Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 2
 ,^unni}dagur 23. sept. 1962 Thor Vilhjálmsson: Svlpir dagsins, og nótt. 200 bls. — Helgafell, Reykjavík 1901. É G tók með mér nokkrar ís- lenzkar bækur í sumarleyfið suður til Grikklands, meðal ann- ars tvær sem ég var búinn að lesa og hafði hugsað mér að skrifa um í góðu tómi. Önnur þeirra, „Svipir dagsins, og nótt“, var án efa meðal merkustu bóka sem út komu á síðasta ári. I>að er dálítið erfitt að marka henni bás í bókmenntunum, því hér er hvorki um að ræða skáld- skap né hreina sannsögulega frá sögn, heldur eins konar sam- suðu af skáldskap og sannfræði. Bókin er að uppistöðu meira og minna samfelldir ferðaþættir, en ívafið er skáldlegar lýsingar á nafnlausum einstaklingum, sem ber fyrir augu ferðamannsins, og heimspekilegar hugleiðingar um hlutskipti mannsins á jörð- inni. Inn í lýsingarnar er fléttað allmiklum sögulegum fróðleik, sem er tvímælalaust til bóta. í þessari bók nýtur athyglis- gáfa Thors Vilhjálmssonar sín til fulls og skilar lesandanum mörgum eftirminnilegum mynd- um. Höfundurinn er ekki bund- inn við frásögn, framvindu, stíganda eða annað það sem sjálfsagt þykir í góðum skáld- verkum, heldur við lýsinguna eina, hvert afmarkað fyrirbæri. Hann getur gefið sér tíma til Svipir dagsins og nótt — / kartöflugarði Framh. af bls 1 tími hjá þeim og útlhaldið mis jafnt. — I»aikka þér fyrir og vertu blessaður. — Blessaðir. — Si,. _'a komdu! — Kalli! Komdu strax! Þau aetla að fara að tína á okkar parti! — Við verðum að halda á- fram Gunna! ★ Köllin heyrast hvaðanæfa. I»að er kapp í krökkunum en þau hafa truflazt við heim- sókn okkar. — Hvað heitið þið? — Bg heiti Eina Steina Gunnarsdóttir. — O* 'g heiti Sandra Eric- #on með sjéi. — Og eruð þið saman að tína? — Já við erum fimm sam- an. — Og hvað eruð þið búnar að tína í marga poka. — 14 fimmtán kílóa poka í dag. Aldurinn er frá 9—11 ira. Yfir höfuð eru krakkarnir á þeim aldri, örSá eldri og nokk ur yngri, en þau yngstv eru #yrst og fremst að hjálpa þerm eldri. Sigga litla er fjögurra ára og hún tínir í berjafötuna mna. Þeir Daníel, Guðjón og Asmundur eru búnir að fylla 15 poka í dag. Þegar við erum að fara hitt um við þá Tigurþór Hákonars aon og Guðlaug Höskuldsson þar sem þeir fc-u að stíga á bak hjólum sínum. Þeir nenna ekkert að vinna í kar- tSflum. — Eg var í síld í sumar á Seyðisfirði og vann mér inn 1500 krónur, segir Sigurþór. — Bg var í sveit á Birnu- stöðum á Skeiðam. Rak kým ar og svoleiðis. Eg á þúsund- kali. — Nei eig' Jega hiökkum við ekkert voðalege mikið til að fara í skólauin í haust. vig. að nostra við þessar afmörkuðu myndir, skýra drætti þeirra og skemmta sér við möguleikana sem þær færa honum upp 1 hendur. Ég lét þess getið í ritdómi um aðra bók Thors Vilhjálmssonar fyrir nokkrum árum, að ferða- lýsingar lægju sérstaklega vel fyrir honum og þykist í þessari bók hafa fengið áþreifanlega sönnun þess. Ég veit ekki um aðra unga höfunda á íslandi sem dregið geti upp jafnljósar og lifandi myndir af því sem fyrir augu ber á förnum vegi, gaétt þær tilfinningu og oft blás- ið í þær skáldskap. Að sjálfsögðu eru þessar svip- myndir misjafnlega merkilegar eða þungar í sér, og verð ég að játa að mér finnst höfundurinn oft leggja furðumikla alúð við hluti sem litla eða enga skír- skotun hafa, en þegar honum tekst bezt upp skilja svipmynd- ir hans eftir einhvern óræðan sviða eða leiftur í huga lesand- ans, t. d. myndin af bæklaða manninum á bls. 173—74 eða' myndin af litla drengnum og afa hans á bls. 54. Thor Vilhjálmsson Það er ekki út í hött að líkja tækni Thors Vilhjálmssonar við tækni kvikmyndatökumannsins, enda er hann mikill áhugamað- ur um kvikmyndir. Hann hefur sérkennilegt lag á að grípa hvert smáatriði og gera það eft- irminnilegt, svipbrigði á ókunnu andliti, klæðaburð ákveðinnar konu, látæði sjálfumglaðs kvennaflagara eða gígólós eða bara kjölturakika. Þá er honum ekki síður lagið að magna fram andrúmsloft staða, gera það næstum áþreif- anlegt: maður finnur þefinn í þessari götu, finnur fyrir iferð veggjanna eins og maður væri á staðnum, sér jafnvel sjálfan sig speglast í rúðum glugganna báðum megin við öngstrætið. Mér er ekki kunnugt um aðra bók íslenzka sem gefi nærfærn- ari og nærgöngulli mynd af Ev- rópu samtímans, ekki þeirri Ev- rópu sem við lesum um í stór- fréttum dagbiaðanna, heldur þeirri Evrópu sem á sitt hvers- dagslega og stórviðburðalausa líf í borgum og sveitum, líf sem hefu-r samt í sér fólgið frækorn hinna sögulegu viðburða. fslendingar gera nú orðið víð- reist með misjöfnum ábata, en vilji menn hafa eitthvað meira upp úr ferðalögum sínum um Evrópu en skammlífar minning- ar um kvöldstund i nætur- klúbbi eða þreytandi ræðu leið- sögumanns um forn mannvirki, þá ráðlegg ég þeim eindregið að lesa bók Thors Vilhjálmsson- ar. Hann gerir lofsverða tilraun til að komast undir yfirborð hins daglega lífs í löndunum sem hann gistir, skynja hvernig fólkið hugsar og finnur til. Lát- um vera þó sumar ályktanir hans eða hugsanalesning sé í hæpnasta lagi, það er ekki nema mannlegt. Ég fyrir mína parta er langt frá því sáttur við ýms- ar þær úrlausnir sem höfundur- inn fær úr torveldum rúnalestri sínum, en þær eru samt sem áður fróðlegar og íhugunarverð- ar. Að sönnu er myndin af hug- arfari hinnar nýju kynslóðar í Vestur-Þýzkalandi ekki beinlín- is geðþekk, og skal ég ekki leggja dóm á sannleiksgildi hennar, þó ég hafi tilhneigingu til að samsinna henni, en mynd- in af ástandinu í Austur-Þýzka- landi er ekki síður óhugnanleg, myndin af „paradís öreiganna" þar sem allt er staðnað og stein- dautt. Annars kynnir bókin fyrir okkur hin sundurlausustu við- horf, því höfundurinn hefur ein- att þann hátt á að láta aðra tala: hittir menn á förnum vegi og gefur þeim orðið. Óneitarilega get.ur slík kynning margvíslegra sjónarmiða verið lærdómsrík, sé rétj: haft eftir, en öft fannst að höfundur hefði mátt 'taka meirj þátt i leiknum sjálfur og láta sitt eigið ljós skína skærar. Ekki syo að skilja að Thor Vilhjálmsson sé hlutíaus gagn- vart þeim fyrirbærúm sem á vegi hans verða. Hann tekur yfirleitt skýra afstöðu og hún er undantekningarlítið neikvæð — hann hefur mjög krítísk við- horf til þeirra hluta sem hann lýsir, og það felli ég mig vel við, þó stundum gangi það út í öfgar: Hvers vegna eru t. d. all- ar konur sem hann sér ýmist alltof feitar eða óleyfilega magr- ar? En það undarlega skeður, að bókin skilur ekki eftir neina samfellda mynd í huga lesand- ans, enga greinilega hugmynd um „boðskap*1 höfundar, ef ég má nota svo útþvælt hugtak. Bókin er með öðrum orðum samsafn mjög Ijósra og krítískra svipmynda frá Evrópu, en les- andinn saknar heildarniður- stöðu af því sem höfundurinn hefur séð og hugleitt. Hann hef ur látið hjá líða að túika þann veruleika sem hann hefur horft á svo glöggum augum. Kannski ætlast hann til að lesandinn vinni það verk sjálfur, og sízt er til of mikils mælzt þó lesand- inn verði að hafa eitthvað fyr- ir ánægjunni, en mér finnst höf- undi samt skylt að beina bók- inni í heild í þann farveg, að PARÍS segir, að bök kven- inda, eins og t.d. á þesstim fólksins eigi að vera nakin, en kjól hér á myndinni, sem er nú hafa verið tekin í notkun frá Susan Small í London eru alls kyns bönd, bæði í fegrun böndin notuð til þess að halda araugnamiði og eins til þæg- bakinu á „sínum stað“. augljóst sé hvers vegna og í hvaða tilgangi hann samdi hana. Óhlutdrægni er ekki æv- inlega kostur, þó hún sé góðra gjalda verð. Ég hefði t. d. kosið að fá ákveðnari og persónulegri túlk- un á lífsferli Erasmusar og við- skiptum hans við Lúther, því slík túlkun á tvímælalaust er- indi við nútímamanninn. John Osborne hafði áræði til að túlka vanda Lúthers í leikriti sínu um hann, og það hefði verið fengur að fá „hlutdræga" mynd af við- skiptum þeirra Erasmusar og Lúthers í þessari bók. Að vísu kemur skýrt fram hver var vandi Erasmusar og hvernig hann brást við honum, og lýs- ingin á Lúther er að sínu leyti snjöll, en ég sakna niðurstöð- unnar, uppgjörsins. Stíllinn á þessari síðustu bók Thors Vilhjálmssonar er einfald ari en á þeim fyrri bókum hans sem ég hef lesið, og finnst mér það vissulega framför. Engu að síður er hann mjög persónuleg- ur sem fyrr og ákaflega mynd- ríkur eins og áður er sagt. Það er- unun að lesa bókina stílsins vegna og hinna leiftrandi svip- mynda, og hún færir daglegt líf Evrópu nær okkur íslending- um en nokkur bók önnur sem ég man eftir. Löndin sem höf- undurinn gistir eru Danmörk, Holland, Sviss, England, Vestur- Þýzkaland, Avtstur-Þýzkaland, ftalia, Júgóslavía og Austurríki, lönd sem hvert eiga sitt svip- mót en búa að sameiginlegum menningararfi álfunnar og eru tengd okkar eigin örlögum. Prentvillur eru sárafáar í bók- inni, en á bls. 69 er leiðinleg höfundarvilla: Erasmus var ekki í Lundúnum fyrir rúmlega hálfri sjöttu öld, heldur rúmlega hálfri fimmtu. Lítilvæg skekkja kannski, en óþörf í svo vönduðu riti. Grikklandi 12.9. 1962. * Sigurður A. Magnússon. Snmurhólel Iíkur störfum Sumarhótelið í Stykkishólml lauk störfum 3. sept. s.L og hafði þá starfað síðan í júní og gefið góða raun. Mikill fjöldi sem naut þess og stöðugur ferðamanna- straumur allan tímann. Eins og fyrr var sagt var það rekið í heimavist barna og miðskólans í Stykkishólmi en á vegum Stykkishólmshrepps, en nú fer að líða að skólarnir hefji göngu sína og verður þá heimavistin fullskipuð í vetur og hafa ekki allir komist að sem sóttu um skólavist en mörgum orðið að synja. — Fréttaritari. Úflug starfsemi SÍBS ÞING SÍBS var haldiS dagana 7.—9. september í húsi sam- bandsins vi® Bræðraborgarstíg. Það sátu 86 fulltrúar frá 12 fé- lögum, auk gesta, en reeSal þeirra voru Gísli Jónsson, al- þingismaður og Sigurður Sig- urðsson, landlæknir. Forseti þingsins var Jónas Þorbergsson, fyrrum útvarpsstjóri. Á þinginu flutti Páll Sig- urðsson, tryggingaryfirlæknir fræðsluerind; um kryggingarmál. Stjórnin lagði á fundinum fraan skýrslu og reikninga. Þar kom m. a. fram að á síðustu tveimur árum hefur reksturinn í Múla- lundi aukizt með því að innrétt- uð var önnur hæð í Ármúla 16 og vinna þar nú um 50 öryrkjar, mest að plastvinnu. Bráðlega verður 3. hæðin tekin til notkun ar og bætast þá 20 starfsmenn við. Á Reykjalundi hefur verið haldið áfram framkvæmdum. Búið er að flytja plastmótaverk- stæði úr leiguhúsnæði í Reykja- vík í skála, sem fullgerður var og vinnuskilyrði í járnsmíði mjög bætt. Unnið er að smíði mikillar vörugeymslu að baki vinnuskálanum og verða þá birgðir allar fluttar úr gömlu hermannaskálunum í hana og þeir væntanlega rifnir á vori komanda. Ýmsar fleiri umbætur hafa verið gerðar á Reykjalundi og unnið er að fegrun staðarlns utanhúss og ræktun. Enn eru yfir 60% af vistmönnum berkla- öryrkjar, en heimild er notuð til að taka aðra öryrkja eftir því sem rúm leyfir. Þrír menn áttu að ganga úf stjórn, en voru endurkjömir, þeir Árni Einarsson, frkvst j., Hjörleifur Gunnarsscm, frkv.stj, og Júlíus Baldvinsson, skrif- stofustjóri. Guðmundur Svavar Jónsson var kjörinn í stað Árna Guðmundssonar, -em lézt á ár- inu. Aðrir í stjóm eru Þórður Benediktsson, formaður, Oddur Ólafsson, yfirlæknir og Kjartan riiiSnaion. fulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.