Morgunblaðið - 23.09.1962, Side 7
Sunri'údagur 23. sept. 1962
7
MORCVIS BLAÐIÐ
— Ben-Gurion
<^
•s®
<*$
<S39
<íS9
<§
^>
<!$
<^
<í5>
<$>
<^
<^
Í5>
<$>
$9
^9
Alltaf fjölgar
VOLKSWAGEN
ÁRGERÐ
VOLKSWAGEN
K O S T A R
UM KR :
120
ÞUSUND
Volkswagen er með miðstöð, sprautu
á framrúðu, leðurlíkingu á sætum og
í toppi, synkroniseruðum gírkassa.
Heildverziunin HEKL/V hf.
Hverfisgötu 103 — Sími 11275.
Félag skólastjóra gagn
fræðastigsins stofnað
Framih. aí bls. 3
ýmis náttúruauðaufi. Hin
mestu þeirra er að finna við
Dauðahafið, lægsta stað jarð-
ar, 1300 fet undir sjávarmáli.
Það býr yfir gífurlegu magni
ýmissa efna og salts, u.þ.b.
20000 milljónum lesta af pott-
ösku, 980 milljón lesta af
megnsiumbromid, 22.000 millj
ónum lesta af magnesium-
klorid, 6000 milljónum lesta
af kalsiumklorid og mörgu
fleira. Á þessu svæði eru
margar heilsulindir, sem taka
fram lindunum í Tiberias.
Auðæfi Dauðahafsins höfðum
við nýtt í 25 ár.
í Negev finnast einnig járn
og kopar, eins og Biblían
greinir frá — „land, þar sem
steinarnir eru járn og þar sem
þú getur grafið kopar úr fjöll-
unum“. (5. Móseb. 8, 9.) Enn-
þá hefur ekki verið gengið úr
skugga um, hvort unnt er að
nýta járnið í Negev, en í suð-
urhluta Negev hefur verið unn
ið í koparnámunuom í Timna
árum saman. Þá höfum við
allt frá því að ríkið var sett
á stofn nytjað fosfatforðann
í Negev til framleiðslu tilbú-
ins áburðar, bæði til eigin
nota og útflutnings. Fyrir
skömmu fannst fosfat lí'ka á
Arad-svæðinu. Þar er einnig
gips, kaolin. marmari, verð-
mætir steinar og granít. Allt
verður þetta nýtt smám sam-
an; vinnslan er þegar hafin.
Loks hefur fundist jarðgas í
nánd við Dauðahafið.
í tvö þúsund ár hefur bann
færing Jéremía spámanns
hvílt yfir Negev: „Bongir suð-
urlandsirts eru lokaðar, og eng
inn opnar“ (Jer. 13.19). Þegar
ísrael reis upp að nýju sem
sjálfstætt riki, var bannfærinig
unni aflétt, og Negev upp-
hófst til nýs lífs. Be‘erseba,
sem þangað til fyrir 14 árum
var aðeins lítil bedúína-þorp,
er orðinn fjórða stærsta borg
ísraels með yfir 50.000 íbúa.
lÉilat, mikilvægasta hafnar-
borgin á dögum Salamons
konungs, er risin nýja og er,
eftir tilkomu Sinaibrautarinn-
ar, í vegasamband við Be‘érs-
eba. Fyrir sjö árum lögðu mar
okkskir innflytjendur grund-
völlinn að bæ, sem ber biblíu
nafnið Dimona (Josúa 15,22),
milli Be‘ erseba og Dauða-
hafsins og annar bær nýr,
Mitzpeh Ramon að nafni, er
að rísa við stóran gíg sam-
nefndan milli Be'erseba og
Eilat. Tveir bæir enn á Negev
eyðimörkinni eru nú á skipu-
lagsstigi: Arad í austurhlut-
anum og Besor í vesturhlut-
anum.
Mesta vandamál Negev-eyði
merkurinnar er vatnið. Úr-
koman er lítil, ekki nema fáir
þumlungar. þegar vel árar.
Það hefur þess vegna verið
aðkallandi vandamál að leiða
vatn frá Yarkon í nánd við
Tel Aviv til Negev, og sam-
kvæmt Johnston-áætluninni
sem mælir fyrir um miðlun
vatns milli nágrannariikjanna
Jórdaníu og ísraels — er nú
í smíðum voldug vatnsleiðsla,
sem beina mun nokkru af
vatnsmagni árinnar Jórdan
yfir á Negev. Meðan þessu
fer fram, vinna vísindamenn
okkar að því að rannsaka
möguleikana á því að ná selt
unni úr sjónum, þannig að
það verði nothæft við rækt-
unarframkvæmdir. í sam-
vinnu við bandarískt fyrir-
tæki hefur ein slík afsöltunar
verksmiðja verið byggð í Eil-
at. Þaðan mun áður en langt
liður fást nægilegt vatnsmagn
til iðnaðar og heimilisnotkun
ar, og vonumst við til, að
kostnaðinum megi á allra
næstu árum koma svo langt
niður, að einnig verði fært að
nota vatnið í bágu landbúnað
ar.
Þýðing Negev-eyðimerkur-
innar er samt ekki aðeins
fólgin í viðáttu hennar og
þeim miklu náttúruauðæfum,
sem hún býr yfir, heldur
einnig í því, að hún lýkur upp
leiðinni að Indlandshafi gegn
um sundin suður af Eilat og
Rauðahafið. Að undanteknu
Egyptalandi, er ísrael þar með
eina landið fyrir botni Mið
jarðarhafsins, sem aðgang hef
ur að siglingaleið bæði til
Evrópu, Vestur-Afriku og
Ameríku um Miðjarðarhafið
— og til Asíu og Austur-Af-
ríku um Rauðahafið. Þessi hag
stæða lega er til þess fallin
að gera Negev að þýðingar-
mesta iðnaðarmiðstöð ísraels
og Eilat að einni mestu borg
heimsviðskiptanna á þessum
slóðum.
Hinum skapandi mætti fsra-
els mun næsta áratuginn
verða einbeitt að landnámi og
uppbyggingu Negev.
David Ben-Gurion.
DAGANA 18. og 19. september
s.l. hefur staðið yfir í Hagaskóla
í Reykjavík stofnfundur Félags
skólastjóra gagnfræðastigsins.
Hafði nefnd frá Skólastjórafélag
inu í Reykjavík og félagi héraðs
skólastjóra undirbúið félags-
stofnunina. Fundarstjóri var
Árni Þórðarson skólastjóri Haga
skóla, en fundarritari Ólafur Þ.
Kristjánsson skólastjóri Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði. Félags
menn í þessu nýtofnaða félagi
geta verið skólastjórar héraðs- og
gagnfræðastigsskóla, sem hafa
setta eða skipaða kennara við
gagnfræðastigið. Tilgngur félags
ins er að efla viðgang þessara
skóla og standa vörð um hags-
muni þeirra. Félagið hyggst né
þessum tilgangi með því að efla
samstarf skólanna með fundar-
höldum, heimisóknum og sam-
vinnu um skólamál og kynningu
á þeim, og einnig með þvi að
vinna að bættum kjörum og
starfsskilyrðum skólastjóra og
annarra starfsmanna við þessa
skóla.
Fræðslumálastjóri sat fundinn
um skeið og ræddi við skólastjór-
ana um ýmis vandamál og við-
fangsefni þessara skóla, svo sem
húnæðismál þeirra og samræm-
ingu námsefnis og prófa.
Rætt var á fundinum um ný-
útgefin erindisbréf fyrir kennara
og skólastjóra og jafnframt um
ýmis einstök atriði skólastarfs-
ins. Fundurinn lagði áherzlu á
nauðsyn þess, að starf kennara-
stéttarinnar yrði meira metið og
stéttinni skipaður hærri sess í
þjóðfélaginu en gert hetur verið
hingað til.
Seinni fundardaginn snæddu
fundarmenn miðdegisverð í Ráð
herrabústaðnum við Tjörnina í
boði menntamálaráðherra.
Formaður félagsins var kosinn
Árni Þórðarson skólastjóri Haga
skóla. Aðrir í stjórn eru: Jón
Á. Gissurarson skólastjóri Gagn-
fræðaskólans við Lindargötu í
Reykjavík, Jón R. Hjálmarsson
skólastjóri Skógaskóla, Magnús
Jónsson skólastjóri Gagnfræða-
skóla verknáms í Reykjavík og
Þórarinn Þórarinsson skólastjóri
á Eiðum
26 skólastjórar héraðsskóla,
gagnfræðaskóla og miðskóla
víðs vegar um landið sóttu og
sátu þennan stofnfund Félags
skólastjóra gagnfræðastigsins, en
þrír aðrir skólastjórar sendu skrif
lega ósk um að gerast félags-
menn.
Vínarborg, 19. sept. NTB.
RALPH BUNCHE, aðstoðar
framkvæmdastjóri S.Þ. sagði
í dag á fundi Alþjóðakjarn-
orkumálaráðsins. sem nú er
haldinn.i Vínarborg, að kjam-
orka myndi ekki leysa af
hólmi venjuleg raforkuver |
náinni framtíð.