans á Keflavíkur- flugvelli. hefur dómsrannsókn ekki enn farið fram. Slysið átti sér stað innarlega í Ytri-Njarð- vík, á þjóðveginum til Reykja- víkur. í bifreiðinni, sem var á leið til Keflavikur, var einn far- Síld á Eyja- miðum AÐ undanförnu hafa trillu- bátar frá Vestmannaeyjum orðið varir síldar kringum! Eyjarnar. í fyrradag fóru vél- bátarnir Erlingur IV og Heimir fyrstir báta á síld- veiðar við Eyjar. Þeir eru saman um grunnnót, en hún er þéttriðnari en venjulegar síldarnætur og mun grynnri.' Fyrst köstuðu bátarnir út af Urðarvita og fengu rúmar 50 tunnur af smásíld og milli- síld. Síðan héldu þeir sunnar á svonefnda Stakkabót. Þar stóð síldin mjög grunnt og rifnaði nótin. Vera kann að' fiskur hafi gengið i hana, því skipverjar urðu varir við mikla fiskigöngu á sömu slóðum. Erlingur IV varð var við' allmargar torfur og stóðu þær allar á grunnu vatni. — Erfitt var að athafna sig við síldveiðarnar í fyrradag, því þungur sjór var. Öll fer þessi síld til fryst- ingar í beitu. Verð er ekki ákveðið ennþá, en í fyrra fengust 1,60 fyrir kílóið. þegi auk ökumanns. Ökumaður ber, að hann hafi ekki séð til ferða Hafþórs vegna rigningar og dimmviðris fyrr en enginn tími var til að hernla, og hafi hann því aðeins reynit að sveigja frá honum. Farþeginn segist ekki hafa orðið var við vegfar- anda, og hafi ekkert vitað um slysið, fyrr en bifreiðin skail á Haflþóri. Hafþór Hálfdánarson var li9 ára gamall, ættaður frá Hnaus- um í Breiðuvíkurhreppi á Snæ- fellsnesi. Hann vann hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli og var á leið til herbergis síns er slysið varð. F Arekstur á Túngötu f gærmorgUn varð all harður árekstur á mótum Garðastrætis- og Túngötu. Zodiac-bifreið’ R-8248 kom ak- andi niður Túngötu en Zephyr- bifreið R-3422 neðan götuna. Beygði hin síðarnefnda norður í Garðastræti í veg fyrir hina fyrrnefndu og skullu horn bif- reiðarinnar saman. Báðar skemmdust bifreiðarnar og þó Zodiacinn mun meir. Eng- slys urðu á mönnum. Harður árekstur Klukkan 3 í gær var harður á- rekstur á Ægissíðu, rétt hjá Hofsvallagötu. Chevrolet-bifreið hafði verið að draga Fiat 1100, og voru stöðvaðir, þegar Opel- bifreið ók beint aftan á. Fiat- og Opel-bifreiðarnar voru mik- ið skemmdar og vart aksturs- færar. Ökumaður Opel-bifreið- arinnar mun ekki hafa tekið eft- ir bifreiðunum. LAUST eftir kl. 11 brann tal- stöð Bæjarleiða yfir. Hún er til húsa í háhýsinu Sólheimar 23. Þegar Morgunblaðið hafði tal af Bæjarleiðum á þriðja tímanum var talstöðin enn ekki komin í lag, en ekkert vitað hversu al- varlegar skemmdir hefðu orðið. Hafnsögumenn bjarga bátur úr Akurey L A U S T eftir miðnætti í fyrrinótt strandaði vélbátur- inn Hersteinn VE 40 við Ak- urey. Er það snurvoðarbátur með fjögurra manna áhöfn. Hafnsögumenn héldu þegar á strandstað og náðu mönnunum um borð til sín í lóðsbátinn. Hafnsögumenn sáu að báturinn rokkaði í grýttri fjörunni, en þá stóð á háflæði. Gerðu þeir því þegar í stað tilraun til að draga bátinn á flot og tókst það. Var haldið með hann til hafnar hér í Reykjavík. Skipverjar voru búnir að setja út gúmbát sinn og flaut hann við hlið Hersteins, en fylgdi ekki með er skipið var dregið á flot. Svarta myrkur var og því ekki gott að sjá aðstæður, en senni- lega hefir gúmbáturinn verið slitinn frá. Kosningu í Trésmiða- félaginu lýkur i kvöld f GÆR hófst allsherjaratkvæða greiðsla í Trésmiðafélagi Reykja vikur um kjör fulltrúa félagsins á þing ASÍ. Kl. 1 e.h. í dag hefst kosning á ný og stendur til kl. 10 í kvöld og er þá lokið. Kosið er á skrifstofu félagsins að Lauf átsvegi 8. Það vaikti sérstaka afhygli í gærdag, að þegar eftir að kosn- ing hófst, var öll flokksvél kommúnista komin í gang og varð þess vart víða um bæ. Fiokkssellur kommúnista sem undanfarið hafa haft heldur hljótt um sig, voru nú í fullu fjöri og virtust hafa fengið á- kveðin fyrirmæli frá húsbœnd- um sínum um að vinna kosning- una í Trésmiðafélaginu, hvað sem það kostaði. Eftir er hins vegar að sjá hvernig trésmiðir bregkost við slikum vinnubrögð- m Listi lýðræðissinna B-Iistinn hefur kosningaskrifstofu að Bergstaðastræti 61 og eru símar þar 20160-20161 og 20162. Stuðningsmenn lýðræðissinna í Trésmiðafélaginu eru hvattir til að koma á skrifstofuna og veita aðstoð sína. Siguröur á veiðar UNDANFARIÐ hefir verið mikið að gera við Reykjavíkur- höfn og mörg flutningaskip hafa verið að losa vörur sínar. Var á timabili svo að skipin komust ekki öll að í einu. í gær voru skipin hins vegar að tínast út og var orðið fremur rólegt. Síldveiðiskipin hafa verið að koma inn í Vesturhöfnina að undanförnu. Ennfremur hafa hvalveiðibátarnir verið að koma og munu þeir hættir veiðum. Togarinn Sigurður hefir nú búizt á veiðar og álti hann að fara út í gær. Einnig var togar- inn Maí að fara á veiðar. <ff STRÁKARNIR í 5. flokki hjá Val Og Víking hafa staðið sig vel í sumar. Og svo jöfn voru, liðin á íslandsmótinu að leika varð aukaleik. Var hann harð-, ur og fullur baráttu. í hálf- leik stóð 2—1 fyrir Val, en Víkingum tókst að jafna eftir, hlé. Hófst nú mikil barátta og skömmu fyrir leikslok, tókst Stefáni Mikson að skora sigurmark Vals. Og hé|r eru strákarnir með' Björgvin Schram form. KSÍ jsem afhenti verðlaun. Vals-. strákarnir voru vel að sigrin- um komnir, því þeir hafa skor að 3® mörk gegn 4 í sumar.: Vel gert það. Þeir geta því , vel verið glaðir á myndinni,, “þó þeir séu í aftari röð. Valsarar voru hrifnir af þessum yngstu félögum sínu Úlfar Þórþarson læknir tók allan hópinn með sér og gaf þeim pylsu og tók. Það rann ljúflega niður. • VÍNARBORG, 21. septem- ber. AP. Útvarpið í Rúmeníu skýrði frá því í dag, að forseti landsins og formaður kommún. istaflokiksins Georgei Georgiu- Dej, muni fara í opinbera heim- sókn til Indónesíu í byrjun októ ber í boði Suikarno forseta. Með honum verður forsætisráðherra landsins- Jon-Georgei Maurer. r Arekstur Akranesi 22. septem.ber. MJÖG harður árekstur varð á þjóðveginum móts við Galtar- vík i Skilmannahreppi um kl. 5 síðdegis í gær. Skullu þar sam- an fólksbifreið af Akranesi og fólksbifreið úr Stykkishólmi. Tveir menn auk bilstjóra voru í Akranessbílnum og meiddust all- ir þrír. Bílstjóri var einn I Stykkis- hólmsbílnum og meiddist hann einnig. Báðir , bílarnir skemmdust mikið, Akranessbíllinn þó mikiu meira. — Oddur Reyðarfjarðarslysið: Maöurinn iátinn f GÆRMORGUN lézt í sjúkra-1 leg meiðsli, en líðan hans var húsinu á Norðfirði Steinþór I talin sæmileg eftir ástæðum. Pálsson frá Reyðarfirði. Steinþór Steinþór /ar um fertugt, kvænt varð fyrir slysi í síldarverksmiðj ur og átti tvö börn, 11 ára gamla unni á Reyðarfirði síðastliðinn stúlku og ársgar-'an dreng. Móðir mánudag. Hann hlaut þá alvar- hans er á ii.L Vildi helga Kópa- vogi afréttinn MORGUNBLAÐIÐ sneri sr í gær til sveitarstjóra Seltjarnarnesshrepps, Jóns Tómassonar, og spurðist fyrir um hvaða aðgerð- ir Seltjarnarnesshreppur hygðist gera í sambandi við efnisnámumálið, sem getið var um í blaðinu í gær. Jón sagði að málið myndi verða lagt fyrir hreppsnefndina og skýrt fyrir henni og myndi hún síðan taka ákvörðun sína. 1 þessu sambandi lét Jón þess getið að í júfímánuði 1961 hefði Finnbogi Rútur Valdemarsson skrifað bréf fyrir hönd bæjarstjórans í Kópavogi til hreppsnefndar Seltjarnarnesshrepps. — Þar hefði hann lýst yfir þeirri skoðun sinni, að Seltjarnar- nesshreppur hefði ekki leng- ur sameiginlegan afrétt með Kópavogskaupstað og borið því við að hreppurinn hefði um langt árabil verið sauð- laus og ekki tekið þátt í kostnaði við fjallskil og refa- eyðingu á afrétti svo sem hreppnum hefði þó borið samkvæmt ráðuneytisbréfi um skiptingu Seltjarnarness- hrepps hins forna. Þessum skilningi Finnboga, fyrir hönd bæjarstjóra, mót- mælti hreppsnefnd Seltjarn- arnesshrepps og sveitarstjóri benti bæjarstjóra Kópavogs á að fullyrðingarnar um að Sel- tjarnarnesshreppur væri sauð laus og hefði ekki tekið þátt í kostnað við fjallskil, hefðu ekki við rök að styðjast. Af þessum upplýsingum Jóns Tómassonar má sjá að bæjarstjórahjónin í Kópavogi hafa þá þegar í júlí 1961 haft fullan hug á algerum yfir- ráðum yfir afréttarlandi því, er efnisnáman er í, hvort sem þau hafa þá þegar aflað sér upplýsinga um hvort efnisnáman væri í eignar- landi Kópavogs eða í afrétt- inum inn af þvL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.